Morgunblaðið - 22.05.1988, Síða 13

Morgunblaðið - 22.05.1988, Síða 13
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. MAÍ 1988 13 Fagnaðarfundir Kvöld nokkurt var þeim sagt að þeir yrðu fyrir óvæntri uppákomu. Tveir menn, sem töluðu frönsku, komu til þeirra. Þeir voru Marcel Carton og Marcel Fontaine. Fyrst þeir voru allir settir í sama klefa hlaut það að tákna að þeir yrðu látnir lausir ... En gleði þeirra var skammvinn. Seurat hrakaði stöðugt. Hallat kom á hvetju kvöldi. Hann sagði lágum rómi: „Ég er fangi eins og þið. En þeir láta mig ekki binda fyrir augun. Það er ills viti. Þeir ætla að kála mér.“ Hann brosti... Einhver bankaði í vegginn. Þeir könnuðust við franska þjóðsönginn. Bandarísku gíslamir vildu hug- hreysta þá. Upp frá þessu kölluðu Frakkamir hálfkaraða húsið La Marseillaise. Hinn 12. október 1985 voru þeir fluttir ennþá einu sinni. Drúsar leit- uðu í húsum í hverfmu ... Þeir voru færðir upp á efstu hæð húss, sem var enn í smíðum, og þaðan yfir í aðra byggingu. Seurat varð æ máttfarnari. Gyð- mgalæknirinn kom alltaf. Þeir biðu Fagnaðarfundir: Ættingjar taka á móti gíslunum í París. Joelle og Alexandre fagna Kauffmann við komuna: bóklestur helzta afþreyingin. alltaf óþreyjufullir eftir þessum glaðværa, drenglynda manni, sem lét aldrei hugfallast og gerði að gamni sínu. Seurat varð að fá blóð ... Hann var af fágætum blóðflokki. Að lok- um bauðst einn af foringjum mann- ræningjanna til að gefa honum blóð. Þetta var dæmi um sambland af mildi og grimmd, sem þeir áttu að venjast. Verðirnir komust við og sögðu: „Seurat, þú ert að verða sjíti. Þú ert með sama blóð og við." Aftakan Dag nokkurn í desember leit Seurat á félaga sína og sagði: „Ég dey hér.“ Félagar hans gátu ekkert sagt ... Á jóladag hlustaði hann á útvarpið. Hann heyrði í frænda sínum, Sylvere, og grét í fyrsta sinn. Læknirinn var hættur að koma. Seurat varð að skríða á ijórum fót- um á salernið. Þeir gátu ekki hjálp- að honum. Hinn 28. desember kvaddi hann vini sína og fór frá þeim til að deyja einn. Kauffmann leið eins og hann hefði misst annan fótinn ... „Hinn læknirinn var lélegur,“ sagði einn vörðurinn. „Nú fær hann góða umönnun." Þeir heyrðu dauð- astunur Michels gegnum veggina Hinn 30. desember var komið með síðustu eigur Hallats til þeirra. Þeir fengu að halda dagbók hans. Á hveijum degi hafði þessi góði læknir skrifað konu sinni: „Elskan, .... dagur fangavistarinnar ..." I febrúar heyrðu vinimir þrír í út- varpi að Víkingasveit landlausra hefði tekið Hallat af lífi. Síðdegis 5. marz 1986 var út- varpið tekið frá þeim. Þá vissu þeir að Seurat væri látinn og að verðim- ir vildu ekki að þeir fréttu það... Dag nokkurn í ágúst var þeim skipað að taka saman pjönkur sínar. Þegar þeir höfðu verið bunndnir eins og múmíur var þeim troðið Seurat (á mynd sem ræningjarn- ir birtu eftir dauða hans): „Ég dey hér.