Morgunblaðið - 26.05.1988, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 26.05.1988, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 26. MAÍ 1988 Skólakerfið styrkt með auknu sjálfstæði skóla FJÖGUR frumvörp frá menntamálaráðherra er lúta að breytingum á skólakerfinu voru samþykkt á nýafstöðnu þingi. Lög um fram- haldsskóla, Háskóla á Akureyri, Kennaraháskóla Islands og Rann- sóknastofnun uppeldis- og menntamála. Það síðastnefnda var fylgi- frumvarp með frumvarpinu um Kennaraháskóla Islands. Hvert um sig marka þessi frumvörp viss timamót í skólasögunni. Með lögum um Háskólann á Akureyri er lögfestur háskóli utan Reykjavíkur. Sett er rammalöggjöf um framhaldsskóla en frumvarp um slíkt kom fyrst fram fyrir tólf árum, árið 1976. Grunnskólalögin voru sett árið 1974 og var ætlunin að selja löggjöf um framhaldsskóla í kjölfarið. Þó að fjölmörg stjórnarfrumvörp og þingmannafrum- vörp hafi verið flutt um þetta mál er það þó ekki fyrr en nú sem tekst að setja þessa löggjöf. Var það aðallega ágreiningur um kostnaðarskiptingu milli ríkis og sveitarfélaga sem stöðvaði fram- gang frumvarpa hingað til. Loks var síðan Kennaraháskóli íslands festur í sessi sem miðstöð kennaramenntunar fyrir grunnskólastig- ið. I menntamálaráðuneytinu er nú unnið að fjölmörgum öðrum málum og má nefna sem dæmi endurskoðun grunnskólalaga. Morgunblaðið/Sverrir Birgir ísleifur Gunnarsson menntamálaráðherra á skrifstofu sinni í menntamálaráðuneytinu. „Ég hygg að þarna hafi óvenju mörg frumvörp á sviði skólamála verið samþykkt,“ sagði Birgir Isleifur Gunnarsson menntamála- ráðherra í samtaii við Morgun- blaðið. „Ég fagna því að þessi stóru frumvörp hafa náðst fram en þau marka hvert um sig tímamót í okkar skólamálum. Framhalds- skólafrumvarpið er auðvitað stærsta málið og það sem lengst hafði verið beðið eftir. Það hafa verið gerðar margar tilraunir til að fá slíkt frumvarp samþykkt." Frumvarpið um framhaldsskóla var upphaflega samið af nefnd sem Sverrir Hermannsson, þáverandi menntamálaráðherra, skipaði 8. desember 1985. Sverrir lagði það frumvarp fram á þar síðasta þingi til kynningar og var ekki mælt fyrir því. Menntamálaráðuneytið sendi það síðan út til umsagnar fjölmargra aðila. Alls bárust 36 umsagnir og var frumvarpinu breytt nokkuð til samræmis við það sem fram kom í þeim. Mestu nýmælin eru að fram- haldsskólum er veitt aukið sjálf- stæði í að ákvarða hvaða nám sé boðið upp á í skólunum. Nú hafa skólar meira frelsi til að brydda upp á nýju námsframboði, geta t.d. tekið upp fullorðinsfræðslu án þess að hafa fengið leyfi frá menntamálaráðuneytinu áður. Má nánast segja að með lögunum sé gengið eins og langt og hægt er í að auka sjálfstæði framhalds- skóla. „Þetta er rúm rammalöggjöf um framhaldsskólana og er stefnt að því að veita skólum rúmt sjálf- stæði, bæði hvað varðar fjárhags- hliðina og innri mál skólanna," sagði Birgir ísleifur. „Til dæmis er gert ráð fyrir að þróunarstarf fari fram innan skólanna sjálfra. undir leiðsögn og með ráðgjöf frá menntamálaráðuneytinu. Þetta er andstætt því sem er í grunnskóla- lögunum þar sem allt fer meira og minna fram á vegum ráðuneyt- isins." Varðandi fjárhagslegt sjálfstæði skólanna er gert ráð fyrir að hver skóli verði sjálfstæð rekstrareining og að þeir fái greiddan ársfjórð- ungslega fyrirfram annan rekstr- arkostnað en laun og geti ráðstaf- að honum samkvæmt fjárhagsá- ætlun. Ríkissjóður greiðir laun fyr- ir kennslu, stjórnun og prófdæm- ingu beint. Su meginregla mun