Morgunblaðið - 22.05.1988, Side 14

Morgunblaðið - 22.05.1988, Side 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. MAI 1988 EN REIS UPP FRÁDAUÐUM RÆTT VIÐ DR. PETTIWAGNER Flestir vita hver Lazarus var, maðurinn sem Jesú Kristur vakti upp frá dauðum er hann hafði legið í grafhýsi í fjóra daga. Jesús lét taka steininn frá gröfinni og kallaði til hans hárri röddu: Lazarus, kom þú út. Og hinn dáni kom út vafinn líkblæjum á fótum og höndum, og fyrir andlit hans var bundinn sveitadúkur." Jesús bað menn að leysa hann og leyfa honum að fara. Frá þessu segir Jóhannes í Guðspjalli sínu sem er nánast fréttaannáll frá þeim árum sem Jesús gekk um meðal manna. Allar götur síðan hefur mannkynið undrast þennan einstæða atburð. Nú fyrir skömmu var á ferð hér á landi bandarísk kona sem hefur vottorð uppá það að hún var úrskurðuð dáin þann 18. mars árið 1971. Dauði hennar orsakaðist af raflosti sem illa þokkaður geðlæknir lét veita henni eftir að hún hafði í tíu daga sætt hörmulegum pyntingum. Læknir þessi og samstarfsmenn hans á Southwest-sjúkrahúsinu í Houston voru handbendi samsæris- manna sem stóðu að baki þessum atburðum til þess að komast yfir fjármuni Dr. Petti Wagner, sem var vellrík og átti mörg fyrirtæki. Dr. Wagner lifði pyntingamar af en var úrskurðuð látin af völdum raflosts- ins. Hún reis að eigin sögn upp frá dauðum eftir að hafa átt sex klukk- utima viðræður við Jesú Krist sem lauk með því að hann leyfði henni að velja hvort hún sneri aftur til hins limlesta líkama síns á jörðu niðri eða tæki sér bólfestu á himn- um. Hún valdi að snúa til baka og hefur nú ferðast um heiminn, sagt sögu sína og boðað guðsríki í 17 ár. Ég átti stefnumót við Dr. Petti Wagner að kvöldi mánudagsins 16. maí sl. á Hótel Loftleiðum, en Dr. Wagner var hér skamman tíma í fyrirlestraferð í tilefni að útkomu bókar hennar „Myrt, en lifir í dag“, þar sem hún segir frá þessum ógn- aratburðum í lífi sínu. Ég kom á hótelið klukkan níu til að hitta Dr. Wagner en greip í tómt, hún var ekki komin úr matarboði sem Eirík- ur Sigurbjömsson hjá útvarpsstöð- inni Alfa hafði haldið henni þá um kvöldið að Álfsnesi í Kjós. Nokkru seinna kom Dr. Wagner ásamt einkaritara sínum og Eiríki í Álfs- nesi. Meðan ljósmyndari Morgun- blaðsins tók myndir af Dr. Wagner í anddyri hótelsins sagði Eiríkur mér að hann hefði þá um kvöldið ásamt fjölskyldu sinni „meðtekið Jesú“ frá Dr. Wagner, sem væri stórmerkileg kona. Lengra varð samtal okkar Eiríks ekki því hinn lágvaxni 72 ára boðberi guðsríkis snaraðist inn um dymar og gustaði af henni í hitamollunni sem ríkti þá í Leifsbúð vegna hlýjunnar og sólar- ljóssins fyrir utan. Dr. Wagner var klædd í kolsvart „buxnadress“ úr velúr svo skinið af ótal skartgripum og silfurhvítu hári hennar varð enn áhrifameira fyrir vikið. Við tókum okkur sæti við borð í miðju herberg- inu. Það leyndi sér ekki að Dr. Wagner er alvön að segja blaða- mönnum frá lífsreynslu sinni því hún byijaði nánast um leið að segja frá og mátti ég hafa mig alla við að fylgjast með frásögn hennar, svo hröð og kraftmikil var hún. Ég fékk smám saman þá tilfínningu er frá- sögninni fleygði fram, að lífsorka og viljaþrek lýsti í gegnum hvert orð þessarar konu. Hún byijar á að sýna mér hring- ana á fingmm sér, sem em margir og með eindæmum skrautlegir. Hún sagði mér að mannræningjamir hefðu skaddað marga fingur hennar þegar þeir böðluðust við að ná af henni hringjum sem hún bar þegar ránið átti sér stað. „Þeir náðu öllum nema einum sem Tiffany’s hafði lóðað á fingurinn á mér nokkmm dögum áður." Hún sýnir mér geysi- stóran hring settan glampandi dem- öntum af ýmsum stærðum. „Dem- antamir á þessum hring em af skrautnælum, hringum og nistum sem mér höfðu þá þegar verið gef- in fyrir veitta þjónustu og árangur á mörgum sviðum. Að mörgu leyti táknaði þessi hringur þá allt mitt líf.“ Hún segir mér að það hafi ekki aðeins verið hringimir sem ræningjamir hirtu heldur náðu þeir undir sig næstum öllum eignum hennar sem á þeim tíma vom geysi- miklar. „Næstum öllum húseignum mínum og meira að segja fötum mínum og pelsum. Ég hef alltaf unnið mikið en ég hef líka alla tíð leyft mér að eiga falleg föt og fal- lega skartgripi," segir hún. Næst dregur Dr. Wagner upp stóra og fallega mynd af sjálfri sér þegar hún var 26 ára gömul. „Svona leit ég út á þeim aldri, og svona mun ég líta út á himnum,“ segir hún og brosir svo loftljósið glampar í gylltum jöxlum hennar. Mannræn- ingjamir kjálkabmtu hana og flest allar tennur hennar ýmist brotnuðu eða losnuðu og það tók sérfræðinga mörg ár að bæta fyrir þau skemmd- arverk á andliti hennar og tönnum. „Ég átti átta fallegar systur," hélt hún áfram, „ég var vön að segja við pabba: „Pabbi, hvemig gátuð þið guð gert allar systur

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.