Morgunblaðið - 26.05.1988, Page 26

Morgunblaðið - 26.05.1988, Page 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, FTMMTUDAGUR 26. MAÍ 1988 Nokkur orð varðandi frumvarp um Tónlist- arháskóla Islands eftirHalldór Haraldsson Miðvikudaginn 4. maí birtist hér í blaðinu grein eftir Sigursvein Magnússon, skólastjóra Tónskóla Sigursveins D. Kristinssonar, um frumvarp að lögum um Tónlistar- háskóla íslands. Síðan hafa birst greinar eftir þá Atla Heimi Sveins- son, Stefán Edelstein og nú slðast Þorkel Sigurbjömsson um sama efni. Vegna anna nýlega er grein þessi nokkuð síðbúin. Auk atriða, sem þeir Stefán hafa bent á og ég er að mestu leyti sammála, vildi ég leggja enn frekari áherslu á viss atriði, stöðu Tónlistarskólans f Reykjavík og tengsl hans við vænt- anlegan tónlistarháskóla, með sér- stakri áherslu á hinn lifandi þátt í starfsemi tónlistarskóla. Frumvarp þetta er í aðalatriðum hið sama og frumvarpið, sem til- búið var árið 1979, endurskoðað með smávægilegum breytingum. Það frumvarp var kynnt á fundi skólastjóra tónlistarskóla 1979 og komu þá hvorki nein mótmæli fram né athugasemdir. Við gerð frum- varpsins þá sem nú var áhersla lögð á að hafa það sem einfaldast f snið- um. Farið yrði út í nánari atriði í reglugerð þess. Aftur á móti er ég sammála þeirri ábendingu Sigur- sveins, að það er ekki nema kurt- eisi og lýðræðisleg venja að senda frumvarp til kynningar með góðum fyrirvara. Ekki veit ég við hveija er að sakast í því efni, en það er ekki sök Tónlistarskólans f Reykjavík. Það er villandi að fullyrða, að ágreiningur hafi verið djúpstæður um frumvarpið á nýlegri ráðstefnu tónlistarkennará og að enginn hafi treyst sér til að bera upp stuðnings- ályktun. Stuðningsályktun við frumvarpið stóð aldrei til á ráð- stefnunni. Það stóð aðeins til að kynna frumvarpið. í upptalningu skóla með tónlist- arfræðslu á háskólastigi, nefnir Sig- ursveinn Kennaraháskóla íslands (KHÍ) fyrstan í röð þeirra skóla sem hann telur hafa tóniistarkennslu á háskólastigi. KHÍ hefur boðið upp á kennarmenntun í tónmennt á grunnskólastigi sem viðbót við al- menna kennaramenntun. Sú menntun er þó nokkrum stigum neðan háskólastigs, þótt hún fari fram innan KHÍ. Sá skóli, sem veitt hefur kennslu á háskólastigi, ekki aðeins árum saman, heldur áratug- um saman, er Tónlistarskólinn f Reykjavfk. Þetta er ekki nema eðli- legt, þar sem hann er elsti skólinn (stofnaður 1930) og hann er sú stofnun sem tekið hefur við öllum þeim nemendum landsins, sem stefnt hafa að framhaldsnámi í tón- list. Aðrir tóniistarskólar á Stór- Reykjavíkursvæðinu, svo og tónlist- arskólamir á ísafírði og Akureyri hafa útskrifað nemendur oftast með 8. stigs prófi (8. stig af 10 stigum, þar sem 9.-10. stig teljast háskóla- stig skv. frumvarpinu). Stutt er sfðan sumir þessara skóla tóku að útskrifa nemendur. Til samanburð- ar má benda á að eftir að nemandi við Tónlistarskólann í Reykjavík lýkur 8. stigs prófi tekur það hann yfírleitt þrjú ár til viðbótar að ljúka burtfararprófi og einu ári betur ætli hann sér að ljúka einleikara- prófi (10. stigi). Þá má benda á, að sá fjöldi nemenda, sem aðrir tónlistarskólar útskrifa samanlagt á 3-4 árum nær ekki þeim flölda, sem útskrifast frá Tónlistarskólan- um í Reykjavík árlega. Á það skal lögð áhersla, að þetta er ekki sagt til að kasta rýrð á aðra skóla, held- ur til að benda á þá sérstöðu, sem Tónlistarskólinn í Reykjavík hefur ávallt haft í þessu máli. Með fregnum af frammistöðu nemenda, sem frá skólanum fara til framhaldsnáms við erienda