Morgunblaðið - 01.06.1988, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 01.06.1988, Blaðsíða 20
*o. 20 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVTKUDAGUR 1. JÚNÍ 1988 +- Spjallað við Sigurjón Sighvatsson, X m- kvikmyndafram- B leiðanda í 1M Pv Hollywood *^i b * ÍSLENDING AR virðast vera að hasla sér vöU í kvikmyndaheiminnm. Þvi til vitnis er meðal annars gott gengi íslensku bíómyndarinnar Foxtrot á Cannes-kvikmyndahátíðinni í Frakklandi, sem Iauk fyrir skemmstu. I Cannes var hins vegar einn ig staddur eini íslendingurinn, sem rekur kvikmyndafyrirtœki á heimsmælik varða í Mekka kvikmyndagerðarinnar, Hollywood, og framleiðir myndbönd og bíómyndir líkt og á færibandi. Þetta er Sigurjón Sighvatsson, sem átti stuttan stans heima á íslandi á leiðinni frá Cannes til New York, þar sem hann ætlar að gera samninga við „nokkur mjög stór nöfn í kvikmyndaheiminum," eins og hann orðaði það, um að leika í næstu bíómyndum sínum. Morgunblaðið átti stutt spjall við Sigurjón á meðan hann var að láta ofan í tðskurnar, sem honum hafði tæpast gefist tími tilaðtakauppúr. í Cannes var sýnd nýjasta kvikmyndin, sem Sigurjón og félagi hans í kvikmyndafyrirtæk- inu Propaganda Films, Steve Golin, framleiddu. Myndin heitir The Blue Iguana eða Bláa eðlan, og fékk að sögn Sigurjóns góða dóma. „Ég segi ekki að við höf- um slegið í gegn, en myndin var sýnd fyrir 4.000 manns á sérs- takri miðnætursýningu og fékk mjðg góðar viðtökur," sagði Sig- urjón. Hann sagði að gagnrýn- endur hefðu einnig gefið mynd- inni góða dóma, og einn þekkt- asti kvikmyndagagnrýnandi Frakklanas hefði mælt með henni fremur en flestum hinna Hollywood-myndanna á hátíð- Sigurjón Sighvatsson: „Menn rjúka ekki lengur út í að gera mynd sem kostar áttatiu millj- ónir með átta í vasanum." Morgunblaðið/Þorkell „I>ú nærð ekki í mig í Hollywood fyrr en eftir viku... ég er að fara til New York að ljúka samning- um við mjög stór nöfn." Sigurjón að pakka niður eftir stutta viðdvöl á íslandi. „Það er uppsveifla í ís- lenskri kvikmyndagerð" mjög þekktum leikurum, sérs- taklega í annarri myndinni. Ég er að fara til New York núna að ljúka samningum við tvö eða þrjú mjög stór nöfn." Sigurjón leikstýrði á sínum tíma íslensku uppfærslunni á „Litlu hryllingsbúðinni". Er von á því að hann gefi sér tíma frá önnunum í Hollywood til fleiri verkefna hér heima? „Það getur verið að við Lárus Ýmir Óskarsson gerum á næsta ári kvikmynd eftir leikriti Ólafs Hauks Símonarsonar, Bílaverk- stæði Badda. Það er nú meira af ættjarðarást og áhuga en ágóðavon. Ég vil auðvitað reyna að halda tengslunum við ísland, sonur minn er í skóla hérna og hér á ég fjölskyldu. Svo vil ég auðvitað gera mitt til þess að íslensk kvikmyndagerð vaxi." — Hvernig líst þér á íslenska kvikmyndagerð? „Hún hefur verið í mikilli lægð að undanförnu en ég held að hún sé í uppsveiflu núna. Margt af því fólki, sem hefur verið í þess- um bransa undanfarin ár, hefur öðlast meiri reynslu. Ég hef mikla trú á því sem Dúna Hall- dórs er að gera og ég held að það hafi lika