Morgunblaðið - 26.05.1988, Side 42

Morgunblaðið - 26.05.1988, Side 42
42 MORGUNBLAÐIÐ, FTMMTUDAGUR 26. MAÍ 1988 Heilsugæslustöðin fær aukin húsakynni Ný húsakynni hafa verið vígð fyrir mœðraeftirlit, krabbameinsleit og Heyrnar- og talmeinastöð íslands á 4. hæð Amaróhússins i Hafnar- stræti 99 Akureyri. Heilsu- gæslustöðin var stofnuð i árs- byrjun 1985 og þar með sam- einaðist starfsemi Læknamið- stöðvarinnar, Heilsuverndar- stöðvarinnar og heilsugæslu i skólum. Stöðin þjónar um 17.000 íbúum og er þar með langstærsta heilsu- gæslustöðin á landinu. Að henni standa Akureyrarbær, Amarnes- hreppur, Skriðuhreppur, Öxna- dalshreppur, Glæsibæjarhreppur, Hrafnagilshreppur, Saurbæjar- hreppur, Öngulsstaðahreppur, Grímseyjarhreppur, Svalbarðs- strandarhreppur, Hálshreppur og Grýtubakkahreppur með útibú á Grenivík. Morgunblaðið/Jihanna Ingvarsdittir Jón Kr. Sólnes stjómarformaður Heilsugæslustöðvarinnar á Ak- ureyri i ræðustól við vigslu nýrra húsakynna. Frá því að Heilsugæslustöðin tók til starfa hefur henni verið gefíð eða hjálpað að eignast ýmis tæki. Árið 1986 gaf Kiwanisklúbb- urinn Kaldbakur eymasmásjá, semer mikilvægt fyrir eftirlit með eymasjúkdómum. Stöðin eignaðist ómtæki til notkunar við mæðraeft- irlit í maímánuði 1987 og vom það hin ýmsu kvenfélög og klúbbar er stóðu að kaupunum. Mæðraeftirlitið hefur einnig eignast monitortæki til að fylgjast með hjartslætti bams í móður- kviði. Fyrir ári síðan afhenti Láo- nessuklúbburinn Ösp stöðinni heymarmæli sem staðsettur er og notaður við heilsugæslu í Síðu- skóla. í aprflmánuði si. gaf Lions- klúbbur Akureyrar stöðinni rann- sóknartæki sem mælir starfshæfni lungna. Tækið nýtist einkum við greiningu og meðferð lungnasjúk- dóma. Morgunblaðið/Rúnar Þðr Pétur Bjamason í Shell Nesti með peningaskáp sömu tegundar og stolið var aðfaranótt hvitasunnudags. Skápurinn var með innbyggða þjófavörn þannig að um leið og hann er hreyfður úr stað, fer í gang þjófavaraarkerfi, sem vælir i fjóra tima samfleytt. í upphafí hafði heilsugæslustöð- in ekki annað húsnæði til afnota en það sem Læknamiðstöðin hafði haft á 5. hæð f Hafnarstræti 99 og húsnæði Heilsuvemdarstöðvar Akureyrar í Hafnarstræti 104. Sumarið 1985 var tekið í notkun nýinnréttað og vel búið húsnæði á 3. hæð f Hafnarstræti 99. Þrátt fyrir þessa viðbót þótti nauðsyn- legt að auka enn við húsrými og 4. hæð í Hafnarstræti 99 því tekin á leigu. Framkvæmdir við innrétt- ingar þar hófiist ekki fyrr en í desember 1987. í þetta húsnæði flytur nú starfsemi mæðravemdar svo og krabbameinsleit. Ennfrem- ur verður þar aðstaða fyrir Heym- ar- og talmeinastöð ísiands sem fyrst og fremst er notað þegar starfsmenn stöðvarinnar koma í heimsókn. Ekki er öll 4. hæðin í Hafnar- stræti 99 tekin í notkun nú og enn sem fyrr verður ungbama- og smábamaeftirlit til húsa í Hafnar- stræti 104 og þar verður einnig vinnuaðstaða flölskylduráðgjafa. Þess er vænst að öll starfsemi geti síðar flutt inn í Hafnarstræti 99. Innbrotið í Shell Nesti: 100.000 kr. fyrir upplýsingar Biluð rafhlaða í Securitas-kerfinu „Ég hef ákveðið að veita hveij- um þeim 100.000 krónur, sem veitt getur mér eða rannsóknar- lögreglunni á Akureyri upplýs- ingar, er leitt geta til þess að málið upplýsist og peningaskáp- urinn finnist," sagði Pétur Bjarnason í Shell Nesti á Akur- eyri. Brotist var inn í Nestið að- faranótt hvftasunnudags um kl. 3.00 og þaðan tekinn 40-50 kg peningaskápur, um það bil 40 sm