“ ofan í langar málmkistur, sem voru settar á vörubíla. Ekið var áleiðis til Sidon og num- ið staðar í afskekktu fjallaþorpi. Þar var þeim komið fyrir í herbergi í húsi hjóna, sem áttu fimm eða sex ára gamla dóttur, Zenoubu. Þeir vom langt leiddir og örvæntingar- fullir, en gátu brosað á ný. Þeir vom faldir fyrir telpunni, en heyrðu hjalið í henni og Carton þýddi það sem hún sagði. Móðir Zenoubu bjó til góðan mat og þeir komust aftur að því hvernig kjöt og grænmeti bragðaðist ... Kvöld nokkurt vom þeir fluttir í nálægt hús, sem var ekki fullgert. Nýir verðir þeirra þóttust vera að reisa húsið ... Skömmu síðar vom þeir aftur settir í kisturnar og flutt- ir til Beirút á ný. Að þessu sinni vom þeir hafðir í fjölbýlishúsi ... Loks fengu þeir aftur útvarpsvið- tæki. Kauffmann heyrði að arm- ensk hryðjuverkasamtök hefðu krafizt þess að „zíonista-njósnarinn Kauffmann" yrði tekinn af lífi í mótmælaskyni við Parísarheimsókn Sfmonar Peresar ísraelsleiðtoga. Útvarpið greindi frá því að franska blaðamanninum Roger Auque, tveimur Þjóðveijum og fjór- um Bandaríkjamönnum hefði verið rænt. Þegar það sagði frá komu (rnttpiÍH * 4a IJImn tiniin tvrmind ****** ^8*********8^1^ * “ * * ^ ■ | . . . Fyrirsagnir Parísarblaðanna eftir frelsun gislanna: loksins fijálsir. inn í klefann vopnaður riffli. „Allir upp að vegg,“ hrópaði hann. „Bandaríkjamenn hafa stigið á land. Fimmtíu landgönguliðar hafa fallið." Kauffmann hélt að dauða- stundin væri komin. Fimm mínútum síðar rak vörðurinn upp tryllings- legan hlátur. „Þarna lék ég á ykkur ..." sagði hann. Hinn 8. febrúar 1987 varð gífur- leg sprenging og allar rúður í bygg- ingunni brotnuðu. Sprengja hafði spmngið í bíl fyrir utan. Eftir það heyrðu þeir ekki í útvarpi og sáu engin blöð fyrr en þeim var sleppt. Þeir vom hlekkjaðir á höndum og fótum og gátu varla sofið fyrir sárs- auka ... Enn vom þeir fluttir á nýjan stað 15. febrúar. Gíslar óttast fátt meira en flutninga ... Fontaine gægðist gegnum skráargatið: „Nýr gísl,“ sagði hann ... Hann var hávaxinn. Þeir höfðu frétt um ránið á Terry Waite. Var þetta hann? Hinn 28. febrúar hljómuðu aftur hin ógþmngnu orð: „Búizt til brott- ferðar." Farið var með þá í einangr- að hús. Andrúsmloftið var furðu- 'egt. Þeir urðu að standa í eina ldukkustund meðan fólk sönglaði í jífellu umhverfis þá. Þetta virtist einhver trúarleg kveðjuathöfn . .. En ekkert gerðist. Þeir fengu aldrei að vita hveijir þessir tilbeiðendur vom og hvaða tilgangi þessi dular- fulla athöfn átti að þjóna . .. Terry Waite: var hann gíslinn sem þeir sáu? 6. bandaríska flotans til Beirúts vissu þeir að mesta hættustundin væri mnnin upp ... Sprengingar Dag nokkurn vöknuðu þeir við sprengingu. Vörður kom hlaupandi Klukkutíma síðar komu “kistu- bílamir" og þremur stunndum síðar var numið staðar við bílaverkstæði. Fontaine hvíslaði að þeir hlytu að vera í Sidon. Síðan varð þögn og dropar heyrð- ust falla. Þeir lágu rígbundnir í málmkistunum; engi'nn kom til að bjarga þeim. Þeir biðu í 10 tíma, sem vom hræðilega lengi að líða. Öðm hveiju bankaði einhver í kist- una og spurði: „Er ekki allt í lagi?