Morgunblaðið - 26.05.1988, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 26.05.1988, Blaðsíða 56
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 26. MAÍ 1988 56 \ Sykurmolar á Roskilde Rokkveislan ( Hróarskeldu er ein stœrsta rokkhátið ( Evrópu hvert sumar. Þar kemur fram mörg stjarnan í byrjun júlí á hverju ári og að þessu sinni verða Sykurmolarnir á þar á meðal, en Molarnir hafa þó flestir leikið ( Hróarskeldu áður undir nafninu Kukl. Aðalstjörnur .Hróarskelduhátíð- arinnar að þessu sinni verða Sting með stórsveit sína, Bryan Adams, Leonard Cohen, INXS, T'Pau, John Hiatt, The Jesus and Mary Chain, Sly Dunbar og Robbie Shakespe- ar, The Pogues, Georgia Satellites, 10,000 Maniacs, Young Gods, Death Angel og 42 sveitir til við- bótar. WOMAD á einnig sína full- trúa á hátíðinni, en þeir eru frá öllum mögulegum og ómögulegum löndum. Hátíðin stendur frá 30. júní til 3. júlí. Framtíðin er Morgunblaðið/Sverrir okkar segja með andúðina a.m.k. að þig lékuð lög sem gerðu meinlegt grin að poppgoðum. Eitt þeirra laga var Poppstjarnan, sem tók Bubba fyrir. Sýnir samanburður á Poppstjörnunni og Kötlu köldu þróun Mosa frænda? Nei, lögin sem við erum að semja eru svo ólík. Það væri gam- an að leyfa því fólki sem er að kjósa lagið Katla kalda inn á topp tíu á Bylgjunni að heyra Poppstjörnuna sem við sömdum á undan Kötlu köldu. Þið takið ekki bara Bubba fyrir, ég heyrði i ykkur á tónleikum einu sinni og þá tókuð þið ekki síður fyrir Greifana og fleiri tónlistar- menn. Er ykkur i nöp við þá sem þið eruð að taka fyrir? Nei, okkur er ekki í nöp við neinn. Það eiga þó allir skilið að fá á sig skot, séu þau ætluð til gamans. Það eina sem okkur er kannski illa við er það þegar verið er að ráðast á tónlistarmenn af heift eða öfund. Dæmi um það er þegar Sogblettir voru að ráðast á Bubba í Smokkalaginu. Lagið sem við gerðum um Bubba, Popp- stjarnan, er miklu meira skot á Sogbletti en á Bubba, þeir bara áttuðu sig ekki á því. Það var gott sem Bubbi sagði eitt sinn í viðtali þegar hann var spurður um það hversvegna pönkararnir væru að ráðast á hann: Það er af þvi að ég er holdtekinn draumur þeirra. Hann hefur þó staðnað eins og aðrir og á því skilið að fá á sig skens. Lokaorð? Framtíðin er okkar. Mosi frændi er sveit sem vakið hefur töluverða athygli, en ekki eru menn á eitt sáttir um það hvað það er við sveitina sem athyglina vekur. Mosi frændi var ein þeirra sveita sem þátt tóku í síðustu Músíktilraunum Tónabæjar og Bylgjunnar og komst þá í úrslit undir nafninu Katla kalda. Ljósmynd/BS Stutt er í það að sveitin sendi frá sér sína fyrstu smáskífu og á þeirri skífu verður einmitt lagið Katla kalda sem margir kannast við. Textinn við það lag varð til í útvarpsþætti á Bylgjunni og hringdu hlustendur inn tillögur sínar. Einn liðsmanna Mosa frænda, sem hlustaði-á þáttinn hristi lag fram úr erminni og sveit- in tók lagið upp stuttu síðan. Út- sendari Rokksíðunna náði tali af tveimur talsmönnum Mosa frænda. Hver er Mosi frændi? Mosi frændi er gamall maður úr Vestmannaeyjum; hann er allt og ekkert; hann er bjargvættur íslenskrar popptónlistar. Hvernig varð sveitin til? Það stóð til að halda hljómsvei- takeppni í MH í apríl 1986, erv nokkrir okkar voru þá í tónlistarfé- Rapp og rokk HljómsveKln Frakkarnir hélt tón- leika ( Lækjartungli siðastliðið fimmtudagskvöld, þar sem elnnig kom fram hljómsveitin Stevsuger og rapptónlistamaðurinn Mlcky Dean. Það var um miðjan febrúar sem Frakkarnir snéru aftur í Lækjartungli eftir nokkura ára hlé. Hljómsveitin var þá skipuð þeim Gunnari Erling- syni (trommur), Björgvini Gíslasyni (gítar), Þorleifi Guðjónssyni (bassi og söngur) og Mike Pollock/Micky Dean sem lók á gítar og söng. f stað Mike er nú komin söngkonan Lolla. öll Micky Dean Stevsuger Uppúr ellefu steig hljómsveitin Stevsuger á svið. Útsendari Rokk- síðunnar hafði hvorki heyrt í né af þessari hljómsveit áður, enda ný- stofnuð. Óþarfi er að hafa mörg orð um Stovsuger, sveitln spilar tllbreyt- ingarlítið og leiðinlegt rokk en af krafti, ágætlega samstilltir og æföir. Það var helst að bassaleikarinn bæri af, þéttur og öruggur, en af sama skapi var söngvarinn slappur, svo ekki sé minnst á textana sem hann flutti, innantómt svartsýnis- og