Morgunblaðið - 26.05.1988, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 26.05.1988, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 26. MAÍ 1988 9 SKAMM TÍMABRÉF HAGKVÆM ÁVÖXTUN SKAMM- TÍMAFJÁR Nú er auðvelt að ávaxta fé sem einungis er til ráðstöfunar um skamman tíma, með skjótum og traustum hætti. Með tilkomu Skammtímabréfa Kaupþings opnast nýr möguleiki fyrir alla þá sem hingað til hafa ekki getað nýtt sér hagstæða ávöxtun vegna langs binditíma. Skammtímabréfin eru einmitt ætluð þeim sem þurfa að nota fé sitt innan skamms tíma en vilja jafnframt ávaxta það á sem hagkvæmastan hátt. Bréfin eru gefin út í einingum að nafnvirði 10.000 kr. 100.000 kr. og 500.000 kr. Miðað við núverandi markaðshorfur á íslenskum verðbréfamarkaði er ráðgert að Skammtímabréf beri 7-8% vexti umfram verðbólgu. Þeim fylgir enginn aukakostnaður og innlausn þeirra er einföld og hröð. SÖLUGENGIVERÐ' 7 BRÉFA 26. MAÍ EININGABRÉF1 / / 2.850,- EININGABRÉF 2 ( J f 1.649,- EININGABRÉF 3 1.826,- LÍFEYRISBRÉF 1.433,- SKAMMTÍMABRÉF 1.018,- KAUPMNG HF Húsi verslunarinnar. sími 68 69 88 Gjaldþrot kommún- ismans Sú kenning hefur til þessa átt við ótvíræð rök að styðjast, að marxistar slepþi ekki úr greipum sfnum þjóðfélagi, sem þeir hafa einu sinni n&ð að sölsa undir sig. Nú á timum vitum við um hvert fátæktarríkið eftir annað, þar sem íbúamir draga fram lífið og fá ekki eðlilegt tækifæri til að afla sér matar vegna ofríkis stjómvalda, er beita einræðisvaldi sinu i nafni marxismans. Nægir þar að nefna Víet- nam og Eþíópíu til sög- unnar. I Afganistan hef- ur sovéski herinn háð grimmilegt strið i rúm átta ár. Nú hefur honum verið snúið heim á leið og ekki nóg með það, ef marka má það, sem um þetta er sagt í sfðasta hefti þýska vikuritsins Der Spiegel, þá hafa kommúnistar einnig átt- að sig á þvij að það ber ekki neinn árangur að reyna að þvinga stjóm- kerfi þeirra upp á Afg- ana. í þýska blaðinu seg- ir meðal annars: „Brottflutningur sov- éska herliðsins er fyrsta undanhald Rússa úr her- setnu landi siðan þeir yfirgáfu Austurrfki og finnsku flotastöðina Porkkala-Udd fyrir 33 árum. Þetta em háðuleg endalok lengsta og kostn- aðarsamasta hemaðar Sovétríkjanna frá stríðslokum. Flóttinn undan tötr- umklæddum skæruliðum er fyrsti ósigur hins sig- ursæla sovéthers, hersins sem bar sigurorð af her Hitlers. Ósigurinn skipar Sovétmönnum á bekk með þeim stórveldum sem orðið hafa fyrir sömu bitm reynslu: Frakkar i Indókína og Alsir, Englendingar i Súez og Bandaríkjamenn i Vfetnam. Hér er líka um hug- myndafræðilegt skipbrot Sovétmanna að ræða: í fjöllum Hindukús sýnir Gorbatsjov heimsbyggð- inni að hann er reiðubú- inn að breyta Sovétríkj- unum úr miðstöð heims- byltingar f ósköp veiýu- legt ríki. I fyrsta skipti dæmir umbótasinninn bróður í Sovéski herinn vfirgefur Afganistan; Hugmyndafræðflegir loft- fimleikar án örygjafisnets Kabúl-stjórnin berst fyrir lífi sínu _ Sovétmenn nafa gersem- p i____» ■ ^ ■^n'os Kadar settur af 1S Líl/Íl ..mrverska kommúrustaflokksins. ,ÁA Felldi tár er harnrrett- lætti gtiórnarhætti sina Breytingar hjá kommúnistum Þeir sem fylgjast náið með erlendum fréttum hafa veitt því eftir- tekt, hve tíðar frásagnir eru af breytingum í ríkjum kommúnista. Dag eftir dag fáum við fréttir af einhverju nýju og þurfum raun- ar að vera vel að okkur í sögu og helstu deiluefnum fyrri tíma til að átta okkur á mikilvægi þess, sem okkur er flutt. Til dæmis hallmæla menn nú opinberlega í Sovétríkjunum griðasáttmála þeirra Hitlers og Stalíns, sem áður var