Morgunblaðið - 26.05.1988, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 26.05.1988, Blaðsíða 48
48 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 26. MAÍ 1988 Riddari afturhaldsins eftirSígvrð G. Gunnarsson Athugasemdir við grein Ól- afs Þ. Stephensen gegn við- skiptabanni á Suður-Afríku Miðvikudaginn 4. maí birtist í Morgunblaðinu lausleg samantekt á þeim fordómum og rangfærslum sem notuð eru til að réttlæta af- skiptaleysi gagnvart Apartheid- stjómkerfi hvíta minnihíutans í S-Afríku. Það er tímanna tákn að höfundurinn skuli vera Ólafur Þ. Stephensen formaður Heimdallar, unglingahreyfíngar Sjálfstæðis- flokksins. Grein formannsins gefur okkur enn eina vísbendingu þess að Sjálfstæðisflokkurinn er með nýrri kynslóð að breytast í öfgahóp á hægri væng stjómmálanna, sem í engu höfðar til þess vinnandi fjölda sem stutt hefur flokkinn hingað til. Fyrsta atriðið í röksemdabanka Ólafs er rík áhersla á hagsmuni ís- lendinga af fijálsum heimsmarkaði. „Það hlýtur að þurfa að koma mikið til áður en við með lagasetningu stöðvum viðskiptabann á S-Afríku telur hann að við séum að skapa fordæmi sem gæti beinst gegn okk- ur síðar, með öðrum orðum að upp geti komið sú staða hér á landi sem viðskiptalönd okkar leggðu til jafns við aðstæður í S-Afríku og beittu okkur sambærilegum þvingunum! Það er einkennilegt til þess að hugsa að til skuli vera á íslandi menn með þvílíkar áhyggjur. Eða heldur hann ef til vill að einhver í útlöndum sé svo grænn að hann' setji jafnaðar- merki milli hvalveiða íslendinga og kúgunar s-afrískra stjómvalda á „Hann vill sem sagt að við borðum meira af afurðum þrælavinn- unnar í S-Afríku til að öðlast hlutdeild í heimi kúg-aranna.“ þeim þegna sinna sem ekki eru hvítir á hörund? Ólafur lýsir sig þó algerlega mót- fallinn „mannréttindabrotum og við- urstyggilegri kúgun“ stjórnvalda í S-Afríku og vill stuðla að því að þau „láti af“ þeirri stefnu. En það vill hann alls ekki gera með viðskipta- bann, því þá er „ekki tekið fram með hvaða hætti ætlast sé til þess að allir Suður-Afríkubúar verði jafn- ir. Hvað er það sem þingmennimir vilja í staðinn fyrir Apartheid? spyr Ólafur. Hann telur nefnilega að vað- ið verði „úr öskunni í eldinn" ef stuðlað verður að falli fasistastjóm- arinnar, því fólkið muni velja sér enn verri kost fái það einhveiju ráðið. Hann vill snúa umræðunni um S- Afríku við og í stað þess að einblína á kynþáttakúgun stjórnvalda eigi að beina augunum að þeim hræðilegu valkostum sem andspymuhreyfing fólksins bíður upp á, þ.e. kommún- isma í rússneskri útgáfu og kynþát- takúgunarstefnu svartra eins og hún tíðkast að hans mati víðast í Afríku. Að hans mati er verra stjómarfar í yfir 20 ríkjum en í S-Afríku. Hann er sammála Apartheid-stjórninni um að í baráttunni gegn slíkum valkost- um sé nánast allt réttlætanlegt. Og eins og Ólafur þá segjast stjómvöld í S-Afríku ekki beijast fyrir Apart- heid heldur gegn kommúnismanum. Ólafur vill þó að kynþáttakúgur- unum verði talið hughvarf og að markmið okkar hljóti „að vera að hafa áhrif á að friðsamleg lausn flnnist á deilunni en ekki að þjóðinni verði steypt út í blóðugt borgara- stríð. Og hvemig ætlar Ólafur okkar að ná þeim markmiðum? Jú, hann vill að við aukum viðskipti okkar við S-Mríku. Og hvers vegna? Jú, vegna þess að „með viðskiptum við erlent ríki er verið að kaupa hluta af þeim heimi sem viðkomandi ríki hefiir skapað sér“. Hann vill sem sagt að við borðum meira af afurðum þrælavinnunnar í S-Afríku til að öðlast hlutdeild í heimi kúgaranna og hann telur að með áti okkar verði þeir betri menn. Hvemig ætlar Ólaf- ur Stephensen að útskýra það að kúgunin hefur aukist dag frá degi í S-Afríku síðustu áratugina? Koma svona slæmir viðskiptastraumar ut- an /rá? Ólafur vill líka að við lítum á sögu okkar íslendinga til að skilja Apart- heid-stjómkerfíð og hvemig það muni „láta af“ háttemi sínu. Stór- aukin viðskipti