Morgunblaðið - 26.05.1988, Blaðsíða 63

Morgunblaðið - 26.05.1988, Blaðsíða 63
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 26. MAÍ 1988 63 fjölskyldu sinnar, og eins fyrir tengdafólkið sitt, sem bókstaflega umvafði haná eftir að hún missti manninn sinn, og er hennar nú alls staðar sárt saknað og ekki síst af börnunum sem unnu henni mjög. Ég, Addý, Geir, Kolbrún Ylfa og Vigdís Rós færum öllu þessu fólki okkár innilegustu samúðarkveðjur og biðjum Guð um að blessa minn- ingu þessarar vinkonu okkar sem við kveðjum nú. Gissur Geirsson, Selfossi Hvert örstutt spor var auðnuspor með þér, hvert andartak er tafðir þú hjá mér var sólskinsstund og sæludraumur hár, minn sáttmáli við guð um þúsund ár. (H.K. Laxness) „Sviðið" er stór vinnustaður, þar sem unnar eru langar vaktir, helga daga sem rúmhelga. Þó persónurn- ar séu sundurleitar, virðist einhver þráður tengja þær ótrúlega sterkum böndum. Þetta samfélag var lostið þungu höggi föstudaginn 13. maí sl., þegar það spurðist að Kolla okkar hefði farið frá okkur þann dag, sem var einn sá fegursti á þessu vori. Er nokkuð tilviljun í þessu lífi? Var það ekki einmitt á slíkum degi, sem Kolla hlaut að kveðja, hún sem elskaði vorið og sumarið? Eftir sitjum við hnípin með minn- ingar sem koma hver af annarri, allar bjartar og fagrar, en inn á milli þrengir sú áleitna spurning, hvers vegna hún, aðeins 45 ára gömul? Kolia var sú manngerð, sem mannbætandi var að kynnast og umgangast. Við trúum því að henn- ar hafi verið þörf á öðru sviði, en við skynjum hér. Kolla vann lengst af hjá sama fyrirtæki, fyrst hjá Loftleiðum hf. sem ung stúlka stúlka og síðar hjá Hótel Loftleiðum eftir að hún var orðin ekkja með þrjú böm. í huga okkar, sem með henni störfuðu, geymist mynd af óvenju heilsteyptri konu, sem mat menn og málefni að verðleikum, en ekki eftir ytra glysi og skrumi. Megi algóður guð leiða hana á ókunnum vegum og rétta hönd sína börnum hennar, móður og föður til styrktar. Við erum ríkari eftir að hafa kynnst Kollu og þökkum henni -fyr- ir allt og allt. Magga og Soffía Það var að renna upp nýr dagur. Heitasti og fallegasti dagur þessa nýbyijaða sumars. Inn um glugga Vífilsstaðaspítala sendi sólin sína yndislegu geisla og gaf loforð um fallegan hlýjan dag, úti í skóginum við spítalann sungu fuglarnir sína fegurstu söngva í morgunkyrrðinni, á meðan fólkið svaf, og Kolla mín svaf, þreytt eftir baráttu síðustu vikna við þennan hræðilega sjúk- dóm. Hún var að heíja sinn síðasta dag hér á jörð aðeins 45 ára gömul. Kolla var dugleg og heiðarleg ung kona. Dugnaður hennar kom best í ljós þegar hún missti Badda, manninn sinn, fyrir þrettán árum frá þremur ungum börnum. Þrátt fyrir nístandi sorgina þá barðist hún áfram, vann mikið og vildi ekki láta vorkenna sér. Enginn okkar veit hvað mikið hún þurfti að leggja á sig, vegna þess að Kolla talaði aldr- ei um sína erfiðleika, en var alltaf tilbúin að hlusta á okkur hin þegar okkur fannst erfitt, og á sinn hæg- láta hátt hvatti hún okkur áfram. Hún kom alltaf heiðarlega fram, hrein og bein, og allir vissu að Kollu mátti treysta, og fyrir það elskuðum við hana og virtum. Já, Anna mín, þú áttir svo sann- arlega duglega og góða stúlku, og átt enn, í Guðs ríki. Hún lagði að- eins fyrr af stað en við hin en öll munum við hittast þar að lokum. Drottinn gaf okkur loforð um eilíft líf í hans ríki og eins og hann gef- ur okkur nýjan dag að morgni, eins mun hann gefa okkur nýtt líf að loknu þessu. Elsku Siggi, Anna Lind og Begga, Guð gefi ykkur vissu um endurfund við foreldra ykkar og blessi ykkur á þessum sorgartím- um. ÓDÝRAR ORLOFSFERÐIR 3ja vikna ferð 9. til 29. júní. Fargjaldið er aðeins kr. 9.500. Enn eru nokkur sæti laus í þessa ferð fyrir félagsmenn og fjölskyldur þeirra. Við útvegum ódýra bílaleigubíla og gistingu. Verðið er hvergi hagstæðara, hafið samband strax við félagið ykkar. Greiðslukjör VERZLUNARMANNAFÉLAG REYKJAVÍKUR STARFSMANNAFÉLAGIÐ SÓKN FÉLAG BIFVÉLAVIRKJA VERZLUNARMANNAFÉLAG ÁRNESSÝSLU VERKAKVENNAFÉLAGIÐ FRAMSÓKN FÉLAG JÁRNIÐNAÐARMANNA. SOKKABUXURNAR SEM PASSA. Fjölbreytt úrval! Örugglega eitthvað fyrir þig. Þú velur þína stærð eftir stærðatöflunni á Leggs söluhillunum. Þunnar og fallegar á fæti, falla þétt aö maga og mjöðmum, styrkt tá, stæröir A,B,Q. Blátt egg og hólkur. wsí^ tNBM?1 Nuddsokkabuxur, sem örva, blóðrásina við hverja hreyfingu Falleg glansáferð. Styrkt tá, stærðir A,B,Q. Silfurlitt egg og hólkur. Nuddsokkabuxur, mjög stífar að ofan hafa sömu eiginleika og Sheer Energy. Stærðir B,Q. Silfurblátt egg og hólkur. Samkvæmissokkabuxur. Líta út og eru viðkomu eins og silki. Einnig fáanlegar stífar að ofan. Stærðir A,B,Q. Glært egg - grár hólkur. Vetrar Leggs. 50 den þykkar, í fallegum litum. Einnig fáanlegar stífar að ofan. Stærðir A,B,Q. Glær egg - hólkar lýsa litum Leggs hnésokkar, 2 pör í eggi, extra breið teyja. X \ ort'°\Cotyí/. ' t Tískulitir frá Leggs. Vanalegar sokkabuxur og einnig stífar að ofan. Stærðir A,B,Q. Glær egg. Einkaumboð: íslensk lllll Ameríslra Sigrún og Kalli
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.