hafinn til skýjanna. Þá er einnig rætt fyrir opnum tjöldum um þær tugir milljóna manna, sem týndu lífi vegna stjórnarhátta Stalíns. Þannig mætti áfram telja. Hér í blaðinu í gær birtist svo frásögn úr þýska vikuritinu Der Spiegel, þar sem er lýst kúvendingu í Afganistan. trúnni til að taka hinum grinunilegu afleiðingum perestrojku: annaðhvort er að ná árangri eða bíða gjaldþrot. Útsendarar Sovét- manna í Kabúl hvisla þvf nú, að afgönsku félag- arnir, sem ekki gátu einu sinni útkjjáð innanbúð- arátök á meðan Rauða hernum blæddi, hafi ekki reynst „alþjóðlegrar samstöðu" verðir. Nú verði þeir að læra að synda eða sökkva elLa.“ Kadar grét Við hliðina á ofan- greindri frásögn úr Der Spiegel sagði í Morgun- blaðinu í gær frá þvi að í franska blaðinu Le Monde væri að finna lýs- ingu blaðamanns á fram- ferði Rússa við brott- förina frá Afganistan, sem inimiir aðeins á það þegar nasistar létu greip- ar sópa um listasöfn þeirra ríkja, sem þeir lögðu undir sig í stríðinu. Sagan geymir raunar ógrynni af sögum um það, hvernig innrásarlið hefur hirt allt sem það telur verðmætast. Rússar taka með sér gull og ger- semar frá Afganistan og hafa einnig tekið það, sem þeim finnst verð- mætast i þjóðmiqjasafni Afgana. Þeir sem koma til Moskvu vita að Rússar vilja helst sýna gestum sinum gull og gersemar frá keisaratimunum og það glæsilegasta sem varðveist hefur síðan þá. Hvar ætli mununum frá Afganistan verði komið fyrir? Hvenær ætli þeir verði hafðir til sýnis til að minna gesti á glæsi- leik rússneskrar sögu? Þverstæðurnar í sov- ésku þjóðfélagi verða æ skýrari eftir því sem meira er rætt um innviði þess með leyfi eða að frumkvæði stjómvalda sjálfra. Þá blasir æ betur við, að í kjölfar byltingar- innar sigldi einræðis- stjóra, sem gekk harðar fram i að kúga lands- menn en keisaramir gerðu. Sá var hinn mikli mnnnr að kúgun hinna nýju herra í Kreml var gerð í nafni alþýðunnar og á þeim forsendum tókst að höfða til ótrú- lega margra utan Sov- étríkjanna. Það var einn- ig í nafni alþýðunnar, sem sovéski herínn réðst inn i Ungveijaland 1956, einu ári eftir að Sovét- menn höfðu farið með herlið sitt heim frá Aust- urríki og Porkkala i Finnlandi. Þá flaut Janos Kadar tíl valda i blóði þeirra hugrökku manna, sem vildu bjóða sovésku ofríki birginn. Engar fréttír bárust af þvi þá, að Kadar hefði fellt tár eða grátíð. Á sunnudag- inn tárfelldi hann hins vegar, þegar hann fluttí siðustu ræðuna sem æðstí valdamaður Ung- veijalands og hvislað var í öllum skotum, að hann væri úr sér genginn og gatslitínn. Það var í tið Khrústjovs, þess sem fijálslyndastur hefur þótt af Kremlveijum á undan Gorbatsjov, sem Kadar komst tíl valda. Nú fagnar Gorbatsjov hins vegar nýjum mönn- um i Búdapest og kallar herinn heim frá Afgan- istan. Sagt hefur verið að þvi meiri sem breytingamar verði þeim mun meiru kynnist menn af þvi sem áður var. Við skulum vona, að brottförín frá Afganistan sé sýnilegt og áþreifanlegt dæmi um að raunverulega hafi orðið breytíng i viðhorfi æðstu manna i Moskvu. í Kaupmannahöfn FÆST í BLAÐASÖLUNNI ÁJÁRNBRAUTA- STÖÐINNI, KASTRUPFLUGVELLI OGÁRÁÐHÚSTORGI Áskriftarsiminn er 83033 DAGVIST BARIVA AUSTURBÆR Laugaborg y/Leirulæk Fóstra eða þroskaþjálfi óskast til starfa nú þegar eða sem fyrst. Upplýsingar gefa forstödumenn í síma 31325. Nóaborg — Stangarholti 11 Óskar eftir þroskaþjálfa í heila stöðu nú þeg- ar. Upplýsingar veita forstöðumaður i síma 29595 eða Gunn- ar Gunnarsson sáifrœðingur í síma 27277.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.