Morgunblaðið - 22.05.1988, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 22.05.1988, Qupperneq 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. MAÍ 1988 Harðjaxlar stíga dauðadans Kvikmyndir Arnaldur Indriðason Dauðadansinn („Tough Guys Don’t Dance“). Sýnd í Stjörnu- bíói. Bandarisk. Leikstjóm og handrit: Norman Mailer, en myndin er byggð á samnefndri bók hans. Framleiðendur: Mena- hem Golan og Yoram Globus. Kvikmyndataka: George Kohut. Tónlist: Angelo Badalamenti. Helstu hlutverk: Ryan O’Neal, Isabella Rossellini, Debra Sand- lund, Wings Hauser, Lawrence Tiemey, Frances Fisher og John Bedford Lloyd. „Ég er sífellt að segja það með sjálfum mér — dauðinn er hátíð." Einhvem veginn þannig tekur rit- höfundurinn Tim Madden (Ryan O’Neal) til orða í upphafi myndar Norman Mailers, Dauðadansinn („Tough Guys Don’t Dance), sem sýnd er í Stjömubíói. Og með það hefst hátíðin í þess- ari sérkennilegu, súrrealísku svörtu kómedíu Mailers um Madden og lif- andi og liðna í kringum hann. Mail- John Bedford Lloyd og Ryan O’Neal ræða málin í Dauðadansi Nor- mans Mailers. Tork. Þegar hreinlæti er nauðsyn. Tork kerfið er ómissandi öllum sem bjóða aðeins vandaða framleiðslu og góða þjónustu. Tork kerfið saman- stendur af hylkjum og grindum ásamt einnota vörum til notkunar hvar sem hreinlætis er þörf. í nútíma framleiðslufyrirtækjum skiptir þrifnaður miklu máli. Þá koma yfirburðir Tork best í ljós. Starfsfólk þitt kann vel að meta hversu Tork kerfið er einstaklega þægilegt í notkun. Sannir atvinnumenn biðja um Tork vegna þess að Tork er hagkvæmara og gæðin einstök. TORKl ^ Natn: ■ Lyrirtaíki-- ^ HeimiVisíang- - | Starfsgrein-.- __________ 1 Stani:-— '^^öuPPlÝSÍngarUm 1 DVinsamlegasen i ■« i i i Tork kerfíð. Fyrir þá sem vilja aðeins það besta. Mölnlycke ) er, einn fremsti rithöfundur eftir- stríðsáranna í Bandaríkjunum sem gerði þijár kolómögulegar bíó- myndir á sjöunda áratugnum, festir sína eigin samnefndu skáldsögu á filmu og gerir það, kannski ekki af íðilvandaðri fagmennsku eins og við mátti búast, en af þeim mun meiri þrótti, grimmilegri, klám- fenginni og ruddalegri gamansemi og kaldhæðnislegri útlistun á hinni skitsófrenísku amerísku þjóðarsál. Dauðinn er hátíð. Segðu brandara, Madden. Hver er hin fullkomna hamingja? Að vera skurðlæknir og fá peninga fyrir að skera fólk? Myndin þróast við fyrstu sýn eins og skáldsaga manns sem sest niður við ritvélina og byrjar að skrifa eitt- hvað sem hann hefur ekki hugmynd um hvað er og hvað verður um. Persónur og atburðir eru kynntir næsta samhengislaust enda kannski ekki nema von því hér seg- ir timbraður maður frá. Frásögnin er að mestu leyti rakin í röð aftur- hvarfa með afturhvörfum inní þeim og þegar líða tekur nær lokum skiptir Mailer um- sjónarhól eða sögumenn þangað til maður á fullt í fangi með að fylgjast með upp- byggingunni á kostnað þess sem er að gerast á tjaldinu. Hefðbundin frásagnaraðferð er bara lummó, stígandi og spenna eiga ekki heima hér en myndin er vænt kaftshögg á hversdagsleikann vestra. Það má vera að hún sé subbulega gerð og handritið sóðalegt en Mailer fer sannarlega ekki eftir markaðskönn- unum. Persónumar og tengsl þeirra er með því flóknasta sem gerist. Sögu- sviðið er þunglamalegur smábær á austurströndinni. Tim Madden rek- ur hina dularfullu sögu fyrir pabba sínum, dauðvona krabbameins- sjúklingi. Hann segist hafa vaknað einn morguninn í timburmönnum með nýtt húðflúr á handleggnum, blóðugan jakka útí bfl og höfuð af konu á leynistaðnum sínum útí skógi. Aður hafði konan hans, Patty Lareine (Debra Sandlund), farið frá honum, þess vegna drekkur hann, og hann hafði kynnst undarlegu pari á þorpskránni og farið á eigin- konuna frammi fyrir eiginmannin- um. Það gefur honum tilefni til að hugsa enn aftar í tímann til fyrstu eiginkonu sinnar, Madeleine (Isa- bella Rossellini) sem hann yfírgaf til að vera með hinni kynþokkafullu Lareine. Madeleine er núna gift hinum dularfulla nýja lögreglu- stjóra smábæjarins, Regency (Wings Hauser), sem heldur fram- hjá henni með Lareine og veit kannski mest um allt þetta furðu- lega mál. Og loks má nefna Ward- ley Meeks III (John Bedford Lloyd) sem var fyrsti eiginmaður Lareine en stundar nú dópsölu og um það snýst heila klabbið. Líkin taka að hrannast upp, sum hauslaus, og hinum spillta lögreglu- stjóra er mikið í mun að koma sök- inni á Madden. Það eru hinar fjölskrúðugu per- sónur og það sem þær standa fyrir, frekar en hinn eiginlegi og mjög 3vo ruglingslega framsetti sögu- þráður, sem Mailer vill kafa í og hann nýtur við það hjálpar skemmtilegs leikarahóps sem fellur einstaklega vel inní hið svart- kómíska, geðveikislega og ofbeldis- fulla smábæjar- og krimmalíf. O’Neal hefur tekið sér langt hlé frá bíómyndunum en snýr hér aftur jafn skilningssljór á stöðu mála og hann er þunnur, kaldhæðnislegur og klúr. Ertu ástfanginn af konunni þinni? spyr lögreglustjórinn. Minnst tvisvar í viku, svarar Madden. Hlut- verk Isabellu drukknar einhvers staðar í frásögninni án þess að /erða neitt af viti, Sandlund er óborganleg í hlutverki Lareine hinn- ar kynþokkafullu sem allir gimast og allir fá, Hauser er einmitt rétti harðjaxlinn til að sýna tvær hliðar Bandaríkjamannsins; löggæslu- manninn og btjálæðinginn, og Lloyd er dásamlega fágaður en stjómlaus krimmi. Yfír þessu vakir Mailer og skemmtir sér konunglega. Ef þú gerir það ekki er það svosem skilj- anlegt en verra.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.