Morgunblaðið - 01.06.1988, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 01.06.1988, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 1. JÚNÍ 1988 Gallup-köimun á viðhorfum almennings til alnæmis: Um 20% ógiftra hafa breytt um hegðun í kynlífi GALLUP-stofnunin hefur látið gera alþjóðlega könnun á viðhorfum almennings til alnæmis í 35 þjóðlöndum. Hér á landi var könnunin gerð af Gallup á íslandi fyrir landlæknisembættið. Úrtakið var 1000 einstaklingar á aldrinum 18—70 ára valið af handahófi úr þjóðskrá. Könnunin var gerð með símtölum dagana 7.—13. desember 1987. Alls svöruðu 716 einstaklingar. Niðurstöður eru kynntar annars vegar með samanburði við önnur lönd og hins vegar fyrir ísland sérstaklega en úr islensku könnuninni hefur verið unnið með tilliti til þess hvert sé samband þekkingar á alnæmi og fordóma og hverj- ir hafi breytt um hegðun vegna hættunnar á að smitast af alnæmi. Viðhorf almennings á Islandi samanborið við önnurlönd Af 35 löndum sem þátt tóku í alþjóðlegri könnun hafa borist upp- iýsingar frá 33. Úr hópi þeirra hafa verið valin 12 lönd til samanburðar. Alnæmi mesta heilbrigðisvanda- málið Tafla 1 sýnir að í þessum löndum að undanteknum tveimur telur al- menningur að alnæmi mesta heil- brigðisvandamálið. í þeim tveimur löndum sem skera sig úr, Indlandi og Japan, er fjöldi sýktra sem hafa greinst enn sem komið er mjög lág- ur. Verulegar áhyggjur af því að sýkjast Almenningur hefur áhyggjur af því að geta smitast af alnæmi. Orðalag íslensku spumingarinnar er aðeins frábrugðið orðalagi ann- ars staðar (Hversu miklar áhyggjur en á ensku „how concemed are you“ o.s.frv.). Gæti það skýrt að hluta að ísiendingar virðast áhyggjuminni en aðrir. í hvaða hópum mun alnæmi breiðast út? íslendingar skera sig ekki svo mjög úr í svörum við þessari spum- ingu nema hvað færri hér telja að alnæmi verði að faraldri hjá körlum eða konum. Breytt hegðun vegna smlthættu Ef sérstaklega er athugað hve stórt hlutfall aðspurðra telja sig hafa breytt hegðun sinni vegna hættunnar á að smitast af alnæmi vekur athygli að hlutfall íslendinga (7%) er í hærra lagi samanborið við önnur lönd í Evrópu en lægra held- ur en í Bandaríkjunum (11%), Bras- ilíu (14%) og Nígeríu (30%). Þá er einnig eftirtektarvert að sjá að 82% íslendinga telja sig ekki þurfa að breyta hegðun sinni samanborið við 68% Bandaríkjamanna. Ráðstafanir til að draga úr smit- hættu Eingöngu þeir sem sögðust hafa eða hefðu í hyggju að breyta um hegðun vom spurðir. A íslandi em 7% sem svara því til að þeir forðist samkynhneigt fólk eða staði þar sem það kemur saman. í Bandaríkjunum er sam- bærileg tala 32%, í Danmörku 15%, Bretlandi 18% og í Þýskalandi 9%. Hæst em hlutföllin á Indlandi (66%) og í Nígeríu (58%). Notkun smokka hefur aukist vemlega en þó víðast hvar annars staðar mun meira en hér. Mjög margir gefa upp að þeir séu varkárari í vali á rekkjunautum (ís- land 67%, Bretland 70% og Dan- mörk 58%). Þekking á smitleiðum alnæmis í öllum löndunum veit almenn- ingur mjög vel að alnæmi smitast við kynmök og með blóði (blóðgjöf eða óhreinum nálum og sprautum). Hins vegar kemur berlega í ljós ótti við að smitast með öðmm hætti svo sem með hósta eða hnerra, vatnsglasi eða skordýrabiti. íslendingar koma ekki vel út úr þessari könnun og er furðu aigengt að almenningur trúi því að smit- hætta leynist víðar en vísindalega er sannað. Þannig telja 7% íslend- inga að smit geti borist við vinsam- legan koss á kinnina frá sýktum einstaklingi samanborið við 2—3% í Bretlandi, Þýskalandi, Danmörku og Svíþjóð. Þá em og áberandi margir íslendingar sem telja að smit geti borist af vatnsglasi eða með skordýrabiti. Neita að vinna með