Morgunblaðið - 01.06.1988, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 01.06.1988, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 1. JÚNÍ 1988 7 Fleiri út- lendingar sjóleiðis VON er á 25 erlendum skemmti- ferðaskipum til landsins í sumar og kemur fyrsta skipið tíl Reykjavíkur á fimmtudaginn með 500 Breta. Það eru ferða- skrifstofuraar Samvinnuferðir- Landsýn, Úrval, Atlantik og Far- andi sem skipuleggja þessar ferðir. Að sögn ferðaskrifstofufólks verða um tíu þúsund erlendir ferða- menn með þessum skipum og eru þetta heldur fleiri farþegar en síðastliðið ár. Mest er um að það séu Þjóðveijar sem koma hingað til lands með skipunum en einnig er töluvert af Bandaríkjamönnum, Bretum og Svíum í þessum ferðum. Stærsta farþegaskipið sem hing- að kemur að þessu sinni er þýska skipið Evrópa og verður það hér 12. júlí með 600 farþega og mun það hafa viðdvöl bæði í Reykjavík og á Akureyri. Eins og fyrr greinir kemur fyrsta farþegaskipið til landsins 2. júní en það síðasta verður á ferðinni 3. september. Morgunblaðið/KGA Þvottur í reiða skólaskips Danska skólaskipið Georg Stage er þriggja mastra seglskip sem nú liggur við Vesturhöfnina í Reykjavík og kom til landsins í tilefni af Sjómannadeginum næstkomandi sunnudag. Á skipinu eru sextíu sjómannsefni og tiu yfirmenn. Án efa allt hin mestu snyrtimenni, en reiði skipsins var þak- inn nýþvegnum flíkum í gærmorgun. Samningar VR: Samræm- ing við önn- ur félög NÝR kjarasamningur hefur verið undirritaður milli Mikila- garðs og Kaupfélags Reykjavík- ur og nágrennis, KRON, annars vegar og Verslunarmannafé- lags Reykjavíkur hins vegar með venjulegum fyrirvara. Þá hefur einnig yerið gengið frá samræmingu á kjarasamningi VR við Vinnuveitendasamband íslands Og Vinnnmálasamhand samvinnufélaganna við þá samninga sem gerðir voru við önnur verslunarmannafélög 4. maí siðastliðinn. Samræmingin felur í sér að taxtar skrifstofufólks í VR hækka um 1.100 krónur á mánuði, vegna þess að við þá bætist svonefnd fastlaunauppbót. Fastlaunauppbót afgreiðslufólks hækkar um 350 krónur á mánuði og verður einnig 1.100 krónur, en fastlaunauppbót þess var fyrir 750 krónur. Þá eru einnig ákvæði um fimm þúsund króna eingreiðslu, sem á að koma til útborgunar í júnímánuði. Viðgerðarverkstæði ísaga við Breiðhöfða: Leki með ventli á gas- kút orsakaði sprengmgn Starfsmaður meiddist lítillega, en ekki er talið að veruleg hætta hafi verið á ferðum SPRENGING varð og eldur kviknaði í viðgerðarverkstæði ísaga við Breiðhöfða í Reykjavík laust fyrir klukkan 10 í gær- morgun. Slökkvibíll úr Arbæ var kominn á staðinn tveim minútum siðar og gekk greiðlega að slökkva eldinn sem logaði í við- gerðarskáp. Fjórir menn voru við vinnu á verkstæðinu, tveir í námunda við skápinn sem sprengingin varð í og meiddist annar þeirra lítillega á enni. Geir Agnar Zoéga framkvæmda- stjóri ísaga sagði í samtali við Morgunblaðið að gas hefði lekið með ventli á gashylki sem verið var að hreinsa í skápnum og neisti or- sakað sprenginguna. Geir Agnar sagði að litlar skemmdir hefðu orð- ið á verkstæðinu og f þessu tilfelli, hefði sem betur fer ekki verið mik- il hætta á ferðum þó aldrei væri of varlega farið. Hann bjóst við að stuttan tíma tæki að lagfæra skemmdimar og engin breyting yrði á starfseminni. Slökkviliðsbfll frá slökkvistöðinni í Arbæ var kominn á vettvang að- eins tveimur mínútum eftir að til- kynnt hafði verið um eldinn, en að sögn Amþórs Sigurðssonar varð- stjóra var allt liðið kallað út og fóru 4 slökkviliðsbflar ásamt sjúkra- bifreið og lækni frá stöðinni við Öskjuhlíð. Amþór taldi að ekki hefði verið veruleg hætta á ferðum en allt liðið hefði verið kallað út af öryggisástæðum. Morgunblaðið/Sverrir Slökkviliðsmenn skoða vegsummerki á verkstæði ísaga eftir spreng- inguna og eldinn. P1 Jeep WAGONEER CHEROKEE Kjötíðnaðar- mennfella samninga ALMENNIR félagsfundir i Fé- lagi íslenskra kjötiðnaðarmanna hafa fellt kjarasamninga sem undirritaðir voru með fyrirvara 20. maí síðastliðinn skömmu fyr- ir setningu bráðabirgðalaga. At- kvæði féllu þannig í skriflegri atkvæðagreiðslu að 39 felldu samningana, einn samþykkti þá og tveir seðlar voru auðir. Fundimir, sem haldnir voru í Reykjavík og á Akureyri, sam- þykktu eftirfarandi ályktun, þar sem mótmælt er „harðlega því laga- lega ofbeldi er ríkisstjóm Þorsteins Pálssonar beitir launþega, með setningu bráðabirgðalaga er svipta launþega samningsrétti, eina vopn- inu sem launþegar hafa til að veija lífkjör sín. Og jafnframt hvetur fundurinn forustu launþega í landinu til harðari aðgerða en hing- að til, við sömu aðstæður.“ n Jeep EGILL VILHJÁLMSSON HF. UMBOÐIÐ Smiðjuvegi 4, Kópavogi, símar 77200 - 77202. Opið laugardag kl. 13-16. Vorum aðfá aukasendingu af hinum geysi vinsælu JEEPWAGONEER og JEEPCHEROKEE bílum. Örfáum óráðstafað. Bflar þessir eru allir hlaðnir aukahlut- um. TIIj AFGREIÐSIU STRAX
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.