Morgunblaðið - 26.05.1988, Blaðsíða 71

Morgunblaðið - 26.05.1988, Blaðsíða 71
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 26. MAÍ 1988 71 VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 691282 KL. 10-12 FRÁ MÁNUDEGI TIL FÖSTUDAGS lur Komandi paradís Kæri Velvakandi. Þegar ég á stundum verð vitni að predikun þjóðkirkjuprestanna er mér oft spum: Við hvað eru prest- amir hræddir, eða þá, hvaða Guð boða þeir? Stundum mætti jafnvel halda að þeir hafi aldrei lesið Heil- aga ritningu. Þeir minnast aldrei á hina kom- andi paradís á jörð sem var upphaf- legur tilgangur Guðs. Þeir tala aldrei um það að samkvæmt spá- dómum Biblíunnar sbanda yfir hinir Góðar greinar Til Velvakanda. Ég klippi ekki margar greinar út úr Mogganum ef undan er ski- lið einstaka áramótaræða forseta okkar, frú Vigdísar Finnbogadótt- ur, nokkur ljóð úr Lesbók til kennslu og greinar með þjóðlegum fróðleik sem tengist Dýrafirði, líka til kennslu. ísland h.f., grein Ás- geirs Gunnarssonar, klippti ég strax út úr blaðinu. Skemmtileg og fróðleg skrif rituð á „manna- máli“, öllum skiljanleg, enginn stofnanabragur á þeirri grein og sleppt öllum súlu- og línuritum. Þetta minnti mig á, þegar Sig- urður heitinn Þórarinsson sagði frá eldgosum, skrifaði bækur um jarðfræði, eldgos og náttúruham- farir er þeim fylgdu á máli sem öllum var auðskilið að ógleymdu hans fagra tungutaki. Það var ágæt að Ásgeir ákvað að breyta háttum sínum og stinga niður penna. Grein Péturs Péturssonar var líka hreint afbragð að mínu viti og mættum við fá meira að heyra um skemmtilega menn, málefni og orð sem of sjaldan bregður fyrir í seinni tíð. Sú var tíðin að sumir voru horskir á hundaþúf- unni þegar eitthvað tókst vel og getur Ásgeir Gunnarsson vel verið það. Hulda Sigmunds. síðustu dagar þessa illa heimskerfis þegar Guð Jehóva mun binda endi á þennan heim, sem Satan er kon- ungur yfir, þó þeir í hverri guðs- þjónustu biðji: komi ríki þitt. Þeir þruma ekki yfír bersyndugu fólki að gjöra iðrun heldur tala þeir eingöngu um það hve Guð sé góður og miskunsamur svo fólk geti með góðri samvisku gjört eftir sínum vilja hversu slæmur sem hann er og sofið rótt. En sem betur fer eru til sann- kristnir menn, hinir fyrirlitnu í aug- um manna og höfðingja þessa heims, Satans. Vottar Jehóva sem eru nú á hinum síðustu dögum að predika hið komandi ríki Jehóva þar sem Kristur Jesús mun ríkja sem konungur. Ég ráðlegg mönnum að hlýða á boðskap þeirra meðan enn gefst tími til. Einar Ingvi Magnússon Gimsteinn í ísl- ensku þjóðfélagi Til Velvakanda. Það gladdi mig óumræðilega mikið þegar ég eitt kvöldið horfði í sjónvarpinu á jnynd og viðtal við Boga Pétursson Akureyri, sem um margra ára skeið hefir fórnað sér fyrir æskulýð þessa lands, sýnt bæði sjálfsafneitun og kærleika í verki. Og að sjá árangurinn. Ástjöm í Kelduhverfi er gimsteinn í íslensku þjóðlífi og þegar athugað er svo hver grunnurinn er; lifandi trú á frelsara okkar Jesúm Krist. Bogi komst til lifandi trúar sem ungur maður á Akureyri við kynni við Arthur Gook, trúboða sem var mik- ill sáðmaður kristindómsins hér á landi um langan tíma og margir minnast með þakklæti og aðdáun. Bogi sýnir og sannar hversu mikið er hægt að byggja upp í niðurrifs- þjóðfélagi, þegar trúin er til staðar og einlægni til að fylgja henni. Mér þykir vænt um þetta starf Boga og minnist hans æsku á Eski- firði þegar ég var að byija mín manndómsár þar og reyna að hlúa að gróðri æskunnar og þykir það mikil vegsemd æskustöðvum mínum að eiga ítök í slíkum manni. Og það er ekki lítils virði á tímum auðs og peningahyggju þegar mað- ur sér manngildið sett ofar. Guði sé lof að „eyjan hvíta á sér enn von ef fólkið þorir, guði að treysta". Sem betur fer eigum við enn vöku- menn og það er vonin, þegar stjórn- endur bregðast. Ingvi Hrafn á heiður skilinn fyr- ir viðtalið og myndina og hversu hann á skömmum tíma kom mörgu á framfæri. Trúin flytur fjöll og enn eru að gerast kraftaverk. En hitt er að engin kraftaverk gerast í gruggugu hugarfari og ekki með þeim sem eyða afli og orku í að leggja snöru fyrir bróður sinn í