alnæmis- sjúklingi Hlutfall íslendinga sem em sam- mála þeirri staðhæfingu að neita að vinna með alnæmissjúklingi er svipað og í öðmm Evrópulöndum (13%) þó heldur hærra en í Dan- mörku en þar er það lægst (8%) en mun lægra en í Bandaríkjunum (25%). Tæpur helmingur telur að það sé fólki ýfirleitt sjálfu að kenna ef það smitast af alnæmi. Þetta er svipað og í sex öðmm löndum þar á meðal Bandaríkjunum, Brasilíu, Þýskalandi, Sviss, Danmörku og Japan. Lægst er þetta hlutfall í Frakklandi (28%), Svíþjóð (32%) og Spáni (28%). Meiri munur er á afstöðu til þeirr- ar staðhæfingar að allir ættu að gangast undir alnæmispróf. Á íslandi em 72% þeirrar skoðun- ar, 47% I Bandaríkjunum, 41% í Sviss en lægst í Danmörku 38%. í öllum löndum kemur fram sterk samúð með alnæmissjúklingum. Niðurstöður úr íslensku könnuninni Fyrst var spurt hvert væri mesta heilbrigðisvandamál á íslandi. % svara Alnæmi 32 Krabbamein 20 Hjartasjúkdómar 11 Alkóhólismi 5 Fíkniefni 4 Geðsjúkdómar 1 Ellihmmleiki 1 Offíta 1 Hver svarandi gat tilgreint eitt heilbrigðisvandamál. Þetta er breyting frá könnun sem gerð var árið 1986 en þá var krabbamein talið helsta heilbrígðisvandamálið. Hver eftirtalinna atriða auka líkur á smiti frá sýktum einstakl- ing? Vinnameðeðaveranálægt 11% Náið kynferðislegt samband: — einstaklingur af gagnstæðu kyni 93% — einstaklingur af sama kyni 92% Kyssast 44% Fá koss á kinnina 7% Hóstað eða hnerrað á mann 25% Fá blóðgjöf 89% Af vatnsglasi 27% Með því að deila sprautunálum 97% Vera bitinn af skordýri 44% Frá matarílátum eða matvælum 25% Hvetjir hafa breytt um hegðun? í úrtakinu hafði 7% breytt um hegðun að eigin sögn vegna hætt- unnar á að smitast af alnæmi og 4% til viðbótar em að hugsa um að breyta um hegðun. Þegar nánar er athugað hvaða hópar það em sem helst hafa breytt um hegðun kemur eftirfarandi í ljós: Mun fleiri í aldurshópnum 18—39% ára hafa breytt um hegðun eða 11% samanborið við 4% í aldurs- hópnum 40 ára og eldri. Mismunur er einnig eftir hjúskaparstöðu, 20% ógiftra og 20% fráskilinna hafa breytt um hegðun en 4% giftra. Þá er og algengará að íbúar á höfuð- borgarsvæðinu hafi breytt um hegðun (10%) samanborið við annað þéttbýli (5%) og dreifbýli (3%). At- hygli vekur að enginn munur er á Ijölda karla og kvenna sem segjast hafa breytt um hegðun. Svipuð nið- urstaða og hér hefur verið lýst fæst einnig þegar athuguð em svör þeirra sem segjast vera að hugsa um að breyta um hegðun. Þekking almennings á alnæmi Þekking á smitleiðum alnæmis var metin út frá svömm við eftirfar- andi spumingu: Ég ætla nú að lesa upp nokkur atriði fyrir þig. Segðu mér, að svo miklu leyti sem þú veist, hvort það veldur aukinni hættu á að smitast af alnæmi frá einstaklingi sem er sýktur. Segðu Já“ ef þú heldur að það sé ekki leið til að smitast. a) Að vinna við hliðina á eða vera á einhvem hátt nálægt einhveijum Fræðslustarfið hefur borið árangur en betur má ef duga skal - segir Guðjón Magnússon aðstoðarlandlæknir „NIÐURSTÖÐUR þessarar Samanburður við niður- stöður erlendis margfald ar gildi upplýsinganna - segir Ólafur Örn Haraldsson, fram- kvæmdastjóri Gallup á íslandi könnunar sýna fræðslustarfið hefur borið verulegan árangur, þótt of snenunt sé að fullyrða nokkuð um hvort sá árangur verði varanlegur,“ sagði Guðjón Magnússon aðstoðariandlæknir er hann var inntur álits á niður- stöðum könnunarinnar. Guðjón sagði að niðurstöðumar bæru það með sér fræðsla um alnæmi, helstu smitleiðir og nauðsyn þess að sýna fulia ábyrgð í eigin kynlífi hefði að verulegu leyti komist til skila og best hefði tek- ist að ná til þeirra hópa, sem brýnast er talið að ná til, það er fólks á aldrinum 18 til 39 ára, karla jafnt sem kvenna