Morgunblaðið - 01.06.1988, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 01.06.1988, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVTKUDAGUR 1. JÚNÍ 1988 31 Heilluð af rokkinu Þess hafði veríð vænst að Raisa, eiginkona Gorbatsjovs aðalrítara, yrði viðstödd rokk- tónleika 20 helstu rokkhljóm- sveita Sovétríkjanna, sem fóru fram í tilefni af leiðtogafundin- um í stórrí íþróttahöll á sunnu- dagskvöldið. Það brást en í staðinn var dóttir þeirra, Irina, á tónleikunum ásamt manni sínum. Hjónakornin virtust skemmta sér prýðilega en um tólf þúsund manns voru i höll- inni og var sviðið skreytt sov- éskum og bandarískum fánum. Reuter Reagan á fundi hjá rithöfundasambandinu: Ræddi um sovéska listamenn í útlegð 29. mal-2. júni, 1988 MOSKVUFUNDURINN Moskvu, frá önnu Bjarnadittur, fréttaritara Morgfunblaðsins. RONALD Reagan, Bandaríkja- forseti, talaði um reynslu sina sem leikarí i hádegisverðarboði sovéska ríthöfundasambandsins í höfuðstöðvum þess í Moskvu i gær. Hann vitnaði i sovéska leik- stjórann Eisenstein, sem stjórn- aði kvikmyndinni Ivan grímmi og sagði að leikarar yrðu að geta náð tökum á hugsjón og haldið henni til að geta unnið starf sitt vel. Reagan sagði að hann teldi að leiðtogar yrðu einnig að hafa hug- sjón og bætti við: „Ég tel að Gor- batsjov geti náð tökum á hugsjón og haldið henni og ég virði hann fyrir það.“ í ræðu sinnj vitnaði Reagan einn- ig í skáldin Önnu Akhmatovu og Nikolai Gumilev. Hann talaði um mikilvægi tjáningarfrelsis og sagð- ist vona að listamennimir Baryshn- ikov og Rostropovits, sem eru bú- settir í Bandaríkjunum, fengju ein- hvem tíma að koma aftur fram í Moskvu og bækur Alexanders Solzhenítsyns yrðu gefnar út í Sov- étríkjunum. Leiðtogafundurinn í Moskvu: Deilur um mannréttinda- brot einkenna viðræðumar Búist við árangri á sviði afvopnunarmála Frá Ásgeiri Sverrissyni, blaðamanni Morgunblaðsins. SÚ SPENNA sem einkennir samskipti risaveldanna, þrátt fyrir yfirlýs- ingar sovéskra og bandarískra embættismanna um hið gagnstæða, hef- ur komið berlega í ljós hér á fundi leiðtoganna í Moskvu. Ronald Reag- an Bandaríkjaforseta hefur greinilega tekist að beina athygli fjölmiðla að mannréttindabrotum Sovétstjómarinnar og ofsóknum gagnvart and- ófsmönnum. Sendimenn fjölmiðla hafa spurt sovéska embættismenn „óþægilegra spurninga" um ástand mannréttindamála í Sovétríkjunum og sá reyndi talsmaður sovéska utanríkisráðuneytisins, Gennadíj Ger- asimov, hefur sýnt merki um óþolinmæði á fundum með blaðamönnum hér i blaðamannamiðstöðinni i Mezhdúnarodnaja-hótelinu á bökkum Moskvu-fjjóts. Auk mannréttindamála er fækkun langdrægu kjamorkuvopnanna efst á baugi á Moskvu-fundinum. Samning- ur í þá veru verður ekki undirritaður hér í Moskvu en ýmislegt bendir þeg- ar til þess að ákveðnum hindrunum verði rutt úr vegi í viðræðum leið- toganna og sérfræðinga risaveld- anna. Tveir samningar á sviði vígbúnað- armáia hafa þegar verið undirritaðir, annars vegar um upplýsingaskyldu risaveldanna vegna eldflaugaskota í tilraunaskyni og hins vegar eftirlit með