Morgunblaðið - 22.05.1988, Qupperneq 56

Morgunblaðið - 22.05.1988, Qupperneq 56
56 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. MAÍ 1988 t Systir mín og mágkona, stefanIa þórðardóttir, sem lóst í Sjúkrahúsi Akraness föstudaginn 13. maí verður jarð- . sungin frá Akraneskirkju þriðjudaginn 24. maí kl. 14.15. F.h. systkinabarna, Þórður Þ. Þórðarson, Slgrfður Guðmundsdóttir. t Stjúpmóðir mín, GUÐRÚN SIGURÐARDÓTTIR, áður Flókagötu 61, andaðist á Elli- og hjúkrunarheimilinu Grund 10. þ.m. Jarðarförin hefur farið fram I kyrrþey að ósk hinnar látnu. Fyrir hönd aðstandenda, Guðjón Þorsteinsson. t Móðir mín, tengdamóöir og amma, BJÖRG S. SIGURÐARDÓTTIR frá Hofstaðaseli, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju þriöjudaginn 24. maí kl. 15.00. Margrót H. Slgurðardóttlr, Sveinn Hallgrfmsson, Björg Sveinsdóttir, Hallgrfmur S. Sveinsson. t Útför VALENTÍNUSAR ALBERTS JÓNSSONAR fyrrverandi bónda að Réttarholti, Gnúpverjahreppl, sem lést 14. maí sl. fer fram frá Stóra-Núpskirkju, Gnúpverja- hreppi, þriðjudaginn 24. maí nk. kl. 15.00. Aðstandendur. Olga L. Þorbjörns- dóttir — Kveðjuorð Fœdd 14. mars 1910 Dáin 16. maí 1988 Olga L. Þorbjömsdóttir var óvenjuleg kona. Henni var ekki dijúgt skammtað af veraldarinnar gæðum í lífínu, en því rausnarlegri var hlutur hennar á þeim sviðum sem marka persónu skýrast. Hjart- að var stórt og hlýtt, og henni var ljúft að gefa allt það er hún átti. Pröngar aðstæður vöktu ekki með henm biturð eða öfund í garð ann- arra, heldur miklu fremur drógu fram og skerptu sterkan og heil- steyptan persónuleika. Olga þekkti ekkert annað en þrælaóm allt sitt líf. Og í gegnum vinnu kynntist ég henni fyrst. Hún vann fýrir sér með heimilishjálp, og þegar ég var sex ára kom hun fyrst mn á heimili foreldra minna. Hun varð fljótt samgróin fjölskyld- unni. Við krakkamir hænaumst að henni og skynjuðum einlægnina og hlýjuna í fari hennar. Aldrei heils- aði hún nýjum degi önug eða afund- in, heldur með jafnaðargeði og létt- lyndi, sem óx upp úr ögun og iífsreynslu. Hún talaði um erfíði og raunir á þann áreynslulausa hátt, sem einungis þeim er gefíð sem reynt hafa mikið. Hún kunni ekki að dvelja við sorgir lífsins, heldur þráði ao minnast gleði og léttleika pess. Hún kom alltaf til dyranna eins og hún var klædd. Hún talaði hisp- urslaust og afdráttarlaust um hvað henni bjó í bijósti, og huldi ekki skoðanir sínar á málenium samtíð- arinnar. Þó að hún þekkti ekki allar hliðar málanna hafði hún næmi og skynbragð, svo að hún hitti oft naglann á höfuðið. Ég minnist margra viðræðna um tunglferðim- ar. Henni var meinilla við þetta geimbrölt mannsins, og henni fannst maðurinn ganga yfir náttúr- una. Og hún var í engum vafa um að þetta flakk um himingeiminn eyðilegði veðurfarið í heiminum. Sumir brostu í kampinn, en á sinn beinskeytta hátt hafði hún komist nálægar sannleikann en maður vissi þá. Þetta dæmi á sér margar hlið- stæður og sýnir næmni hennar og virðingu fyrir umhverfínu, sem henni var í blóð borin. Olga var mikill vinur okkar allra. Trygglyndi hennar átti sér engin takmörk, og hún var vakin og sofín jrfír velferð allrar fjölskyldunnar. Þegar ég sleit bamsskónum skynj- aði ég þessa sterku og einlægu vin- áttu og væntumþykju enn betur. En þó hafði hún frá því að ég var lítil stelpa