gilda að sama framlag komi á hvern nomanda hvar sem er á landinu með heimild til sérgreinds framlags ef sérstakar aðstæður ríkja. Valdið til fólksins „Það er einnig gert ráð fyrir nánum samskiptum við heima- menn þar sem framhaldsskólar starfa í formi skólanefnda sem starfi við hvern skóla. Þetta var reyndar umdeildasta atriðið í frum- varpinu. Verkefni skólanefnda verða fyrst og fremst að kveða á um námsframboð í skólum. Það hlýtur að vera hagsmunamál hvers byggðarlags að ráða hvaða nám er boðið upp á þar. Auk þess eiga skólanefndirnar að hafa afskipti af fjármálastjórn og viss afskipti af ráðningarmálum." Birgir ísleif- ur sagði að vegna þeirrar gagnrýni sem hefði komið fram á skóla- nefndirnar hefði verkaskiptingin verið gerð skýrari. Akvarðanir um innra starf væru alfarið í höndum skólastjóra og skólaráða. Mennta- málaráðherra sagði grunnhugsun- ina á bak við skólanefndirnar vera að koma valdinu til fólksins. Fimm manns verða í hverri skólanefnd og eru fjjórir nefndarmenn skipaðir samkvæmt tilnefningu sveitarfé- laga og sá fimmti, sem jafnframt verður formaður nefndarinnar, af menntamálaráðuneytinu. Nánari samvinna atvinnulífs og skóla „I nýju lögunum er gert ráð fyrir nánari samvinnu atvinnulífs og skóla. Samstarfið við atvinnulífið verður tryggt í iðnnámi með iðn- fræðsluráði og sjávarútvegsgrein- um með fræðsluráði sjávarútvegs- ins. Einnig er heimild til að stofna slíkar ráðgjafarnefndir í fleiri at- vinnugreinum. Það má líka benda á ákvæði sem gera ráð fyrir að framhaldsskólar geti sinnt fullorð- insfræðslu bæði í formi öldunga- deilda, eins og nú er gert, og einn- ig, sem er nýmæli, að þeir komi sterkar inn í eftirmenntun og starfsnám fyrir fullorðið fólk.“ Einföldun reglna um kostnaðarskiptingu Eins og áður kom fram hafa frumvörp um framhaldsskóla hing- að til aðallega strandað á ágrein- ingi um kostnaðarskiptinguna milli ríkis og sveitarfélaga. í nýju lögun- um er gert ráð fyrir að stofnkostn- aður framhaldsskóla greiðist sam- eiginlega af ríki og viðkomandi sveitarfélagi, eða sveitarfélögum, þannig að ríkið greiðir 60% en sveitarfélag/sveitarfélög 40%. Þó er menntamálaráðuneytinu veitt heimild til þess að semja um hærri kostnaðaraðild þegar um búnað verknámshúsnæðis er að ræða. Ríkið greiðir rekstrarkostnað framhaldsskóla. „Þetta eru einfaldar reglur sem auðvelt er að vinna með,“ sagði Birgir ísleifur. „Hingað til hafa mismunandi reglur gilt um mis- munandi skólaform, iðnskóla, fjöl- brautaskóla, menntaskóla, en nú sitja allir við sama borð.“ En hvernig eiga menn helst eft- ir að finna fyrir áhrifunum af hinni nýju löggjöf um framhaldsskóla? „Eg held að menn finni ekki fyrir verulegum breytingum fyrst í stað. í sumar verða skólanefndirnar settar á laggirnar og sett ýmis ákvæði í reglugerð í náinni sam- vinnu við samtök kennara, skóla- nefndir, sveitarfélög og aðra aðila sem þetta snýr að. Þegar til lengri tíma er litið held ég að það mark- verðasta sé að nú eiga ekki að vera neinar blindgötur í þessum málum lengur. Menn fá annað- hvort réttindi til atvinnu eða áframhaldandi náms og í flestum tilfellum hvort tveggja." Háskólinn á Akureyri Fyrsta gerð frumvarpsins um Háskólann á Akureyri var samin af sérstakri nefnd sem mennta- málaráðherra skipaði 15. júní 1987. Frumvarpið var síðan yfir- farið í menntamálaráðuneytinu og haft samráð við þá nefnd ráðuneyt- isins sem unnið hafði að undirbún- ingji stofnunar Háskólans á Akur- eyri. Starfsemi háskólans hófst formlega 5. september