Morgunblaðið - 22.05.1988, Qupperneq 55

Morgunblaðið - 22.05.1988, Qupperneq 55
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. MAÍ 1988 55 Sveinbjörn Frið- finnsson - Minning Fæddur 28. nóvember 1891 Dáinn 16. maí 1988 Þann 16. maí sl. andaðist á Hrafnistu í Reykjavík Sveinbjöm Friðfinnsson, sem áður bjó á Hrísa- teig 22. Hann var fæddur 28. nóv- ember árið 1891 í Haga í Vopnaf- irði. Foreldrar hans voru hjónin Guðrún Ólína Sveinbjamardóttir og Friðfinnur Kristjánsson og voru böm þeirra alls níu talsins. Eftirlif- andi era Olgeir, sem dvelur á heim- ili aldraðra í Borgamesi og Þór- hallur sem búsettur er í Reykjavík. Á unga aldri fluttist hann með for- eldram sínum að Borgum í Vopna- fírði og þar ólst hann upp ásamt systkinum sínum. Fyrir utan þá skólagöngu sem böm fengu á þess- um áram þá lauk hann námi við Bændaskólann á Eiðum. Sveinbjöm var tvíkvæntur, fyrri kona hans var Guðrún Guðmunds- dóttir frá Hellatúni í Rangárvalla- sýslu. Þau gengu í hjónaband árið 1920. Böm þeirra vora fjögur, elst er Þórann, f. 1921, húsmóðir í Reykjavík, Guðmundur Borgar, f. 1924t klæðskeri í Reykjavík, Guð- rún Olína, f. 1925, en hún dó að- eins eins árs 1926 og yngstur var Garðar, f. 1928, en hann dó 1971. Auk þess ól hann sonardóttur sína upp, Guðrúnu Guðmundsdóttur, sem býr í Reykjavík. Hjónaband Sveinbjamar og Guðrúnar varði í 47 ár eða þar til hún lést árið 1967. Afkomendur þeirra munu vera hátt á fjórða tug. Arið 1973 giftist hann alnöfnu fyrri konu sinnar, Guðrúnu Guðmundsdóttur frá Ingjaldssandi við Önundarfjörð (móður undirrit- aðs), hún lést 31. janúar 1986. Sveinbjöm var mikill bókamaður, enda var hann vel fróður um marga hluti. Hann fékkst meðal annars við bamakennslu á áranum 1921-’23 austur í Fljótshlíð. Einnig vann hann lengi við húsasmíðar eða þar til hann setti á stofn Gúmmí- fatagerðina Vopna. Rak hann það fyrirtæki fram á níræðisaldur, en þá seldi hann fyrirtækið. Hér hefur aðeins verið stiklað á stóra úr lífi Sveinbjamar enda af nógu að .taka á langri og farsælli ævi. En það sem ég minnist sérstak- lega af okkar kynnum var hversu geðgóður og hjartahlýr hann var við alla þá sem hann þekkti. Ég og fjölskylda mín voram þeirrar gæfu aðnjótandi að koma oft inn á heim- ili hans og móður minnar. Þar ríkti oftmikil gleði og kátína, þó sérstak- lega þegar böm áttu í hlut, því bamgóður var hann með eindæm- um. Móðir mín sagði mér oft hversu mikið lán það hefði verið fyrir sig að kynnast honum, því hann var henni alveg sérstaklega umhyggju- samur og hjálpsamur og þó eftir- minnilega í hennar veikindum, enda vora þau mjög samrýmd. í aprflmánuði 1984 komust þau að á Hrafnistu í Reykjavík og eyddu saman síðustu ævikvöldunum þar. Síðustu þrjú árin var Sveinbjöm á hjúkranardeild 2G í umsjá alveg sérstaklega elskulegs starfsfólks sem reyndist honum alveg einstak- lega vel í veikindum hans. Öllu þessu starfsfólki era hér færðar góðar kveðjur með kæra þakklæti fyrir ósérhlífni í hans garð. Svein- björn var alla tíð mjög hraustur maður nema síðustu árin var sjónin farin að gefa sig. Þessi minningabrot era fátækleg, en ég vona að þau lýsi einhverju úr lífí Sveinbjamar. Ég og fjöl- skylda mín sendum öllum ættingj- um hans og vinum okkar innileg- ustu samúð'árkveðjur. Ég þakka honum samfylgdina, hans miklu góðmennsku, skyldurækni og tryggfyndi og allt það sem hann var móður minni og bið honum blessunar Guðs í nýjum heimkynn- um. Utför Sveinbjarnar verður gerð frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 24. maí kl. 10.30. Birgír G. Ottósson LEGSTEINAR MOSAIK H.F. Hamarshöfða 4 — Sími 681960 Legsteinar Framleiðum allar stærðir og gerðir af legsteinum. Veitum fúslega upplýsingar og ráðgjof um gerð og val legsteina. \ - 1 S.HELGASQN HF STEINSMIÐJA SKEKlWUÆGi 46 SÍMI 76677 raðauglýsingar — raðauglýsingar — raðauglýsingar Augfýsingastofa ErnstJ. Backman Ertu á réttri hillu? Ertu orðin(n) leið(ur) á starfinu eða náminu, hefur þú á tilfinningunni að það sé til eitt- hvað annað sem henti þér betur, án þess að vera viss um hvað það er? Markmið náms- og starfsráðgjafar Ábendis sf. er að aðstoða þig við að finna það starf eða nám sem hent- ar þér og er líklegt til að veita þér ánægju. Tímapantanir í síma 689099 frá kl. 9-15 alla Vlrka daaa' Abendi sf. Auglýsing um starfslaun til listamanna Menningarmálanefnd Reykjavíkurborgar auglýsir eftir umsóknum um tvenn starfslaun til listamanna. Annars vegar eru starfslaun til 12 mánaða hið lengsta og fer úthlutun þeirra fram í júní- mánuði en hins vegar eru starfslaun til þriggja ára og fer úthlutun þeirra fram hinn 18. ágúst. Þeir einir listamenn koma til greina við úthlut- un starfslauna sem búsettir eru í Reykjavík og að öðru jöfnu skulu þeir ganga fyrir úthlut- un, sem ekki geta stundað listgrein sína sem fullt starf. Listamenn skulu skuldbinda sig til þess að gegna ekki fastlaunuði starfi meðan þeir njóta starfslauna. Umsóknarfrestur er til 10. júní 1988. Menningarmálanefnd Reykja víkurborgar, Austurstræti 16. Frá Stálvík hf. sala skipa erlendis Höfum erlenda kaupendur að tveimur 400-500 brúttó lesta togurum og 14 bátum 10-30 tonna. Uppl. í síma 51900. stálvíkhf G, skipasmiðastöð húsnæði óskast 1-2ja herbergja íbúð Höfum verið beðnir að útvega 1-2 herb. íbúð á Stór-Reykjavíkursvæðinu til leigu fyrir einn af starfsmönnum okkar til eins árs, sem allra fyrst. Nánari upplýsingar veitir Thulin Johansen í síma 686700. BOft? MQim&WtBKW & ©©« íbúð óskast - áríðandi Dr. Wolfgang Edelstein frá Max-Planck- stofnuninni í Vestur-Berlín óskar eftir ca. 4ra herb. íbúð (með húsgögnum) í Reykjavík mán- uðina ágúst og september nk. Til greina kemur leiga eða íbúðarskipti. Þeir sem hafa áhuga geta haft beint samband sem fyrst við Wolfgang í síma 9049-30-82995- 306 (vinnusími) og 9049-30-8312843 (heim- asími) eða við Guðríði Sigurðardóttur heim- asími 28707. Sjálfstæðiskvennafélagið Vorboði Hafnarfirði Fyrirhugaðri vorferð 28. maí nk. er frestað til hausts. Nánar auglýst síðar. Stjómin. Aðalfundur fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna á Isafirði verður haldinn í Sjálfstæðishúsinu, 2. hæð, þriðjudaginn 24. mai kl. 20.30. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Matthias Bjarnason alþingismaður ræð- ir stjórnmálaviðhorfin. 3. Önnur mál. Siglfirðingar - sjávarútvegsmál Fulltrúaráð sjálfstæðisfélaganna á Siglufirði heldur almennan fund um sjávarútvegsmál á Hótel Höll fimmtudaginn 26. mai kl. 20.30. Dagskrá: Ávarp: Pálmi Jónsson alþingismaður. Fræðslumál í fiskiönaði: Ágúst H. Elíasson framkvæmdastjóri. Möguleikar i sjávarútvegi á Siglufirði: Róbert Guðfinnsson fram- kvæmdastjóri. Gjaldeyrismál: Vilhjálmur Egilsson varaþingmaður. Fundarstjóri: Ómar Hauksson framkvæmdastjóri. Aliir velkomnir. Fulltrúaráðið. Sjálfstæðiskvennafélagið Þuríður sundafyllir Bolungarvfk heldur fund á Völusteinsstræti 16, þriðjudaginn 24. mai kl. 20.30. Fundarefni: 1. Starfsemi félagsins. 2. Bæjarmál í Bolungarvík. Frummælandi Ólafur Kristjánsson bæjarstjóri. 3. Önnur mál. Nýir félagar velkomnir. Stjórnin. Vestmannaeyjar Sjálfstæðiskvennafélagið Eygló heldur almennan fund fimmtudaginn 26. mai í Munanum, Vestmannabraut 28. Fundurinn hefst með borð- haldi kf. 20.00. Dagskrá: 1. Bæjarmál í brennidepli. 2. Hvaö gerðist á Hvolsvelll? 3. Önnur mál. 4. Sitthvaö í léttum dúr. Gestur fundarins veröur Sigurður Jónsson, bæjarfulltrúi, fundarstjóri Helga Jónsdóttir. Þátttaka tilkynnist í sima 1826, skóbúðinni og 1167, verslun Ingibjarg- ar Johnsen. Mætið vel og hafiö með ykkur gesti. Sjálfstæðiskvennafélagið Eygió.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.