Morgunblaðið - 26.05.1988, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 26.05.1988, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 26. MAÍ 1988 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 26. MAÍ 1988 39 Útgefandi Árvakur, Reykjavík Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Aðstoðarritstjóri Björn Bjarnason. Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guðmundsson, BjörnJóhannsson, Árni Jörgensen. Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, ÁgústlngiJónsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 700 kr. á mánuði innanlands. I lausasölu 60 kr. eintakið. Eru umferðarslysin þj óðfélagsvandamál? * Islendingar eru önnur mesta bflaþjóð í heiminum. Banda- ríkjamenn eiga — einir þjóða — fleiri bfla miðað við höfðatölu. Nærri lætur að hér sé eitt öku- tæki á hverja tvo landsmenn. Bflaeign er á sinn hátt mæli- kvarði á lífskjör í landinu. Bfllinn er nánast eina sam- göngutæki okkar á landi. Hann tengir landshluta og byggðir og flytur þorra þjóðarinnar milli heimilis og vinnustaðar. Hann gegnir því mikilvægu hlutverki bæði í þjóðarbúskapnum og í lífi hverrar fjölskyldu. Sá „tollur“ sem umferðin tek- ur í mannslífum, meiðslum og eignatjóni er hinsvegar alltof hár. Tíðni umferðarslysa er veru- lega meiri hér en í grannríkjum. Hún er nánast þjóðfélagsvanda- mál. Á árabilinu 1966-1986 létust 475 Islendingar í umferðarslys- um: 223 í stijálbýli en 252 í þéttbýli. Á þessum tuttugu árum létust 139 manns í umferðarslys- um í höfuðborginni einni saman. Það sem af er árinu 1988 hafa fímm einstaklingar látist í um- ferð höfuðborgarinnar, eða að meðaltali einn í mánuði. Ótalin eru meiðsl, örkuml og eignatjón. Iðgjöld bifreiðatrygginga eru og hærri annars staðar. Ómar Smári Ármannsson, aðalvarðstjóri, segir m.a. í Morg- unblaðinu í gær: „Umferðin er fólkið sjálft... Það er ekkert óframkvæmanlegt markmið að laga það sem miður fer. Til þess þarf fyrst og fremst vilja og samstillt átak allra landsmanna. Þegar upp er staðið verður það fólkið, við, sem njót- um afrakstursins. Jákvætt hug- arfar til þessara mála er vænleg- ust leið til árangurs." Þetta eru sannyrði. Almenn tillitssemi er bezta slysavömin í umferðinni. Það eigum við að hafa ríkulega í huga nú þegar mestu umferðarmánuðir ársins fara í hönd. Varðstjórinn bendir í grein sinni á margt, sem bætt getur umferðarmenningu okkar að hans dómi: stóraukin almenn umferðarfræðsla, ekki sízt í skól- unum, bætt löggæzla, ökuferils- skráning með innbyggðu punktakerfí, bráðabirgðaöku- skírteini er spanni ákveðinn reynslutíma, strangari viðurlög gegn umferðarlagabrotum, efld ökukennsla og sitthvað fleira. Löggjafínn hefur stigið mikil- væg skref til fyrirbyggjandi að- gerða síðustu misseri, bæði í lög- gjöf og með samþykkt þings- ályktunar, að frumkvæði Salome Þorkelsdóttur, um þjóðarátak til aukins umferðaröryggis. Heim- ild er í nýjum umferðarlögum til að skipa sérstaka rannsóknar- nefnd umferðarslysa, er starfí á vegum Umferðarráðs. Allt eru þetta spor til réttrar áttar. En máske er mergurinn málsins sá, hvað verðar þetta þjóðfélagsvandamál — tíðni um- ferðarslysa — að efla almenna tillitssemi í umferðinni. Hver og einn verður að gera sér grein fyrir þungri, persónubundinni ábyrgð sinni í umferðinni. Það er of seint að iðrast eftir á — þegar