Morgunblaðið - 01.06.1988, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 01.06.1988, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 1. JÚNÍ 1988 atvinna — atvinna - atvinna — atvinna — atvinna — atvinna Sölufólk Óskum eftir að ráða sölufólk til starfa nú þegar. Um er að ræða kvöld- eða dagsölu. Spennandi vara. Góð sölulaun í boði. Upplýsingar veittar í síma 15118. Lausar stöður hjá Hollustuvernd ríkisins Með vísun til laga um breytingu á lögum nr. 109/1984, um hollustuhætti og heilbrigðis- eftirlit, með síðari breytingum, sem sam- þykkt voru á Alþingi 2. maí 1988, auglýsir heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið lausar til umsóknar eftirtaldar stöður hjá Hollustuvernd ríkisins: 1. Staða framkvæmdastjóra stofnunarinnar. Staðan veitist frá og með 1. ágúst nk., til fjögurra ára. Einungis má skipa mann, sem hefur menntun og reynslu á stjórnun- ar- og rekstrarsviði. Framkvæmdastjóri annast fjármálalega stjórnun og stjórn almennrar skrifstofu. 2. Forstöðumaður heilbrigiðiseftirlits. Staðan veitist frá 1. ágúst nk. til 6 ára. Forstöðumaður heilbrigðiseftirlits skal hafa háskólamenntun og viðhlítandi sér- þekkingu í heilbrigðisvernd og starfs- reynslu í heilbrigðiseftirliti. Heilbrigðiseft- irlit hefur yfirumsjón með því, að fram- fylgt sé ákvæðum heilbrigðisreglugerðar og annarra reglugerða, er lúta að heil- brigðiseftirliti. Það annast vöruskráningu og eftirlit með innflutningi matvæla og annarra neyslu- og nauðsynjavara. 3. Forstöðumaður rannsóknastofu. Staðan veitist frá 1. ágúst nk. til 6 ára. Forstöðumaður rannsóknastofu skal hafa háskólamenntun á sviði örveru- og/eða efnafræði og sérþekkingu og starfs- reynslu á sviði rannsókna á matvælum og neyslu- og nauðsynjavörum. Hlutverk rannsóknastofu er að annast efna- og gerlafráeðilegar rannsóknir, sem lög um hollustuhætti og heilbrigðiseftirlit gera ráð fyrir á sviði matvæla, neyslu- og nauð- synjavara og mengunar. Ennfremur að annast sérstök rannsóknarverkefni eftir því sem stjórn stofnunarinnar ákveður hverju sinni. 4. Forstöðumaður mengunarvarna. Staðan veitist frá 1. ágúst nk. til 6 ára. Forstöðumaður mengunarvarna skal hafa háskólamenntun á sviði verk- eða efna- fræði og sérþekkingu og starfsreynslu á sviði mengunarvarna. Hlutverk mengun- arvarna er að hafa yfirumsjón með því að framfylgt sé ákvæðum mengunar- varnareglugerðar og annarra hliðstæðra reglugerða. Ennfremur að annast meng- unarvarnir: 1. Tillögur að starfsleyfum og úrvinnslu gagna hvað snertir mengunarvarnir. 2. Skipulagningu og umsjón með fram- kvæmd mengunarrannsókna í sam- ræmi við lög um hollustuhætti og heil- brigðiseftirlit. 5. Forstöðumaður eiturefnaeftirlits. Staðan veitist frá og með 1. janúar 1989 til 6 ára. Forstöðumaður eiturefnaeftirlits skal hafa háskólamenntun og viðhlítandi sérþekkingu á eiturefnafræði og starfs- reynslu á því sviði. Hlutverk eiturefnaeftir- lits er að annast yfirumsjón með vöru- skráningu og innflutningi eiturefna og hættulegra efna í nauðsynjavörum. Umsóknir ásamt ítarlegum upplýsingum um menntun og störf sendist heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu, Laugavegi 116, 150 Reykjavík, fyrir 1. júlí 1988. Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið, 30. maí 1988. Hafnarfjörður - blaðberar Blaðbera vantar á Hvaleyrarholtið. Upplýsingar í síma 51880. fltrgiiinMu&it)* Hár Okkur vantar nú þegar hárskerasveina í fullt starf eða hlutastörf. Hár, hársnyrtistofa, Hjallahrauni 13, Hafnarfirði, sími 53955, heimasími 52977. Bílstjórar Vanir meiraprófsbílstjórar óskast. Upplýsingar í síma 38690. Olíufélagið hf. Skólafulltrúi Hafnarfjarðarbær auglýsir lausa til umsóknar stöðu skólafulltrúa. Umsóknir er greini menntun og fyrri störf skulu berast á bæjar- skrifstofuna, Strandgötu 6, eigi síðar en 17. júní nk. Nánari upplýsingar um starfið veita bæjarrit- ari og skólafulltrúi. Bæjarstjórinn í Hafnarfirði. Hótelstörf Óskum eftir að ráða í eftirtalin störf: 1. Umsjón með morgunverði og fleira. Vinnutími frá kl. 7.30-12.30. 2. Við tiltekt og ræstingu á herbergjum o.fl. Vinnutími frá kl. 8.30-14.30. 3. Næturvörð ca 15 vaktir í mánuði. Tungumálakunnátta nauðsynleg. Upplýsingar á hótelinu í dag frá kl. 16-19. CityHótel, Ránargötu 4a. Frá menntamála- ráðuneytinu Lausar stöður við framhaldsskóla: Við Fjölbrautaskóla Suðurnesja, Keflavík, er laus til umsóknar kennarastaða í íþróttum. Við Menntaskólann á Akureyri vantar kenn- ara í eftirtaldar greinar: Sögu, efnafræði og líffræði. Við Framhaldsskólann á Húsavík er laus til umsóknar staða bókasafnsfræðings. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist menntamálaráðuneyt- inu, Hverfisgötu 6, 150 Reykjavík, fyrir 16. júní nk. Þá framlengist umsóknarfrestur á áður aug- lýstum kennarastöðum til 10. júní nk: í stærð- fræði (2 stöður) við Menntaskólann á Akur- eyri og við Framhaldsskólann á Húsavík eru lausar kennarastöður í dönsku, ensku, íslensku, stærðfræði, viðskiptagreinum og þýsku. Þá er óskað eftir sérkennara til að kenna nemendum með sérkennsluþarfir. Menntamálaráðuneytið. Útvegstæknir óskar eftir vinnu. Getur byrjað strax. Áhugasamir leggi síma og nafn inn á auglýs- ingadeild Mbl. merkt: „Ú - 2772“ fyrir 3. júní. Vörubílstjóri Óskum eftir að ráða vörubílstjóra í sumaraf- leysingar í frystihús okkar. Upplýsingar í síma 92-14666. Brynjólfur hf. Útlitshönnun Okkur vantar nú þegar aðstoðarkraft í hönn- unardeild okkar. Iceland Review, sími84966, Höfðabakka 9, Reykjavík. Framkvæmdastjóri Hótel Valaskjálf á Egilsstöðum auglýsir eftir framkvæmdastjóra. Umsóknarfrestur er til 16. júní nk. Skriflegar umsóknir sendist til formanns stjórnar, Magnúsar Einarssonar, Selási 1, 700 Egilsstöðum, sem einnig gefur nánari upplýsingar um starfið. Listasafn Einars Jónssonar óskar eftir að ráða starfsmann í sumar til að annast leiðsögn og gæslu í safninu. Nokkur málakunnátta æskileg. Nánari upplýsingar veittar í síma 13797 milli kl. 13.00-16.00. Vélamaður - lagermaður Óskum eftir að ráða vélamann til viðgerða og lagerstarfa. Prentsmiðjan Edda, Smiðjuvegi 3, Kópavogi, sími45000. Kennarar! Vegna forfalla vantar kennara við grunnskól- ann í Vík frá skólabyrjun til janúar eða febrú- ar 1989. Kennslugreinar eru enska og sam- félagsfræði. Nánari upplýsingar veita: Skólastjóri í síma 99-7124, skólanefndarformaður (Guðmundur) í síma 99-7230 og sveitarstjóri í síma 99-7210. Skólastjóri Víkurskóla. Skeytingamenn Vegna aukinna verkefna í fjögurra lita prent- un vantar okkur skeytingamann. Aðeins van- ur maður kemur til greina. Mjög góð laun í boði. Hafið samband við verkstjóra í síma 28422. Prentsmiðja Ama Valdemarssonar hf.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.