Morgunblaðið - 01.06.1988, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 01.06.1988, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 1. JÚNÍ 1988 Ný bráðabirgðalög: Fyllri ákvæði sett um verðtryggingn FORSETI íslands gaf f gœr út bráðabirgðalög frá forsætisráðu- neyti að tillögu Friðriks Soph- ussonar iðnaðarráðherra, sem gegnir starfi forsætisráðherra f fjarveru Þorsteins Pálssonar. Lögin fela f sér breytingar á bráðabirgðalögum, sem gefin voru út 20. maí sfðastliðinn um aðgerðir f efnahagsmálum og kveða á um að verðtrygging spari- fjár og lánsfjár til skemmri tfma en tveggja ára sé óheimil frá 1. júlf 1988. í frétt frá forsætisráðuneytinu kemur m.a. fram að talið var að brýna nauðsyn bæri til að setja fyllri ákvæði um efni 8. greinar bráða- birgðalaga númer 14 frá 20. maí síðastliðnum, um aðgerðir í efna- hagsmálum. Fyrir þvf væru sett bráðabirgðalög um breytingar, sem fela í sér að verðtrygging nýrra flár- skuldbindinga til skemmri tíma en tveggja ára sé óheimil frá 1. júlí 1988. Með flárskuldbindingum í þessu sambandi er átt við sparifé og lánsfé. í lögunum er ennfremur kveð- ið á um að þrátt fyrir þessi ákvæði geti Seðlabanki íslands að fengnu Lést eftir umferðarslys PILTURINN, sem lenti í um- ferðarslysi á Arnameshæð að- faranótt sunnudagsins sfðastlið- ins, lést f Borgarspftalanum f Reykjavík á mánudagskvöld af völdum meiðslanna sem hann hlaut f slysinu. Hann hét Erlingur Björnsson, 22 ára, fæddur 29. mars 1966, til heimilis á Greni- teig 39 í Keflavík. Hann var ókvæntur og bamlaus. samþykki viðskiptaráðherra aúglýst reglur, er leyfi innlánsstofnunum að taka á móti sparifé og öðrum inn- stæðum gegn verðtryggingu til skemmri tíma en tveggja ára. Stakkaf frá slysstað FÓLKSBÍLL fór út af veginum skammt fyrir utan Borgames f gærdag. Tvær stúlkur vom í bílnum og sluppu þær lftið meiddar en bfllinn er talinn ónýt- ur. Dökkur fólksbfll, sem ók í veg fyrir stúlkuraar og talið er að hafi valdið slysinu hvarf af vett- vangi og hafði hann ekki fundist er Morgunblaðið fregnaði sfðast f gærkvöldi. Fulltrúi EB til íslands KARL Heinz Naijes, fram- kvæmdastjóri iðnaðarsviðs Evr- ópubandalagsins, kemur f dag f fimm daga opinbera heimsókn til íslands í boði Friðriks Sophusson- ar iðnaðarráðherra. í heimsókninni mun dr. Narjes kynna sér iðnaðar- og orkumál hér á landi og eiga viðræður við ráð- herra, embættismenn og forsvars- menn íslensks iðnaðar um samskipti íslands og Evrópubandalagsins. KELDNAHOLT GUFUNESKIRKJUGARÐUR naibus * Rannsóknastofnun landbúnaðarins Morgunblaðið/ÓÞS Kort af nýja hverfinu á Keldnaholti. Til hægri er „völundarhúsbyggðin" á holtinu , sem teygir sig allt austur að RALA. Vestur af holtinu standa Hlíðarhús og Brekkuhús f halla, en vestast á kortinu era Vallarhús, Grundarhús og Dalhús, sem standa á sléttu. Götur á Keldnaholti nefndar BORGARRÁÐ Reykjavíkur sam- þykkti á fundi sínum f gær tillög- ur byggingarnefndar að götu- nöfnum f nýju hverfi á Keldna- holti, vestan þess og norðan. Nýja hverfið mun standa austan við núverandi byggð f Grafar- vogi og teygja sig allt austur að Rannsóknastof nun landbúnaðar- ins f Keldnaholti og norður að Gufuneskirkjugarði. í tillögu byggingamefndar, sem samin er af Þórhalli Vilmundarsyni prófessor, segir að þar sem skipu- lag f