Morgunblaðið - 01.06.1988, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 01.06.1988, Blaðsíða 1
72 SIÐUR B STOFNAÐ 1913 122. tbl. 76. árg.MIÐVIKUDAGUR 1. JÚNÍ 1988 Reaganá Rauða torginu LEIÐTOGAR stórveldanna skruppu út fyrir Kremlarmúrana á milli funda í gærmorgun og Mikhaíl Gorbatsjov sýndi Ronald Reagan Rauða torgið í Moskvu. Tók Gorbatsjov barn úr fangi móður sinnar, sem átti leið um torgið, og kynnti það fyrir „Reag- an afa“, sem heilsaði því með handabandi. Tíðindamenn Morgunblaðsins, þau Ásgeir Sverrisson og Anna Bjamadóttir,' voru í hópi frétta- manna, sem fengu að fylgjast með gönguferð þessari innan Kremlarmúra og sögðu þau að greinilega hefði farið vel á með leiðtogunum. I veðurblíðunni var erfitt að ímynda sér að þetta væri hjarta „keisaradæmis hins illa“ eins og Reagan nefndi Sovétríkin einu sinni, enda kvað hann viðhorfið nú annað. Sagði Reagan að víst væri að þrátt fyrir ýmsan ágreining væru leiðtogamir sammála um eitt, en það væri að treysta vináttu beggja ríkjanna. Gorbatsjov samsinnti þessu og vatt sér að nokkmm Sovétborgurum og spurði hvort þeir væra sammála. Þeir svöraðu því einróma: „Da!“ (Já). Míkhaíl Gorbatsjov í kvöldverði hjá Reagan: Göngum hlið við hlið á vit framtíðarinnar Moskvu, frá Ásgeiri Sverrissyni, blaðamanni Morgunblaðsins. MÍKHAÍL Gorbatsjov, leiðtogi Sovétríkjanna, sagði í ræðu í kvöldverð- arborði Ronalds Reagans, Bandaríkjaforseta, í Moskvu í gær, að risa- veldin hefðu nú náð þvi stigi i samskiptum sinum að þau gætu gengið á vit framtiðarinnar hlið við hlið. Merkilegasta skeið i samskiptasögu þeirra kynni að vera að hefjast. í ræðu sinni við sama tækifæri sagði Reagan, að ekki yrði leyst úr neinum deilum með vopnum og ríkin ættu að starfa saman með sverðin sliðruð. Reagan hrósaði umbóta- stefnu Gorbatsjovs oftar en einu sinni i ræðum sinum hér i Moskvu i gær á þriðja degi fyrstu heimsóknar sinnar hingað. Sovéskir embættismenn segja að árangur hafi náðst í viðræðum leið- toga Bandaríkjanna og Sovétríkj- anna um fækkun langdrægra kjam- orkuvopna á Moskvu fundi þeirra. Talsmenn leiðtoganna sögðu á blaða- mannafundi í gær, að þeir væra reiðubúnir að koma saman að nýju áður en Ronald Reagan lætur af embætti Bandaríkjaforseta í janúar á næsta ári. Reagan sjálfur gaf þó til kynna að eftirmaður sinni þyrfti ef til vill að taka við verkinu af sér. Leiðtogamir ræddust tvívegis við í gær og var gert hlé á fundi þeirra þegar þeir fóru í gönguferð um Rauða torgið og innan Kremlarmúra. Þar var Bandaríkjaforseti spurður hvemig honum líkaði að vera í hjarta „Keisaradæmi hins illa“, en svo nefndi Reagan Sovétríkin eitt sinn í ræðu. Forsetinn sagði þessi ummæli ekki eiga lengur við. „Það var áður, á öðru tímabili," sagði hann. Reagan ræddi einnig við Gorbatsjov á einkaskrifstofu þess síðamefnda í Kreml og stóð fundur- inn mun lengur en ráð var fyrir gert. Munu þeir einkum hafa rætt um umbótaáætlanir Gorbatsjovs, sem nefndar era „perestrojka", en Reag- an hefur lýst yfir afdráttarlausum stuðningi við þær. Leiðtogamir gáfu til kynna er þeir ræddu stuttlega við blaðamenn í Kreml í gær, að þeir væra reiðubún- ir til þess að leggja sig alla fram til að ná samningi um fækkun lang- drægra kjamorkuvopna áður en Re- agan hverfur frá völdum. „Ég er reiðubúinn til að gera hvað sem er, svo framarlega sem það skilar árangri," sagði Reagan. Sovéskir embættismenn sögðu á blaðamannafundi í fréttamiðstöðinni í Mezhdúnarodnaja í gær, að nokkur árangur hefði náðst í viðræðunum um hreyfanlegar eldflaugar, sem Bandaríkjamenn