Morgunblaðið - 01.06.1988, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 01.06.1988, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 1..JÚNÍ 1988 Til sölu er húseignin Stapakot 1, Innri-Njarðvík. Húsið er 180 fm og að mestu leyti nýtt. Eldri hluti endurnýjað- ur. Parket og flísar á gólfum. Allar innréttingar nýjar. Húsinu fylgir 1850 fm eignarlóð. Sambyggður bílskúr ásamt 40 fm kjallara undir, sem nýst gæti t.d. fyrir lítinn einkarekstur eða hesthús. Miklir möguleikar. Gott út- sýni. Möguleikar á skiptum á íbúð eða sérhæð á Reykjavíkursvæðinu. Upplýsingar í síma 91-37379. Krakkarnir á námskeiðinu fá eflaust að glima við skemmtilegar þrautir eins og þessir krakkar. MH brautskráir 129 stúdenta 129 stúdentar brautskráðust frá Menntaskólanum við Hamrahlíð þann 21. maí, 70 konur og 59 karlar. Af þessum 129 Stúdent- um voru 52 skráðir nemendur öldungadeildar en 77 í dagskóla. Annars eru skilin milli öldunga og yngri nemenda að verða nokkuð óglögg. Nemendur sem hefja nám í dagskóla og tefjast í námi af ýmsum ástæðum flytja sig gjarnan í öldungadeild þegar þeir hafa tíl þess aldur og braut- skrást þaðan. Hæsta einkunn hlaut Margrét Hjartardóttir, stúdent af nýmáiabraut, en ann- ar nýstúdent, Gunnar Ólafur Hansson, lauk prófinu með flest- um námseiningum, 190 en tilski- lið er að ljúka 136. Hann lauk tveimur brautum, eðlisfræði- og nýmálabraut. Kór skólans söng að vanda við skólaslitin undir stjóm Þorgerðar Ingólfsdóttur. Meðal annars flutti kórinn tónverk eftir Atla Heimi Sveinsson við ljóð WilliamS Heine- sens, Sommerdagen, og vár þetta frumflutningur verksins hérlendis. Ömólfur Thorlacius, rektor skól- ans, minntist í ræðu sinni á þröng- an húsakost skólans og skort á íþróttaaðstöðu og sagði að fyrir skólann hefði verið lagt af heil- brigðiseftirlitinu að hætta að nota til kennslu ákveðnar stofur og breyta öðrum, sem ekki þykja full- nægja þeim kröfum sem til slíks húsnæðis eru gerðar. Skólinn hefur ekki getað orðið við þessum tilmæl- um og því er viðbótarhúsnæði nauðsynlegt. Rektor minntist svo Valtýs Pét- urssonar listmálara, sem nú er Stúdentar frá dagskóla Menntaskólans við Hamrahlíð ásamt rektor skólans, Omólfi Thorlacius. nýlátinn, en eiginkona Valtýs, Herdís Vigfúsdóttir, er kennari við skólann. Rektor ávarpaði nýstúdenta meðal annars með þessum orðum: „Sagt er að mannleg þekking tvö- faldist á tíu árum eða jafnvel skemmri tíma. Við þessar aðstæð- ur er augljóst að svo nefndar „stað- reyndir" eru í mörgum tilvikum lélegt vegamesti úr skóla, enda leitumst við í vaxandi mæli við að leiðbeina nemendum okkar í að leita sér þekkingar og túlka þá vitneskju sem fyrir þá er lögð.“ Kennaraháskólinn: Nýjungar við stærð- fræðikennslu kynntar Námskeið fyrir kennara þar sem fjallað verður um stærð- Meirasaltkeypt frá Færeyjum Þórshöfn, frá Snorra Halldórasyni, frétta- rítara Morgunblaðsins. ÍSLENDINGAR virðast hrifnir af saltinu frá íbiza. Það sem af er árinu hefur færeyska fyrirtækið Saltsöla selt rúm 12.000 tonn til íslands og er það mun meira en á sama tíma f fyrra. Undanfarið hafa selst um það bil 15.000 tonn af íbiza-saltinu á ári til íslands. Allt bendir því til að salan í ár slái fyrri met, segir í dagblaðinu Dimmalætting. Og það sem meira er, íslendingar verða stærstu við- skiptavinir Saltsölunnar. Saltið frá íbiza er fyrst flutt til Færeyja þar sem það er sekkjað. Það eru einkum smærri aðilar á Aust- flörðum sem versla við Saltsöluna því þeir hafa ekki aðstöðu til að geyma saltið og vilja því fá það í sekkjum. fræðinám verður haldið á vegum endurmenntunardeildar Kenn- araháskóla íslands nú fyrstu dagana í júni. A námskeiðinu verða prófaðar ýmsar nýjungar við stærðfræðikennslu og boðið upp á skemmtileg verkefni bæði úti og inni. Dagana 13. - 15. júní næstkomandi er svo ætlunin að reyna viðfangsefnin með nem- endum á aldrinum 7-12 ára. Námskeiðið með krökkunum mun standa yfir alla dagana frá eitt til fjögur og verður unnið í litl- um hópum. Ekki skiptir máli hvað nemendur hafa lært áður. Unnt er að taka á móti 40 ung- mennum á námskeiðið og það er þátttakendum að kostnaðarlausu. Þeir sem hafa áhuga á þessu óvenjulega námskeiði eru beðnir að hafa samband við Kennaraháskóla Islands, endurmenntunardeild, eigi síðar en fimmtudaginn 2. júní n.k. Nánari upplýsingar veitir stjómandi námskeiðsins, Anna Kristjánsdóttir f sama síma. Stúdentar frá öldungadeild skólans ásamt rektor. Alls útskrifuðust 52 úr öldungadeildinni, en margir nemendur, sem höfðu flutt sig úr dagskóla f öldungadeild, létu mynda sig með sínum gömlu félögum. Broadway breytir um svip, við tökum helgina með Ingó IOK0AID WAT
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.