Morgunblaðið - 23.06.1988, Page 4
4
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. JÚNÍ 1988
Gróðursett í Fossvogi
ALLT að 600 tré verða gróður-
sett í Fossvogsdal, f landi Kópa-
vogs kl. 17:30 í dag, fimmtudag.
Það eru fyrirtœki og félagasam-
tök f Kópavogi, sem gefa trén
og er tilgangurinn með gróður-
setningunni meðal annars að
efla samstöðu um dalinn, sem
útivistarsvæði, segir i frétt frá
bæjarstjórn Kópavogs og undir-
búningsnefndar að samtökum
um lff f Fossvogsdal.
f fréttinni kemur fram að Foss-
vogsdalur hafí um nokkurra ára
skeið verið bitbein bæjaryfirvalda
í Kópavogi og Reykjavík, þar sem
þeir fyrmefndu hafa lagt áherslu
á útivistarsvæði í dalnum en borg-
aryfirvöld vilji leggja þar hrað-
braut.
í undirbúningi er stofnun íbúa-
samtaka um líf í Fossvogsdal og
hafa á þriðja hundrað manns skráð
sig til þátttöku en það er undirbún-
ingsnefndin og bæjarstjóm Kópa-
vogs sem standa að gróðursetning-
unni.
Gróðursetningur.ni verður
stjómað frá Snælandsskóla og eru
þeir, sem áhuga hafa beðnir um
að koma þangað. Verkfæri verða
á staðnum.
Forsvarsmenn frystihúsa um verðlækkunina vestra:
Tekjurnar minnka þó
tilkostnaðurinn aukist
VEÐUR
FORSVARSMÖNNUM frystihúsa, sem Morgunblaðið ræddi við,
ber saman um að nýasta verðlækkunin á þorskflökum á
Bandaríkjamarkaði sé mjög alvarleg tíðindi, þar sem verð á
afurðum lækki stöðugt en allur kostnaður innanlands farið
hækkandi. Enn væri ekki séð fyrir endan á verðlækkuninni og
því gæti ástandið enn átt eftir að versna og hár
fjármagnskostnaður innanlands væri að buga fyrirtækin. Á
mánudag féllst Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna á 30 senta
verðlækkun á þorskflökum til veitingahúsakeðjurnar Long John
Silver’s.
framkvæmdastjóri Fiskiðjusam-
lagsins á Húsavík. „Hér er um
að ræða verulegan hluta af flaká-
sölunni á Bandaríkjamarkaði,
kannski of stóran, sem hefur sín
áhrif.“
I máli Tryggva kemur fram að
þessi verðlækkun gildi fyrir þriðja
ársfjórðung þessa árs, sem nú er
nýhafmn, og reiknar hann með að
þetta lága verð haldist út árið.
„Við erum með stóran hluta okk-
ar þorskframleiðslu á Bandaríkja-
markað og þessi verðþróun gerir
það að verkum að við verðum að
breyta framleiðsluáætlunum okk-
ar.“ segir Tryggvi. „Það bætir held-
ur ekki úr skák að staða frystingar-
innar almennt var mjög erfið fyrir
sem veldur því að hún er verr en
ella i stakk búin að mæta þessu.“
Tryggvi Finnsson
Húsavík:
Alvarlegt áfall
„ÞETTA er að sjálfsögðu alvar-
legt áfall fyrir okkur einkum
þegar haft er í huga að á sama
tíma og þessi verðlækkun verður
er verðbólgan á uppleið hér inn-
anlands.“ segir Tryggvi Finnsson
fjárfestinga innan lands, sem ekki
tengjast á nokkurn hátt útflutningi
og krefjast jafnvel aukins innflutn-
ings, en við, sem öflum gjaldeyris-
ins fáum ekki erlend lán nema með
miklum eftirgangsmunum og þá
með 6% skatti. Við þurfum semsagt
að borga ríkinu skatt af þeim gjald-
eyri, sem við öflum. Þetta er auðvit-
að forkastanlegt og getur ekki átt
nokkum rétt á sér,“ sagði Finnbogi.
Gísli Jónatans-
son Fáskrúðsfirði:
Máttum ekki
við þessu
„Það er Ijóst að lækkunin á flök-
unum hefur afgerandi þýðingu
fyrir rekstur okkar og raunar
má segja að miðað við stöðuna í
dag máttum við alls ekki við
þessu.“ segir Gísli Jónatansson
kaupfélagsstjóri á Fáskrúðsfirði
í samtali við Morgunblaðið.
„Okkar framleiðsla er að stórum
hluta á Bandaríkjamarkað og því
komum við verr út úr dæminu
VEÐURHORFUR / DAG, 23. JUNl 1988
YFIRLIT í QÆR: Yfir landinu vestanverðu er 990 mb lægð á norö-
austurieið og önnur álíka djúp um 600 km suösuövestur af Hvarfi
einnig á noröausturleiö.
SPÁ: Þann 23. júní veröur suðlæg átt á landinu, viðast kaldi, súld
eða rigning sunnan- og vestanlands en bjart veöur norðan- og
austanlands fram eftir degi en þykknar þá upp þar. Hiti 8—16 stig.
VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA
HORFUR Á FÖSTUOAG OG LAUGARDAG: Suð- og suðvestlægar
áttir meö rigningu eða skúrum- sunnan og vestanlands en að
mestu þurrt á Norðausturlandi. Hiti 8—15 stig.
x Norðan, 4 vindstig:
Vindörin sýnir vind-
stefnu og fjaðrirnar
vindstyrk, heil fjöður
er 2 vindstig.