“ Loks var aftur ekið af stað og að lokum komið til staðar í fjöllun- um, sem virtist vera sveitabær. Þá vom þeir svo aðfram komnir að bera varð þá inn .. . Allt í einu fylltist húsið af fólki ... Þeir vom færðir í húsið við hlið- ina og þar sátu þeir í eldhúsinu í fimm vikur með bundið fyrir augun og fólk traðkaði á þeim og bókstaf- lega kramdi þá undir fótum sér. I eyrum þeirra glumdi sífellt tónlist af snældum, trúarsöngl og sjón- varpshávaði ... Dularfullur gísl Dag nokkurn sagði vörður við Kauffmann: „Ég ætla að sýna þér dálítið ...“ Hann dró upp gamalt tölublað af Paris Match með mynd af Joelle og sonum þeirra. Kauff- mann komst í ótrúlega geðshrær- ingu ... í tímaritinu sagði frá dauða Michels Seurats. Kvöld nokkurt heyrðu þeir dular- fullan gísl bera að garði. Tíunda apríl reyndi jafndularfullur maður að yfirheyra þá á ensku . .. Kauff- mann komst fljótt að þeirri niður- stöðu að þessir menn væm íranar, sem hefðu verið sendir til að yfir- heyra nýja gíslinn. Daginn eftir komu bækur, sem þeir höfðu beðið um — eftir Hugo og Shakespeare. Næstu flutningar vom ólíkir hin- um fyrri. Stutt var að fara og því farið fótgangandi. Herbergið var ógeðslega skítugt ... Þeir áttu er- fitt með svefn, því þeir óttuðust enn aðra flutninga. Eina nóttina kom vörður og færði Fontaine á brott. „Biðjið fyrir mér, vinir,“ sagði hann, sannfærður um að dauðinn biði hans. Hinn 28. febrúar sl. kom röðin að Kauffmann. Honum var haldið hlekkjuðum í niðamyrkri í niður- gröfnum bílskúr í heilán dag. Klukkan 2 eftir miðnætti var hann settur í stól fyrir framan bifreið. Ljósin vom kveikt og ætluðu að blinda hann. „Þar með er þessu loksins lokið," hugsaði hann með sér. En honum var stungið í poka og fleygt í farangursgeymslu bifreiðar. I tvo mánuði bjó hann með öðmm fanga, sem honum er bannað að nafngreina. Þeir vom hlekkjaðir, en fengu að horfa á sjónvarp. Klukkan 3 aðfaranótt 3. maí sl. fjarlægðu verðirnir allar eigur hans. Klukkan 11 f.h. sagði vörður hon- um: „Þessu er iokið hjá þér.“ „Hvað táknar það?“ „Frelsi . ..“ Klukkan 5 síðdegis fékk hann að raka sig. Rétt áður en hann fór hitti hann einstaklega grimman vörð, Abou Ali, sem rétti honum höndina. Kauffmann hristi hana. „Þessu er lokið, ég fyrirgef þér,“ sagði hann. Honum var ekið í Mercedes-bif- reið í kyrrlátan húsagarð. Ótti greip hann á ný. „Skyldu þeir drepa mig núna?“ En maður nokkur kom inn í bílinn til hans. „Hvernig hefurðu það?“ Þetta var Marcel Fontaine, sem hann hélt að hefði verið sleppt fyr- ir löngu. Síðan kom Marcel Carton til þeirra. Mercedes-bifreiðin ók af stað á ofsahraða. Þeir heyrðu ysinn og þysinn á götum Beirút. Skipt var um bflstjóra nokkmm sinnum, en létt var yfir gíslunum. Allt í einu var þeim ýtt inn í anddyri Summer- land-hótelsins og hrópað var á frönsku allt í kring. Martröðinni var lokið.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.