Morgunblaðið - 01.06.1988, Page 64

Morgunblaðið - 01.06.1988, Page 64
 Tork þorrkur. Þegar hrríniarti er naudsyn. afgasiacohr Vesturqotu 2 Pósthólf 826 Vesturgotu 2 Pósthólf 826 121 Reykjavik Simi (91) 26733 MIÐVIKUDAGUR 1. JÚNÍ 1988 VERÐ í LAUSASÖLU 60 KR. / Spasskíj þjálfar Ól- ympíuliðið BORÍS Spasskíj mun þjálfa íslenska Ólympíuliðið í skák í viku eða tíu daga áður en Ólympíumótið hefst í Þessalón- iku í Grikklandi þann 12. nóv- ember næstkomandi. Spasskíj mun tefla á Grand Prix-mótinu, sem Stöð 2 gengst fyrir í október og að því búnu fara með Ólympíuliðinu i æfingabúðir ein- hvers staðar úti á landi. Þráinn Guðjnundsson, forseti Skáksambands fslands, sagði í sam- tali við Morgunblaðið í gær að í stórmótinu í vetur hefðu menn rætt um að fá sovéska stórmeistarann Lev Pólúgajevskí til að þjálfa Ólympíuliðið, en þau áform hefðu ekki náð fram að ganga. Eftir mót- ið hefði nafn Spasskíjs fljótlega komið upp í þessu sambandi, því Spasskíj þætti vera einstaklega skemmtilegur sem félagi, auk þess sem hann hefði geysilega víðtæka reynslu og þekkingu á öllum sviðum skákarinnar. Ekki hefur verið formlega gengið frá því hveijir munu skipa Ólympíu- liðið, en að sögn Þráins verða það að öllum líkindum stórmeistaramir Jóhann Hjartarson, Margeir Péturs- ’son, Jón L. Ámason og Helgi Ólafs- son, auk alþjóðlegu meistaranna Karls Þorsteins og Þrastar Þór- hallssonar. Þjálfari liðsins ytra yrði líklega Kristján Guðmundsson, en hann hefði farið með Ólympíuliðinu á tvö síðustu mót. Fanfani í heimsókn AMINATORE Fanfani, fjárlaga- ráðherra Ítalíu og fyrrum for- sætisráðherra, hefur stutta við- dvöl á íslandi á leið sinni til Kanada þann 6. þessa mánaðar. Að sögn Ragnars Borg aðalræð- ismanns ítala hefur Fanfani ósk- að eftir viðræðum við íslenska ráðamenn. í fylgd með honum er eiginkona hans sem er einn af átta varaforsetum alþjóða Rauða krossins. BAÐIBLAA LONINU Galiup-könnun á viðhorfum almennings: Alnæmi er talið mesta heilbrigðisvandamálið ALMENNIN GUR á íslandi telur að alnæmi sé nú orðið mesta heil- brigðisvandamálið, að því er fram kemur f könnun sem Gallup á íslandi hefur gert fyrir landlæknisembættið. Könnunin var gerð í tengslum við alþjóðlega könnun sem Gallup-stofnunin hefur látið gera á viðhorfum almennings til alnæmis í 35 þjóðlönidum. í þessum löndum, að undanteknum tveimur, telur almenningur að alnæmi sé mesta heilbrigðisvandamálið, en krabbamein og hjartasjúkdómar komi þar á eftir. Að sögn Guðjóns Magnússonar aðstoðarlandlæknis sýna niðurstöð- ur könnunarinnar að verulegur ár- angur hefur þegar náðst í að fræða almenning um alnæmi, helstu smit- leiðir og nauðsyn þess að sýna fulla ábyrgð í eigin kynlífí og best hefði «**tekist að ná til þeirra hópa sem brýnast er talið að ná til, það er fólks á aldrinum 18 til 39 ára. Guðjón sagði að hins vegar teldu margir enn að alnæmi smitist með öðrum leiðum en þeim sem heil- brigðisyfirvöld hafa lagt áherslu á og væri vísindalega sannað. Þannig teldu hlutfallslega fleiri íslendingar að alnæmi smitist við almenna umgengni við alnæmissjúklinga en í öðrum Vestur-Evrópulöndum. í könnuninni var sérstaklega at- hugað hve margir aðspurðra telji sig