stærstum hluta hverfísins, á Keldnaholti, minni á völundarhús, sé lagt til að safngata, sem liggur í boga gegnum hverfið og engin hús standa við, heiti Völundarhús. Innsta gatan í miðju hverfísins heitir þá Miðhús, gata sem liggur í sveig utan um hana heitir Baug- hús en gata á milli þeirra Sveig- hús. Gatan, sem liggur suður frá Völundarhúsi heiti Suðurhús og gatan vestur úr Völundarhúsi Vest- urhús. Efri gatan af tveimur í brekku vestan og neðan við Völ- undarhús heitir Brekkuhús og sú neðri Hlfðarhús. Þar fyrir neðan er sléttlendi með tveimur götum, Vallarhúsum að austan og Grund- arhúsum að vestan. Vestasta gatan niðri f dalnum heitir Dalhús. Nyrsta gatan í hverfinu, andspænis Gufu- neskirkjugarði, heitir Garðhús, en gata austur við veginn, sem tengir Vesturiandsveg og Vetrarbraut, heitir Veghús. Götunöfnin sem enda á -hús eru í fleirtölu, nema Völundarhús, sem er f eintölu. Gegnum nýja hverfið liergur safngata, sem styttir leið um hverf- ið. Hún heitir nú Gagnvegur og er í greinargerð byggingamefndar um nafngiftina vitnað til Háva- mála; „til góðs vinar liggja gagn- vegir". Tengivegurinn frá Gagn- vegi að Vetrarbraut heitir Þverveg- ur, en tengivegur frá Völundarhúsi að Miðhúsum Meðalvegur. Að sögn Hilmars Guðlaugssonar, formanns byggingamefndar Reykjavíkur, er gatna- og holræsa- gerð í hverfinu vel á veg komin og þegar hefur verið úthlutað lóð- um undir fjölda einbýlis- og rað- húsa. Hilmar sagði að á næstu vik- um yrði einnig úthlutað lóðum fyr- ir Qölbýlishús, þar á meðal verka- mannabústaði, og fleiri einbýlis- og raðhús. Áætlun Framkvæmdanefndar búvörusamninga: Útflutniiigsbætur milljarði undir heimildum til 1992 Erlingur Björasson Framkvæmdanefnd búvöru- samninga áætlar að útflutningur á mjólk og kindakjöti fram til 1992 verði mun minni en búvöra- samningamir í fyrra gerðu ráð fyrir. Með þessu ættu að sparast útflutningsbætur um rúman milljarð króna á næstu fimm árum, miðað við heimildir bú- vörulaga. Veita á rúmar 400 miiyónir á þessum fimm árum til kaupa á ónotuðum fullvirðis- rétti bænda, samkvæmt tillögum nefndarinnar, en þessi ónýtti réttur á útflutningsbótum á einn- ig að veita svigrúm til að greiða 356 miiyón króna skuld ríkis- sjóðs við bændur. Þetta kom fram á blaðamanna- fundi, sem haldinn var til að kynna nýútkomna skýrslu Framkvæmda- nefndarinnar um framkvæmd bú- vörusamninga milli ríkisstjómar- innar og Stéttarsambands bænda, en þeir voru fyrst gerðir árið 1985 og í fyrra var gerður samningur til ársloka 1992. Jón Helgason, land- Bannað að nota kafbátinn við Kolbeinsey: Mörg ár í annað tækifæri - segir dr. Jakob Kristjánsson verkefnisstjóri „ÞETTA eru gífurleg vonbrigði; Það er nánast útilokað að við get- um náð þeim sýnum sem ætlunin var að leita að en það hefði verið tnjög mikilsvert fyrir visindin. Sennilega liða mörg ár þangað til slíkt tækifæri gefst aftur,“ sagði dr. Jakob Kristjánsson verkefnis- stjóri um borð í þýska isbijótnum Polarstera við Kolbeinsey í gær. Vegna ágreinings um trygginga- mál verður ekki hægt að nota dvergkafbát sem kom hingað til lands með skipinu. Það hefði ver- ið í fyrsta sinn sem kafbátur væri notaður til rannsókna á land- grunninu. Vonir standa þó til að nota megi kafbátinn við Surtsey siðar i mánuðinum. Kafbátinn átti að nota til