Morgunblaðið - 01.06.1988, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 01.06.1988, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 1. JÚNÍ 1988 47 að notast í þrýstivatnspípuna, tvist og bast við vegkantinn á þjóðvegin- um í nánd við Smyrlabjargará. Við Gísli tókum okkur til og létum flytja rörin úr augsýn forvitinna ferða- manna, sem um þjóðveginn fóru. Það liðu 12 löng ár þar til aftur var hafist handa við virkjunarfram- kvæmdir og átti þáverandi raf- magnsveitustjóri, Valgarð Thor- oddsen, stóran hlut að því máli. Varð þessi ákvörðun Gísla og öðrum heimamönnum mikið fagnaðarefni. Þessa rafveitu- og virkjunarsögu ætla ég ekki að rekja nánar hér. Það yrði alltof langt mál, en virkj- unin tók til starfa um mánaðamótin september—október 1969. Gísli sá því draum sinn rætast um virkjun Smyrlu á meðan hann gegndi starfi rafveitustjóra. Fyrr á árum, áður en vötn voru brúuð, fór ég oft með Gísla á jepp- anum hans suður í sveitir í ýmsum erindagjörðum, m.a. á ísilögðum vötnum. Ráðlegra þótti að tveir eða fleiri bílar hefðu samflot í þeim ferð- um. ísinn gat oft verið varasamur á vissum stöðum, sem heimamenn þekktu þó til. í einni slíkri ferð var héraðslæknirinn á Höfn í fylgd með okkur á sínum jeppa. Hann ók fyr- ir, snaraðist út úr jeppanum af og til, hafði stöng mikla, pikkaði í ísinn til þess að kanna styrkleika hans, tók stefnuna á ný og þannig koll af kolli. Þett tókst með ágætum, enda traustir menn á ferð. Eitt sinn fór ég með Gísla, að frumkvæði hans, minnisstæða ferð frá Smyrlabjörgum um Borgar- hafnarheiði, m.a. til þess að kanna vötn sem eru á heiðinni en ekki í tengslum við vatnasvæði Smyrla- bjargarár. Að athuguðu máli töld- um við að hægt væri að ná tals- verðu viðbótarvatnsmagni frá þess- um vötnum yfír í Smyrlu með til- tölulega litlum kostnaði. Og svo var gert nokkru síðar. Gísli var einkar þægilegur ferða- félagi, fróðleiksfús og fróður um land og gróður. Ég kynntist síðar konu Gísla, Regínu, en hún er einnig mjög áhugasöm um gróður og ræktun. A þessu sviði áttu þau sameiginlegt og heillandi áhugamál. Þau höfðu mikið yndi af ferðalögum og nátt- úruskoðun á landi okkar. Og ekki má gleyma skógræktaráhuga þeirra hjóna. Fæddur 29. maí 1900 Dáinn 18. maí 1988 En í kvöld lýkur vetri sérhvers vinnandi manns, og á morgun skín maísól, það er maísólin hans, það er maísólin okkar, okkar einingarbands. Fyrir þér ber ég fána þessa framtíðarlands. (Halldór Kiljan Laxness) Undir maísól hóf frændi okkar, Guðmundur Davíðsson, lífsgöngu sína og er sól hneig af himni þann 18. maí sl. lagði hann upp í sína hinstu för og hefur því kvatt okkur að sinni. Honum var ekki drjúgt skammtað af veraldlegum gæðum í lífinu, en því ríkulegar af trygg- lyndi og heiðarleika. A yngri árum var hann virkur þátttakandi í þeirri hörðu stéttarbaráttu, sem háð var um allt land og undir þeim fána stóð hann staðfastur alla tíð. Guðmundur kvæntist ekki né eignaðist böm sjálfur, en bamgóður var hann og emm við ófá sem alla tíð höfum kallað hann afa. Síðustu æviárin dvaldist hann á Elliheimilinu Gmnd og margar urðu heimsóknir okkar til hans þangað. Hann fylgdist ætfð vel með mönnum og málefnum líðandi stundar og gat oft kryddað tilvemna með mein- fyndnum athugasemdum eða frá- sögnum. í þessum heimsóknum kom alúð hans í garð bamanna vel í ljós og sjaldan fóm þau tómhent af fundunum við Guðmund afa. Gísli var aldursfélagi í Sambandi íslenskra rafveitna