Morgunblaðið - 22.05.1988, Page 59

Morgunblaðið - 22.05.1988, Page 59
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. MAÍ 1988 59 íansarar úr danska ballettinum fljúga yfir gólfið. Hitað upp fyrir aðalæfingu norrænu danshöfundakeppninnar. Hér eru það Helena og Patrick úr ís- lenska dansflokknum. ust tveir ballettkennarar á að þjálfa liðið. Föstudaginn 13. maí var svo aðal- æfingin haldin og þá voru dómaram- ir mættir á staðinn. Þama sýndu þó aðeins flórir hópar, því finnski hópurinn mætti fyrst á laugardegin- um, því dansaramir vom uppteknir vegna sýningar á föstudagskvöldið. Það var óneitanlega spennandi að setjast niður í næstum tómum saln- um, til að horfa á þá fjóra balletta, sem þama runnu yfir sviðið og þá ekki síst vegna þess að það er ekki hvunndagslegur atburður að geta virt fyrir sér íslenskan ballett í sam- anburði við það sem gerist annars staðar. • Frá Svíþjóð hafði valist ballett eftir unga stúlku, Lenu Josefsson Rognstad, sem hún nefndi Raande- vo, við tónlist eftir Fauré, Berio og Greco. Hún dansaði sjálf ásamt sex öðrum. Það er svosem út í hött, að reyna að lýsa ballett í orðum, en það er skemmst frá því. að segja að þetta líktist meira dansi en ballett, lítil tengsl við klassíska balletthefð, fólk, sem hljóp ráðvillt fram og til baka. Satt að segja ögn þreytandi, þó tón- listin væri vel valin. Dansaramir megnuðu alla vega ekki að glæða þessi hlaup neinu lífi. Danimir sendu ballett eftir Önnu Lærkesen, sem er vel kunnur dans- ari, en hefur auk þess fengist við að semja balletta. Tónlistin var píanótónlist eftir Rachmanínoff, dansinn allur á hefðbundnum nótum, með trúðslegu innslagi og nefndist Nár jeg er i luften. Líkt og sænski ballettinn megnaðí hann tæplega að halda athyglinni fanginní þann tíma sem hann stóð yfir. Dansaramir vom frá Konunglega danska ballett- inum, ungt fólk og tæplega búnir að ná fullum þroska í greininni, utan einn eða tveir karldansarar. Ina Christel Johannessen keppti fyrir hönd gestgjafanna. Ballett hennar heitir Scirocco við tónlist eftir Morten Halle. Dansinn var hör- kulegur og ákafur, byijaði í myrkri með reiðiöskri frá dönsurunum, en það dró úr ákafanum þegar það fór að teygjast úr verkinu. Tæplega að athyglin héldist vakandi allan tímann. Dansinn virtist aðeins laus- lega tengdur klassískri balletthefð og tæplega virtist að allir dansaram- ir hefðu hefðbundið ballettnám að baki. íslendingar og Finnar Eftir þessa fremur losaralegu dansa, var það einstaklega hressandi að sjá til íslensku dansaranna dansa ballettinn hennar Hlífar. Þar kom nefnilega til sögunnar einhver spenna og ákafi, kraftur, samofin tónlist og dans, sem var svo gjörsam- lega vant í hinum ballettunum. Tón- listina samdi Þorkell Sigurbjömsson að beiðni Hlífar. En um þennan bal- lett þarf ekki að hafa mörg orð, því hann verður sem betur fer færður upp á Listahátíð í júní. Þær sem dönsuðu vora Birgitta Heide, Helena Jóhannsdóttir, Helga Bemhard, Katrín Hall, Guðmunda Jóhannes- dóttir og Lára Stefánsdóttir. Karl- dansaramir vora tveir, Patrick Dad- ey og Hany Hadaya. En eins og áður sagði, þá mættu Finnamir ekki fyrr en á laugardegin- um, svo ballettinn þeirra var enn óséður á föstudeginum. Og af því að Finnar era þekktir af ýmsu góðu á listasviðinu, þá var komu þeirra beðið með nokkurri eftirvæntingu, ekki síst í hópi íslendinganna. Upp úr hádegi á laugardeginum var svo aðalæfingin á verkinu þeirra. Og það var hvergi sparað. Þeir mættu með heila blásarasveit undir stjóm Osmo Vánská, sem stjómaði hér á UNM- hátíðinni síðastliðið haust. Allir aðrir vora með hljómlist af segulbandi. Tónlistin var eftir Eino-Juhani Rautavaara, einn þekktasta samtíma tónsmið Finna. Og dansar- amir vora stórgóðir, einkum karl- dansaramir og era frá Finnska þjóð- arballettinum. Ballettinn var einkar ásjálegt sviðsverk og tónlistin spenn- andi, en dansinn sjálfur kannski sístur, enda kom í ljós að besta dans- höfundinn var ekki að finna í finnska hópnum! Verðlaunin veitt höfundi, sem tókst að láta dans og tónlist