tón- listarháskóla, fáum við árlega vitn- eskju um stöðu námsins við skóiann gagnvart erlendum skólum. Þar eru kröfur nokkuð misjafnar, en eitt er víst, að franunistaða nem- enda sem útskrifast hafa frá Tónlistarskólanum í Reykjavík til framhaldsnáms erlendis hefur árum saman staðfest, að nám á efstu stigum skólans er og hefur verið á háskólastigi, þ.e. allt að BA-gráðu. Það, sem sett hefur Tónlistar- skóiann í Reykjavík i sérstöðu auk þess, sem áður er getið, er fjöldi nemenda hans á efstu stig- unum. Á meðan tiltölulega fáir nemendur i öðrum tónlistarskól- um ná 8. stigi og ofar, hafa sum- ir píanókennarar við Tónlistar- skólann i Reykjavík allt upp i 12 nemendur á 7.-10. stigi. Það er mjög mikilvægt nemanda, sem kominn er upp í 8. stig og ofar að vera i skóla, þar sem hann er innan um fleiri nemendur á sama stigi. Þar fær hann eðUlega viðmiðun og hvatningu frá ungu tónlistarfólki á svipuðu reki, en sé hann einn og sér i öðrum skóla á þessu stigi tíl lengdar einangr- ast hann. Vil ég leyfa mér að vitna í viðtal hér í blaðinu 30. apríl sl. við flóra nemendur f Tónlistarskól- anum f Reykjavík, af þeim 24 nem- endum sem útskrifast nú í vór. Þar segir einn þeirra, að sér hafi fund- ist erfitt að sérhæfa sig og oft hafi honum áður fundist hann vera sér á báti, en þegar hann hafi komið f Tónlistarskólann í Reykjavík og hitt fjölda af jafnöidrum sínum, sem voru að gera það sama, þótti honum það mikil uppörvun, og hann fann að hann var ekki einn í þessu leng- ur. í þessu sambandi vil ég upp- lýsa, að fjöldi nemenda sem komið hafa í Tónlistarskólann í Reykjavfk annars staðar frá hefur látið í ljós sömu skoðanir. Einnig kemur það ósjaldan fyrir, að nemendur sem eru þannig sér á báti fá stundum háar og óraunsæjar hugmjmdir um sjálfa sig, telja sig vera komna lengra og vera betri en þeir í raun- inni eru. Miklu minni líkur eru á að slfkt gerist, þegar þeir hafa dag- legan samanburð við aðra á sama reki. Það þýðir ekki, að þeir missi sjálfstraust, þvert á móti hefur slíkur samanburður verkað hvetjandi. f tónlistarháskóla eru innan sömu stofnunar nemendur Halldór Haraldsson „Mikilvægt er nú að hugsa stórt og samein- ast um að gera einn tónlistarháskóla virki- lega vel úr garði. Frum- varp það, sem nú liggur fyrir staðfestir þann veruleika sem fjrrir hendi er og markar næstu skref fram á við.“ á efstu stigum tónlistamáms og valið lið góðra kennara, sem leggja sig alla fram um að gera námið eins vel úr garði og frek- ast er kostur. Þetta er hinn lif- andi þáttur, sá þáttur sem gerir skóla að háskóla, hvað sem líður lögum og reglugerðum. Gæði kennslunar eru þannig best tryggð með þvi að gera einn skóla vel úr gárði. Þannig er þvi farið með tónlistarháskóla er- lendis. Ég er hér hjartanlega sam- mála Atla Heimi Sveinssyni í grein hans hér f blaðinu um sama efni 11. maí sl. er hann segir, að það mætti búa til 5-6 tónlistarháskóla, en þá mundi { rauninni ekkert breytast, stöðnun sjálfs- ánægjunnar mundi þá taka við. Það er engin tilviljun, að í flestum löndum Evrópu, sem hvert telur margar milljónir íbúa, eru yfirleitt aðeins einn til tveir stórir tónlistar- háskólar (stundum fleiri, fer að sjálfsögðu eftir stærð landanna). Höfum hugfast, að við erum rétt V4 af milljón! Sigursveinn telur það furðulegt, að heimila eigi tónlistarháskólanum að starfrækja deildir neðan háskóla- stigs, sem búa nemendur undir æðra háskólanám. Eg vil benda á þá staðreynd, að flestir þekktir tón- listarháskólar bæði austan hafs og vestan starfrækja slíkar