Morgunblaðið - 01.06.1988, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 01.06.1988, Blaðsíða 16
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDÁGUR 1. JÚNÍ 1988 Morgunblaöið/RAx Séð yfir byggingarsvæði nýju hjónagarðanna við Suðurgötu Morgunblaðið/Júlfus Eiríkur Ingólfsson framkvæmdastjóri Félagsstofnunar stúdenta. Félagsstofnun stúdenta 20 ára: Fimmtíu starfsmenn og eigið fé rúmar 300 milljónir króna Nýir hjónagarðar í notkun í haust í DAG, 1. júnf, eru liðin 20 ár frá því að Félagsstofnun stú- denta tók til starfa. Aðild að Félagsstofnun eiga allir stúd- entar innan Háskólans, menntamálaráðuneytið og Há- skóli íslands. Stjórn stofnunar- innar skipa fimm menn, 3 til- nefndir af Stúdentaráði, einn af menntamálaráðherra og einn af Háskólaráði. Stjómar- formaður er Óskar Magnússon lögmaður. Af helstu verkefnum stofnunarinnar má nefna um- sjón með stúdentagörðum, rekstur bóksölu stúdenta, rekstur kaffistofa, ferðaskrif- stofu og fjölritunar. Við fyrir- tækið starfa nú um 50 manns og nemur skuldlaust eigið fé rúmum 300 miiyónum króna. Framkvæmdastjóri er Eiríkur Ingólfssón viðskiptafræðingur. Hann var tekinn tali og spurður hvað væri á döfinni hjá stofnun- inni. „Það ber hæst að við erum að byggja nýja hjónagarða á Grímsstaðaholti og áætlum að taka í notkun 60 tveggja og þriggja herbergja íbúðir fyrir ára- mót. 30 íbúðir bætast við haustið 1989 og þá munum við hafa tvö- falt meira húsnæði til umráða en nú er. Fyrsta skóflustungan var tekin 1986 og ég held ég megi segja að þetta séu umfangsmestu framkvæmdir sem Félagsstofnun hefur ráðist í. Það sem gerir okk- ur mögulegt að ráðast í svo stórt verkefni og ljúka því svo fljótt er að Húsnæðisstofnun veitir nú lán fyrir 85% af byggingakostnaði námsmannaíbúða með svipuðum kjörum og til verkamannabú- staða. Undir þeim 15%, sem við þurfum að leggja til, hefur að langmestu leyti verið staðið með innritunargjöldum og með fram- lögum frá Háskólanum, sem hefur reynst okkur mjög vel í þeim efn- um. Þetta er mikil bót frá því sem áður var þegar garðarnir voru að mestu leyti byggðir fyrir gjafafé og opinbera styrki. Það átti bæði við um Gamla-Garð, þar sem ferðaskrifstofan Saga rekur hótel í sumar og Nýja- Garð, þar sem lokið verður við gagngerðar end- urbætur á næstu vikum, og einnig um Hjónagarðana, sem lokið var við 1976. Þegar þetta húsnæði, sem nú er á byggingastigi, verður komið í notkun verða 150 íbúðir á hjónagörðum auk um 100 her- bergja á Gamla- og Nýja-Garði. Þá ættum við að geta hýst 7-8% stúdenta við Háskólann. Það er þó enn langt í land að það geti talist viðunandi hlutfall. A hinum Norðurlöndunum er víðast pláss á görðum fyrir þetta 10-35% stúd- enta og þar eru Finnar einna ffemstir. Nú er verið að hanna 60 íbúða hús sem ráðgert er að rísi á Grímsstaðaholtinu, það er búið að útvega byggingarlóð og ég á von á að framkvæmdir geti hafíst þar innan fárra ára.“ -Burtséð frá görðunum, hvaða þýðingu hefur annar rekstur Fé- lagsstofnunar fyrir stúdenta? „Það er misjafnt eftir því um hvaða þjónustu er að ræða. Það má gefa sér það að flestir ef ekki allir noti sér bóksöluna. í einstaka greinum er hægt að fá talsvert af bókum hjá bóksölum en langf- lestir nota sér bóksöluna. Mjög stór hluti notar kaffístofumar, sem við rekum í helstu byggingum en það er kennt á 20-30 stöðum vítt og breitt um borgina. Þjón- usta Ferðaskrifstofu stúdenta er mikið notuð af ungu fólki, ekki einungis stúdentum Háskólans. Félagsstofnun er hluthafí í sam- norrænni stúdentaferðaskrifstofu sem sér um innkaup fyrir öll Norð- urlöndin í einu. Þess vegna getur við boðið námsmönnum einhver hagstæðustu fargjöld sem þekkj- ast hérlendis, bæði með Flugleið- um og erlendum flugfélögum. Þá gegnir fjölritun og nýstofnuð útg- áfudeild vaxandi hlutverki við frá- gang og útgáfu á ýmsu efni sem tengist námi flestra