Morgunblaðið - 22.05.1988, Síða 45

Morgunblaðið - 22.05.1988, Síða 45
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. MAÍ 1988 ekki nægar bætur. Svartur hefur mikla yfirburði í liði og menn hans vinna vel saman. Með síðasta leik sínum undirbýr Karpov að koma drottningu sinni í vörnina og þar að auki eignast hann þann mögu- leika að létta á stöðu sinni með því að leika Dxg2+ 22. Hd4 - Re4 23. Hel? Eftir þennan afleik gengur það kraftaverki næst að Kasparov skuli hafa sloppið við tap í skákinni. Það virðist nauðsynlegt að reyna að vinna annan manninn til baka með 23. Dg4+ - Reg5 24. h4. 23. - Reg5 24. Dg4 - Ba3! 25. Bc3 - Hxel+ 26. Bxel - He8? Það er ekki að sjá að hvítur hefði haft nokkra möguleika á að þjarga taflinu eftir 26. — De6! Hann verð- ur þá annaðhvort að fara í drottn- ingakaup, eða leika hinum ömur- lega leik 28. Ddl. Nú tekur tíma- hrakið völdin og Karpov missir öll tök á stöðunni. 27. Bd2 - Bcl?! 28. h4 - Bxd2 29. Hxd2 - Hel+ 30. Kh2 - He4? 31. f4 - De6 32. Hd8+ - Kf7 33. Hd7+ Kf8 34. Dxe6 - Hxe6 35. hxg5 - He7 36. Hxe7 - Kxe7 37. g4 - Be4 38. Kg3 - Bbl 39. a3 í þessari stöðu féll Karpov á tíma, áður en hann náði að leika hinum sjálfsögðu leikjum 39. — Ba2 40. b4 — Bxc4. I síðustu leikjunum hefur Kasparov hins vegar tekist að snúa skákinni við og á mjög góðar vinningslíkur eftir 41. Kh4! Sjaldan hafa svo góðir skákmenn teflt jafn gallaða skák. Örvhentir í heimi rétthentra: Lífslíkur örvhentra eru minni Lundúnum, Reuter. ÁLAGIÐ sem fylgir þvi að þurfa að búa í heimi rétt- hentra gæti minnkað lífslíkur örvhentra, að því er fram kemur í könnun sem byggð var á upplýsingum um bandaríska hafnaboltamenn. Kanadíski sálfræðingurinn Stanley Coren hefur ritað grein í vísindatímaritið Nature, þar sem segir að rétthentir hafna- boltamenn í Bandaríkjunum hefðu látist 64,64 ára að aldri að meðaltali, en örvhentir 63,97 ára. Þar til á 33 ára aldri sé enginn munur á þessum hópum en eftir þann aldur taki örv- hentir að deyja fyrr. Diane Halpem, við ríkis- háskólann í Kalifomíu, sem starfaði við könnunina, sagði að álagið sem fylgdi því að þurfa að lifa í heimi sem tæki aðeins mið af þörfum rétt- hentra gæti verið ein af ástæð- unum fyrir því að örvhentir lifðu skemur en rétthentir. Hún benti einnig á að flest þeirra bama sem væru of létt reynd- ust örvhent. Kb 45 Trilene um næstu helgi í Broadway. Amór, Ingó ogJói BICCAD m/sr MERKI UM GÖÐAN ÚTBÚNAÐ NÍÐSTERK ÞUNGAVIGTARLÍNA Fœst í nœstu sportvöruverslun. ,A Askum þátttakendum í keppninni um Um leið og við osku”; ^ n í„lands 1988. tfflinn Fegut6a(drot^ g^i kvöl(J 9ÞöSumntlð Dúdda iyrir án*oiulegt eamstart.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.