hafa breytt hegðun sinni vegna hættunnar á að smitast af alnæmi og vekur athygli að hlutfall íslend- inga, þ.e. 7%, er í hærra lagi saman- borið við önnur lönd í Evrópu en lægra heldur en í Bandaríkjunum (11%), Brasilíu (14%) og Nígeríu (30%). Þá er einnig eftirtektarvert að 82% íslendinga telja sig ekki þurfa að breyta hegðun sinni sam- anborið við 68% Bandaríkjamanna. Sjá niðurstöður könnunarinn- ar og viðtöl á bls. 22 og 23. Nýttbú- vöruverð Beðið ákvörðunar um auknar niðurgreiðslur ÁKVEÐINN hefur verið nýr verðlagsgrundvöllur búvara og tekur hann gildi f dag. Hækkun á sauðfjárafurðum var ákveðin 6,72% en á mjólkurafurðum 7,73%. Nýtt búvöruverð verður ákveðið f dag. Beðið er ákvörðun- ar ríkisstjómarfundar f dag um hvort auka eigi niðurgreiðslur sem nemur krónutöluhækkun söluskatts. Að sögn Guðmundar Sigþórsson- ar, skrifstofustjóra í landbúnaðar- ráðuneytinu, vegur þyngst í hækk- un verðlagsgrundvallar 13-15% hækkun á kjamfóðri vegna gengis- breytinga og erlendra verðhækkana og um 22% hækkun á áburðar- verði, sem jafnan er reiknað inn í verðlagsgrundvöllinn 1. júní hvert ár. Laun til bænda hækkuðu í sam- ræmi við ákvæði bráðabirgðalaga eða um 3,8%. Að sögn Guðmundar Sigurðsson- ar hjá Verðlagsstofnun verður tekin ákvörðun um hækkun búvöruverðs í dag og mun það taka gildi frá og með morgundeginum, 2. júní. Ríkisstjómin lýsti því yfír í vetur að söluskattur ætti ekki að valda hækkun landbúnaðarvara. Listahátíð: Uppselt á Grappelli UPPSELT er á tónleika fiðluleik- arans Stéphanes Grappelli á Listahátíð. Aðrir dagskrárliðir sem mestra vinsælda njóta eru tónleikar Ashkenazys, sýning Black Ballet Jazz og tónleikar Leonards Cohens. í miðasölu Listahátíðar fengust þær upplýsingar að salan gengi vel, fáir miðar væru eftir á fyrstu sýningu ýmsra dagskrárliða. T.d. væri uppselt á fmmsýningu leikrits- ins Ef ég væri þú, eftir Þorvarð Helgason, á litla sviði Þjóðleik- hússins, en enn eru til miðar á seinni sýninguna. Miðaverð er misjafnt eftir dag- skrárliðum. Miði á tónleika Cohens kostar 2.200 kr., á fyrstu sýningu Black Ballet Jazz kostar 1650 kr. og- 1.100 kr. á efri svölum, en á seinni sýningamar 1.320 kr. og 880 kr. Á tónleika í Háskólabíói er miða- verð þrenns konar, eftir staðsetn- ingu í salnum. Á Pólska sálumessu kosta miðar 1.650, 1.320 og 990 kr., en á tónleika Ashkenazys kost- ar 1.320, 990 og 770 kr. Tónleikar Empire Brass Quintet eru undan- tekning frá þessu; á þá kostar 1.320 kr. hvar sem er í salnum. Ósóttir miðar á tónleika Grapp- ellis verða seldir mánudaginn 6. júní kl. 13.30 og kosta 1.320 kr. Vestfirðir: Svæðisútvarp að ári Rfkisútvarpið stefnir að opnun svæðisútvarps á ísafirði fyrir Vestfirði á næsta ári. Kom þetta fram hjá Gunnari Kvaran aðstoð- arframkvæmdastjóra Ríkisút- varpsins á blaðamannafundi f gær. Ríkisútvarpið er nú þegar með svæðisútvarp á Akureyri fyrir Norð- urland og á Egilsstöðum fyrir Aust- urland. Kom fram að rekstur þessara deilda hefði gengið vel. í athugun er að auka útbreiðslu svæðisútvarp- anna og var Markús öm Antonsson útvarpsstjóri m.a. nýlega á Norður- landi vestra til að athuga þau mál.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.