að safna örverum úr neðansjávarhverum við eyna. Örverumar lifa hugsanlega við allt að 180 gráðu hita á Celcius, langt yfir þeim mörkum sem þekkt eru í dag. Eina leiðin til að ná þeim sýnum sem vísindamennimir í leiðangrinum leita að er að senda menn í kafbáti niður að hverunum, á um 100 metra dýpi. Skömmu áður en Polarstem lagði úr höfn á Akureyri siðastliðinn sunnudag komu menn frá þýsku sigl- ingamálastofnuninni og tmjgingafé- lagi ísbijótsins um borð. Urskurður þeirra var sá að skoðun sem fram fór á bátnum í Bremerhaven áður en lagt var af stað í ferðina stæðist ekki. Breska félagið sem tryggir kafbátinn tæki ekki mark á henni og yrði báturinn að skoðast sem hluti af búnaði Polarstem. Þar sem trygg- ing skipsins nær ekki til kafbátsins er loku fyrir það skotið að nota hann í leiðangrinum. „Við fengum tíu mínútna fyrirvara áður en lagt var úr höfn til þess að ákveða hvort hætt yrði við ferðina eða ekki,“ sagði Jakob. Hann hefur unnið að undirbúningi leiðangursins í þijú ár. „Nokkrir vísindamannanna hættu þegar við. Við ákváðum þó að leggja af stað. Vissulega búumst við ekki við að ná þeim upplýsingum sem vonast hafði verið eftir, en það verður þó hægt að nota tímann vel. Hér um borð er mjög fullkominn búnaður og við höfum verið að vinna að því að kortieggja sjávarbotninn mjög nákvæmlega. Þá verður fjar- stýrð myndavél send niður að hver- unum. Með henni er hægt að ná vatns- og bergsýnum, en það er upp á von og óvon hvort örverur nást úr hverunum." Ætlunin var að flytja kafbátinn með vitaskipinu Árvakri að Surtsey um miðjan júní og kanna eldstöðva- svæðið í sjónum við eyna. „Ég býst við að íslensk yfirvöld muni taka málið til skoðunar. Við höfum ekki íhugað þann möguleika að tryggja kafbátinn á eigin vegum, enda myndi það breyta öllum forsendum fyrir þessu verkefni, því þýska ríkið ber mestallan kostnaðinn. Ég held þó að það verði engin vandkvæði á að nota kafbátinn við Surtsey," sagði Jakob. búnaðarráðherra, sagði á fundinum að væntanlega myndi nást sam- komulag við fjármálaráðherra fljót- lega um að greiða fyrrgreinda skuld með lántökum, sem myndu endur- greiðast á næstu þremur árum, en skuldin er til komin vegna þess að sala á kindakjöti síðustu tvö ár var 2000 tonnum minni en búvöru- samningar gerðu ráð fyrir. í skýrslunni kemur fram að vegna aukinnar mjólkumeyslu verður aðeins flutt út sem svarar 2 milljónum lftra af mjólk á þessu ári í stað 7 milljón lítra í áætlun bú- vörusamninganna. Reiknað er með að útflutningur á mjólkurvörum verði nær enginn á næsta ári. Markmið búvömsamninganna um jafnvægi á milli framleiðslu og innanlandsneyslu hefur því náðst fyrr en ætlað var í mjólkurfram- leiðslu, að sögn landbúnaðarráð- herra, en verr hefur gengið með kindakjötsframleiðsluna. Þrátt fyrir að sala á kindakjöti hafi verið minni en áætlað var, er gert ráð fyrir að aukinn samdráttur verði í kinda- kjötsframleiðslu næstu ár vegna niðurskurðar á riðufé og kaupa á framleiðslurétti bænda. Þannig væri áætlað að flytja aðeins út um 1000 tonn af kindakjöti verðlags- árið 1990-’91 í stað um 2000 tonna samkvæmt fyrri áætlunum. Jafn- framt er stefnt að því að minnka birgðir af kindakjöti úr um 2.400 tonnum nú í um 1.400 tonn 1. sept- ember 1991.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.