slys er orðið að sárum, viðblasandi veruleika. Ferðaþjón- usta fatlaðra Framlög til ferðaþjónustu fatlaðra í Reylqavík hafa hækkað um þriðjung frá fyrra ári. Ferðir hafa aukizt úr 27.800 árið 1984 í 30.300 á síðasta ári. Kannanir sýna að mikið fatlað fólk þarf frekar á sérstakri ferðaþjónustu að halda en al- mennri þjónustu strætisvagna. Næstliðin ár hefur engu að síður verið lögð áherzla á það að búa strætisvagna í borginni þannig að fatlaðir eigi auðveld- ara með að nota þá. Tuttugu nýir vagnar hafa búnað til að „kijúpa" við gangstéttarbrún, þannig að fatlaðir eigi hægara um vik að ferðast með þeim. Byggingamefnd Reyig'avíkur gerir hin síðari árin ævinlega athugasemdir við teikningar húsa, sem hýsa eiga einhvers konar þjónustu við almenning, ef þær fullnægja ekki kröfum um greiðan aðgang fatlaðra að þeim og um þær. Því miður hef- ur borið við að ytri frágangur, sem ekki kemur fram á teikning- um, hamli umferð fatlaðra. Þá hafa borgaryfírvöld lagt áherzlu á að gangstéttir og götu- stígar hafí fláa við gatnamót, til að auðvelda umferð fatlaðra. Þessar upplýsingar komu fram í umræðum um mál fatl- aðra á fundi borgarstjómar Reykjavíkur nýlega. Af þeim má sjá, að í höfuðborginni er unnið að því að auðvelda hreyfí- hömluðum að komast leiðar sinnar. Her er um verk að ræða, sem allir vilja að vel sé unnið. „Mikið af umbótum Gorbatsjovs eru sjónarspil fyrir vesturlandabúa". Unglingsstúlkur í Moskvu virða fyrir sér tískublaðið „Burda Moden“ en útgáfa þess var heimiluð á síðasta ári í Sovétríkjunum í anda „fijálsræðisstefnu" Sovétleiðtogans. Örlög Letta í höndum KGB Andófsmenn beittir þvingunum og harðræði á sovésku geðsjúkrahúsi. „í besta falli taka breytingamar langan, langan tíma“. EftirÁke Sparring HÉR fer á eftir saga 29 ára gam- als íssala, Janis Barkans, frá Rezekne í sovétlýðveldinu Lett- landi. í öllum atriðum gerðist hún á þeim áratug, sem nú er að líða. Bærinn Rezekne er 250 km aust- ur af Riga og 50 km frá rússnesku landamærunum. Bærinn er utan þess svæðis, sem erlendir ferða- menn hafa aðgang að. Rezekne reis í kring um kastala sem Þjóðveijar létu .byggja árið 1285 og var brotinn niður af ívani grimma nokkrum öldum síðar. Gijótið úr rústum kastalans var notað til að leggja grunn að nýjum byggingum þegar bærinn var end- urbyggður eftir stríðið. Rezekne hefur alltaf verið landa- mærabær. Á fjórða áratugnum var innan við helmingur ibúanna Lett- ar, fjórðungur var gyðingar og álíka margir Rússar; afkomendur íhalds- manna sem höfðu flúið endurbætur Péturs mikla. Mestur hluti gyðinganna hvarf í heimsstyijöldinni síðari. Þá þeirra sem eftir voru drápu Þjóðveijar. Fáir þeirra sem flýðu til Rússlands sneru nokkru sinni aftur. Að striðinu loknu hópuðust skar- ar af hungruðum Rússum til Rez- ekne í leit að mat, en af honum var meira að hafa í Lettlandi en í Rúss- landi. Á áttunda áratugnum, þegar nýjar verksmiðjur voru stofnaðar í bænum, skall á flóðbylgja innflytj- enda; Rússar létu tælast af loforð- um um íbúð eftir tveggja ára bú- setu, en í Rússlandi varð fólk að bíða í 15 ár. Nú eru Lettar 34% af 52.000 íbúum bæjarins. Fjórir af sex skól- um eru rússneskir. Allir íbúamir, nema hinir allra elstu, geta talað rússnesku. En Rússar og Lettar líta niður hvor á aðra. Lettar álíta sovéska menningu annars flokks. Á áttunda áratugn- um