Morgunblaðið - 01.06.1988, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 01.06.1988, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 1. JÚNÍ 1988 23 sem er smitaður af alnæmi. b) Að hafa náið kynferðislegt sam- band við einstakling af gagnstæðu kyni. c) Að hafa náið kynferðislegt sam- band við einstakling af sama kyni. d) Að kyssast. e) Að fá vinsamlegan koss t.d. á kinnina. f) Að hóstað sé eða hnerrað á mann. g) Að fá blóðgjöf. h) Að deila sprautunálum. i) Að vera bitinn af skordýri. k) Frá matarílátum eða matvælum. Gefin var einkunn 1 fyrir hvert rétt svar. Hámarkseinkunn var því 10. Munur var á þekkingu á alnæmi eftir aldri, kyni, menntun, hjúskap- arstöðu og búsetu. Hópar Meðaleinkunn 18-39 ára 7,70 40 ára og eldri 6,52 karlar 7,39 konur 6,89 giftir 7,09 ógiftir 7,68 fráskildir 6,89 lokapróf frá — skyldunám 6,82 — ijölbraut eða sambærilegt 7,39 — háskólapróf 7,64 búseta — höfuðborgarsvæðið 7,24 — annað þéttbýli 7,22 — dreifbýli 6,42 Þekking og fordómar Kannað var samband þekkingar á alnæmi (fjöldi réttra svara) og því að vera sammála eftirfarandi tveimur staðhæfingum: a) Eg mundi neita að vinna með þeim sem smitaðir væru af alnæmi. b) Það á að banna (alnæmis) smit- uðum einstaklingum að vinna við matvælaframleiðslu. Niðurstöður eru mjög sláandi. í báðum tilvikum fer saman líti' þekking á alnæmi og fylgi við þess- ar staðhæfíngar hvora um sig. Sjá töflur_______________________ í báðum tilvikum er um stað- tölulega sannaða fylgni að ræða þannig að þekking á smitleiðum alnæmis skýrir fylgni við báðar staðhæfingamar eins og línurit sýna. Sem dæmi má nefna að ein- ungis 7% þeirra sem eru með 10 rétt svör mundu neita að vinna með alnæmissjúklingi en 67% þeirra sem eru með 3 rétt svör. Á sama hátt telja 91% þeirra sem eru með 4 rétt svör um alnæmi að alnæmis- sjúklingar eigi ekki að vinna við matvælaframleiðsu en 27% þeirra sem eru með 10 rétt svör. Ólafur Örn Haraldsson, fram- kvæmdastjóri Gallup á íslandi skoðanakönnunum erlendis. „Þessa sérstöðu Gallup á íslandi hafa við- skiptavinir okkar kunnað vel að meta auk þess sem Gallup nýtur ákveðins trausts, þegar erlendir aðilar vilja gera kannanir hér á landi, til dæmis á markaðsmögu- leikum," sagði Ólafur Öm. Hann sagði að fyrirtækið væri nú að auka starfsemi sína og auk markaðs- og skoðanakannana veitti það nú ráð- gjöf á sviði markaðsmála, fjölmiðla og almannatengsla. Morgunblaðið/Ól.K.M. Við opnun ítölsku vikunnar. Frá vinstri: Ragnar Borg, aðalræðismað- ur Ítalíu, Soffía Gísladóttir, ítölskukennari við Verslunarskólann, Sigrún Eyfjörð, nýkjörin Ljósmyndafyrirsæta ársins og prof. Tart- iglione, itölskukennari við Háskóla íslands. ítölsk vika á Holliday Inn: Sigrúnu Eyfjörð boðið til Ítalíu ÍTÖLSK vika stendur nú yfir á Holliday Inn en að henni standa G. Helgason & Melsteð hf., ferða- skrifstofan Útsýn og hótel Holliday Inn. Þar eru einnig staddir ítalskir verslunarfuUtrú- ar og fulltrúi frá ítalska útflutn- j ingsráðinu. Italska vikan hófst með form- legri opnun á sunnudagskvöldið, 1 29.maí. Þá var gert kunnugt að stofnunin Mondo Italiano ásamt Emilio Ugoletti hafa boðið Sigrúnu Eyfjörð, nýkjörinni Ljósmyndafyrir- sætu ársins, ókeypis kennslu í ítölsku við skóla stofnunarinnar í Róm og mun ferðaskrifstofan Út- sýn gefa fargjaldið. Meðan á ítölsku vikunni stendur verða staddir á Holliday Inn ítai- skir verslunarfulltrúar og vildi Ragnar Borg, aðalræðismaður, koma því á framfæri við þá sem hyggðuá innflutning á ítölskum vömm að hafa samband við þá því þeir gætu komið mönnum í sam- band við úflytiendur frá hinum ýmsu hémðum Italíu. Á Holliday Inn verður boðið upp á ítalskan matseðil alla vikuna. Þar er m.a. á boðstólum nýtt ftalskt grænmeti; nýjar kartöflur, jarðar- ber, kirsuber o.fl. sem kom með flugi frá Ítalíu nú um helgina. Brenna skuldabréf á verðbólgubálinu? „Örugg skuldabréf gera það ekki,(( segir Sigurður B. Stefánsson. Hvernig veistu það? „VIB selur aðeins örugg verðtryggð skuldabréf og spurningunni er aðeins hægt að svara með því að örugg skuldabréf, sem gefin voru út fyrir 1982-3, þegar verðbólgan fór upp fyrir 100%, skiluðu öllu sem á þeim var lofað. Örugg skuldabréf standa undir því sem útgefandinn skuldbindur sig til að greiða. Þess vegna brenna örugg skuldabréf VIB ekki upp í verðbólg- unni.“ Eru verðbréf þá áhœttulaus fjárfesting? „Verðbréf er hægt að fá á ýmsum stigum allt frá áhættulausustu skulda- bréfum til hinna sem hafa meiri áhættu í íör með sér. Minnst áhætta fylgir spariskírteinum ríkissjóðs og banka- tryggðum bréfum. Næst þeim eru skuldabréf traustra fyrirtækja. Áhættu- sömustu skuldabréfin bera hæstu vextina en það eru bréf lítilla fyrirtækja og einstaklinga.“ VIB, Verðbréfamarkaður Iðnaðarbankans hf, veitir allar upplýsingar um verðbréfakaup og þú þarft aðeins að fara á einn stað til að fá allar upplýsingar og öll þau bréf sem þú vilt. Eins og Sigurður segir brenna örugg skuldabréf ekki upp í verðbólgunni og þau reynast hin beslu slökkvitæki fyrir þá sem vilja eiga peningana sína áfram! Verið velkomin í VIB. VIB VERÐBRÉFAMARKAÐUR IÐNAÐARBANKANS HF Ármúla 7, 108 Reykjavík. Simi 68 15 30
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.