Morgunblaðið - 22.05.1988, Qupperneq 58

Morgunblaðið - 22.05.1988, Qupperneq 58
58 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. MAÍ 1988 Ballettiiin hennar Hlífar vann! Á KEPPNINORRÆNNA DANSHÖFUNDA í ÓSLÓ Fyrir nokkru var sagt frá ár legum fundi norrænna óperu- og ballettstjóra, sem var haldinn í Reykjavík að þessu sinni. Á einum slíkum fundi var ákveðið að efna til norrænnar samkeppni fyrir kóreógrafa, en það kailast þeir, sem leggja fyrir sig að semja balletta. Það var Norska óperan, sem hafði frumkvæðið að þessari samkeppni og þá einkum og sérilagi ballettstjórinn þar, Anna Borg. Dagana 11.-14. maí fór keppnin svo fram i Ósló undir umsjón Önnu Borg og Preben Landmark. Þarna voru sýndir fimm ballettar eftir jafn marga höfunda, einn frá hveiju Norðurlandanna. Það er skemmst frá þvi að segja að það var íslenska framlagið, ballett Hlífar Svavarsdóttur listdansstjóra Þjóðleikhússins, sem fór með glæsilegan sigur af hólmi. Hér á eftir verður sagt frá keppninni og fyrirkomulagi hennar. Keppnin átti sér nokkum aðdraganda, en það var ekki haft samband við {s- lenska dansflokkinn fyrr en í desember. Hér eru ekki margir danshöfundar starfandi og ákveðið að Hlíf skyldi taka að sér að setja saman íslenska framlagið. Á hinum Norðurlöndunum var haldin keppni í hveiju landi og sá sem vann hana, var svo fulltrúi síns lands. í Finn- landi átti upphaflega að velja úr fjór- um danshöfundum, en vegna veik- inda og annarra aðsteðjandi óhappa, \ - stóð að lokum aðeins einn uppi. Sá heitir Aku Ahjolinna, gamalreyndur dansari við Finnska þjóðarballettinn en er auk þess danshöfundur. í Danmörku var haldið vinnu- námskeið fyrir þá danshöfunda, sem hugðust taka þátt og á endanum vaiið úr fjórum höfundum. Álíka margir kepptu til úrslita í Noregi, en í Svíþjóð var metþátttaka, átta, sem kepptu til úrslita. Keppt til eflingar danslist- inni hvetja til nýsköpunar í norrænu bal- lettlífi. Verðlaunin, sem eru í boði, eru ekki beinharðir fjármunir, heldur felast þau í því, að sigurballettinn verður settur upp við eitthvert af stóru balletthúsunum á Norðurlönd- um. Og óbeint getur þátttaka komið bæði danshöfundum og dönsurum til góða, því þama kemur saman fólk frá balletthúsunum í leit að hæfileikaríku fólki. Ekki síst mikil- vægt fyrir okkar fólk, sem hefur að mestu búið við algjöra einangrun, svo ekki sé talað um afskiptaleysi. Ef haldin er keppni, þarf að kalla til dómnefnd og það var einnig gert hér. í nefndinni sátu einn frá hveiju Norðurlandanna og einn að auki. Sá er vel þekktur innan ballettheims- ins, heitir John Percival, er gagnrýn- andi við London Times og auk þess ritstjóri Dance and Dancers. Frá íslandi var Öm Guðmundsson í dóm- nefndinni, Anna Borg frá Noregi, Doris Laine ballettstjóri Finnska þjóðarballettsins, Kirsten Ralow varaballettstjóri Konunglega danska ballettsins í Kaupmannahöfn og Nils Áke Hággbom frá ballett Konung- lega leikhússins í Stokkhólmi. „Til að örva ungt hæfileika- fólk“ að þessu sinni. Hún var því spurð um aðdraganda og framkvæmdina. „Á árlegum fundum norrænna óperu- og ballettstjóra hefur oft ver- ið rætt um hvað væri hægt að gera til að örva norrænt ballettlíf. Það hefur verið stungið upp á námskeið- um, styrkjum og fleiru, en ekki náðst samstaða um neitt. Ég stakk upp á keppni sem þessari, ekki til að sjá hver væri bestur, heldur til að örva ungt hæfileikafólk. Líka til að tengja norrænu balletthúsin betur saman. Hugmyndinni var vel tekið og ákveð- ið að hrinda henni í framkvæmd. Sú eining sem varð um keppnina var auðvitað einkar ánægjuleg. Vegna þess að markmiðið er að koma ungu fólki á framfæri, var ákveðið að verðlaunin yrðu þau að sigurverkið eða annað verk eftir verðlaunahöfundinn yrði sett upp við einhver stóru húsanna innan tveggja ára. Sumsé áður en næsta keppni verður, en hún á að fara fram á tveggja ára fresti. Ég setti sem skil- yrði að við fengjum að halda fyrstu keppnina, því hugmyndin var ættuð héðan. Auðvitað eru peningar alltaf vandamálið, en ef á að bíða eftir að þeir liggi fyrir, fara hlutimir seint í gang. Þess vegna köstuðum við okkur út í framkvæmdina, sem svo rættist úr, meðal annars vegna styrks frá Norræna menningarmála- sjóðnum. Þátttakendur voru valdir með undanfarandi samkeppni í hveiju Hugmyndin að baki keppninni er að efla áhuga á ballett á Norður- löndunum. Það er mikill uppgangur í norrænu óperuhúsunum, en ball- ettstjórum þykir mörgum, sem ball- ettinn fylgi þar ekki á eftir. Ein- hvem veginn takist ekki nægilega