Morgunblaðið - 01.06.1988, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 01.06.1988, Blaðsíða 64
 Tork þorrkur. Þegar hrríniarti er naudsyn. afgasiacohr Vesturqotu 2 Pósthólf 826 Vesturgotu 2 Pósthólf 826 121 Reykjavik Simi (91) 26733 MIÐVIKUDAGUR 1. JÚNÍ 1988 VERÐ í LAUSASÖLU 60 KR. / Spasskíj þjálfar Ól- ympíuliðið BORÍS Spasskíj mun þjálfa íslenska Ólympíuliðið í skák í viku eða tíu daga áður en Ólympíumótið hefst í Þessalón- iku í Grikklandi þann 12. nóv- ember næstkomandi. Spasskíj mun tefla á Grand Prix-mótinu, sem Stöð 2 gengst fyrir í október og að því búnu fara með Ólympíuliðinu i æfingabúðir ein- hvers staðar úti á landi. Þráinn Guðjnundsson, forseti Skáksambands fslands, sagði í sam- tali við Morgunblaðið í gær að í stórmótinu í vetur hefðu menn rætt um að fá sovéska stórmeistarann Lev Pólúgajevskí til að þjálfa Ólympíuliðið, en þau áform hefðu ekki náð fram að ganga. Eftir mót- ið hefði nafn Spasskíjs fljótlega komið upp í þessu sambandi, því Spasskíj þætti vera einstaklega skemmtilegur sem félagi, auk þess sem hann hefði geysilega víðtæka reynslu og þekkingu á öllum sviðum skákarinnar. Ekki hefur verið formlega gengið frá því hveijir munu skipa Ólympíu- liðið, en að sögn Þráins verða það að öllum líkindum stórmeistaramir Jóhann Hjartarson, Margeir Péturs- ’son, Jón L. Ámason og Helgi Ólafs- son, auk alþjóðlegu meistaranna Karls Þorsteins og Þrastar Þór- hallssonar. Þjálfari liðsins ytra yrði líklega Kristján Guðmundsson, en hann hefði farið með Ólympíuliðinu á tvö síðustu mót. Fanfani í heimsókn AMINATORE Fanfani, fjárlaga- ráðherra Ítalíu og fyrrum for- sætisráðherra, hefur stutta við- dvöl á íslandi á leið sinni til Kanada þann 6. þessa mánaðar. Að sögn Ragnars Borg aðalræð- ismanns ítala hefur Fanfani ósk- að eftir viðræðum við íslenska ráðamenn. í fylgd með honum er eiginkona hans sem er einn af átta varaforsetum alþjóða Rauða krossins. BAÐIBLAA LONINU Galiup-könnun á viðhorfum almennings: Alnæmi er talið mesta heilbrigðisvandamálið ALMENNIN GUR á íslandi telur að alnæmi sé nú orðið mesta heil- brigðisvandamálið, að því er fram kemur f könnun sem Gallup á íslandi hefur gert fyrir landlæknisembættið. Könnunin var gerð í tengslum við alþjóðlega könnun sem Gallup-stofnunin hefur látið gera á viðhorfum almennings til alnæmis í 35 þjóðlönidum. í þessum löndum, að undanteknum tveimur, telur almenningur að alnæmi sé mesta heilbrigðisvandamálið, en krabbamein og hjartasjúkdómar komi þar á eftir. Að sögn Guðjóns Magnússonar aðstoðarlandlæknis sýna niðurstöð- ur könnunarinnar að verulegur ár- angur hefur þegar náðst í að fræða almenning um alnæmi, helstu smit- leiðir og nauðsyn þess að sýna fulla ábyrgð í eigin kynlífí og best hefði «**tekist að ná til þeirra hópa sem brýnast er talið að ná til, það er fólks á aldrinum 18 til 39 ára. Guðjón sagði að hins vegar teldu margir enn að alnæmi smitist með öðrum leiðum en þeim sem heil- brigðisyfirvöld hafa lagt áherslu á og væri vísindalega sannað. Þannig teldu hlutfallslega fleiri íslendingar að alnæmi smitist við almenna umgengni við alnæmissjúklinga en í öðrum Vestur-Evrópulöndum. í könnuninni var sérstaklega at- hugað hve margir aðspurðra