eftir að hann lét af störfum sem rafveitustjóri. Þau hjón sóttu flesta fundi SÍR um ára- raðir sem haldnir vom víðsvegar um landið. Höfðu þau sem flestir aðrir mikla ánægju af þessum ferð- um og fundum. Að lokkum vil ég geta þess, að ég tel að Rafmagnsveitur ríkisins hafi verið einstaklega lánsamar, þegar þær yfirtóku Rafveitu Hafn- arhrepps að fá Gísla og fleiri ágæta starfsmenn Rafveitu Hafnarhrepps til að starfa áfram hjá rafveitunni. Samvinna við notendur og sveitar- félögin hefur ávallt verið með ágæt- um og átti Gísli Bjömsson þar stór- an hlut að máli. Eg þakka svo þau góðu kynni og góða samstarf sem við Gísli áttum um langt árabil. Fyrir mína hönd, Rafmagnsveitna ríkisins og rafmagnsveitustjóra, Kristjáns Jónssonar, (sem staddur er erlendis), fæmm við eftirlifandi eiginkonu Gísla og öðmm aðstand- endum okkar innilegustu samúðar- kveðjur. Guðjón Guðmundsson Þeir em nú sennilega ekki nema örfáir eftir í tölu lifenda sem fædd- ir vom fyrir síðustu aldamót. Það fólk sem hafði auðnast að sjá, upp- lifa og vera þátttakendur í þeirri stórfenglegustu þjóðfélagsbyltingu sem gengið hefur yfír í sögu þessar- ar þjóðar. Sá sem hér er kvaddur, Gísli Bjömsson, fv. rafveitustjóri og heið- ursborgari Hafnarhrepps, hafði fengið að upplifa alla þessa sögu með gleggri og greinilegri hætti en margur annar vegna sérstakrar nálægðar við atburðarás sögunnar og beina þátttöku við að móta ýmsa þætti þess samfélags sem við búum í og tengist sögu þessa tímabils. Mér, sem þessar línur ritar, er Gísli á Grímsstöðum kunnur frá bemsku minni, þegar hann kom á drossíunni sinni ýmissa erinda vest- ur í Staðarsveit. Þessar ferðir vom oftar harðsóttar þar sem óbrúuð vötn og illfærir vegir settu stundum strik í reikninginn. Og það þurfti oft harðfylgi til, svo takmarkinu jrrði náð. Slíkir menn settu mikinn svip á umhverfí sitt á bemskuskeiði bílaaldar. Fyrir þá sem alast upp í þjóðfélagi, þar sem veraldleg gæði em höfð í hávegum og lítill tími gefst til mannræktar, ætti minningin um aldamótabamið, sem trúði á handa- bandið, að vera þroskandi vega- nesti. Þetta em fátækleg minningar- orð, sem hér em rituð, og lýsa litlu því, sem á langri ævi hefur gengið. Héðan hvarf hann þrotinn af kröft- um. Hvíldin var honum því kærkom- in orðin að loknum löngum og ströngum degi. Að leiðarlokum vilj- um við mæðgur þakka honum sam- fylgdina. Blessuð sé minning hans. HelgaÞorsteinsdóttir, Perla Ósp Ásgeirsdóttir. Þann 18. þessa mánaðar lést í Elliheimilinu Gmnd gamall vinur okkar, Guðmundur Davíðsson. Hann fæddist á Hvammstanga, næstelstur sex systkina og ólst þar Gísli sagðist hafa keypt þennan bíl af Jóni Guðmundssyni haustið 1935. „Þetta er fyrsti bíllinn sem keyrður var norður um land til Homafjarðar. Að vísu var hann feijaður á báti yfír Bemfjörð. Þetta var Ford-fólksbfll módel 1930. Fólksbflar vom á almennt kallaðir drossíur og um hann á ég margar góðar minningar," sagði Gísli eitt sinn. Gísli lagði stund á vélaviðgerðir og jámsmíðar, fljótlega eftir að vélbátaútvegur hófst frá Homafírði og hann rak vélaverkstæði hér fram yfi 1970. Þetta starf byggðist að vemlegum hluta á sjálfsnámi og lítilsháttar þátttöku í námskeiðum sem sjálfmenntaðir iðnaðarmenn áttu kost á að sækja. Skólagangan var lítið annað en sú almenna bamafræðsla sem í boði var á fyrstu ámm aldarinnar. „Já, pabbi var smiður bæði á tré og jám. Maður vandist snemma við að beygja skeif- ur og teygja