deildir. Það er í fyrsta lagi bráðnauðsynlegt skóla, sem starfrækir kennaranám að hafa æfingadeildir. Þá hefur reynst mjög vel að starfrækja að- faranám á framhaldsskólastigi við slíka háskóla. í því sambandi er vert að benda á, að nemendur sem komið hafa í Tónlistarskólann í Reykjavík mörg undanfarin ár, eru komnir á framhaldsskólastig, eru nýkomnir í 6. stig er þeir koma í skólann, sem samsvarar byijun kjörsviðs f menntaskóla. Þannig mundi tilkoma þessa skóla að þessu leyti ekki taka frá öðrum skólum, þvf að þannig er þessu háttað í dag. Aðrir tónlistarskólar mundu halda áfram að útskrifa nemendur úr 8. stigi. Ef við ætlum að koma á fót tónlistarháskóla verður að standa vel að einni stofnun. Það yrði allt of kostnaðarsamt að skipta honum á marga staði, öU sú aðstaða sem gerir skóla að háskóla yrði aldrei að veruleika, við mundum glata mikilvægu tækifæri, nemendur og kennarar dreifðir á marga staði mundu ekki mynda þann lifandi veru- leika, sem háskóU á að vera. Mikilvægt er nú að hugsa stórt og sameinast um að gera einn tón- listarháskóla virkilega vel úr garði. Frumvarp það, sem nú liggur fyrir staðfestir þann veruleika sem fyrir hendi er og markar næstu skref fram á við. í framhaldi af hinni miklu grósku í tónlistarlífínu hér undanfarin ár yrði hann eðlilegur og verðugur áfangi. Höfundur er píaaóleikarí ogyfir- kennarípíanódeiidar Tónlistar- skólans í Reykjavík. Viðskiptaviðræður við Pólverja VIÐRÆÐUR um viðskipti ís- lands og Póllands fóru fram í Reykjavík dagana 17. og 18. mai sl. Viðskiptin byggjast á við- skiptasamningi landanna frá 30. apríl 1975 og fóru almennt vax- andi frá gildistöku samningsins. Afturkippur varð þó í viðskiptun- um eftir 1980, m.a. vegna versn- andi efnahagsástands f Póllandi og minnkandi viðskipta með fiskinyöl f kjölfar banns við loðnuveiði. Þessar upplýsingar koma fram f frétt frá utanríkisráðuneytinu og segir þar, að frá árinu 1984 hafí viðskiptin farið vaxandi að nýju með aukinni sölu á fiskimjöli og kaupum á fiskiskipum frá Póllandi. Árið 1987 voru fluttar út vörur til Póllands að verðmæti 484 m.kr., þar af rúmlega 30.000 tonn af físki- mjöli að verðmæti 440 m.kr. Frá Póllandi voru keyptar vörur fyrir 533 m.kr., þar af fiskiskip að verð- mæti 400 m.kr. í fréttatilkynningu ráðuneytisins segir ennfremun „í sameiginlegri fundargerð, sem formenn viðræðu- nefndanna, Sveinn Bjömsson, sendifulltrúi á viðskiptaskrifstofu utanríkisráðuneytisins, og Pawel Kowalczyk, skrifstofusyóri f ut- anríkisviðskiptaráðuneyti Póllands, undirrituðu í lok viðræðnanna er Qallað um þróun viðskiptanna. Sér- stök áhersla er þar lögð á óskir íslendinga um aukin kaup Pólveija á íslenskum vörum. Nánar tiltekið er hér um að ræða hefðbundnar vömr í viðskiptum landanna, svo sem fiskimjöl, saltsfld og forsútaðar gæmr og einnig aðrar vömr, t.d. ftystan fisk, lagmeti, þorskalýsi, hraðfeiti, kindakjöt, kísilgúr o.fl. Ennfremur er þar greint frá áhuga Pólveija á sölu fiskiskipa til íslands. í fundargerðinni er þvf einnig fagnað að pólsk stjómvöld hafa á ný opnað viðskiptaskrifstofu í Reykjavík sem mun hafa góð áhrif á framtfðarviðskipti landanna. Hér var um að ræða almennar viðræður milli stjómvalda, sem haldnar em árlega, en sölusamning- ar em gerðir milli íslenskra og pólskra fyrirtækja." Þad ^dpdr ddd máU hvortþig vantarstól eða ekki, jbvtf APPOLLO leðurstóllinn er svo þægilegur og á svo góðu verði, að maður hreinlega verður aðkaupahann. húsgagnfrhöllín REYKJAVÍK ImoSlEr

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.