á síðasta ári en í lögunum segir að hlutverk skólans sé að vera vísindaleg fræðslustofnun. „Hann skal veita nemendum sínum menntun er geri þá hæfa til að sinna ýmsum störf- um í atvinnulífinu og ábyrgðar- stöðum í þjóðfélaginu eða stunda frekara háskólanám." Menntamálaráðherra sagðist telja það merkilegt spor að sett hefðu verið lög um Háskólann á Akureyri og sá skóli verið stofnað- ur. „Það fer ekki á milli mála að Háskóli íslands verður áfram okk- ar æðsta menntastofnun um næstu framtíð og miðstöð vísinda og rannsókna. Það breytir hins vegar ekki því að þörf er á skóla á há- skólastigi annars staðar á landinu til að mæta kröfum fólks um að geta stundað nám sem næst sinni heimabyggð. Háskólinn á Akureyri byijar með tvær brautir, hjúkruna- rbraut og iðnrekstrarbraut, og í undirbúningi eru brautir í mat- vælafræðum og sjávarútvegsfræð- um. í þessu felst að Háskólinn á Akureyri mun tengjast atvinnulíf- inu og þjónustustörfum sem at- vinnukrafta vantar í.“ Þegar ráðherra var spurður að því hvort hann teldi að koma bæri upp fleiri skólum af þessu tagi á landsbyggðinni sagði hann að kennsla á háskólastigi færi nú fram í allmörgum skólum, s.s. Tækniskólanum, listaskólunum, búnaðarskólunum og Kennarahá- skólanum. Þá væru Verslunarskóli Islands og Samvinnuskólinn að hefja kennslu á háskólastigi en þessir skólar munu bjóða upp á stutt háskólanám sem gjarnan miðast við ákveðið starf. Mennta- málaráðherra taldi ekki ólíklegt að sú þróun ætti eftir að halda áfram og þá jafnvel í skólum úti á.landi. Nú er í undirbúningi löggjöf um háskólastigið sem er unnin á veg- um sérstakrar nefndar, samstarfs- nefndar um háskólastigið, sem menntamálaráðherra skipaði í vet- ur. í nefndinni eiga sæti fulltrúar allra aðila sem veita kennslu á háskólastigi og er rektor Háskóla íslands formaður nefndarinnar. Ný lög um Kennara- háskóla Islands Lög um Kennaraháskóla íslands voru samþykkt á Alþingi í apríl 1971 en í þeim lögum sagði að þau skyldi endurskoða eigi síðar en að tveimur árum liðnum frá gildi- stöku. Nokkur frumvörp hafa verið lögð fram á Alþingi um Kennara- háskólann síðan en ekki náð af- greiðslu. Lögunum hefur hins veg- ar tvívegis verið breytt lítilsháttar, annars vegar 1981 og hins vegar 1987. Það frumvarp sem samþykkt var á síðasta þingi var samið af nefnd sem Sverrir Hermannsson skipaði 25. mars 1987 til að endur- skoða lögin frá 1971. „Mikilvægasta nýmælið í lögun- um um Kennaraháskóla íslands er að hlutverk hans sem miðstöð kennaramenntunar fyrir grunn- skólastigið er skýrt tilgreint," sagði Birgir ísleifur. „Kennarahá- skólinn fær einnig heimild til að veita framhaldsmenntun á sviði uppeldis- og kennslumála til æðri prófgráðu en B.Ed.- eða BA-gráðu. Aukin áhersla er lögð á endur- menntun kennara og almennt kennaranám lengt úr þremur árum í fjögur. í lögunum er þó kveðið á um að lengingin taki ekki gildi fyrr en í síðasta lagi eftir sex ár til þess að gefa skólanum tæki- færi til þess að laga sig að þessum breytingum. Tekið er upp eininga- kerfi og kveðið á um meginatriði kennaramenntunar á grundvelli þess. Stjórnkerfi Kennaraháskól- ans er síðan endurskoðað með til- liti til nýrra starfshátta og hlut- verk hans sem vísindaleg rann- sóknastofnun er skýrt.