Morgunblaðið - 01.06.1988, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 01.06.1988, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 1. JÚNÍ 1988 25 F oreldrafélag misþroska barna eftir Matthías Kristiansen Misþroski, hvað er nú það? Ef fullorðinn maður hugsar sig um og reynir að rifja upp hver var mesti klaufinn í bekknum, er líklegt að hann muni eftir bami, oftast strák, sem flæktist um fætuma á sjálfum sér. Sá gat líka átt það til að víxla stöfum í orðum skrifuðum með stórum og klunnalegum stöfum jafnframt því sem hann las hægt og illa. Stundum átti þessi nemandi það til að ijúka upp með látum þegar minnst varði eða þá að hann gat aldrei verið til friðs. Þetta er í stuttum og einfölduðum dráttum mynd af misþroska bami. Við þekkjum öll þessi einkenni og hvert og eitt þeirra getur átt við býsna marga. Það er ekki fyrr en mörg þessara (og annarra) einkenna em hjá sama einstaklingi, að farið er að tala um misþroska. Erlendis er deilt um hvað á að kalla greining- una og jafnvel hvað fellur undir hana. Norðmenn og Svíar nota hug- takið MBD (Minimal brain dys- function) en Bandaríkjamenn tala hins vegar um ADD (Attention defícit disorder) og bæta svo stund- um H aftan við skammstöfunina, ef bamið er ofvirkt (hyperactive). Þessa bandarísku útskýringu má þýða á íslensku með orðinu athygl- isbrestur. Oft er líka rætt um að bam sé „gloppótt", það er að þroski þess sé mismunandi mikill á mis- munandi sviðum. En til þess að dmkkna ekki í oft á tíðum tilgangs- lausum deilum um nafngiftir höfum við ákveðið að nota þetta orð, mis- þroski. Hvers vegna foreldrafélag? Sífellt hefur verið að aukast vitn- eskja um og rannsóknir á mis- þroska. Þegar gmnur leikur á að bam sé misþroska, er það gjaman sent í Greiningarstöð ríkisins (í Kjarvalshúsi) til greiningar. Grein- ingin er í stuttu máli fólgin í því að finna út á hvaða sviðum bamið er á eftir í þroska og á hvaða svið- um það fylgir jafnöldmm sfnum nokkum veginn. Greining er ákaf- lega mikilvægur hlekkur en aðal- starfíð er þó eftir. Og hér er það sem hlutverk foreldrafélagsins á að verða stórt. Mjög mörg þessara misþroska bama eiga nefnilega fullt erindi í skólana. Þrátt fyrir þessa galla sína em þau oftast ekki van- gefín og geta lært í skóla engu síður en aðrir, ef þeim er gert það kleift. í grunnskólalögunum stendur að sérhvert bam eigi kröfu á menntun miðað við þarfír þess og getu, en hins vegar em margir skólar engan veginn í stakk búnir til þess að taka við þessum bömum. Það er bæði vegna þess að fræðsla til kennara um misþroska hefur verið af skom- um skammti, en einnig vegna þess að oft koma bömin bara í skólann án þess að nokkur viti að eitthvað sé að. Það er því ekki farið að taka á vandanum fyrr en það er jafnvel orðið um seinan. í lögum foreldrafélagsins segir að það skuli vera stuðningssamtök foreldra og aðstandenda, og að til- gangur þess sé að efla kynningu og skilning á misþroska. Þessu hyggst félagið ná með því að safna saman og dreifa upplýsingum til fóstra, kennara og annarra sem kunna að hafa af svona bömum að segja. Einnig mun félagið halda fræðslufundi og kynna á ýmsum vettvangi hagi misþroska bama og hvemig hægt er að hjálpa þeim í lífsbaráttunni. Síðast en ekki síst á félagið að veita foreldrum stuðning á margvíslegan hátt, til dæmis með því að gefa þeim tækifæri til að ræða við aðra um vandamálin og að útvega þeim aðgang að alls kon- ar ritum sem fræða um misþroska. Það er nefnilega hér eins og víða annars staðar að margt má læra af þeim sem gengið hafa í gegnum sömu erfíðleikana og blasa við for- eldrum misþroska bams. Stofnun f oreldraf élagsins Foreldrafélag