sjálsmeðaumkunarvæl. Micky Dean Eftir að hafa reynt vlð bæði hrátt rokk og trúbadúrtónlist er Micky Dean, sem áður gekk undir nafninu Mike Pollock, farinn að snúa sér að rapp- tónlist, sem hann flytur einn á sviði við undirleik af snældu. Ekki flokkast lögin sem hann flutti þarna undir dæmi- gerða rapptónist, heldur frekar Ijóða- flutningur við undir- leik tónlistar. Ljóð- in sem Micky flutti voru eftir leikarann Ja- mes Dean (þeir eru kannski Ljósmynd/BS fraendur), Jimmy Hendrix, sig sjálfan o.fl. í upphafi var þetta fremur mátt- laust, þótt Micky legði sig greinilega allan fram, Ijóð James Dean, My Home Town, hnyttin ádeila á þröng- sýni bæjarbúa heimabæjar höfund- ar, var þó áhrifamikiö og fallega flutt. Síðasta lagið kom samt sterk- ast út, heilsteypt og taktfast, og einna líkast því rappi sem oftast heyrist. Vonandi heldur Micky Dean áfram að þróa þessa tónlist sína, og gæti þetta verið skemmtilegt inn- legg f tónlistarlíf borgarinnar. Frakkar Frakkarnir hófu upp raust sína með laginu Fengitfm! fuglanna og mátti merkja að sveitin hefur þróast nokkuö frá fyrrnefndum opnunartón- leikum sinum, orðnir þéttari og markvissari. Áður spiluðu þeir frekar gróft rokk með nokkrum blús og fönk áhrifum, en með tilkomu söng- konunnar Lollu hafa Frakkarnir mýkst ögn og færst meira yfir í blús en rokk, enda er söngkonan með alla blúsfrasa á hreinu. Það er að bera í bakkafullan lækinn að lofa snilld Björgvins Gíslasonar, en á sinn einfalda hátt halda Þorleifur og Gunnar vel í við hann. Lolla hefur feikilega sterka rödd en hún er kannski ekki nógu vön rokksöng, á köflum var sem hún ofgeröi túlkun- inni. Það hvarflaði jafnvel að manni að hún væri ekki að syngja rétta tónlist. Frakkarnir hafa greinilega úr ýmsu að moða, margir skemmtilegir frasar og grunnar, en enn vantar herslumuninn. V. laginu og við ákváðum að stofna hljómsveit. Það varð ekkert úr keppninni, en hljómsveitin hélt áfram; hélt sig bak við tjöldin í eitt og hálft ár, en hóf svo að koma fram í september/október sl. Auðvitað erum við að reyna að gera eitthvaö nýtt, sem er kannski hálf fáránlegt, því það er búið að gera allt. Við höldum þó áfram, enda erum við að gera það sem okkur finnst gaman. Sveitin tók þátt í Músíktilraun- um Tonabæjar undir nafninu Katla kalda og náði að komast í úrslit. Eruð þið ánægðir með þátttöku ykkar í tilraununum og þær sveitir sem unnu? Já, mjög ánægðir og við vorum. mjög ánægðir með Jójó. Hinar svejtirnar voru vondar; tóku sjálfar sig of alvarlega, eða þá að þær tóku sig ekki alvarlega á rangan hátt eins og Fjörkarlar. Hvað eru margir ( sveitinni? Það hefur verið frá sjö niður í tvo til þrjá; þetta hefur verið hálf anarkískt skipulag á sveitinni, en hún er stabíl núna með sex með- limi. Hvaðan koma áhrifin? Þaö er í sveitinni meðlimur sem er á kafi íjassi, annar sem er á kafi í pönki, annar sem er á kafi í gam- alli sýrutónlist og aðrir sem eru ( venjulegu poppi eins og Smiths, Pink Floyd og þess háttar. Áhrifin koma því úr öllum áttum og það gefur okkur tónlistarlega breidd. Það vart.d. áberandi í tilraununum hve hljómsveitirnar sem þátt tóku voru einhæfar í tónlistinni. Það var sama hvort þær voru aö leika popp eða þungarokk, það komst ekkert annaö að. Við höfðum aftur meiri breidd ( þv( sem við vorum að gera, enda viljum við ekki festast í einhverrri einni gerð tónlistar. Mosi frændi hefur fengið æði mlsjafna gagnrýni fyrir tónleika sveitarinnar í vetur og menn skiptust yfirleitt (tvo hópa; ýmist fundu þeir sveitinni allt til foráttu, eða þeim fannst hún framúrskar- andi skemmtileg. Eruð þið ánægðir með að vekja svo óKkar tilfinningar með fólki eða mynduð þið frekar vilja sigla lygnari sjó? Það má segja að sumt af þeirri gagnrýni sem við fengum á okkur i vetur hafi átt rétt á sér, enda var sveitin mjög misjafnlega undir það búin að koma fram. Það breytir því þó ekki að það kom einnig fyr- ir að menn komu á tónleika fyrir- fram ákveðnir í því að rakka hljóm- sveitina niður. Annars er miklu meira gaman af því að kalla á sterk viðbrögð hjá fólki, frekar en það segi: Já, þetta er allt í lagi og púið er skemmti- legra en kurteislegt lófatak. Það hefur kannski haft sitt að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.