hagnaðarskyni. Nei, þeir eru nógu margir í okkar þjóðfélagi sem beina brautina níður hjamið og skipta sé að öðru leyti ekki af meðbræðrum sínum og hræsnurum fækkar ekki með árun- um heldur þvert á móti. Og að treysta töluðu orði fer ekki í vöxt. Því er það gleði hugsandi mönnum sem vilja landi og þjóð hið besta að eiga þjóðholla og guðhrædda menn eins og Boga og þá sem í sannri trú á frelsarann vinna verk meðbræðrum sínum til hjálpar. Þökk sé þeim. _ Arni Helgason Lærum að lifa í fríði við náttúruna Kæri Velvakandi. Fyrir skömmu birtist pistill í dálkum Velvakanda þar sem fundið var að þvf hve máfí hefur Qölgað og að hann sé orðinn áberandi við ströndina í Reykjavík. I öðru bréfi var talað um að máfurinn væri vargfugi og fýllinn settur í sama flokk. Nú hef ég mikið uppáhald á þessum fuglum og sé enga ástæðu _til _a^yyg0toH^rgfugla. Ef til vill að kalla neitt ki minkinn inn eigi það reyndar%til að krækja sér í æðarunga þegar hart er á dalnum hjá honum. Eg er ekkert á móti því að egg þessara fulga séu nytjuð en að öðru leyti ætti að friða þá. Hneykslanlegt er þegar skot- veiðimenn eru að skjóta þessa fugia og aðra að gamni sínu án þess að ætla sér að nytja þá. Við mennimir verðum að læra að lifa í friði við náttúruna, það er ekki hægt að Þessir hringdu .. Drápshvötin ekki til sóma Náttúruverndarmaður- hringdi: Ég vil þakka fyrir grein sem birtist í Velvakanda fyrir skömmu en hún bar fyrirsögnina „Lærum að lifa í friði við náttúruna". Ekki hafði máfinum fyrr fjölgað aðeins hér við Reykjavík en fólk er farið að tala um að hann þurfi að drepa í stórum stíl. En máfurinn gerir ekkert af sér og er okkur aðeins til skemmtunar. Við eigum að skammast okkar fyrir drápshvöt- ina sem ekki er sæmandi sið- menntuðum mönnum. Veiðar geta verið nauðsynlegar en þær eru óhugguleg skemmtun. Sem flest dýr ætti að friða. Mannfólkið ætti að vera vemdarar dýrana í stað þess að ofsækja þau.“ Vantar ruslatunnur Kristín hringdi: „Ég fer oft í gönguferðir um Elliðaárdalinn og hef tekið eftir því að þar vantar alveg ruslatunn- ur. Þama er mikið um fólk í góðu verðri og er því engin furða þó ruslið safnist upp þarna þegar hvergi er hægt að losa sig við það. Þessu þyrfti að bæta úr.“ Pokí Poki með hálfsaumuðum föt- um, buxum og blússu, var tekinn í misgripum í versluninni Virku í Kringlunni. Sú sem pokann tók er vinsamlegast beðin að hringja í síma 687477 og verður hann þá sóttur. Gullarmband Gullarmband (spöng) tapaðist á Hótel Sögu eða á leið heim það- an í leigubíl fyrir nokkm. Finnandi er vinsamlegast beðinn að hringja í síma 833664 eftir kl. 19. Fundar- laun. Kettlingar gefins Fjórir fallegir kettlingar fást gefíns. Upplýsingar í síma 31116 eftir kl. 17. FRAMRUÐU VIÐGERÐIR Merkingar á glös og postulín Nú er hægt að gera við skemmdar framrúður, í flestum tilfellum meðan beðið er. Örugg og ódýr þjónusta. Þjónustustöðvar víða um land. BÍLABORG H.F. FOSSHÁLS11, SlMI 6812 99 Borðbúnaður fyrir veitingahús. Allt á einum stað. Glös eða postulín. Merkt eða ómerkt. MERKING ÁGLER OG POSTULÍN Bíldshöfða 18-sími 688838 KJORSKRÁ Kjörskrá vegna kjörs forseta íslands, sem fram fer 25. júní nk., liggur frammi almenningi til sýnis á Manntalsskrifstofu Reykjavíkurborgar, Skúlatúni 2, 2. hæð, alia virka daga frá 25. maítil 14. júní nk., þó ekki á laugardögum. Kjörskrárkærur skulu hafa borist skrifstofu borgarstjóra eigi síðar en 10. júnínk. Kjósendur eru hvattirtil þess að athuga hvort nöfn þeirra séu á kjörskránni. Reykjavík, 22. maí 1988. Borgarstjórinn í Reykjavík. REYIOALUNDUR Hestamenn Viljum leigja góða hesta til notkunar við heilsusport vistmanna frá júníbyrjun til ágústloka. Upplýsingar veitir Guðrún Jóhannsdóttir í síma 666807. Reykjalundur - endurhæfingarmiðstöð. 't7 ® fluco ÞÆR ERU ODYRARI ibico 1232 0 12 stafa reiknivél með minni 0 Frábær vél á einstöku verði 0 Hentar við óllkar aöstæður 0 Strimill og skýrt Ijósaborð 0 Svart og rautt letur 0 Stærð: B 210 mm D 290 mm H 80 mm REIKNIVELAR E.TH.MATHIESEN H.F. BÆJARHRAUN 10 - HAFNARFIROI - SÍMI 651000
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.