vel að fanga athygli almennings og þá ekki síst fjölmiðla, sem er vinsæl viðmiðun. Og ekki síst á keppnin að Eins og áður segir var það Anna Borg, ballettstjóri við norska ball- ettinn, sem stóð að baki keppninni Anna Borg með Petrúsku-styttuna — áður en Hlíf vann Petrúskuna. Það var Borg sem átti hugmyndina að keppninni og stóð fyrir þeirri fyrstu í Ósló. landi, svo að hægt væri að tala um þá, sem fulltrúa síns lands. Dómar- amir eru líka einn frá hveiju Norður- landanna, en auk þess einn utanað- komandi og þá leitað eftir vel þekktu nafni úr alþjóðlega ballettheiminum. Við urðum ásátt um að leita eftir einhveiju nýju og frumlegu í dönsun- um. Þeir þurfa ekki endilega að vera fullunnir. Það skiptir meira máli að í þeim felist eitthvað spennandi. Það er einkar gaman að íslenskur danshöfundur og dansarar skuli nú taka þátt í keppninni, því íslenskur ballett hefur verið svo langt undan. Vonandi að þátttakan örvi ballettlíf- ið þar, því ég veit að fslenski dans- flokkurinn hefur átt erfitt uppdrátt- ar, meðal annars vegna þess að hjá ykkur er ekki gamalgróin ballett- hefð." Undirbúningur á keppnisstað Keppendumir og dansarar þeirra tíndust til Óslóar miðvikudaginn 11. maí. Þá var farið yfir ljósin og ann- an tæknilegan útbúnað. Það voru ekki síst íslendingamir, sem fengu góðar móttökur hjá ljósameistara Norsku óperunnar, því hann er ís- lendingur og heitir Grétar Svein- bjömsson. Allur aðbúnaður var eins og best varð á kosið, góður æfinga- tími, bæði fyrir einstaka hópa og eins hóptímar. í hóptímunum skipt- ,^Afmönnum“ SIGURVERKIÐ HENNAR HLÍFAR Rcett við Hlíf Svavarsdóttur listdansstjóra Þjóðleikhússins, um verðlaunaballett hennar Hvað sem segja má um keppni, kosti gg galla þess að láta keppa i öilum mögulegum og ómöguleg- um hlutum, þá fylgir þvi samt eitthvað alveg sérstakt að fylgj- ast með keppni. Einhver titring- ur i loftinu, spenna, eftirvænting og svo sigurgleði, þegar sigurinn er í höfn. Og allt þetta var til staðar á norrænu danshöfunda- keppninni i Osló á úrslitasýning- unni þann 14. maí, þegar ballett Hlífar Svavarsdóttur var valinn til verðlaunanna. Petrúsku-verð- launanna, eins og þau kallast eftir einni þekktustu ballettfíg- úru, sem til er. Tónlistarunnend- ur, svo ekki sé talað um ballett- unnendur þekkja auðvitað sam- nefnda balletttónlist Strav- inskýs. En það var líka svo makalaust, hve ballettinn skar sig úr hinum. Það er látið liggja á milli hluta hér að nefna list og ekki list, en það er gjaman haft á orði að góð list búi yfir einhveiju, sem snerti áhorf- andann. Og þegar íslenski hópurinn stóð á sviðinu og tónlistin og dans- inn rann upp, þá var þar allt í einu komið eitthvað sem áhorfendum fannst greinilega að kæmi sér eitt- hvað við. Dansmeyjamar okkar höfðu líka á orði á eftir, að þær hefðu aldrei fundið aðrar eins mót- ttökur. Fyrst djúp þögn eftir að ballettinum lauk og svo stormandi fagnaðarlæti á eftir. Vladimir Horo- vitsj, píanóleikarinn góðkunni, var einhvem tímann spurður um hvort honum, öldungnum, þætti klappið enn skipta máli. Hann svaraði þá, að klappið segði ekkert, það væri klappað fyrir hvaða aula, sem væri — en það væri þögnin fyrst á eftir, sem segði til um áhrifamátt flutn- ingsins. Ogþetta fundu stúlkurnar. Eftir að dómaramir höfðu séð aðalæfinguna daginn fyrir sýning- una, stundi einn dómaranna við og sagði að þetta yrði nú erfitt. Þá svaraði oddamaður dómnefndarinn- ar skjótlega, en sá var enski ballett- gagnrýnandinn John Percival og ritstjóri Dance and Dancers. Nei, þetta yrði alls ekki erfitt. Hvernig- verður ballett til? En hvemig verður ballett til? Um það var Hlíf spurð. „Það var ekki haft samband við okkur fyrr en í desember vegna keppninnar, enginn virtist hafa vit- að af okkur þama úti. En það var ekki fyrr en í apríl, sem ég fór af stað. Það eru til svo margar aðferðir við að semja ballett. Ég vissi hljóð- færaskipan og tempó á köflum. Fékk fýrst spólu með tónlistinni, en ekki með öllum hljóðfærunum. Við fengum ekki fullbúna tónlistina fyrr en á föstudeginum áður en við fórum út. En ég vissi hvað mig lang- aði í, vissi út á hvað dansinn átti að ganga. Sporin koma hins vegar sjaldnast fyrr en ég stend skjálf- andi fyrir framan dansarana. En í þetta skiptið þurfti litlu að breyta, þegar tónlistin lá fyrir.“ En hvemig vakna hugmyndir að ballett? „Þær kvikna kannski af vanga- veltum um rýmið, um það hvort hreyfingin er til vinstri eða hægri, Hlíf Svavarsdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.