Morgunblaðið - 01.06.1988, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 01.06.1988, Blaðsíða 60
60 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 1. JÚNÍ 1988 I EVRÓPUKEPPNI LANDSLIÐA 1988 Franz Becken- bauer skrifar fyrir Morgun- blaðið ÞRIÐJA GREIN MESTI krafturinn er nú farinn úr danska landsliðinu, sem eitt sinn bjó yfir svo mikium eid- móði. Það er í það minnsta álit flestra íþróttafróttamanna eftir að hafa fylgst með því þegar danska liðið rótt marði það að komast í úrslitakeppnina. Það sem hjálpaði Dönum til að komast áfram, þótt þeir hefðu aðeins skorað fjögur mörk í forkeppninni, var, 1:0, sigur Tékkóslóvakíu gegn Wales. En ég er ekki sammála vantrú þessa hóps. Þess vegna segi ég: fylgist með Danmörku! Liðið gæti unnið Evrópukeppnina. Þetta eru ekki innantóm orð. Að baki þeim liggja sterk rök. "* Ég veit af eigin reynslu með Bay- em Miinchen að við vorum í aftur- for eftir að hafa náð toppnum með meistaratitlinum í Þýzkalandi og sigri í Evrópubikarnum árið 1974. Við áttum erfitt með að sinna viku- legum skyldum okkar með Bundesl- igunni, og frammistaða okkar var ófullnægjandi. En í þeim fáu leikj- um sem við lékum á alþjóðavett- vangi var liðsandinn allur annar, og þar gekk okkur mjög vel. Það varð til þess að okkur tókst að sigra í næstu tveimur keppnum um Evr- ópubikarinn. Þetta sama á við um lið Danmerk- ur. Keppnin um Evrópubikarinn stendur í réttan hálfan mánuð. Sá tími nægir þeim til að mynda mjög samhæft lið. í forkeppninni varð að smala leikmönnum saman frá mörgum löndum. Þeir voru oft þreyttir við heimkomuna, og sumir áttu við minniháttar meiðsli að striða. Eftir lítt undirbúinn leik sneru þeir til baka til félagsliða sinna erlendis. En hálfs mánaðar keppni í Vestur-Þýskalandi er allt annað mál. Danir hlakka til keppn- innar eins og fjölskylda sem ætlar að koma saman til sameiginlegs ' jólafagnaðar. Morten Olsen er óstöóvandi Kjami þessarar dönsku fjölskyldu er án efa Morton Olsen. Mér fínnst það undravert að 38 ára maður skuli geta verið svona stálsleginn. Olsen á auðvelt með að standast álag Bundesligunnar. Hjá FC Köln leikur hann í stöðu miðvallarspilara, hjá danska landsliðinu er hann mið- vörður. Oisen er óstóðvandi, og þegar hann hvetur félaga sína til að leiða móthetjana í rangstöðu- gildru, berst rödd hans um víðan völl. Danska vömin hefur unnið saman í mörg ár, og í forkeppninni fengu 'Danir á sig aðeins tvö mörk. John Sievebæk (St. Etienne, Frakklandi). Sören Busk (SC Wien, Austurríki) og Ivan Nielsen (PSV Eindhoven, Hollandi) mynda harðsnúna þrenn- ingu, sem getur auðveldlega skipti frá svæðavöm yfír í að leika maður á mann, og þeir þekkja nákvæmlega getu markmannanna tveggja (Troel Rasmussen og Peter Schmeichel). Að auki er svo Jan Heintze, (Eind- hoven) orðinn afbragðs varnarmað- ur. Lerby komlnn f sltt gamla form A miðjunni er Sören Lerby á ný kominn í sitt fyrra form, sem hjálp- aði Bayem Miinchen til að verða vestur þýskur meistari árin 1985 og 1986. Eftir lélega frammistöðu Danska landsllAlð hefur gert góða hluti. Aftari röð f.v.: Preber Elkjær Larsen, Frank Amesen, Jan Mölby, John Sivebaek, Michael Laudrup, Sören Busk. Fremri röð: Henrik Andersen, Jesper Olsen, Morten Olsen, Lars Högh og Sören Lerby. Fylgist með Danmörku Mlchaol Laudrup, einn af lykil- mönnum danska landsliðsins. Sepp Plontak hefur náð mjög góð- um árangri sem þjálfari danska lands- liðsins á undanfömum árum. Hann hefur stjómað liðinu í hátt i hundrað landsleikjum. Preber Elkjaer Larson, sóknarleikmaðurinn hættulegi. DANMÖRK Þjálfari: Sepp Piontek Fyrirliði: Morten Olsen hjá AS Monaco er hann nú orðinn einn af máttastólpum hollenzku meistaranna Eindhoven. Hann er fyrirliðinn sem ákveður hraðann í leiknum, nýtur virðingar samheija sinna, og sem á langar sendingar frá hvorum kanti inn á miðjuna þar sem honum tekst að fínna skörð í vamarmúr mótheijanna. Lerby nýtur afbragðs stuðnings á miðjunni hjá danska liðinu. Þá á Jesper litli Olsen (Manchester Un- ited), eftir að gera góða hluti á miðjunni. í Mexíkó vakti Jöm Bertelsen einn- ig athygli mína, en hann er nú orð- inn 36 ára og leikur í annari deild- inni í Danmörku, svo hann er ekki lengur í landsliðinu. ítalskar stórstjömur f sókninni í framlínunni á ég von á að sjá tvær „ítalskar" stórstjömur. Preben Elkjær-Larsen frá Hellas Verona og Michael Laudrup frá Juventus Torino, sem hafa verið í fremstu röð knattspymumanna undanfarin ár. Þótt þeir hafí nýlega hlotið slæm meiðsli bendir allt til að þeir nái sér að fullu fyrir Evrópukeppnina. Sama er að segja um Klaus Berg- gren hjá AC Torino, sem hefur átt erfítt með að koma knettinum í netið að undanfömu. Efnllegir lelkmenn En margir ungir nýir leikmenn hafa komið fram á sjónarsviðið heima í Danmörku, sem bíða þess að verða teknir í landsliðið. Einn þessara ungu leikmanna Iék með danska meistaraliðinu Bröndby, en er nú kominn til Hamburger SV. Það John Jensen, sem kjörinn var leik- maður ársins í Danmörku. Fleming Poulsen, ein af stjömum vestur þýzka liðsins FC Köln, hefur einnig látið til sín taka að undanförmu. Gæti þetta valdið keppni milli kyn- slóða. Reyndar er lítil hætta á að á þetta reyni, því Sepp Piontek, þýski þjálf- arinn hjá danska landsliðinu, hefur gert ungum sem gömlum full ljóst að þeir verði að standa saman þeg- ar heiður landsins er í húfí. Pion- tek, sem var sterkur í vöminni hjá Werder Bremen og átti sinn þátt í mörgum sigrum þess liðs, hefur hlotið góða reynslu sem þjálfari, enda á danska landsliðið að baki rúmlega 80 landsleiki frá því hann varð þjálfari þess. Hann hefur sýnt mikla leikni í að skipa saman knatt- spymumönnum frá félögum víðsvegar í Evrópu í eina sterka danska heild. í júní koma þeir sam- an á ný til að sýna hvað i þeim býr. r
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.