kom það fyrir að hópar lett- lenskra og rússneskra unglinga slógust. Það er ómögulegt að skilja þjóð- imar tvær algerlega að. Blandaðar giftingar fara í vöxt. Þeir sem leggja út í slíkt eru kallaðir „heims- borgarar". í stríðinu var þýsk her- stöð í Rezekne. Bærinn varð illa úti, en enn má þó sjá leifar gamla bæjarhlutans, garða, mnna og tré. Milli húsanna liggja leirugar götur. Hér búa Lettar. I nyrðri hlutanum eru verksmiðjur og nýrri hús. Þetta er rússneski hlutinn og götumar eru lagðar asfalti. Táningamir sækja diskótek í menningarmiðstöðinni, sem er opin laugardaga og sunnudaga. Mennta- mennimir hittast þegar Riga-leik- húsið heimsækir bæinn. Þegar kappreiðar eru haldnar, tæmist bærinn. Annars situr fólk heima. Einkabflar eru fáir; einn bfll á hveija 50 íbúa. í sveitunum í kring ríkir fátækt; kotbændumir lifa und- ir fátæktarmörkum. Eina huggun þeirra er vodkinn, morgun, kvöld og miðjan dag. Drykkjuskapur er hér einnig vandamál. Eftir umbætur Gorba- tsjovs verða menn að standa í bið- röð í þijá tíma til að kaupa brennivín, þess þurfti ekki áður. Drykkjurútar sjást ekki lengur á götum úti. Tveir lögreglubflar em á eftirlitsferðum bæði dag og nótt og taka jafnvel fasta þá, sem að- eins em örlítið kenndir. Þeir em látnir sofa úr sér og borga 50 rúbl- ur fyrir húsplássið. Fyrir flesta em þetta miklir peningar og þar að auki missa þeir kaupaukann í ákveðinn tíma. Er endurbótunum tekið með ánægju? Kannski af kvenfólkinu. Annars gengur þessi saga manna á milli: Eiginkonan: Nú hefur brennivín- ið hækkað svo þú verður að drekka minna. Eiginmaðurinn: Ég drekk áfram jafn mikið og áður, þú færð bara minna að borða. Þannig’ hófst það Hann trúði á skipulagið þar til hann var fjórtán ára. Þá fór hann að efast. Hann heyrði gamla fólkið tala um hvemig Rússar myrtu Letta eftir hemámið 1940. Gamla fólkið vildi ekki að hinir yngri heyrðu þetta tal. Hann hafði gaman af popptónlist og reiddist þegar yfirvöldin reyndu að banna hana. Þá fór hann að hlusta á vestrænar útvarpsstöðvar. Hann fór að lesa um önnur lönd. Hann hitti ferðamenn í Riga; Letta, sem höfðu farið til útlanda og þeir sögðu honum frá lífínu fyrir vestan. Hann skildi ekki af hveiju hann fékk ekki að fara til útlanda. Hann uppgötvaði stéttaskipting- una. Háttsettir flokksmenn lifðu eins og milljónamæringar og hann fylgdist með eiginkonum þeirra, þegar þær komu í svörtum límósín- um á hársnyrtistofur. Kvöld eitt varð hann vitni að „orgíu", sem æðstu menn bæjarins tóku þátt í, á strönd stöðuvatns utan við bæinn. Með þeim voru naktar, ungar stúlkur. Meðal fyrir- mannanna var yfírmaður KGB- deildar staðarins, sem nú er kominn á eftirlaun. Hann var álitinn stalín- isti. Á útifundum 1. maí héldu þessir sömu menn ræður um siðferði. Annað kvöld hittust leiðtogar Lettlandsdeildar „Komsomol" við þetta sama vatn til að ræða um baráttuna gegn vestrænum menn- ingaráhrifum. Síðar um kvöldið, þegar allir voru orðnir vel drukkn- ir, horfðu þeir á vestrænar klám- myndir af myndbandi. Blaðakonu frá bæjarblaðinu tókst með naum- indum að forðast nauðgun. Foreldr- ar hennar vildu höfða mál... en tilraunir þeirra voru stöðvaðar í fæðingunni. Á þessum tíma var hann mjög óhamingjusamur. Eldra fólkið vildi ekki ræða málin við hann. Félag- amir ypptu öxlum og sögðu: „Svona er það bara.