Morgunblaðið - 22.05.1988, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 22.05.1988, Qupperneq 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. MAÍ 1988 „Glerbrot“ frumsýnt í Siónvarpinu í kvöld: Verkið er laust við nær- sýni lykilskáldskapar Kristín Jóhannesdóttir fylgist með hljóðsetningu „Glerbrots". (Morgunblaðið/Einar Faiur) — segirKristín Jóhannesdóttir, leiksljóri GLERBROT er heitið á nýju íslensku sjónvarpsleikriti sem Ríkissjónvarpið frumsýnir i kvöld. Leikritið er unnið upp úr „Fjaðrafoki" eftir Matthías Johannesen, sem frumsýnt var i Þjóðleikhúsinu árið 1969. í stórum dráttum segir verkið frá unglingsstúlkunni Maríu, sem syngur með popphljóm- sveit ásamt ástvini sínum og fer sú vinna fram um nætur. Vegna fjarveru sinnar lendir María upp á kant við heimili sitt, aðal- lega stjúpmóður og niðurstað- an verður sú að María er send á skólaheimili, „eins og það heitir i lögunum". María er þar með rifin úr sinu lifandi umhverfi, sem for- eldramir virðast lítið vita um og frá afanum, Theofílusi, sem einnig býr á heimilinu og er hennar huggun og athvarf, en eins og María vanmáttugur. í „skólanum", eða réttara sagt hælinu vilja allir vera góðir við alla, sérstaklega vilja gæslu- konumar sem ríkja þar vera góð- ar við stúlkumar, en út frá sínum eigin forsendum; forsendum laga- setningar og trúar. „Glerbrot" tekur um fimmtíu mínútur í sýningu og er því tölu- vert stytt útgáfa af „Fjaðrafoki". Handritshöfundur sjónvarpsgerð- ar og leiksijóri, Kristín Jóhannes- dóttir, var spurð hvaða Ieið hún hefði valið til að stytta verkið. „Ég reyndi að hnika hvergi til strúktúmum í verki Matthíasar, svaraði Kristín, „því í rauninni er strúktúrinn hjá honum alveg stór- kostlegur í þessu verki, til dæmis í persónusköpun, þar sem hann notar „arkitýpur" úr ævintýrun- um. Þarmeð skírskotar hann út fyrir þessar týpur, sem við þekkj- um, aftur til miðaldabókmenn- tanna, yfír í helgisögur sem fjalla um píslargöngu. Þegar ég fór að kafa ofan í þetta verk, sem er fullkomið og stórkostlegt leik- húsverk, ákvað ég að leggja áherslu á þessa píslarsögu, sem má fínna samsvörun við í píslar- sögu Krists. Þær viðtökur sem verkið fékk á sínum tíma vom mjög ótrúlegar og óréttmætar. í staðinn fyrir að skoða verkið sem eitt af stóm leikhúsverkunum, því þetta er virkilega „grandios“ verk, og skilja skírskotunina í því í stærra samhengi, var það tekið og tengt einhveiju skandalmáli. Með því að skírskota stöðugt til þessara „arkitýpa“ ævintýr- anna nær Matthías að setja þetta í stóra samhengi „allegóríunnar" og losa það við þessa nærsýni sem var alltaf verið að klína á verkið; nærsýni lykilskáldskapar." Þú talar um arkitýpur. Eru persónumar { verkinu þá ein- hveijar staðlaðar einhliða týp- ur, sem verkið gengur út frá? „Nei, alls ekki. Með því að nota arkitýpur, nær maður að tengja þær við ómunamynni — eitthvað sem allir þekkja. Það þýðir ekki að það sé einhver einföldun á persónum, heldur eru þessar æv- intýrapersónur alltaf mjög margslungnar. Ævintýrið er mjög „populert" form. Þú hefur þessar aðalpersónur sem hafa hlutverk sem hvert mannsbarn þekkir úr ævintýrum og þarmeð helgileikj- um, því ævintýrin eru „populert“ form á helgileikjum miðalda. Þar eru prinsessan, stjúpan, nomin og prinsinn sem leysir prinsessuna úr álögum, svo maður gleymi því nú ekki að þar er alltaf hinn van- máttugi faðir. Með því að nota þessa upp- byggingu og ævintýraskírskotan- ir, nær maður að losa verkið úr samhengi við einhvem ákveðinn skilgreindan tíma og þarmeð he- furðu möguleika á að tala til fólks á öllum tímum um hluti sem