misþroska bama var stofnað þann 7. apríl í ár og Bókarfregn Þórgnýr Guðmundsson fv. skóla- stjóri, Sitt af hveiju Prentsmiðjan Oddi hf. Útgefandi: Höfundur Eiríkur Stefánsson og Sigurður Gunnarsson höfðu umsjón með útgáfunni. í fyrstu sumarvikunni á þessu ári kom út fremur lítil en einkar fallega unnin bók eftir einn af vormönnum þjóðar okkar, Þórgný Guðmundsson fv. skólastjóra á Sandi í Aðaldal, en hann er einn af sonum skáldsins þjóð- kunna Guðmundar Friðjónssonar. Það er skemmtileg tilviljun að bók Þórgnýs skuli koma út þegar brum tijánna eru að springa út og landið okkar fagra að klæðast nýjum gróðri. En svo sem fjölmörgum er kunnugt hefur höfundur af einlægni og festu helgað ævistarf sitt allt mikilvæg- ustu gróðrarstörfum þjóðar okkar: Uppeldi fslenskrar æsku. Bókin er í meðalstóru broti og 116 blaðsíður. En þótt hún sé ekki lengri, er hún engu að síður efnismikil, því að letur er fremur smátt og eyður nær engar. Hún skiptist í tvo aðalkaflá: Ræð- ur og greinar frá ýmsum tímum og Minnst nokkurra samferða- manna. Eiríkur Stefánsson, skóla- bróðir höfundar skrifar formálsorð. . Bókin er í ljósri kraton-kápu. Á framsíðu hennar er, auk heitis höf- undar og bókar, einkar geðþekk og táknræn teikning. Á baksíðu er hins vegar mynd af höfundi ungum og ágæt mynd af höfuðbólinu Sandi í Aðaldal, fæðingarstað og heimili höfundar. Efni bókarinnar er raunar aðeins Þórgnýr Guðmundsson sýnishom af ræðum og greinum höf- undar, valið nánast af handahófi. Þótt ættingjar og vinir Þórgnýs sakni margs sem hann hefur skrifað og þeim fínnst að þama hefði átt að vera, fagna þeir útgáfu bókarinn- ar af heilum huga. Og það munu margir fleiri gera, sem þekkja til starfa Þórgnýs. Hún er og verður góður varði um þennan mæta mann. Bókin kostar aðeins kr. 500. Hún fæst í Bókaverslun Þórarins Stefáns- sonar á Húsavík, hjá Máli og menn- ingu, Reykjavík, og heima hjá höf- undi á Sandi í Aðaldal, S-Þing. Sigurður Gunnarsson eru nú þegar komnir á lista hjá því á annað hundrað manns. Við leggjum áherslu á að fjöl- skyldan eigi við sameiginlegt vandamál að stríða og því er ár- gjaldið í dag 1500 kr. á fjölskyldu. Misþroska bam er nefnilega engin eyja. Við höfum notið stuðnings Þroskahjálpar við stofnun félagsins og auk þess hefur norska foreldra- félagið stutt okkur með ráðum og dáð. Við fengum leyfí til þess að þýða og staðfæra bækling þeirra og hefur hann verið prentaður í á þriðja þúsund eintökum hér. Fyrir utan undirbúningsfundi og stofnfund hefur nú þegar verið haldinn einn kynningarfundur um starfsemi Greiningarstöðvar ríkis- ins annars vegar og hins vegar um tilgang og starfsemi Svæðisstjóma. Þess utan höfum við fengið eintak af myndbandi um misþroska bam og geta félagar slegið sér saman og fengið myndina að láni. Gott er að lítill hópur sjái hana saman og ræði síðan efni hennar. Texti mynd- arinnar er til í íslenskri þýðingu. Bókasafn félagsins er ævintýralega smávaxið enn, en þó má fínna þar ýmislegt bitastætt. Ef einhver sá, sem les þessar línur, hefur áhuga á að kynna sér nánar starfsemi félagsins, verða meðlimur eða fá eintak af bækl- ingnum, þá er heimilisfangið þetta: Foreldrafélag misþroska bama, Pósthólf 5475, 125 Reykjavík. Höfundur er kennari og formaður í Foreldrafélagi misþroska bama. Er bam þitt óvenjulega / —' » m RUM ISLEIMSK HQNIMUN TANGÓ Efni: Svart - hvítt - Ijós eik Verð frá kr. 108.108.00 m/dýnum. Hönnun: Bergljót Ingvarsdóttir. DUETl Efni: Maghony - Ijós eik - hvítlökkuð eik. Verð frð kr. 89.300.00 m/dýnum. Hönnun: Einar Ágúst. Framleiöandi j^/u/ Grensásvegi 3 • Sími 681144
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.