smella saman Sýningin sjálf var haldin kl. 18 laugardaginn 14. maí. Alveg fram- undir sýningarbyijun vora dansarar að hita sig upp í æfingasalnum uppi á lofti undir umsjón kennara. Hún bunaði út úr sér grannsporanum, sýndi þau eldsnöggt og svo lék píanóleikari undir. Og ekki stóð á dönsuranum, sem komu ranunum rétt til skila og hikstalaust, eða öllu heldur átakalaust. Fyrir áhorfanda, sem er óinnvígður í þessa göfugu list, ballettlistina, þá var það með undram, hvemig hægt er að leggja slíkar raðir hreyfinga á minnið. Og þá ekki með minni undram hvemig er hægt að sveigja og teygja manns- líkamann, sem á okkur flestum virð- ist fremur óþjáll. Anna Borg bauð gesti og dóm- nefnd velkomna í upphafi sýningar og kynnti dómnefndina. Fýrir hlé vora dansaðir þrír ballettanna, en eftir hlé tveir, sá íslenski fyrst eftir hlé. Að dansinum loknum var enn gert hlé og nú svo að dómnefndin gæti ráðið ráðum sínum, en hún hafði auk þess komið saman fyrr um daginn, eftir að hafa séð aðalæf- ingu allra hópanna. Það var óneitan- lega æfintýralegt fyrir þjóðemis- glaðan íslending í salnum að heyra nafnið ísland fara eins og öldu um salinn um leið og gestir stóðu upp til að rétta úr sér fyrir verðlaunaaf- hendinguna og spurðu hvem annan hvað þeim fyndist. Það var nefnilega ekki svo að það væra aðeins þessir nokkrir íslendingar í salnum, sem sáu hvað íslenski dansinn hafði mik- ið fram að færa. Það fór ekki fram- hjá flestum viðstöddum. Og svo var dregið frá og á sviðinu stóð dómnefndin við blómum skrýtt borð, þar sem Petrúsku-styttan, verðlaunagripurinn, tróndi. Anna Borg bað John Percival að gera grein fyrir niðurstöðum dómnefndar. Það gerði hann í hæfilega löngu máli, til að magna spennuna og sem greinilega tókst. Hann kvað alla ' flokkana hafa haft nokkuð fram að færa, en verðlaunin færa til þess höfundar, sem að mati dómnefndar hefði tekist best að fella saman tón- list og dans ... HLÍFAR SVA- VARSDÓTTUR! Af viðtökum áhorf- enda mátti marka að þetta var sú niðurstaða, sem flestir í salnum höfðu komist að ... og er ekki að undra. Verðlaunin eins og afmælis gjöf á 15 ára afmæli ís- lenska dansflokksins Einmitt í þessum mánuði á ís- lenski dansflokkurinn fimmtán ára afmæli. Þjóðleikhúsið hýsir hópinn, en það hefur ekki beinlínis verið mulið undir hann. Rétt með herkjum að hann komst til að taka þátt i keppninni, sem hann átti svo brýnt erindi í. Hlíf, sem er nýráðinn list- dansstjóri, og dansflokkur hennar hefur sýnt á eftirminnilegan hátt, að íslenski dansflokkurinn er orðinn nógu gamall til að eiga það skilið að fá að starfa eins og hann þarf helst. Petrúsku-styttan, sem er níðþung, er áþreifanleg sönnun þess að það er enginn byijendabragur á hópnum. Texti og myndir: SIGRÚN DAVÍÐSDÓTTIR hvar þessi hópur er miðað við hinn. Það er engin rökhugsun þarna að baki, heldur bara einhver tilfínning um að svona eigi hlutimir að vera. Leitað eftir því sem smellur saman. Svo koma spumingar um sporin, dansinn sjálfan. Dansamir geta hjálpað óskap- lega mikið til, með því að vera sjálf- ir skapandi. Höfiiridurinn gefur þeim efni, sem góðir dansarar geta unnið úr. En hvað þeir geta svo gert úr því, er mikið komið undir því hvað þeir þora að gleyma sjálf- um sér, Ieyfa sér að hiusta og láta streyma fram. Þessir hlutir eru komnir undir þroska hvers og eins. En eins og með aðrar listgreinar, þá er erfitt að finna þessu orð. I minni grein er reynt að nota líkam- ann til að sýna og tjá þær tilfinning- ar, sem bærast með höfundinum. Sýna það andrúmsloft, sem er verið að leita eftir. Þetta er spuming um að anda, sjá... spuming um næmni. En er ekki alltaf stórhættu- legt, þegar listamenn reyna að skýra eigin list? Annars veitir ballettinn svo ein- kennilegt uppeldi. Dansarinn elst upp við að horfa endalaust á sjálfan sig, greina hreyfíngar, velta líkam- f------------------------------------- anum fyrir sér. Eins gott að-gæta sín að sökkva ekki niður í botnlausa sjálfsdýrkun. Svo þarf líka að halda í skottið á sjálfum sér i endalausri leit að fullkomnun. Lemja ekki bara hausnum við stein heldur opna sjálf- an sig. Flestir dansarar hafa því annaðhvort of stórt eða of lítið egó. En eins og í öðrum listgreinum, þá er þetta spuming um að leita inn á við, athuga hvað maður hefur sjálfur í pokahominu og reyna að leiða það fram." „Hugmyndirnar? Þær bara koma.