telji sig hafa breytt hegðun sinni vegna hættunnar á að smitast af alnæmi og vekur athygli að hlutfall íslend- inga, þ.e. 7%, er í hærra lagi saman- borið við önnur lönd í Evrópu en lægra heldur en í Bandaríkjunum (11%), Brasilíu (14%) og Nígeríu (30%). Þá er einnig eftirtektarvert að 82% íslendinga telja sig ekki þurfa að breyta hegðun sinni sam- anborið við 68% Bandaríkjamanna. Sjá niðurstöður könnunarinn- ar og viðtöl á bls. 22 og 23. Nýttbú- vöruverð Beðið ákvörðunar um auknar niðurgreiðslur ÁKVEÐINN hefur verið nýr verðlagsgrundvöllur búvara og tekur hann gildi f dag. Hækkun á sauðfjárafurðum var ákveðin 6,72% en á mjólkurafurðum 7,73%. Nýtt búvöruverð verður ákveðið f dag. Beðið er ákvörðun- ar ríkisstjómarfundar f dag um hvort auka eigi niðurgreiðslur sem nemur krónutöluhækkun söluskatts. Að sögn Guðmundar Sigþórsson- ar, skrifstofustjóra í landbúnaðar- ráðuneytinu, vegur þyngst í hækk- un verðlagsgrundvallar 13-15% hækkun á kjamfóðri vegna gengis- breytinga og erlendra verðhækkana og um 22% hækkun á áburðar- verði, sem jafnan er reiknað inn í verðlagsgrundvöllinn 1. júní hvert ár. Laun til bænda hækkuðu í sam- ræmi við ákvæði bráðabirgðalaga eða um 3,8%. Að sögn Guðmundar Sigurðsson- ar hjá Verðlagsstofnun verður tekin ákvörðun um hækkun búvöruverðs í dag og mun það taka gildi frá og með morgundeginum, 2. júní. Ríkisstjómin lýsti því yfír í vetur að söluskattur ætti ekki að valda hækkun landbúnaðarvara. Listahátíð: Uppselt á Grappelli UPPSELT er á tónleika fiðluleik- arans Stéphanes Grappelli á Listahátíð. Aðrir dagskrárliðir sem mestra vinsælda njóta eru tónleikar Ashkenazys, sýning Black Ballet Jazz og tónleikar Leonards Cohens. í miðasölu Listahátíðar fengust þær upplýsingar að salan gengi vel, fáir miðar væru eftir á fyrstu sýningu ýmsra dagskrárliða. T.d. væri uppselt á fmmsýningu leikrits- ins Ef ég væri þú, eftir Þorvarð Helgason, á litla sviði Þjóðleik- hússins, en enn eru til miðar á seinni sýninguna. Miðaverð er misjafnt eftir dag- skrárliðum. Miði á tónleika Cohens kostar 2.200 kr., á fyrstu sýningu Black Ballet Jazz kostar 1650 kr. og- 1.100 kr. á efri svölum, en á seinni sýningamar 1.320 kr. og 880 kr. Á tónleika í Háskólabíói er miða- verð þrenns konar, eftir staðsetn- ingu í salnum. Á Pólska sálumessu kosta miðar 1.650, 1.320 og 990 kr., en á tónleika Ashkenazys kost- ar 1.320, 990 og 770 kr. Tónleikar Empire Brass Quintet eru undan- tekning frá þessu; á þá kostar 1.320 kr. hvar sem er í salnum. Ósóttir miðar á tónleika Grapp- ellis verða seldir mánudaginn 6. júní kl. 13.30 og kosta 1.320 kr. Vestfirðir: Svæðisútvarp að ári Rfkisútvarpið stefnir að opnun svæðisútvarps á ísafirði fyrir Vestfirði á næsta ári. Kom þetta fram hjá Gunnari Kvaran aðstoð- arframkvæmdastjóra Ríkisút- varpsins á blaðamannafundi f gær. Ríkisútvarpið er nú þegar með svæðisútvarp á Akureyri fyrir Norð- urland og á Egilsstöðum fyrir Aust- urland. Kom fram að rekstur þessara deilda hefði gengið vel. í athugun er að auka útbreiðslu svæðisútvarp- anna og var Markús öm Antonsson útvarpsstjóri m.a. nýlega á Norður- landi vestra til að athuga þau mál.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.