gagnstætt Sovét- mönnum vilja að séu bannaðar með öllu nema Sovétmenn geti sýnt fram á að eftirlit með því ákvæði sé mögu- legt. Þá hefðu viðræður sérfiæðinga um stýriflaugar um borð í flugvélum einnig reynst árangursríkar. Gennadíj Gerasímov, talsmaður sovéska utanríkisráðuneytisins, sagði hins vegar á fundi í gær, að viðræður um fækkun stýriflauga í höfunum og eftirlit með því ákvæði hefðu „valdið sér vonbrigðum". Marl- in Fitzwater, talsmaður Reagans for- seta, ítrekaði þá afstöðu Bandaríkja- stjómar, að undanskilja bæri tilraun- ir með geimvopn í samningum um fækkun langdrægra kjamorkuvopna. Reagan ávarpaði og í gær stúd- enta í Moskvuháskóla, auk þess sem hann ræddi við sovéska listamenn og rithöfunda. í dag munu leiðtog- amir eiga síðasta fund sinn hér í Moskvu. Sjá einnig fréttir á miðopnu og síðu 31. Prentsmiðja Morgimblaðains ísraelski herinn: Asakað- urum fautaskap Tel Ariv, Reuter. ÍSRAELSKUR þingmaður ásakaði í gær her landsins um að beita handahófskenndum fautaskap i samskiptum sínum við Palestínu- araba. Talsmaður hjálparstofnun- ar SÞ bar einnig fram svipaðar ásakanir. Þingmaðurinn, Yossi Sarid, sem jafnframt er formaður borgaralegrar mannréttindanefndar, sagðist hafa komist yfir skýrslu þar sem segði að alls hefðu rúmlega 5000 manns slasast í óeirðunum. Rösklega 200 hafa látið lífið. „Þetta eru furðulegar tölur þegar haft er í huga að helstu vopnin í þessu striði eru gijóthnullungar og ekki einn einasti hermaður hefur fallið," sagði Sarid. Talsmaður hersins vísaði ásökun- unum á bug. Aðeins mætti beija óbreytta borgara í ýtrustu nauðsyn. Talsmaður utanrikisráðuneytis Bandarikjanna, Phyllis Oakley, sagði fréttamönnum í gær að Bandarikja- stjóm hefði áhyggjur af ásökunum um notkun táragass á hemumdu svæðunum og hefði nýlega rætt málið við ísraelsstjóm. Danmörk: Schliiter falin sljórn- armyndun Kaupmannahðfn, Reuter. POUL Schlilter var £ gær falin stj ómarmyndun þrem vikum eft- ir þingkosning- ar þar sem eng- in ótviræð úrslit fengust. SchlUt- er sagðist hafa fengið það hlut- verk að mynda ríkisstjóm á breiðum grundvelli og hánn vonaði að hann gæti kynnt nýja stjóra sina fyrir helg- ina. Hann veitir forystu starfandi ríkis- stjóm íhaldsflokksins, Venstre, Mið- demókrata og Kristilega þjóðar- flokksins. Radikalir hafa veitt stjóm- inni hlutleysisstuðning að því undan- skildu að í utanríkismálum hafa þeir átt samstöðu með stjómarandstöð- unni. Sjá siðu 28: „Myndar SchlUter þriðju .. ?“ Ástralía: Vopnasmysrl til Fiji Sydnev, Reuter. JLb Sydney, ÁSTROLSK tollyfirvöld sögðu frá þvi í gær að þau hefðu lagt hald á gám fullan af vopnum af ýmsu tagi. Ákvörðunarstaður vopnanna var Fiji-eyjar. Meðal vopnanna vora vélbyssur, handsprengjur, skriðdrekasprengjur, skotfæri í sprengjuvörpur og eld- flaugar, allt sovésk framleiðsla.Á farmskjölum var þetta nefnt „notað- ar vélar". „Þetta er nóg til að hefja dálitla styijöld," sagði talsmaður yfirvalda á fréttamannafundi. Gáminum var skipað um borð í hafnarborginni Hodeidah í Norður-Jemen og upp- götvaðist smyglið rétt áður en flytja átti gáminn um borð í skip sem sigl- ir til Fiji-eyja. Áströlsk yfirvöld upplýstu ekki hver hefði verið skráður viðtakandi farmsins en stjómvöld á Fiji-eyjum segjast ekkert vita um málið. Undanfama tólf mánuði hefur tvi- svar verið gerð stjómarbylting á Fiji-eyjum en krytur hefur verið milli innfaeddra melanesa, sem era tæpur helmingur ibúanna, og fólks af ind- verskum stofni. w 1 Poul Schliiter
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.