“ „Þar sem dansinn er annars veg- ar, skiptir máli að þjóna, þó slíkur hugsunarháttur sé lítils metinn sem stendur. Aðeins með því hugarfari að þjóna list sinni, verður dansari dýpri og fíjórri. Það er aðeins þessi leið, sem liggur að kjamanum í manni sjálfum. Og hugmyndimar? Þær bara koma, halda því vonandi áfram og listamaðurinn er einungis tengiliður." En samstarfið við Þorkel Sigur- bjömsson tónskáld, hvemig gekk það fyrir sig? „Jóhann G. Jóhannsson, sem spil- ar undir hjá dansflokknum, átti hugmyndina að því samstarfi. Hann vildi að við flyttum Sögu hermanns- ins við tónlist Stravinskýs á Lista- hátíð og íslenskan ballett fyrir sömu hljóðfæraskipan. Stravinský var hafnað, en íslenska verkið tekið. Og það var hugmynd Jóhanns að einmitt Þorkell var beðinn. Þannig komst verkið af stað, þó keppnin í Osló væri þá ekki með í myndinni. Upphaflega byrjuðum við Þorkell með Borgarljóð Matthíasar Johann- essens. Það er oft gott að hafa ein- hvérn grunn til að ganga út frá. Þá kviknuðu einhverjar hugmyndir um einstaklinginn andstætt hóp, hvemig maður hegðar sér öðruvísi í hóp, heldur en einn. Við töluðum um kaflaskiptingu, um andrúms- loftið í hveijum kafla. Eitt sem ég vildi gera var kaldur kvennadans, svo þama er Habanera. Það var einkar gaman að vinna með Þorkatli, við náðum vel saman. Það er hreinn munaður að geta unnið með tónskáldi. Þess vegna finnst mér skemmtilegra að semja dans við samtímatónlist. Eldri tón- list hefur líka oft svo sterkan blæ ein og sér, að hún vinnur gegn því sem er á sviðinu. Rennur ekki sam- an við dansinn, heldur þvert á móti, stendur gegn honum. Tónlist Schu- berts verður áfram tónlist hans, en fléttast ekki dansinum í skynjun áhorfenda. Með samtímatónlist er meiri möguleiki á að ná nauðsyn- iegri samtvinnun, þannig að hið heyranlega og hið sýnilega falli í einn farveg. Einmitt vegna þess að bæði tónlist og dans er hvort tveggja huglægt, þá er mögulegt að tvinna þetta þétt saman." Tíminn og vatnið - drauma- verkefni Og þess má geta að í umsögn dómnefndar, var einmitt sérstak- lega til þess tekið að í ballett sínum hefði Hlíf tekist að tvinna svo vel saman tónlist og dans. Öragglega ekki síst þess vegna hvað áhorfend- ur fengu bailettinn beint í æð. Og Hlíf hafði líka ákveðnar hugmyndir um hvemig hún vildi hafa búning- ana, sem Sigrún Úlfarsdóttir hann- aði. Líka þeir áttu stóran þátt í þessari samannjörvuðu heild, sem útspilaðist á sviðinu í Osló. Nú er þessu starfsári að ljúka, hvað er sjáanlegt á næstunni? „Sem stendur er verið að skipu- leggja næsta ár. Okkur langar að vinna efnisskrá til að fara með í skólana, byggja upp nýjan áhorf- endahóp. Koma því á framfæri, að ballett er ekki óaðgengilegur. Þá er best að byrja á bömunum, því þau em svo opin og kreddulaus. Mig langar enn mikið að gera ballett við Sögu hermannsins. Lista- hátfð hefur tvisvar synjað ballett við Tfmann og vatnið vegna kostn- aðar. Atli Heimi Sveinsson hefur samið tónlist við þetta ljóð Steins Steinars og mér finnst það ákaflega spennandi verkefni. Þar er allt sam- an komið, einn fallegasti texti, sem hefur verið ortur, svo verkið er sungið og spilað. Það er alltaf draumurinn að geta komið því upp. Eftir keppnina í Osló hafði ball- ettstjóri Finnska þjóðarballettsins samband við mig og stakk upp á að ég gerði ballett fyrir flokkinn eftir finnskri tónlist. Ég fæ þá væntanlega nokkur verk að velja úr. Þessi ballett verður væntanlega settur upp innan tveggja ára. Hér heima er heilmikið af tón- skáldum, sem væri gaman að vinna með, finnst íslensk tónskáld alveg makalaust góð. Það var ægilega gaman að geta farið í keppnina í Osló með íslenska tónlist." Texti: Sigrún Davíðsdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.