á kant, af Crown-gerð. í skápnum voru töluverð verð- mæti, en aðeins verðmæti er gagn- ast eigandanum sjálfum. í skápnum vom meðal annars víxlar, greiðslu- kortanótur og annað f þeim dúr sem enginn annar en Pétur sjálfur getur notað. „Ég er að glata miklu meira persónulega heldur en sá er tók skápinn telur að hann getur hagn- ast af. Ég vil því biðja fólk að hafa vakandi auga með þessu. Mikið var um utanbæjarfólk hér á Akureyri um helgina þó ég vilji alls ekki al- hæfa neitt f því efni," sagði Pétur f samtali við Morgunblaðið. Danfel Snorrason rannsóknarlög- reglumaður sagði að rannsóknin beindist auðvitað að utanbæjarfólk- inu einnig þar sem óvenju gest- kvæmt hefði verið þessa helgi. Brot- ist var inn um glugga á austurhlið Nestisins án þess að Securitas- kerfíð, sem sett hafði verið upp í Nestinu fyrir tæpu ári, færi í gang. Hannes Guðmundsson fram- kvæmdastjóri Securitas sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að búið væri að grandskoða þetta mál og Ijóst væri að gölluð rafhlaða hefði valdið því að kerfið virkaði- ekki.„Það sem gerðist í þessu tilviki var að rafmagnið fór af bænum um eitt-leytið þessa umræddu nótt. Ef rafmagn fer af, eiga rafhlöður að halda búnaðinum gangandi f einn til tvo sólarhringa eftir stærð bún- aðarins. Rafhlaðan var hinsvegar Fyrirhugað er að nokkur atriði tengd listahátfð fari fram á Akur- eyri dagana 3.-20. júní. Opnuð verður myndlistarsýning í Glugganum þar sem sýndar verða myndir eftir Gunnlaug Scheving úr safni Listasafns íslands. Þann 10. júní verða haldnir tón- leikar í sal gagnfræðaskólans. Finnski baritonsöngvarinn Jorma Hynninen flytur lög eftir Sibelius, Hugo Wolf og Ralph Vaugham Will- iams við undirleik Jónasar Ingi- mundarsonar. Tónleikamir heQast kl. 20.00. Jorma Hynninen er list- rænn forstjóri finnsku rfkisóper- unnar. Hann hefur verið f aðalhlut- verkum í Metropolitan-óperunni og syngur reglulega í La Scala, Vínaró- perunni, Parísaróperunni og í óperu- húsum í Hamborg, Genf, Strassborg, London, Mflanó og Bolshoi-óperunni f Moskvu. Hynninen er einnig virtur einsöngvari á tónleikum og f orator- ium og hefur m.a. komið fram með Fílharmóníuhljómsveitum Lundúna og Vínarborgar, Sinfóníuhljómsveit Gautaborgar og Fílharmóníuhljóm- sveitinni í Helsinki sem hann söng með í New York á degi Sameinuðu þjóðanna í fyrra. Þann 20. júní kemur 17 manna bandarfskur hópur norður sem kallar sig „Black Ballet Jazz“ og sýnir sögu dansins í Ameríku í 200 ár með dansi, látbragðsleik og söng. Sýningin fer fram í íþróttaskemm- unni og hefst kl. 20.00. Markmið hópsins er að varðveita sögu dansins S Ameríku og f sýningu hópsins kem- ur skýrt fram hversu mikil áhrif menning svertingja hefur haft á dansinn í Ameríku. Stjómandi hópsins, danshöfund- urinn og stepp-dansarinn Chester Whitmore, komst í læri hjá einum besta stepp-dansara í heimi, Fayard biluð f þessum tiltekna búnaði, en þegar raftnagnið komst aftur á kl. 5:18 um morguninn, þá fyrst fór kerfíð í gang og boðin bárust okkur í stjómstöðinni f Reykjavík. Okkar maður á Akureyri var sendur á staðinn og kallað var á lögreglu, en of seint því þjófurinn var á bak og burt,“ sagði Hannes. Hann sagði að rafhlaðan hefði haldið kerfínu gangandi f einn og hálfan tíma eftir að rafmagnið fór af húsinu þannig að brotist hefur verið inn á bilinu 2:15 til 5:15. „Þetta er eitt af því sem ekki á að geta gerst hjá okkur. Við sitjum uppi með það að búnaður frá