Morgunblaðið - 26.05.1988, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 26.05.1988, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 26. MAÍ 1988 Er þjófavarnarkerfið í Seðlabankanum bilað? Lærdómarnir af hinum svarta miðvikudegi eftír Svavar Gestsson Upphafið er á svörtum miðviku- degi, daginn fyrir uppstigningar- dag. Alþingi hefur verið slitið dag- inn áður. Þingmenn Alþýðubanda- lagsins höfðu minnt á að það væri yfírvofandi hætta á því að gripið yrði til kjaraskerðingaraðgerða strax og Alþingi yrði sent heim. Þess vegna flutti þingflokkurinn tillögu um að banna kjaraskerð- ingaraðgerðir i sumar. Sú tillaga fékkst ekki tekin á dagskrá þings- ins. Tilgangurinn með því að reka þingið heim var a) að losna við stjómarandstöðuna, b) að losna við stjómarliðið. Við atkvæðagreiðslu- um vantrauststillögu á ríkisstjóm- ina benti ég á að tilgangurinn væri sá að losna við óþekktargemlinga eins og Ólaf Þórðarson úr stjómar- liðinu. Það kom á daginn, enda rak Steingrímur Hermannsson hann úr Framsóknarflokknum daginn sem gengið var frá efnahagsráðstöfun- um með þeim ummælum að Ólafur skipti engu máli — hann væri alltaf annaðhvort inni eða úti. Nærri þremur milljörðum króna of seint Það alvarlega við svarta miðviku- daginn var seinlæti Seðlabankans og þess varúðarkerfís sem á að vera til í bankakerfínu. Þjófavarn- arkerfið virkaði ekki fyrr enn 2,8 milljörðum eftir innbrotið. Vissulega var hluti þess fjár sem fór út úr gjaldeyrisdeildunum tek- inn út með eðlilegum hætti. En það lá þegar í stað í augum uppi að almenningur gat ekki tekið út úr bankakerfínu 2.800 milljónir króna á einum degi. Og það liggur líka í augum uppi að fyrirtækin geta ekki tekið 2.800 miiljónir út úr bankakerfinu nema bankarnir hjálpi þeim til þess. Og það liggur jafnframt í augum uppi að það er stórkostlegur ávinningur að því að taka fé út úr bankakerfínu og nota það til gjaldeyriskaupa rétt fyrir gengisfellingu. Og það er betra fyr- ir viðskiptabanka að veija fé til gjaldeyriskaupa jafnvel þó sami við- skiptabanki verði að borga refsi- vexti í Seðlabankanum vegna fy’ár- munanna sem bankinn notar til þess að kaupa gjaldeyrinn. Þess vegna sá það allur almenn- ingur hvers kyns hlaut að hafa ver- ið. Og eftir stóð staðreyndin víðfræg um allan heim: Keisarinn var ekki í neinu — fíjálshyggjan var kviknakin. Galopið gjaldeyriskerfi gengur ekki á íslandi En fleira kom til: Keisarar fjár- málaheimsins treystu því — eftir yfírlýsingar ráðherranna — að þeir fengju að iðka sínar athafnir í friði. Ráðherramir höfðu sagt að þeir mjmdu ekkert aðhafast fyrr en eft- ir að forsætisráðherra væri kominn heim frá Bandaríkjunum. Þess vegna fóru iðnaðarráðherra og við- skiptaráðherra utan að þeir treystu því að ekkert yrði gert. Og því treysti ijármálaheimurinn líka — Teppi á stigaganginn sem þola mikið og endast lengi! í Teppalandi færðu teppið á stigaganginn. Úrvalið er fjölbreytt og verðflokkar margir. Hæstu gæðaflokkar. Hjá okkur færðu ráðgjöf fagmanna. VIÐ GERUM TILBOÐ ÁN SKULDBINDINGA. en flóðið út úr bankakerfínu varð meira en svo að hægt væri að láta sem ekkert hefði gerst. Það er ekki hægt að slökkva eldinn með því að snúa sér undan meðan Róm brennur. En hinn svarti sunnudagur segir fleira: Hann segir okkur það að fíjálshyggjan í verki passar ekki á íslenska efnahagskerfið. Með því að hafa gjaldeyriskerfið opið er hægt að kveikja í banka- og gjald- eyriskerfínu aftur og aftur án þess að stjómvöld fái rönd við reist. Þess vegna er hin galopna gjaldeyr- isafgreiðsla vitleysa. Þess vegna verður að setja reglur um að þjófa- varnarkerfið hringi öllum bjöll- um þegar gjaldeyrisúttektir ein- stakra fyrirtækja, banka eða ein- staklinga fara fram úr vissum mörkum — eða þegar eitt fyrir- tæki, einn banki, einstaklingur taka meira út en ^ðlilegt má teljast. Annars brennur Róm til kaldra kola áður en menn komast fram úr til þess að bjarga, hvað þá heldur að menn komist á fætur, sem var þó orðalagið sem stjórnmálagagnið Tíminn notaði um stjómina um daginn: Að hún væri komin á fætur! Sjálfsögð krafa ráðherrans — en hvað svo? Það var því í senn eðlilegt og sjálfsagt af Jóni Baldvin Hannibals- syni að heimta upplýsingar um gjaldeyrisyfírfærslumar. Og það er líka sjálfsagt að krefjast þess að hann leiti allra hugsanlegra leiða til að birta listann. Og það strax. En sú birting gerir enga stoð né heldur það sem fylgdi hinum svarta miðvikudegi nema menn átti sig á því að formúlur hins galopna Svavar Gestsson „Með því að hafa gjald- eyriskerfið opið er hægt að kveikja í banka- og gjaldeyris- kerfinu aftur og aftur án þess að stjórnvöld fái rönd við reist. Þess vegna er hin galopna gjaldeyrisafgreiðsla vitleysa.“ hagkerfis eiga ekki við á ís- iandi; geta reyndar þvert á móti kollsiglt efnahagslegu sjálfstæði íslendinga. Þá yrði kreddutrúin dýru verði keypt að ekki sé meira sagt. Höfundur er þingmaður fyrir Al- þýðubandalagið í Reykja vik og fyrrverandi viðskiptaráðherra. Stofnlánadeild landbúnaðarins: Refaúttekt lýk- ur í næstu viku STARFSMENN Stofnlánadeildar landbúnaðarins stefna að því að ljúka úttekt á loðdýrabúum landsins í næstu viku. Úttektin er unnin upp úr skattframtölum bænda en ákvarðanir um framtíð refaræktarinnar bíða og fram hefur komið. Leifur Jóhannesson fram- kvæmdastjóri Stofnlánadeildar landbúnaðaríns segir að úttektin sé gerð samkvæmt ósk ríkisstjómar- innar vegna erfíðleika atvinnu- greinarinnar fyrr í vetur. Síðan hafa reyndar komið upplýsingar um mun verri stöðu en áður var miðað niðurstöðu úttektarinnar, eins við. Leifur sagði að seint hefði gengið að afla nauðsynlegra upplýs- inga þar sem menn hefðu verið að skila skattframtölum sínum til skattstjóra allt fram undir þennan tíma. Egill Bjamason ráðunautur á Sauðárkróki mun vinna við úttekt- ina. ACTI-VITA frá MONTEIL snyrti vörum. Fást aöeins í Söndru. Snyrtivöruverslunin SAmRA ‘Reykjaviíiurvegi 50 Sími: 53422
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.