stúdenta. Rekstur eins og Félagsstofnun annast hér þekkist ekki á hinum Norðuriöndunum. Þar hefur smám saman gengið á hlut stúd- entanna. Þeir eiga víða aðeins einn fulltrúa f sjö til níu manna stjórnum og hafa ekki sömu áhrif og hér þar sem stúdentar geta nánast ráðið þvf sem þeir vilja." -Hvemig er rekstri dagheimila stúdenta háttað? „Samkvæmt samningi við Reykjavíkurborg hafa stúdentar fastan kvóta, um 13%, af dagvist- unarrými á vegum borgarinnar. Það byggist á því að Félagsstofn- un lét á sínum tíma tvö a bama- heimili sín, Valhöll við Hringbraut og Efrihlíð við Stigahlíð, borginni í té. Vegna starfsmannaskorts á dagheimilum hefur gengið nokkuð á þennan kvóta og stúdentar nýta nú um 10% af dagvistunarrými. Við höfum verið með hugmyndir um að byggja dagheimili í tengsl-1 um við Hjónagarða og það er eitt af þeim málum sem verið er að skoða." -Hverjir eru tekjustofnar Fé- lagsstofnunar? „Framlög frá ríkinu nema nú um 3% af okkar tekjum. ívið hærra framlag kemur af innritun- argjöldum, um 4-5% af heildar- tekjum, en 92-93% er sjálfsaflafé, tekjur af sölu og leigu. Fyrirtækið er fjárhagslega stöndugt og eigið fé er nú rúmar 300 milljónir. -Haldið þið upp á afmælið með einhveijum hætti? „Það er varla hægt að segja það. Við lokum skrifstofunni eftir hádegi og förum með starfsfólkið í stutta ferðí dag en það verður meira haft við í kringum vlgslu nýju hjónagarðanna um miðjan ágúst. Þá munum við til dæmis efna gamalt loforð um að koma upp skildi með nöfnum allra þeirra sem gáfu fé til byggingar gömlu Hjónagarðanna," sagði Eiríkur Ingólfsson framkvæmdastjóri Fél- agsstofnunar stúdenta. Bygging strandeldisstöðvar stöðvast á bankafyrirgreiðslu F]örfiskur hf.: „Getum byrjað strax og fyrirgreiðsla fæst,“ segir stjómarformaður fyrirtækisins Selfossi. Jarðvegsf ramkvæmdum og allri hönnunarvinnu við strand- eldisstöð Fjörfiaks hf., sem fyr- irhugað er að reisa f Þorláks- höfn, er lokið. Áætlað var að setja stöðina í gang að hluta til f júní en nauðsynleg fyrir- greiðsla banka varðandi rekstr- arlán hefur ekki fengist. Guðmundur Sigurðsson stjóm- arformaður Fjörfísks hf. segir að hlutafjárloforð liggi fyrir að fjár- hæð 30 milljónir og 40 milljóna lánsloforð sem er skilyrt varðandi bankafyrirgreiðslu. „Það er búið að vinna alla undir- búningsvinnu við alla stærstu efn- is- og verkþætti. Það er því hægt að fara fyrirvaralaust í þetta verk- efni fáist fyrirgreiðsla," sagði Guðmundur, „og ef farið er af stað strax og vel gengur er hægt að taka stöðina í notkun í júlí- ágúst. Frumáætlunin var að taka inn 220 þúsund seiði í ár. Ef hins vegar væri farið út í skiptieldi og fiskurinn alinn upp í 6-800 gramma stærð og settur í sjókvíar næsta vor er mögulegt að taka inn 500 þúsund seiði um leið og stöð- in er tilbúin." Með skiptieldi er átt við að físk- urinn er tekinn í stöðina 40-50 grömm, alinn í 6-800 grömm og settur út í sjókvíar yfír sumarið og verður sláturfískur seint á haustin. „Við erum núna stopp þangað til við fáum banka sem vill taka fyrirtækið í viðskipti. Þetta fyrir- tæki þarf að hafa rekstrarlánafyr- irgreiðslu og er annað tveggja á íslandi sem ætlar eingöngu í mat- fískeldi. Við gætum leyst töluverð- an vanda seiðaeldistöðvanna ef við gætum haldið áfram. Það er ekki rétt, eins og komið hefur fram, að setja fískeldið und- ir einn og sama hattinn. Seiða- eldi, kvíaeldi, hafbeit og strandeldi eru mismunandi rekstrarform og ólík að mörgu leyti. Það er öruggt að til þess að gera seiðamarkaðinn tryggan þarf að gera það mögu- legt að afsetja seiðin hér innan- lands og þar eiga kvíaeldi og strandeldi mikla möguleika. — Sig. Jóns. Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Guðmundur Sigurðsson á byggingarstað Fjörfisks hf. í Þorlákshöfn þar sem allt er tilbúið tíl að hefjast handa.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.