/ / /
/ / / / Rigning
/ / /
/ * / * Slydda
/ * /
# * *
* * * * Snjókoma
* * *
10 Hitastig:
10 gráður á Celsius
\J Skúrir
*
V El
— Þoka
= Þokumóða
Súld
9
OO Mistur
_Skafrenningur
Í7 Þrumuveður
w VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12:00 í gær að fsl. tíma hlti v*Sur Akureyri 11 skýjaó Reykiavík 8 skúr á sti. klst
Björvin 12 skýjað
Halsinki 18 léttskýjað
Jan Mayen 3 súld
Kaupmannah. 20. hálfskýjað
Narssarssuaq 10 úrkoma í gr.
Nuuk 9 helðskírt
Ósló 24 léttskýjað
Stokkhólmur 22 hálfskýjað
Þórshöfn 10 léttskýjað
Algarve 22 téttskýjað
Amsterdam 17 rigning
Aþena vantar
Barcelona 23 mistur
Chicago vantar
Feneyjar 21 skýjað
Frankfurt 21 skýjað
Glasgow 13 skýjað
Hamborg 18 léttskýjað
Las Palmas vantar
London 21 mlstur
Los Angeles 19 heiðskfrt
Lúxemborg 19 hálfskýjað
Madrid 21 skúr
Malaga vantar
Mallorca 26 heiðskfrt
Montreal 26 skýjað
New York 32 mistur
Parfs 24 skýjað
Róm 23 lóttskýjað
San Diego 21 heiðskírt
Winnipeg 30 léttskýjað
Finnbogi Jónsson,
Neskaupstað:
Eigum ekkert
til mögru
áranna
„DÆMIÐ lítur einfaldlega
hroðaiega út. Verð á afurðunum
lækkar stöðugt, en allur kostnað-
ur innan lands hækkar. Fjár-
magnskostnaðurinn er að buga
okkur, við fáum ekki að taka
erlend lán, sem eru mun hag-
stæðari en innlend. 5% hækkun
lánskjaravísitölunnar um mán-
aðamótin hækkar skuldir okkar
um 20 milljónir króna á einum
mánuði. Svona getur þetta ekki
gengið,“ sagði Finnbogi Jónsson,
framkvæmdastjóri Síldarvinnsl-
unnar í Neskaupstað.
Finnbogi sagði, að með síðustu
verðlækkunum væri hagurinn af
gengislækkununum rokinn út í veð-
ur og vind. Því hlyti heimildin til
3% gengissigs að verða notuð á
næstunni, helzt strax. Þó hún væri
lítil munaði um hana og bið eftir
henni bætti stöðuna sannarlega
ekki. Vegna lækkunar dollarsins
meðan afurðaverðið hefið haldizt
sem hæst, hefði ávinningur af því
orðið nánast enginn og ekkert væri
nú til til mögru áranna. Tap af
frystingu væri umtalsvert, en salt-
fiskverkun stæði í járnum. Lítil
teikn væru um bætta stöðu, allur
kostnaður innan lands hækkaði og
fiskvinnslunni væri neitað um hag-
stæð, erlend lán.
„Við fáum ekki að færa innlendu
lánin yfir í erlenda mynt,“ sagði
Finnbogi. „Það er okkur mun hag-
stæðara og í raun og veru er það
furðulegt að fyrirtæki í útflutningi
skuli ekki fá að taka erlend lán í
samræmi við útflutning. Heimilt
hefur verið að taka erlend lán til
en margir aðrir.“
í máli Gísla kemur fram að fryst-
ingin hjá þeim hafí verið rekin með
umtalsverðu tapi að undanfömu og
hafi þessi þróun mála síst bætt þá
stöðu.
„Maður sér ekki fram á hvemig
fyrirtækin geta bætt sér þetta tap
upp. Ekki er möguleiki að ná niður
xostnaði hér innanlands énda er
hann bundinn hvað varðar hráefhis-
verð og vinnulaun og tapreksturinn
gefur okkur lítið sem ekkert svigr-
úm til að draga saman á öðram
sviðum." segir Gísli.
Jón Páll Halldórs-
son, ísafirði:
Váleg tíðindi
„ÞESSI verðlækkun er váleg
tiðindi fyrir alla, sem að fryst-
ingu flaka fyrir Long John Sil-
ver’s standa. Hið háa verð, sem
við lýði var, er nú að koma okk-
ur í koll. Markaðsaðstæður
neyddu okkur til að hækka verð-
ið, en sú hækkun hélt ekki,“ sagði
Jón Páll Halldórsson, fram-
kvæmdastjóri Norðurtangans á
ísafirði.
Jón Páll sagði ennfremur, að það
versta við þessa þróun væri, að enn
væri ekki séð fyrir endann á henni.
Blokkin væri nú seld héðan á 1,50
dollara, en Kanadamenn byðu hana
á 1,35. Menn teldu sig vera að fram-
leiða vöra fyrir ákveðið markaðs-
verð, en þegar að sölu kæmi gæti
það verð hafa lækkað. Því væri
erfítt að gera sér grein fyrir því
hve mikið tapið væri af tekjum
frystingarinnar, en það væri um-
talsvert. Auk verðlækkana, stig-
magnaðist allur framleiðslukostn-
aður heima fyrir í vaxandi verð-
bólgu og vaxtabyrðin væri nær
óbærileg. Á sama tíma stæðu tekj-
urnar í bezta falli í stað.