kjamorkutilraunum neðanjarð- ar. Samningur um síðastnefnda atrið- ið var raunar undirritaður fyrir 12 árum en var ekki staðfestur vegna ágreinings um eftirlit. Reagan harnpar sovéskum andóf smönnum Sovétmenn höfðu lýst þvi yfír fyrir Moskvu-fundinn að forseti Banda- ríkjanna gæti farið hvert sem hann vildi og rætt við hvem sem væri meðan hann dveldi í Moskvu. Reagan tók Sovétmenn á orðinu og ræddi á mánudag við sovéska andófsmenn á Spaso-setri, en svo nefnist bústaður Bandaríkjanna f Moskvu. Ræður þriggja andófsmanna sem sýndar voru í beinni sjónvarpsútsend- ingu á lokuðum rásum forréttinda- stéttarinnar og útlendinga sem hér dvelja vöktu gífurlega athygli meðal erlendra blaðamanna hér í borg, enda er það einsdæmi að sovéskir andófs- menn flyiji ávörp í sjónvarpi. Greinilegt er að sovéskir embættis- menn em mjög svo óánægðir vegna fundarins í Spaso og ummæli Reag- ans forseta fóru augsýnilega fyrir brjóstið á þeim. Gennadíj Gerasímov sagði á blaðamannafundi á mánudag að Reagan hefði rætt við „fólk sem væri ekki beinlínis fyrirmyndar Sov- étborgarar, frekar hið gagnstæða". Er Gerasímov var spurður hvort and- ófsmönnunum þremur yrði á einhvem hátt refsað fyrir ávörp sín, sagði sov- éski talsmaðurinn: „Ég tala við Reag- an forseta og ég vona að mér verði ekki refsað fyrir það.“ Sovétmenn munu hafa hótað að hægja á brottflutningi innrásarliðsins frá Afganistan ef Pakistanar létu ekki af hergagnaflutningum til frels- issveita afganskra skæruliða, sem berjast gegn sovéska innrásarliðinu og leppstjóm Sovétmanna í Kabúl, höfuðborg Afganistan. Þetta mæltist greinilega iila fyrir í röðum banda- rískra embættismanna og virðist svo sem harkaleg ummæli Reagans um mannréttindabrot Sovétstjómarinnar hafi verið svar Bandaríkjastjómar við þessu. Umbótastefnan hlýtur gæðastimpil Reagans Gerasímov segir viðhorf Reagans forseta til mannréttindamála í Sov- étríkjunum „gamaldags" og „úr sér gengin" þvf verulegar breytingar hafa átt sér stað í Sovétríkjunum á undanfömum árum. Þetta viðurkenn- ir Reagan og hefur hann þráfaldlega hrósað Gorbatsjov fyrir umbótastefnu sína og viðleitni hans til að auka lýð- ræði og lýðréttindi í Sovétríkjunum. Hins vegar telur Reagan að ekki hafí verið stigið nógu róttækt skref og hefur hann hvatt Gorbatsjov til að hraða umbótum á þessu sviði. Porsetinn hefur tvívegis nefnt ákvæði Helsinki-sáttmálans sem undirritaður var árið 1975 og rætt um brot Sovét- stjómarinnar gegn honum. Heimildir herma, að málflutningur Bandaríkjaforseta hafí náð eyrum Sovétleiðtogans og búast megi við byltingarkenndum tillögum frá hans hálfu á þingi sovéska kommúnista- flokksins í næsta mánuði. Gorbatsjov sagði í ávarpi sem hann flutti í Kremlar-höll er Reagan-hjónin komu til Moskvu á sunnudag að betra væri „að sjá einu sinni en heyra hundrað sinnum" og vék þannig að harðorðum ummælum Reagans á undanfömum árum um stjómkerfí kommúnista en þetta er fyrsta heim- sókn Bandaríkjaforseta til Sovétríkj- anna. Róttækra breytinga að vænta á flokksþinginu í júlí? Gerasímov, talsmaður