skipta máli á öllum tímum." Nú er verkið staðsett í nútim- anum, en hefur skirskotun langt aftur fyrir sig. Samt lýsir það vandamálum sem eru ofar- lega á baugi í dag. Hafa þessi vandamál með mannlegt eðli að gera, fremur en samfélagið hveiju sinni? „Þetta er án efa samtvinnun á mannlegum þáttum á öllum tímum og hvemig samfélagið fer að því að taka á þessum hlutum. Viðbrögðin virðast alltaf vera þau sömu — bara undir öðrum for- merlqum, það er þegar þessi mannlegi þáttur hittir fyrir sam- félagsþáttinn. í Glerbroti höfum við þetta þríeyki, Qölskylduvaldið, rikis- valdið og trúarvaldið og það hvemig manneskjan bregst við hlutverki sínu, þegar hún fær þessi völd í hendur, því það er alltaf hætta á að þú farir jrfír mörkin þegar þú hefur vald og dettir ofan í misbeitingu á því. Það þarf alltaf gífurlegan þroska til að stirðna ekki inni í dæminu." En hvað með þann sem verð- ur fyrir misbeitingu valdsins, eins og María í þessu tilfelli? „Þar komum við að þessum tveimur meginflötum á Maríu sem geta framkallast i hvaða mann- eskju sem er, því hver manneskja er í rauninni almætti sem er sam- setning af guðdómi og djöfullegu valdi. Ég sagði einhvers staðar að María væri þessi samsetning — engilbjartur skratti — og spum- ingin er hvemig hún vinnur úr þessu í píslargöngunni sem á hana er lögð. En þetta má segja um hinar persónumar líka." Þessar persónur virðast nokkuð fastar i hlutverkum sínum, þótt þær séu óhamingju- samar og sjái að það er eitthvað rangt við þau. Hvers vegna komast þær ekki út úr hlut- verkum sinum? „Það er alveg ljóst að allir þess- ir aðilar hafa byijað í besta til- gangi, en einhvers staðar á leið- inni hafa vopnin snúist í höndum þeirra og þeir hafa ekki getað hafíð sig yfír þær raunir sem á þá hafa verið lagðar. í rauninni em persónumar orðnar fómardýr þess valds sem þær hafa með höndum. Pömn er mjög áberandi í þessu verki Matthíasar. Sem dæmi má nefna gæslukonumar. Þær em einhvers konar tvíhöfða nom og styðja hvor aðra í hlutverkunum. Það sama má segja um önnur pör. Þetta verður einhvers konar speglun. Hver manneslq'a þarf þessa speglun til að viðhalda hlut- verkinu, en um leið verður spegl- unin til þess að þessar manneslq'- ur komast ekki út úr hlutverkun- um. Öliu þessu þarf að koma til skila. Sjónvarpsmynd er mjög flókið og margslungið fyrirbæri og án þess stórkostlega framlags allra þeirra sem komu nálægt gerð myndarinnar, væri þetta ekki hægt. Samstillingin hefur verið með ólíkindum, hvort sem það em leikarar sem eiga í hlut eða kvik- myndatökmaður, hljóðmaður leik- myndahöfundur, tónskáld, eða aðrir sem hafa komið nálægt þessu og of langt mál yrði að telja upp. Ég get ekki annað en gargað af fögnuði yfír því hversu djúpan og næman skilning allir hafa sýnt þessu verki." ssv Akranes: Olís byggir þjónustumiðstöð Oliuverslun íslands hf. er nú að byggja nýja þjónustustöð á Akranesi og er gert ráð fyrir að hún verði opnuð síðar i sumar. Þjónustustöðin er á homi Kal- mannsbrautar og Esjubrautar og hófust framkvæmdir á síðasta ári. Gert er ráð fyrir því að auk bensín- og olíusölu verði þar söluskáli og einnig verður sett upp þvottastöð. Gunnar Sigurðsson útibússtjóri Olís hf. á Akranesi sagði í samtali við Morgunblaðið að framkvæmdir hefðu gengið vel og áætlanir miðuð- ust við að stöðin yrði opnuð nú I júní. Gunnar sagði að þrátt fyrir þessa nýju stöð yrði áfram opið á gamla staðnum við Hafnarbraut, enda væri mikill vöxtur í starfsemi útibúsins. — JG Hin nýja þjónustustöð Olis á Akranesi. Morgunblaðið/Jón Gunnlaugsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.