og þá sérstaklega þeirra sem eru ógift- ir eða fráskildir. „Það er vissulega ánægjuefni að 20% svarenda í þessum hópi skuli þegar hafa breytt um hegðun í kynlífi og það vekur auknar vonir um að áherslur við framkvæmd fræðslunnar hafi verið réttar," sagði Guðjón. „Hins vegar er það áhyggjuefni að í niðurstöðum könn- unarinnar kemur fram, að margir telja enn að alnæmi smitist með öðrum leiðum en þeim, sem heil- brigðisyfirvöld hafa lagt áherslu á og er vísindalega sannað. Þannig telja hlutfallslega fleiri íslendingar að alnæmi smitist við almenna umgengni við alnæmissjúklinga en í öðrum Vestur-Evrópulöndum." Guðjón sagði að sýnt hefði verið fram á, að rekja mætti fordóma gagnvart smituðum að verulegu leyti til ótta við að smitast sjálfur. „Þann ótta má svo aftur rekja til þekkingarskorts. Vænlegasta leiðin til að draga úr fordómum gegn smituðum er því að efla enn meira fræðslu um alnæmi og að leggja sérstaka áhersiu á hvemig alnæmi smitast ekki. Það er því enn langt í land að þekking almennings á al- næmi sé það góð að vænta megi verulegrar fjölgunar þeirra sem breyta hegðun sinni til að draga úr smithættu og fækkunar þeirra sem hafa fordóma gegn smituðum af ótta við að sýkjast sjálfír af dag- legri umgengni við alnæmissjúkl- inga,“ sagði Guðjón. Aðspurður sagði Guðjón að á næstunni yrði bryddað upp á nýjum Guðjón Magnússon aðstoðarland- læknir. leiðum varðandi fræðslu um alnæmi og meðal annars hafið samstarf við útvarpsstöðvamar við að koma á framfæri ábendingum og upplýs- ingum til fólks varðandi sjúkdóm- inn. Vinnustaðafræðslu yrði haldið áfram í sumar, en á síðustu fjómm vikum hefur starfsmaður land- læknisembættisins farið á um 30 vinnustaði á höfuðborgarsvæðinu og fengið góðar viðtökur. KÖNNUNIN á viðhorfum al- mennings til alnæmis hér á landi var gerð af fyrirtækinu Gallup á íslandi. Fyrirtækið er alfarið íslenskt, en er aðili að alþjóða- samtökum annarra Gallup fyrir- tækja. Aðaleigandi þess er Ólaf- ur Om Haraldsson, en hann hætti störfum hjá Hótel Holiday Inn í lok aprU tíl að taka við fram- kvæmdastjóra GaUup á ísiandi. Hann sagði að tengslin við al- þjóðlegu GaUupsamtökin væru afar þýðingarmikU, ekki síst varðandi alþjóðlegar kannanir sem þessar og að samanburður- inn við niðurstöður annarra landa margfaldaði gUdi upplýs- inganna. Ólafur Óra var spurður nánar um tíldrög könnunarinnar. „Þessi könnun, sem gerð var í 35 löndum, er sú fyrsta af mörgum væntanlegum sem gerðar eru til minningar um Dr. Georg H. Gallup, sem lést árið 1984. Hann var sem kunnugt er stofnandi Gallup I Bandaríkjunum og jafnframt stofn- andi Gallupsamtakanna sem ná um allan heim. Á ársþingi Gallupsam- takanna í Japan 1987 var sam- þykkt að gera fyrstu könnunina af þessu tagi á sviði heilbrigðismála enda beindist áhugi Dr. Gallup á alþjóðlegu samstarfi ekki síst að þeim auk starfi að friðarmálum. Eftir margra mánaða vinnu og pró- fanir á spumingalistum hófst könn- unin í hinum ýmsu löndum og var meðal annars lögð áhersla á að ís- land væri þáttakandi f könnuninni þar sem landið þykir um margt mjög sérstakt til rannsókna. Könn- unin var síðan gerð fyrri hluta des- ember 1987 og umsjón hennar önn- uðumst við Gunnar Valgeirsson fé- lagsfræðingur. Landlæknisembæt- tið, sþm vinnur nú umfangsmikið starf 'í baráttunni gegn alnæmi, ákvað að kosta gerð könnunarinnar hér á landi og fá um leið allan að- gang að alþjóðlegu upplýsingunum til samanburðar." Ólafur Öm sagði að þótt Gallup á íslandi væri alfarið fslenskt fyrir- tæki veitti aðildin að alþjóðasam- tökum Gailup því beinan aðgang að margvíslegum verðmætum upp- lýsingum og reynslu í markaðs- og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.