ljábakka og svo var þetta ættarfylgja að hafa gaman af smíðum. Þetta var nú samt allt tilviljunum háð. Ég ætlaði mér allt- af að starfa við útgerð og fiskveið- ar. Árið 1919 vann ég mikið við viðgerðir með manni sem hét Benj- amín Franklín og brátt kom að því að ég hafði varla frið á sjónum og var fenginn í mannaskiptum til að gera við vélar og eftir 1927 gaf ég mig eingöngu að vélaviðgerðum. Ég tók þá að mér líka að passa Tuxham-ljósavél sem Þórhallur Daníelsson kaupmaður hafði látið setja upp 1922. Þessi vél sá verslun- inni og verstöðinni fyrir rafmagni ásamt fáeinum öðrum húsum í þorpinu. Ég passaði svo þessa vél þar til hreppurinn tók við rekstri rafveitunnar 1946.“ Þannig sagðist Gísla á Grímsstöðum frá í viðtali við Eystrahom sem undirritaður skráði fyrir fjórum árum. Það var semsé 1946 að Gísli Bjömsson gerðist raveitustjóri á vegum rafveitu Hafnarhrepps og gegndi því starfi þar til Rafmagn- sveitur ríkisins keyptu veituna af Hafnarhreppi og hófu eigin rekstur hér í héraðinu haustið 1959. Gísla var falin forsjá rafveitunnar hér og gegndi hann starfí rafveitustjóra á vegum RARIK, við góðan orðstí til 1. janúar 1970. Gísli hafði mikinn áhuga á að koma á fót öflugri vatnsaflsvirkjun upp til fermingaraldurs í aldamóta- basli jarðnæðislausa smælingjans. Þá strax sendur að heiman til þess að vinna fyrir sér, eins og títt var í þá daga, þótt pasturslítill væri. Minntist hann oft þeirra ára með hiyllingi. Um tvítugt er hann þó kominn í brúarsmíði, þar sem hann þótti laginn með hamar og sög óg farinn að öngla saman nægu fé til þess að geta látið einhveija drauma rætast. Þá var draumurinn ekki sá að eignast upptjúnað jeppatröll heldur sæmilegan fola, sem gera mætti úr liðugan reiðhest með natni og þolinmæði. Helst að geta, eins og sagt er nú á dögum, spymt á móti hvaða gaur sem væri. Systkini hans urðu líka snemma að hjálpa sér eins og best varð á kosið og líklega hefur sfldin dregið þau til Siglufjarðar. 26 ára er hann kominn þar til systur sinnar sem giftist þangað. Tvær aðrar systur og móðir hans settust einnig að á Siglufirði og hélt Guðmundur árum saman hús með móður sinni, sem þá var slitin orðin. Þama á Siglu- firði gekk hann að þeirri vinnu sem gafst og fann í öðrum daglauna- mönnum þá félaga og í samtökum þeirra þann styrk sem hann leitaði. Hann gekk svo heils hugar til liðs við þá að honum varð aldrei þangað hnikað. Um mitt stríðið selur hanfi hús, sem hann hafði komið sér upp og flytur til Reykjavíkur. Gengur I Dagsbrún og upp frá því er það hans félag. Þegar ég kynnist Guð- mundi um miðjan sjötta áratuginn er hann löngu fullhertur verkalýðs- sinni, Dagsbrúnarmaður í gegnum þunnt og þykkt. Þótt ekki værum við alltaf sammála, þá var ekki hægt annað en virða hann fyrir það hve trúr hann var sfnum sjónarmið- um. Guðmundur var alla tíð einhleyp- Guðmundur Da víðs- son — Minning í héraðinu og hvatti mjög til þess að Smyrlabjargarár yrði virkjuð. Þessi draumur rættist haustið 1969, þegar vélar Smyrlu voru ræstar. Þá var Gísli orðinn 73 ára og vel em. Hann hafði keppt að því að sjá þennan draum rætast í sinni raf- veitustjóratíð og það var honum mikil gleði að svo skyldi verða. Gísli Bjömsson var fæddur að Austurhóli í Nesjahreppi 18. mars 1896 en flutti með foreldrum sínum, Bimi Gíslasyni og Borghildi Páls- dóttur, að Meðalfelli í sömu sveit. Árið 1918 fluttist hann til Hafnar og fljótlega reisti hann sér og sinni fjölskyldu