“ 14-16 ára verða ungl- ingamir meðvitaðir. Hann byijaði að yrkja. Ljóð sem mótmæltu óréttlætinu. Þau höfðu einnig þjóðlega tóna. Þeir vom ekki margir sem hann þorði að sýna skáldskapinn. Samt einum of marg- ir, því nú kom útsendarinn til sög- unnar. Útsendarinn Útsendarinn sagði honum að hafa samband við „samizdat" (leynilega hreyfíngu andófsmanna). Þá var hann 18 ára og hafði enn ekki lært að vera tortrygginn. Útsendarinn sagði frá lettnesk- um fána sem hann geymdi á ákveðnum stað. Lögreglan kom og fjarlægði hann. í fyrstu var honum brugðið en svo fékk hann aftur trú á útsendaranum. Vegna fánans var hann sendur á geðsjúkrahús í Dangavpils. Þar var hann barinn af öðmm sjúkling- um, sennilega fyrir tilstilli KGB, á meðan stóðu 60 aðrir sjúklingar og horfðu á. Kjálki brotnaði. Lettnesku læknamir sögðu að ekkert væri að honum og málið var látið niður falla. Þegar hann kom heim eftir að- gerðina beið KGB eftir honum. Hann var varaður við andsovéskri starfsemi og krafíst var af honum loforðs um að hætta henni alveg. Hann neitaði. Hann starfaði nú um hríð á mjólkurbúi. Nú kom útsendari lögreglunnar aftur til skjalanna. Hann ráðlagði honum að fara til Viborg, nálægt fínnsku landamæmnum og hitta þar mann með sambönd við „samiz- dat“ í Moskvu og Leníngrad. Vinir hans vömðu hann við að fara, en hann lét sér ekki segjast. í Viborg tók enginn á móti hon- um. Meðan hann beið eftir lestinni til baka fór hann í rútu til gamla virkisins. Leiðsögumaðurinn^ sagði virkið byggt af Pétri mikla. (í raun- inni var það byggt á fjórtándu öld, meðan Svíar réðu Viborg, og er dæmigert miðaldavirki.) KGB-menn komu inn í rútuna og vildu sjá skilríki fólks: Margir höfðu skilið þau eftir heima, en það skipti ekki máli; það var hann, sem þeir vom á eftir. Þetta var árið 1980 og hann var nú ákærður fyrir að reyna að flýja til Finnlands. Vitnin frá Rezekne bám að hann hefði talað um það, en hann meðgekk aldrei. Honum var hótað annarri geðrannsókn. Sfðasta dag réttarhaldanna var ásökun um andsovéska starfsemi bætt við ákæmna og hann var síðar dæmdur í eins og hálfs árs vist í þrælkunarbúðum. Nú hvarf útsendari lögreglunnar af sjónarsviðinu. Það var ekki leng- ur þörf fyrir hann. Réttarhöldin em aðeins yfírskin. Vinir og ættingjar eiga að trúa á sekt hins ákærða. Skirotava-búðirnar Skirotava-búðimar em í ná- grenni Riga. Þær em ætlaðar glæpamönnum, en þeir fá verri meðhöndlun en óábyrgir einstakl- ingar. I búðunum er málmvinnsla. Líkt og aðrar verksmiðjur, þarf hún að uppfylla ákveðinn kvóta. Vinnan er erfið. Þegar stjóm búðanna upp- götvaði að hætta væri á að mark- mið áætlunarinnar næðust ekki, var vinnudagurinn lengdur í sextán tíma á sólarhring, sjö daga vikunn- ar. Margir þeirra sem ekki héldu þetta út, bjuggu til seyði af sígarett- um og dmkku á fastandi maga. Þannig fengu þeir nokkurra daga hvíld á sjúkrahúsi. Aðrir skám sig og klíndu saur í sárið svo kjötið fór að rotna. Það kom fyrir að fólk sem ekki hélt æskilegum vinnuhraða var bar- ið til dauða á staðnum. Læknamir gáfu upp lungnabólgu sem dánar- mein. Maturinn var slæmur. Upp kom mannátstilfelli; kjöt af fanga hafði verið geymt í glerkmkkum . . . Meðal fanganna var yfírstétt for- hertra afbrotamanna, sem ekkert unnu, en ríktu harðri hendi yfír öðmm föngum. Jafnvel fangelsis- stjómin hræddist þá. Þeir fangar vom