okkar við útlönd í upphafi aldarinnar segir hann hafa breytt þjóðfélagi okkar „úr einangr- uðu, fáfróðu og forhertu bænda- samfélagi" í lýðræðislegt velferð- arríki. Og hann spyr? „Af hveiju ættu aðrar reglur að gilda um Suð- ur-AfríkU nú á tímum?" — Ef við lítum nú fram hjá þeim ægidómi sem hann leggur þannig á íslenska bæn- dasamfélagið, þá stendur það þó eftir að iðnvæðingin ruddi braut lýð- ræðis hér, en kúgunar í S-Afríku. S-Afríka er með ríkustu iðnríkjum í dag, þó svo hinir svörtu búi við( örbyrgð. Það er einmitt í skjóli ríki- dæmisins sem Apartheid er mögu- legt og það er eingöngu með því að útiloka S-Afríku á heimsmarkaðin- um sem við getum gert okkur vonir um að lýðræði komist á án stór- felldra blóðsúthellinga. Því ef kerfíð gengur ekki fjárhagslega upp, þá mun það veikjast og fylgjendur þess í S-AJríku fljótt tapa tölunni. En það er fleira sem Ólafur sér athugavert við viðskiptabannið en stöðvun menningarstrauma. Hann segir að verkalýðshreyfing S-Afríku (COSATU) „telji að viðskiptaþving- anir geti kostað tvær milljónir svartra S-Afríkubúa vinnuna fyrir aldamót". Og hann getur þess að „Oliver Tambo, formaður Afríska þjóðarráðsins .. . hefur látið í ljós miklar efasemdir um að_ þær muni virka á tilætlaðan hátt“. í viðtali við The Cape Times sagði Oliver Tambo eftirfarandi um efnahagslegar refs- iaðgerðir gegn S-Afríku: „Við álítum að það verði að koma höggi á efna- hag landsins því hann styrkir þá stjóm sem nú situr. Ef atvinnurekst- ur gengur sem fyrr þá getur hún gert hvað sem henni sýnist. Og at- vinnuleysi skiptir ekki öllu máli fyrir fómarlömd kynþáttakúgunar. Að vera fómarlamb Apartheid felur miklu miklu meira í sér en að missa atvinnuna og því em menn nú reynd- ar vanir fyrir. Þess vegna lítum við svo á að því virkari sem refsiaðgerð- imar eru, þeim mun skammvinnari og smærri verða átökin." Verkalýðshreyfíng S-Afríku er sannfærð um, eins og reyndar allir sérfróðir aðilar um málefni S-Afríku, að Apartheid-stjómkerfið mun lfða undir lok löngu fyrir næstu alda- mót. Og Afríska þjóðarráðið efast ekki um að viðskiptabann sé mesti greiði sem umheimurinn getur gert S-Afrísku þjóðinni í frelsisbaráttu hennar. Ekki trúi ég því að formaður Heimdallar sé sá einfeldningur að hann trúi því sem hann heldur fram. En um það verður ekki deilt að hann þjónar með skrifum sínum fasistan- um Botha og öllu hans hyski af stakri trúmennsku. Það verður ekki Ólafi að kenna ef kynþáttafasisminn missir síðasta vígi sitt á jörð. Þeim íslendingum öðrum sem ætla að halda fram afstöðu S-Afríkustjómar til viðskiptabannsins ráðlegg ég að læra rök Ólafs utan að, þau verða aldrei skilin. Þeim, aftur á móti, sem vilja leggja sitt á vogarskálamar til að lýðræði komist á í S-Afríku án stórfelldra blóðsúthellinga, hvet ég tii að ganga í og starfa með „Suður- Afríkusamtökunum — gegn Apart- heid“. Stofnfundur þeirra verður í Gerðubergi laugardaginn 28. maí kl. 14. Höfundur erjámamiður í Hafnar- firði. Rétt aðferð víð vandasamt verk Semkís til viðgerða á steinsteypu Semkís viögeröarefni fyrir fagmenn. Tilbúin til notkunar úti og inni. Vantar aöeins vatniö. Rétt efni í hvert verk: Semkís V 100. Fljótharönandi án trefja. í almennar viö- geröir: Sprungur. Rifur. Holur. Steypuhreiöur og flestar aðrar steypuskemmdir. UMBÚÐIR: 1.5 kg, 6 kg og 15 kg fötur. 25 kg pokar. Semkís V 200. Fljótharönandi meö trefjum. í viögeröir á álagsflötum, t. d. köntum. Til uppfyllingar í stærri rifur og holur. UMBÚÐIR: 1.5 kg, 6 kg og 15 kg fötur. 25 kg pokar. Semkís V 300. Hægharðnandi meö trefjum. Sérlega góö viðloðun. í viögeröir á stórum flötum og þar sem álag er mikið. UMBÚÐIR: 25 kg pokar. HEILDSÖLUDREIFING: SEMENTSVERKSMIÐJA RÍKISINS SÆVARH0FÐA 11, 112 REYKJAVÍK. SÍMI: 91-83400 MÁNABRAUT 300 AKRANES SÍMI: 93-11555 cérdteypan =1 KALMANSVÖLLUM 3, 300 AKRANES. SÍMI: 93-13355
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.