tekist vel til að mörgu leyti með Foxtrot. Ég efast heldur ekki um að Hrafn Gunnlaugsson er að gera goða hluti, þótt ég eigi enn eftir að sjá hvernig tekst til með nýjustu myndina hans. Ég held að íslensk kvikmynda- gerð sé að komast á heilbrigðari grunn en verið hefur. Menn rjúka ekki lengur út í að gera mynd sem kostar áttatíu milljónir með átta í vasanum. Það er nauðsyn- legt að sýna skynsemi í þessum efnum, því að auðvitað er það óðs manns æði að æða út f kvik- myndagerð án þess að geta nokkurn tímann vonast til þess að hafa upp í kostnað. Að þessu leyti hafa viðhorfin breyst. Aug- lýsingagerðin er líka að koma til og menn standa þar fastari fót- um. Það er allt önnur fag- mennska í íslenskum kvik- myndaiðnaði en var. Það vantar kannski heildarstefnu, en hún kemur með tíð og tíma." Viðtal: ÓÞS inni. „Sala á dreifingarrgttinum var þegar frágengin, Twentieth Century Fox hefur keypt hann. Nú skiptir sköpum hvað gerist hjá dreifingaraðilunum í hverju landi. Þeir komu allir á hátíðina og það að myndin skuli hafa fengið góða dóma, gefur þeim aukin kraft i markaðssetningu hennar. Ég held að þar hafi okk- ur einmitt tekist vel upp," sagði Sigurjón. Hann sagði að myndin yrði sýnd hér á landi í septemb- er, en það væri ekki ákveðið i hvaða kvikmyndahúsi. Propaganda hefur á aðeins tveimur árum unnið sér sess sem frumlegt ög djarft fyrirtæki og er nú til dæmis umsvifamesti framleiðandi tónlistarmynd- banda í heiminum. Viðskiptavin- irnir eru heldur ekki af verri endanum. Þar má nefna U2, Sting, Bruce Springsteen og Jo- hnny Hates Jazz. „I ágúst flytj- um við inn í nýtt 1500 fermetra húsnæði og opnum einnig skrif- stofu í London með haustinu," sagði Sigurjón. „Við erum að klára bíómynd núna, sem við filmuðum í New York í vor. Sú mynd kemur á markað í haust, en við erum með tvær til við- bótar í undirbúningi. Við erum að ganga frá samningum við dreifingaraðila og leikara, en aðalhlutverkin verða skipuð Hafnarfjörður: Hátíðahöld í tilefni 80 ára afmælis Hafnarfjarðarbær heldur upp á 80 ára afmæli sitt f dag, 1. júní, og næstu daga með hátíðahöld- um viðs vegar um bæinn. Fjöldi sýninga verður opnaður, haldnar skemmtanir fyrir ungajafnt sem aldna og kaffisamsæti, svo eitt- hvað sé nefnt. Dagskráin hefst í dag kl. 14 með sýningu brúðu- leikhússins „Sögusvuntunnar" í bókasafni Hafnarfjarðar og lýk- ur á laugardag með fjölskyldu- hátið í íþróttahúsinu við Strand- götu. Dagskráin í dag heldur áfram kl. 17 er málfundafélagið Magni afhendir Hafnarfjarðarbæ skemmtigarðinn Hellisgerði til eignar. Bæjarstjórn býður starfs- mðnnum sfnum til kafflsamsætis í veitingahúsinu A. Hansen á milli kl. 15 og 18.30 og dagskrá sjálfs afmælisdagsins lýkur með hátíðar- fundi í listamiðstöðinni Hafnarborg kl. 20.30 þar sem forseti íslands, Vigdís Finnbogadóttir, verður'heið- ursgestur. A morgun, fimmtudag verður afmælisveisla fyrir aldraða Hafn- firðinga f fþróttahúsinu auk skemmtana á St. Jósefsspítala, Sól- vangi og Hrafnistu. Opnaðar verða sögusýningar og myndbandasýn- ingar um sögu bæjarins í