verst settir, sem „yfírstéttin" notaði sér kynferðislega. Hann gerði tilraun til að safna undirskriftum og mótmæla vinnu- aðstöðunni, en enginn þorði að skrifa undir. Hins vegar sagði ein- hver stjóminni frá þessu. Nú var hann settur í einangmn. Honum var kalt, hann fékk engan mat og einungis planka til að sofa á. En hann gafst ekki upp. Þama var hann geymdur í sex mánuði, í búri með nokkmm öðram föngum. KGB skipaði þeim að beija hann þar til þeir héldu að hann væri dauður. En ætlun KGB var ekki að drepa hann, heldur að bijóta hann niður, bæði líkamlega og and- lega. Honum var fleygt í geymslu- kompu og fannst þar lifandi daginn eftir. Hann hafði nú lést úr 70 kfló- um niður í 35. í sex mánuði lá hann á fangelsis- sjúkrahúsinu. Hann var kominn með berkla í lungu og beinagrind. Á sjúkrahúsinu var maturinn skárri en í búðunum. Þó henti það, að læknamir stælu mat sjúkling- anna. KGB í sjúkrahúsið í rúma tíu mánuði lá hann á al- mennu sjúkrahúsi í Rezekne, eða þar til KGB birtist aftur. Á sjúkrahúsinu hafði hann samið þijú flugrit. — Auðvitað var ég hræddur. En eftir að ég gerði mér grein fyrir þeirri ætlun þeirra, að gera mig að krypplingi, gat ég ekki annað en haldið áfram. Fársjúkur var hann dæmdur í fjögurra ára vist í þrælkunarbúðum fyrir andsovéska starfsemi. Hann var sendur til Mordovska- lýðveldisins, 600 km austur af Moskvu. íbúamir vom af fínnsku og úgrísku bergi brotnir. 1980— ! 1985 vom aðeins óábyrgir einstakl- ingar geymdir í búðunum. Margir þeirra vom gyðingar, en brot þeirra var að vilja flytjast úr landi. í búðunum var verksmiðja sem framleiddi vinnuvettlinga. Vinnan var létt, en húsnæðið rykugt. Hann þjáðist ennþá af berklum, byijaði að spýta blóði og bað þá um aðra vinnu. Stjómin bauð honum að gerast njósnari. Þá myndi hann einnig fá meðul. Hann lagðist í rúmið. Þar sem búðimar vom fyrir óábyrga ein- staklinga, máttu verðimir ekki beija fangana. Að lokum var hann borinn til fangelsisstjórans. Hann var nú settur í einangrun- arklefa í 15 daga. Klefínn var kald- ur og hann fékk engin föt. Tilgang- urinn var að neyða hann til hlýðni. Til að halda á sér hita, varð hann að hoppa í sífellu upp og niður. Það var of kalt til að hann gæti sofíð. Hann hoppaði því þar til hann var uppgefinn, en þá var honum orðið nægilega hlýtt til að geta sofíð í tuttugu mínútur. Hann var í búðunum í hálft ann- að ár, þar af 140 daga í einangrun- arklefa. Þá gafst stjómin upp og hann var fluttur til Chistopol sem er fangelsi í Kazan. Þar var hann í tvö ár. í fangelsunum er vistin verri en í fangabúðunum. Sagan endurtók sig nú: Hann neitaði að vinna, fékk engin meðul og var settur í einangmn. Af skipti á Vesturlöndum Dag einn komu KGB-menn. Hon- um var sagt að byijað væri að skrifa um hann á Vesturlöndum. KGB fór fram á að hann skrifaði vestur og bæði um að hætt yrði að skrifa um hann. (Hann vissi þá ekkert um að þýskir og hollenskir babtistar höfðu tekið mál hans að sér.) Eftir 51 dag í einangmnarklefa brotnaði hann saman. Nú trúði hann því sjálfur að hann myndi deyja. En það gerði hann samt ekki og KGB tók upp nýjar aðferðir. Hann var settur í klefa með Ser- gei Grigoijans, sem nú er frægur sem ritstjóri tímaritsins „Glasnost". Miðað við það sem á undan var gengið, var líf hans nú þægilegt. En eftir nokkum tíma vildi stjóm fangelsisins