Morgunblaðið - 01.06.1988, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 01.06.1988, Blaðsíða 44
i MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 1. JÚNÍ 1988 Heitt ostabrauð Er ekki alveg tilvalið að hafa ‘ ^einstaka sinnum létta kvöld- máltíð, til dæmis eftir að hafa legið í sólbaði eða dundað f garðinum daglangt? Hvernig væri þá að fá sér heitt osta- brauð? Nýristað brauð með hálfbráðn- um osti er sómamatur. Svo má halda áfram og gera meira úr brauðsneiðinni, til dæmis með þvi að láta skinku, rækjur, sardínur eða annað góðgæti undir ostinn. Einnig má að sjálfsögðu nýta ýmsa matarafganga á þennan hátt. Eftirfarandi uppskriftir af osta- brauði eiga það sameiginlegt að fýrst er brauðsneiðin ristuð á ann- arri hliðinni — til dæmis á heitri pönnu — og svo er hin hliðin smurð með smjöri. Þá er brauðið látið í vel heitan ofn, eða grill, og bakað við meiri yfirhita. Ef brauðið er ekki ristað fyrst þarf lengri tíma í ofninum við jafnari hita. Sardínuostabrauð Brauðsneiðamar em smurðar með smjöri, þykk ostsneið lögð á hverja sneið og sardínum raðað yfir. Efst em settir þrír strimlar af osti á hvetja sneið. Brauðið sett í ofn og bakað við mesta yfír- hita í um 6 mínútur, eða þar til osturinn er hálfmnninn. Rækjuostabrauð Brauðsneiðamar smurðar með smjöri. Á þær er raðað til skiptis röðum af niðursoðnum eða hrað- frystum rækjum og þykkum osta- stöngum. Rifnum osti og litlum smjörbitum stráð yfír. Bakað í vel heitum ofni í 2-4 mínútur. Skinkuostabrauð Brauðsneiðamar smurðar með smjöri og ostsneið lögð á hveija þeirra. Skinkusneið látin yfír og að lokum þykk ostsneið. Bakað við mikinn yfírhita í um 2-4 mínútur. Steikarostabrauð Brauðsneiðamar smurðar með smjöri. Þunnar sneiðar af kaldri steik eru smurðar með sinnepi, saltaðar og pipraðar og skomar í litla bita sem svo er stráð yfír brauðsneiðamar. Smádæld gerð í kjötblönduna á brauðinu og hrárri eggjarauðu hellt varlega í dæld- ina. Þar yfír er stráð rifnum osti og saxaðri steinselju. Bakað í ofni við mikinn yfírhita í 4-5 mínútur. Ananasostabrauð Brauðsneiðamar smurðar með smjöri. Steikt hænsna- eða kjúkl- ingalqöt sett á hveija brauðsneið. Ofan á er lagður hringur af niður- soðnum ananas. í miðju ananas- hringsins er sett endasneið af tómat, og tvær þykkar ostasteng- ur settar sín hvorum megin við tómatinn. Bakað í ofni við góðan yfírhita í 4-5 mínútur. Bananaostabrauð Brauðsneiðamar smurðar með smjöri. Bananasneiðar lagðar þétt á hvetja sneið, papriku stráð yfír og bleytt lítillega með sítrónusafa. 4 ostastengur lagðar í kross á hveija brauðsneið. Bakað í vel heitum ofni í 4-5 mínútur. Asparsostabrauð Brauðsneiðamar smurðar með smjöri og ostsneið lögð á hveija þeirra. Asparstoppar eru lagðir yfír ostinn. Tómatsneiðar eru sett- ar í tvö hom á hverri brauðsneið, og þunnir strimlar af skinku á milli tómatsneiðanna. Hrærið saman dálitlu af ijóma og rifnum osti, kryddið með múskati, salti og pipar. Breiðið jafninginn yfír brauðsneiðamar og bakið í vel heitum ofni í 2-3 mínútur. Appelsínuostabrauð Brauðsneiðamar smurðar með smjöri. Um ein matskeið af soðn- um humar sett á hveija sneið, og pipar stráð varlega yfír. Tvær appelsínusneiðar lagðar yfír hum- arinn, og þar ofan á tvær ostsneið- ar og litlir smjörbitar. Gjaman má strá saxaðri steinselju yfír. Bakað í ofni í 3-4 mínútur. HMBmK .— . - . iblaöið/Sigrún Sigfúsdóttir fusi fyrir skömmu. Fundarmenn á vorfundi BGÍ sem haldinn var á Garðyrkjuskóla ríkisins á Reykjum Búnaðar- o g garðyrkju- kennarar ræða markaðsmál Hveragerði. VORFUNDUR BGÍ var haldinn dagana 16. og 17. maí sl. á Garð- yrkjuskóla ríkisins á Reykjum. Aðalefni fundarins var námskeið i markaðsfræðslu. Leiðbeinandi var Karl Friðriksson, markaðs- fræðingur hjá Iðnfræðslustofnun, en hann er kandidat frá Bú- visindadeildinni á Hvanneyri. Einnig flutti Grétar Unnsteinsson, skólastjóri á Reykjum, erindi um kennslu i garðyrkju i nálægum löndum. Fréttaritari hitti að máli fyrrver- andi formann félagsins og bað hann segja frá starfsemi félagsins, hann sagði svo frá: „Búnaðar- og garð- yrlq'ukennarafélag íslands (BGI) var stofnað 1972. Hlutverk félagsins er að efla samstöðu og samstarf skóla- stjóra og kennara við bændaskólana á Hvanneyri og Hólum og Garðyrkju- skóla ríkisins á Reykjum í Ölfusi og vera málsvari þeirra útávið. Félagið heldur tvo fundi áriega til skiptis á skólunum. Þar eru m.a. flutt erindi um margvísleg efni sem tengjast