okkur hafí bilað. Það liggur hinsvegar Ijóst fyrir að orka rafhlöðunnar fór öll út á rúmum klukkutíma og er mik- il hending að svona nokkuð geti gerst, svo ég tali nú ekki um að rafmagn fari af á þessum árstfma og innbrotsþjófur detti nákvæmlega inn á þann tíma. I kerfum hjá okk- ur á höfuðborgarsvæðinu getur þetta ekki gerst þar sem boðyfir- færslan er miklu öruggari. Ef raf- hlaða í kerfí í Reykjavík missti orku, þá myndum við fá boð um það strax. Þetta er þó ekki mögulegt úti á landi nema með ýmsum tilfær- ingum sem við erum að skoða f framhaldi af þessu,“ sagði Hannes. Tónlist myndlist og dans um listahátíðardagana 13, 14 og 15 ára krakkar: Vilja samkomustað fyrir 16 til 18 ára Nicholas, þegar hann fór að hjálpa ókunnum manni með sprungið dekk einhveiju sinni sem var á leið heim af dansæfíngu sumarið 1974. Hann lærði einnig ballett og nútfmadans og hefur hlotið verðlaunin „Los Angeles Dance Alliance Award" fyr- ir verk sfn sem danshöfundur. Hann er einnig leikari og söngvari og hef- ur leikið f mörgum söngleikjum vestra og komið fram í kvikmyndum. Meðal annarra f hópnum er söng- og leikkonan, dansarinn og dans- höfundurinn Trina Parks, en hún hefur komið fram vfða í Banda- ríkjunum og í Frakklandi, á tónieik- um, í sjónvarpsþáttum og kvikmynd- um. Parks er kunn fyrir leik sinn í sjónvarpsþáttunum „Farne" og f einni af James Bond-myndunum, „Diamonds are Forever", þar sem hún háði neðansjávar karate-einvígi við Sean „007“ Connery. „ÞAÐ vantar samkomustað fyrir unglinga á aldrinum 16 tíl 18 ára þar sem þeir geta hist, helst alla daga og allan daginn, en einkum á kvöldin og um helgar og dansað.“ Þessi tillaga fékk almennan hljóm- grunn á meðal þeirra 710 þátt- takenda er þátt tóku í könnun á vegum æslulýðsráðs fyrir skömmu þar sem svarendur voru úr 7., 8. og 9. bekkjum á Akureyri. Athygli vekur að svarendur vijja samkomustað fyrir unglinga eldri en þeir sjálfir eru sem að sögn að- standenda könnunarinnar bendir til þess að þeir séu að tryggja sig í framtiðinni — jafnvel að brúa bilið þar til þau sjálf komast inn á vínveitinga- staðina, 18 ára. Spurt var hvað helst þyrfti að gera til þess að bæta æskulýðs- starf á Akureyri. Um helmingur þátttakenda kom með einhveijar tillögur um úrbætur. Nokkrar voru mjög almenns eðlis svo sem um að auka þurfí fjölbreytni og hafa starfíð skemmtilegra. Flestir þeir, sem á annað borð svöruðu þessari spumingu, settu fram ákveðnar úrbótatillögur og aðeins ein þeirra virtist eiga almennan hljómgrunn. Aðrar algengar óskir voru um lækkaðan aðgangseyri að dan- sleikjum, opin hús f skólunum verði oftar, dansleikir verði fyrir 7.-9. bekk á laugardögum, félagsmið- stöðvar verði víðar, einkum voru óskir um bætta félagsaðstöðu f Glerárhverfí algengar, fjölga þarf íþróttahúsum og bæta aðstöðu fyrir aðrar Sþróttagreinar en hinar hefðbundnu boltagreinar. Nokkrir báðu um keilusal og nokkrir um aukinn körfubolta fyrir stúlkur og enn aðrir um meira hnit. Þó nokkr- ir minntust á að kjmna þyrfti æskulýðsstarfið betur. Klúbbar þurfa að vera fleiri og tengjast skólastarfinu. Margir nefndu að bæta þyrfti húsnæðisaðstöðu ská- tanna. Engin sérstök ánægja virtist með starfsemi Dynheima, óskað er eftir meiri tilbreytingu en um- fram allt öðru húsi eða húsum eins og áður segir þar sem fjölbreytt starfsemi fer fram. Þar eiga að vera leiktæki, ballskák, borðtennis og spilakassar.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.