hús sem nefnt var Grímsstaðir, nú Hafnarbraut 26 og bjó hann þar uns hann flutti að Vesturbraut 13 fyrir um 15 árum. Gísli var tvígiftur. Fyrri kona hans var Ambjörg Amgrímsdóttir en hún lést 1935. Þau eignuðust 5 böm, Amgrím vélstjóra, kvæntan Hrafnhildi Gísladóttur, Bjöm raf- virkjameistara, kvæntan Auði Jóns- dóttur, kennara, þau eru búsett hér á Höfn, Borghildi, búsetta á Stöðv- arfirði, gifta Jóni Kristjánssyni, sjó- manni og Katrínu, búsetta í Reykjavík, gifta Guðmundi Páls- syni, símvirkja. Auk þess misstu þau Gísli og Ambjörgn bamungan dreng, Stefán Guðmund. Síðari kona Gísla var Regína Stefánsdóttir frá Kálfafelli, sem lif- ir mann sinn. Þeim varð tveggja bama auðið, er á legg komust, Kristínar, skólastjóra við grunn- skólann í Nesjum, gifta Hreini Eiríkssyni, húsasmið, og Baldurs, rafvirkja og kennara í Reykjavík, kvæntan Elísabetu Sveinbjöms- dóttur. Gísli Bjömsson var áhugasamur um framfaramál síns byggðarlags og héraðs, sem leiddi til þess að hann varð kosinn til margvíslegra trúnaðarstarfa. Hann sat I hrepps- nefnd Hafnarhrepps um árabil, var í sýslunefnd A-Skaftafellssýslu og gegndi störfum bifreiðaeftirlits- manns í sýslunni um langt skeið. Gísli var skemmtilegur og ræðinn og kunni frá mörgu að segja. Hann var fróður um menn og málefni og gerði sér far um að afla sér sem víðtækastrar þekkingar á landi og þjóð. Hann ferðaðist mikið og hafði af því mikið yndi og eftir að aldur- inn færðist yfír naut hann þess með konu sinni að sýna gestum myndir ur og átti sjálfur engin böm, en var með afbrigðum umhyggjusamur við böm ættingjanna, hvem ættlið fram af öðrum, alveg fram á dauða- stund. Hann var líka hreinskiptinn og heiðarlegur fram í fíngurgóma. Mátulega sérlundaður og gat oft verið meinfyndinn. Þessi skemmti- lega blánda gerði Guðmund afa að aufúsugesti á þeim heimilum sem hann umgekkst. Með þessum fá- tæklegu orðum þökkum við langa og trygga samfylgd. Blessuð veri minning hans. Þorsteinn Egilsson og fjölskylda. Stærðir: 13" - 14" - 15” Litir: Hvitir/ silfur Seldir i settum eða stakir HEIIDSALA SMASALA SKEIFUNNI5A SIMI 91 8 47 88 HJÓLKOPPAR Ný sending - aldrei ódýrari! af ferðum þeirra hjóna og krydda sýninguna með líflegri frásögn af því sem fyrir augu bar. Hann skráði hjá sér mikinn fróðleik og ritaði þann hluta Byggðasögu A-Skafta- fellssýslu sem fjallar um sögu Hafn- arkauptúns. Sjálfstæði lands og þjóðar var sá eldur er brann í bijósti þeirra er uxu úr grasi á fyrstu áratugum þessarar aldar. Kjörorðið var „ís- landi allt“. Á síðari árum var ekki trútt um að ungmennafélaganum Gísla Bjömssyni þætti sem hið dýra fjöregg, sjálfstæði landsins, væri stundum meðhöndlað af nokkru gáleysi af ráðamönnum þjóðarinnar í samskiptum við erlent hervald og það brá fyrir skugga á andlitinu þegar hann ræddi þessi mál. Eg sem þessar línur rita starfaði um 13 ára skeið undir verkstjóm Gísla Bjömssonar. Þetta var lær- dómsríkur tími og þegar litið er um farinn veg er maður þakklátur for- sjóninni að hafa kynnst Gísla á Grímsstöðum. Ég og mitt fólk sendum eftirlif- andi eiginkonu, bömum og vensla- fólki, innilegustu samúðarkveðjur. Ég trúi að gömlum og þreyttum sé hvfldin kær eftir langan og við- burðaríkan ævidag. Þorsteinn L. Þorsteinsson sérstaklega óhreinindi sem innihalda eggjahvítu, s.s. blóð, svita, súkkuladi o.þ.h. Þú færð því ilmandi og vel þveginn þvott með bio-íva.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.