starfsemi skólanna. Félagsmenn eru um 30. Búnaðar- og garðyrlq'ukennarafé- lagið hefur haldið nokkur námskeið fyrir félagsmenn, aðallega í kennslu- fræði. í sumar mun' félagið halda slíkt námskeið á Hvanneyri I sam- starfí við Búnaðarféag Islands og Búvísindadeildina á Hvanneyri. Námskeiðið munu sækja bæði kenn- arar og ráðunautar. Efni námskeiðis- ins verður: Viðbrögð ráðunauta og annarra starfsmanna landbúnaðarins við nýrri stöðu í landbúnaði á ís- landi, samdrætti í hefðbundnum bú- skap og búháttabreytingum. Leið- beinandi verður Torben Andersen, kennari við Kennaraháskólann í Haslev í Danmörku. Hann hefur tvi- svar áður haldið námskeið á íslandi á vegum félagsins. Félagið reynir eftir megni að hafa samskipti við félög búnaðar- og garð- yrkjukennara á hinum Norðurlönd- unum og víðar. Tvisvar hafa verið haldin norræn mót búnaðar- og garð- yrkjukennara á Hvanneyri. I fyrra sinnið (1968) stóð Guðmundur Jóns- son, þá skólastjóri á Hvanneyri og nú heiðursfélagi BGÍ, fyrir mótinu og í síðara skiptið árið 1979 var mótið haldið á vegum BGÍ undir for- ustu Magnúsar B. Jónssonar þáver- andi formanns félagsins og skóia- stjóra á Hvanneyri. Næst verður slíkt mót haldið á íslandi árið 1992. Um sama leyti mun sennilega verða haldið annað mót á íslandi fyrir erlenda og innlenda búfræði- og garðyrkjukennara, svonefnt Int- emational Joint Course on Agricult- ural Education. Þetta er mikið verk- efni fyrir fámennt félag. Af einstökum verkefnum sem BGÍ hefur látið til sín taka á 16 ára ferli sínum er samstarf um gerð kennslu- efnis eitt hið merasta. Reynslan sýn- ir að búfræði- og garðyrkjukennarar hafa bestar forsendur til að taka saman og semja kennsluefni í þessu námi. Þeir sameina það að hafa ann- ars vegar á valdi sínu þá kunnáttu sem um er að ræða og hins vegar reynslu af að framreiða hana þannig að nemendur geti notið hennar. I næsta mánuði verður efnt til ferðar félagsmanna til Hollands til að kynnast bændaskólum og bú- Selfossi. Á NÆSTU árum stefnir { stór- framleiðslu á lúpinufræi hjá Land- græðslu ríkisins. Eftir þijú ár verður mögulegt að uppskera fræ af 100 hekturum fræakra. t ár fæst fræuppskera af 20 hekturum sem getur orðið 1—2 tonn. Lúpínu- fræið mun Landgræðslan nota til uppgræðslu lands á völdum upp- græðslusvæðum. Sáning fyrir lúpínu hófst á Skóga- sandi síðastliðinn laugardag. Lúpí- nan gefur af sér fræ þremur árum eftir að sáð hefur verið. í fyrra var sáð í 30 hektara og næsta ár fæst því uppskera af 50 hekturum. í ár verður sáð í rúma 70 hekt- ara, þar af í rúma 50 hektara í Gunn- arsholti. 15 hektarar verða teknir undir lúpínuakra á Skógasandi í ár og 6 hektarar á Markarfljótsaurum. Á þessu stigi ræktunar lúpínunnar er mesta áherslan lögð á fræakrana en eftir 2-3 ár verður farið meira út í landgræðslu. Að sögn þeirra Andr- ésar Amalds beitarþolsfræðings Landgræðslunnar og Jóns Guð- mundssonar sérfræðings í frærækt verður lúpínan notuð í valdar upp- græðslugirðingar þar til meira er fræðikennslu þar í landi. Ferðin verð- ur á vegum Búfræðslunefndar og BGÍ.“ Að lokum gat Magnús Óskarsson þess að þessi fundur á Reykjum sem nú var að ljúka hefði verið vel heppn- aður og ánægjulegur i þessu fagra umhverfí. - Sigrún vitað um hegðun hennar í íslenska vistkerfínu. Lúpínan er helsti vaxtarbroddur- inn í landgræðslunni. Hún er ódýr í ræktun því eini tilkostnaðurinn er sáningin. Áhugi fyrir belgjurtum fer ört vaxandi og Landgræðslan hefur sent fræ til Svíþjóðar og Noregs. Þar verða þau notuð í tilraunum við skóg- rækt og uppgræðslu lands. Hér á landi eru í gangi tilraunir með lúpínuna á vegum Landgræðsl- unnar, Rannsóknarstofnunar land- búnaðarins og Skógræktar ríkisins. f þeim tilraunum er lúpínan rannsök- uð og aðrar belgjurtir. Helstu þætt- imir em fræöflunin, vistfræði lúpín- unnar og einnig kynbætur svo nýta megi hana til fóðurs. Ef það næst getur það valdið byltingu vegna þess hversu mikið lúpínan gefur af sér og hve tilkostnaðurinn er lítill. Þeir Andrés Amalds og Jón Guð- mundsson sögðu að lúpínan væri ein- stök uppgræðsluplanta en hún þyrfti að vera undir eftirliti. Það þyrfti að varast að fara með hana á staði þar sem hún gæti orðið óæskileg, einráð og áberandi í landslagi. — Sig. Jóns. Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Jón Guðmundsson og Andrés Arnalds. Landgræðsla ríkisins: Stefnt að stórfram- leiðslu á lúpínufræi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.