utanríkis- ráðuneytisins, sagði hins vegar í við- tali um síðustu helgi að hann fengi engan botn í ummæli Reagans um ástand mála í Ráðstjómarríkjunum og sagði þau röng, þar eð verið væri að vinna að umbótum á þessu sviði sem öðmm í Sovétríkjunum. Þessi ummæli talsmannsins þykja styrkja þá skoðun að búast megi við sögu- legu þingi sovéska Kommúnista- flokksins í næsta mánuði. Á vettvangi afvopnunarmála bend- ir flest til þess að búast megi við verulegum árangri í viðræðum um fækkun langdrægra kjamorkuvopna. Vinnunefndir sovéskra og banda- rískra embættismanna hafa þegar tekið til starfa og búist er við að ein- hvers konar yfirlýsing um árangur á þessu sviði verði birt í lok Moskvu- fundarins. Bæði risaveldin hafa lagt fram tillögu um orðalag sáttmála i þessa veru á fundum samningamanna þeirra í Genf. Blaðamenn hér í blaða- mannamiðstöðinni velta því mjög fyr- ir sér hvort haldinn verði annar leið- togafundur áður en Reagan lætur af embætti í janúar á næsta ári. Heim- ildamenn Morgunblaðsins í röðum austur-evrópskra blaðamanna full- yrða að þegar hafí verið samið um næsta leiðtogafund og verði hann haldinn í Belgrað í Júgóslavíu í haust. Of snemmt er að segja til um hvort þessi verður raunin en óhjákvæmi- lega verður mönnum hugsað til leið- togafundarins í Reykjavík þar sem ísland er aðildarríki Atlantshafs- bandalagsins. Miðað við þær hefðir sem tíðkast í samskiptum risaveld- anna væri því eðlilegt að næsti fund- ur Reagans og Gorbatsjovs, ef af honum verður, yrði hann haldinn í einhveiju ríkja Varsjárbandalagsins þar sem leiðtogamir hafa þegar átt fund í Sviss, sem er hlutlaust ríki, auk fundanna hér í Moskvu og Wash- ington á síðasta ári. Sovéska utan- ríkisráðuneytið: Sakharov boðið að haldafund Moskvu, Reuter. SOVÉSKI kjarneðlisfræðingur- inn Andrei Sakharov sagði fréttamönnum á mánudag að embættismenn í sovéska utanrík- isráðuneytinu hefðu boðið sér að halda blaðamannafund þríðja júní, daginn eftir að Reagan for- seti yfirgefur Moskvu. „Að sjálfsögðu þigg ég boðið. Það er mjög jákvætt að þetta skuli gerast", sagði Sakharov. Sakharov hlaut friðarverðlaun Nóbels árið 1975. Fimm árum síðar var hann sendur í útlegð til borgar- innnar Gorkí m.a. vegna andstöðu sinnar við innrás Sovétmanna í Afganistan. 1986 hringdi Gorbatsjov aðalrit- ari til Sakharovs og tilkynnti honum að hann mætti snúa aftur til Moskvu. Síðan hefur Sakharov oft lýst stuðningi sínum við endurbóta- stefnu Gorbatsjovs en jafnframt lagt mikla áherslu á aukin mann- réttindi og þá kröfu að öllum svo- nefndum samviskuföngum verði sleppt úr haldi og veitt sakarupp- gjöf. Vikurititð Moskvutíðindi hefur þrisvar átt viðtal við Sakharov síðan hann kom aftur til höfuðborgarinn- ar. M M SKOUTSALA Leðurbarnaskór kr. Leðurkvenskór kr. 790,- 790,- Mikið úrval af nýjum sumarvörum s.s. T-bolum, H-bolum, pilsum, peysum, barnabuxum o.fl. o.fl. á okkar landsfræga lága verði. Opiðtil kl. 16 laugardaga Laugavegi91 Hringbraut 119, Keflavík Drafnarfelli 12 Smiðjuvegi 2b, Akureyri
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.