“ Þekking á kennslugreinum í lögunum um Kennaraháskól- ann er mikil áhersla lögð á endur- menntun og símenntun. Má segja að því sé beint gegn hugmyndum um menntun í eitt skipti fyrir öll. Þá er einnig lögð meiri áhersla en gert var á þekkingu á kennslu- greinum. Aðalnámsgrein má nú ekki hafa minna vægi en 30 eining- ar og aukagrein ekki minna en 5 einingar. Samanlagt verða þær að nema 45 einingum af þeim sam- tals 120 sem krafist er til þess að Ijúka prófi. Þetta eru nokkru hærri tölur en var að finna í tillögum nefndarinnar er samdi frumvarpið. Einnig má nefna að nú mun vera hugað að því í menntamálaráðu- neytinu að dreifa kennaranámi út á landsbyggðina í auknum mæli. Ákvæði Kennaraháskólalag- anna um Rannsóknastofnun upp- eldismála voru felld niður og í stað- inn sett sérstök lög um Rann- sóknastofnun uppeldis- og menntamála sem verður sjálfstæð vísindastofnun og samstarfsvett- vangur þeirra er rannsóknum sinna á sviði uppeldis- og skóla- mála. Var frumvarp um þessa stofnun fylgifrumvarp með frum- varpinu um Kennaraháskóla ís- lands. Fleiri breytingar væntanlegar I menntamálaráðuneytinu er nú unnið að íjölmörgum breytingum á skólakerfinu til viðbótar. Aðaln- ámskrá grunnskóla er í lokavinnslu og verður send út á næstu dögum. í henni eru fyrirmæli um áherslur í námi í grunnskólum. Þar er enn fylgt þeirri stefnu að leggja áherslu á sjálfstæði kennara og skóla. Andstætt við námsskrárnar sem gefnar voru út á árunum 1976 og 1977 og þau drög að nýrri aðaln- ámsskrá sem komu út árið 1983 er ekki að finna í hinni nýju aðaln- ámsskrá fyrirmæli um ákveðnar kennsluaðferðir og ekki heldur kenningar um menntun og þroska. í staðinn er lögð meiri áhersla á að skýra markmið og inntak náms í grunnskólum og skólunum falið að fylgja þeim kennsluaðferðum sem best þykja reynast hveiju sinni. Þá er verið að endurskoða grunnskólalögin frá árinu 1974. Ovíst er hvenær þeirri endurskoð- un lýkur en jafnvel má búast við frumvarpi til nýrra grunnskólalaga þegar á næsta þingi. I haust verða lögð fram frum- vörp um alla listaskólana og var raunar eitt þeirra, frumvarp um Tónlistarháskóla íslands, lagt fram á nýafstöðnu þingi til kynningar. Frumvörpin miða að því að koma öllum þessum skólum á háskóla- stig. Þá er, eins og áður var getið, verið að semja rammalöggjöf um háskólastigið sem miðar að því að samræma kröfur til einstakra há- skóla og skóla sem hafa kennslu á háskólastigi að einhvetju leyti. Málefni Fóstruskólans eru einn- ig í endurskoðun og er búist við frumvarpi í haust sem mun gera ráð fyrir þó nokkrum breytingum á fóstrunámi. Verður sú menntun styrkt og fólki á landsbyggðinni gert auðveldara að fara í fóstrun- ám t.d. með því að færa það að hluta til í fjölbrautaskólana. Einnig má búast við að fjar- kennsla komist í skipulegri farveg í haust. Loks er verið að endur- skoða viðmiðunarstundaskrá gi-unnskóla, þ.e. skiptingu náms- greina milli kennslustunda. Reynt er af fullri alvöru að bijótast út úr núverandi sjálfheldu á þessu sviði. Má segja að það sem allar þess- ar breytingar miði að sé að koma rökrænu skipulagi á menntakerfið í heild. Nám og atvinnulíf eru tengd sterkari böndum en verið hefur og skólakerfið styrkt með því að veita skólum meira sjálf- stæði. „Meginmarkmið okkar er að stuðla að bættri menntun ungs fólks í landinu. Ég held að framtíð þjóðarinnar liggi í því að eiga vel menntað og vel upplýst fólk,“ sagði Birgir ísleifur þegar hann var spurður hvað hann legði til grund- vallar í stefnumörkun sinni sem menntamálaráðherra. „Skólakerf- ið þarf á hverjum tíma að laga sig að þessu meginhlutverki. Þetta þarf að færa nánar út í löggjöfina bæði með almennum lögum og lög- um um ýmis sérsvið."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.