fá hann til að skrifa undir yfirlýsingu um að hann iðrað- ist gjörða sinna. En hann neitaði og aðbúnaðurinn versnaði aftur. Til dæmis fékk hann nú engan morgunmat. En dag nokkum kom morgun- matur: brauð og súpa. Hann hugs- aði með sér. að nú hefði eitthvað breyst í málinu. Hann fékk líka ágætan hádegismat. Verðimir vom þægilegir við hann. Hann var nú færður á sjúkrahús. Læknamir virtust áhugasamir um heilsufar hans. Hann hugsaði sem svo: Nú em tveir mánuðir eftir af fangavistinni og fangelsisstjómin vildi að hann liti út eins og eðlileg- ur maður þegar hann kæmi út. Náðun „Getur þú farið til Leníngrad?" Æðstu menn hafa náðað þig. Hann fór í bifreið til flugvallarins í Kazan, enn sem áður klæddur í fangabúning. Með honum komu aðrir þeir sem látnir höfðu verið lausir, þar á meðal Grigoijans. Þeir komu til Leníngrad. Fólk starði á klæðnað þeirra, virtist helst sem þeir kæmu frá einhverri van- þróaðri sýslu. Nokkrir vissu þó sannleikann. Riga. Enn í fangafötum. Rezekne. Foreldramir glöddust. Vinimir studdu við bakið á honum. Þó ekki þeir sem komist höfðu áfram í þjóðfélaginu. Þetta gerðist í febrúar 1987 og Míkhafl Gorbatsjov var orðinn þekktur um heim allan. í júlí var hann tekinn í lettnesku Helsinki-nefndina. (Verið var að undirbúa mikil mótmæli í sambandi við MoIotov-Ribbentropp-samning- inn, sem færði Stalín Lettland. KGB hafði séð svo um að nefpdin gæti ekki verið við hátíðahöldin.) Það var mikið mótmælt í Riga. Svo mikið að lettneska sjónvarpið gat ekki annað en sýnt myndir frá fundinum. KGB sagði að menn hefðu fengið nóg. En nú var hann ekki tekinn fastur. Þess í stað var honum látið í té gyðinglegt vegabréf — hann er ekki gyðingur — og sendur með flugi til Vínar. Þetta gerðist fyrir fáeinum vik- um. Nú er Janis Barkans frá Rez- ekne í Svíþjóð í umsjá lettneskra innflytjenda. Hann er í berklameð- ferð, er að leita sér að vinnu og hefur fengið loforð um húsnæði. — Hefur þú gefíst upp? — Nei, fýrst ætla ég að skrifa bók um fangabúðimar og um fang- elsin. Andófsmennimir hafa það gott í samanburði við glæpamenn- ina. Síðan ætla ég að vinna á öðram vettvangi. — Heldur þú að þú sjáir Rezekne einhvem tíma aftur? — Kannski... eftir tuttugu eða þijátíu ár. — Hefur þú trú á Gorbatsjov? — Mikið af umbótum hans em sjónarspil fyrir Vesturlandabúa. Ef til er „glasnost" af hveiju er þá „samizdat" ofsótt? Og: Jafnvel þótt allt stjómmálaráðið stæði bak við Gorbatsjov, gæti það ekki breytt gmndvelli kerfísins, aðeins mýkt það svolítið. Það em of margir á móti þeim. í besta falli taka breyt- ingamar langan, langan tíma. P.S. Það tilheyrir starfí blaða- mannsins að vinna úr því efni sem hann svo kemur á framfæri. í máli sem þessu er lítið sem hægt er að vinna úr. Það sem sannfærði mig um einlægnina í frásögn Janis Barkans var nákvæmni hans í öllum þeim smáatriðum sem hann miðlaði mér í tveimur löngum samtölum. Þessi grein getur einungis gefíð daufa eftirmynd af þeim raunvem- leika. Höfundur er fyrrum forstjóri sænsku utanríkisnuilastofnunar- innar. Gyðingar krefjast lýðréttinda og frelsis við Lenín-bókasafnið í Moskvu fyrr á þessu ári. Janis Barkan afplánaði refsivist í þrælkunarbúðum með gyðingum sem höfðu unnið sér það til óhelgi að óska eftir leyfi til að flytjast frá Sovétríkjunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.