Byggða- safni Hafnarfjarðar og Öldutúns- skóla sem lýkur 19. júní og um kvöldið verður sýnd heimildarkvik- mynd um Hafnarfjörð í Bæjarbíói. Föstudagur verður helgaður hafnfirskum börnum með söng, leikjum og sprelli á Thorsplani kl. 10.30 og 15. í húsi fiskmarkaðsins verður afhjúpað listaverk Sigrúnar Guðjónsdóttur og Gests Þorgríms- sonar, flutt ávörp og haldið kaffl- samsæti sem bæjarstjórn býður flskvinnslufólki og sjómönnum til. Síðasta dag hátfðarinnar, laugar- dag, verður opin bátaleiga við Læk- inn og hestaleiga við íþróttahúsið. Þá verður íþróttadagskrá; knatt- spyrna, fallhlífastökk og flugvéla- módelsýning á Thorsplani kl. 13 og afmælisdagskránni lýkur með fjöi- skylduhátíð við íþróttahúsið kl. 15. Þar munu meðal annara koma fram; Bjartmar Guðlaugsson, fim- leikafélag'ð Björk, Björgvin Hall- dórsson, jfagnús Kjartansson, Tún- fiskar og þekktar persónur úr barn- atfmum Sjónvarpsins og Stöðvar 2. Fjögur stéttarfélög mót- mæla braðabirgðalögunum STJÓRNIR fjögurra stéttar- félaga, Sambands fslenskra bankamanna, Hins fslenska kenn- arafélags, Bandalags kennarafé- laga og Iðju, félags verksmiðju- fólks hafa samþykkt mótmæli gegn bráðabirgðalögum rfkis- srjórnarinnar frá 20. maf sl., eink- um þeini ákvæðum laganna er snerta skerðingu samningsréttar. í fréttatilkynningum frá stjórnum félaganna kemur fram að þær telja lögin árás á starfsemi verkalýðs- hreyfingarinnar og að með þeim sé vegið að samningsréttinum. Stjórn HIK vekur sérstaka athygli á 5. grein laganna, þar sem atvinnurekendum er bannað að hækka laun umfram þann ramma sem tiltekinn er í lögun- um, og telur að henni muni eingöngu beitt á ríkisstarfsmenn. Segir í álykt- un stjórnarinnar að þessi aðför muni án efa stórskaða skólastarf á kom- andi skólaári. Skólakór Kársness á tónleikum á Húsavík Húsavik. SKÓLAKÓR Kársness sem er á söngför um Norðurland söng f Húsavíkurkirkju sl. sunnudag undir stjórn Þórunnar líjöms- dóttur. Þetta er mjög agaður og hreinraddaður kór sem unuii var á að hlusta. Þarna er ábyggilega margt ungmeniia sem eiga eftir að efla tónhstarlíf komandi tíma. Aðsókn var minni en efni stóðu til og virðist það mikla starf og þeir miklu fjármunir sem undanfar- in ár hefur verið veitt til tónlistar- skólanna beri ekki tilætlaðan ár- angur þegar ungmenni sækja ekki tónleika jafnaldra sinna sem langt að eru komnir. Þetta á bæði við um höfuðstað Norðurlands og aðra staði hér fyrir norðan. - Fréttaritari Mýrar: Akrakirkja endurbyggð AKRAKIRKJA á Mýrum verður tekin f notkun að nýju eftír gagn- gera viðgerð, sem staðið hefur yfir i tvö ár, nk. sunnudag. Kirkjan var vígð árið 1900 og hefur nú verið endurgerð í upphaf- legri mynd. Af þessu tilefni verður hátíðarmessa f Akrakirkju á sunnu- dag kl. 14 og að henni lokinni kafflsamsæti f félagsheimilinu Lyngbrekku í boði kvenfélags Hraunhrepps. Margir hafa veitt þessari viðgerð liðsinni sitt með fégjöfum og ann- arri aðstoð og vilja sóknarmenn nú bjóða öllum velunnurum kirkjunnar til samveru nk. sunnudag.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.