sýnt mér á sinn hljóða og hispurslausa hátt, að einlæjpú og náungakærleikur em þeir eigin- leikar sem best prýða persónu. En hún var of hæversk til að benda smábaminu á slík augljós sannindi, enda hefði hún sjálf verið besta dæmið. Guðrún Nordal Þegar ég lít tilbaka til æskuár- anna kemur minningin um Olgu Þorbjömsdóttir ávallt í hugann. Olga hafði ýmislegt í ftiri sínu sem gerði hana ógleymanlega þeim sem nöfðu tækifæri til að kynnast þessari einstöku konu. Nú á dögum virðist mælikvarði mannræktar vera að breytast. Þörfín fyrir ver- aldleg gæði og hraði þjóðfélagsins hafa orðið til þess að fólk gefur sér ekki tíma til að styrkja og viðhalda fömlum vinaböndum. Olga hafði ins vegar allt aðrar hugmyndir um lífíð og tilvemna. í hennar augum vom .ftölskylda og vinir í öndvegi. Þessu fólki gaf hún ótakmarkað, sem og öðmm er til hennar leituðu og hún gat hjálpað. Hjarta Olgu var stórt og gjafír hennar til með- bræðra sinna án skilyrða. Enginn BÍLUNN 2. tbl. 1988 Reynsluakstur: Nýr BMW520i og Lada Samara 1500. - Hvernigá að veljajeppa? - EðaivagnaríÓiafsfirði. - G/æsi/egustu sýningarbílarnir. - Verðskráin: Nú erað grípa gæsina. FrjáJstfhamtak Ármúla 18,108 Reykjavik Aðaiskrifstofur: Ármúla 18 - Slmi 82300 Ritstjóm: Bftdshófða 18 — Slmi 685380 ICTMKSM þurfti að efast um hvar Olga stóð pegar á reyndi. Eg kynntist Olgu komungur er hún aðstoðaði og var móður minni ómetanleg hjálp á heimili okkar í fjölda mörg ár. Foreldmm mínum og okkur systkinunum reyndist Olga traustur vinur. Hún var ein af fjölskyldunni,og gaf ótakmarkað af siálfri sér. Ég minnist þess að oft pegar mér var niðri fyrir.sem unglingur, talaði ég við Olgu. Ástin og blíðan skein út augum hennar. Skilningurinn og vináttan sem hún sýndi mér var mér ómetanlegur. Seinna þegar ég svo kynntist ungri stúlku sem síðar varð konan mín var viðmót Olgu gagnvart henni það sama. Hún gladdist með okkur og varð strax náin vinátta milli Ástu og hennar. Ég minnist þeirra tíma þegar við keyrðum Olgu suður í Hafnarfiörð eftir langan dag. Þá komum vio oft inn til Olgu dmkkum með henni kaffí og borðuðum pönnukökur. Um margt var talað. Minningamar um þær þessar heimsóknir rifjast nú upp. Það var sama hvenær maður kom alltaf var veisla hjá Olgu. Hún fyllti herbergið með kærleika og umhyggju. Frá Olgu fómm við allt- af með innilegar minningar og ríkari sem manneskjur. Síðar þegar við hiónin fluttum til Kanada slitn- aði ekki vinskapurinn. Þau bréf sem hún sendi em okkur kær enda svo einlæg og gefandi. Olga var guðhrædd kona og lagði kærleika og boðskap Drottins sem gmnn í lífí sínu. Hun lifði lífi sínu fyrir aðra. Ganga hennar hér á jörð og sporin sem hún skildi eftir í hjört- um þeirra sem hana þekktu vom svo sannarlega í anda boðskaps Drottins. Nú þegar Olga er öll fyllist hjarta mitt þakklæti fyrir allar þær stund- ir sem við áttum saman. Minningin um þessa sérstöku konu mun nfa með mér um ókomna framtíð. Við hjónin sendum dætmm henn- ar og fjölskyldum þeirra innilegar samuðarkveðjur á þessari stunau. Sigurður Nordal Blómastofa fíiðfinns Suöurlandsbraut 10 108 Reykjavík. Sími 31099 Opið öll kvöld til kl. 22,- einnig um helgar. Skreytingar við öll tilefni. Gjafavörur. RITVÉLAR REIKNIVÉLAR PRENTARAR TÖLVUHÚSGÖGN

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.