Morgunblaðið - 23.06.1988, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 23.06.1988, Qupperneq 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. JÚNÍ 1988 Gabriel HÖGGDEYFAR NÝ STÓRSENDING! SÖMU HAGSTÆÐU VERÐIN. SKEIFUNNI 5A, SÍMI: 91-8 47 88 Áskriftarsiminn er 83033 Veldu Steinvara 2000 gegn steypuskemmdum Steinvari 2000 hefur sannað yfirburði sína við íslenskar aðstæður og hefur Steinvari 2000 svo sannarlega reynst vel gegn steypuskemmdum. Steinvari 2000 hefur þá einstöku eiginleika að vera þétt gegn vatni í fljótandi ástandi, en hleypa raka í loftkenndu ástandi auðveldlega í gegnum sig, um tvöfalt betur en hefðbundin plastmálning. • Veitir steininum einstaka vörn gegn slagregni • Hleypir raka úr steininum mjög vel í gegnum sig. • Smýgur vel og bindur duftsmitandi fleti. • Þolir að málað sé við lágt hitastig. • Þolir regn fljótlega eftir málun. • Grunnun yfirleitt óþörf. • Frábær viðloðun. Vandaðu valið og veldu útimálningu við hæfi. málning'f Sigrún Eðvaldsdótt- ir fiðluleikari í 5. sæti í Carl Nielsen-keppn- inni í Kaupmannahöfn Um daginn var haldin í Kaup- mannahöfn fiðlukeppni, sem er kennd við höfuðtónsmið Dana, Carl Nielsen. Keppnin var haldin í þriðja sinn, en er þegar farin að draga til sín mjög góða kepp- endur. I þeirra hópi var íslenskur fiðluleikari, Sigrún Eðvaldsdótt- ir, sem er óþarfi að kynna tón- listarunnendum hér heima. í vet- ur spilaði Sigrún meðal annars með Sinfóníuhljómsveitinni okk- ar. Skemmst frá þvi að segja, að Sigrún hafnaði i 5. sæti. Attatíu fiðluleikarar sóttu um aðgang að keppninni í upphafi og úr þeirra hópi fengu 29 að spreyta sig. Venjulega þarf að senda inn segulbandsupptökur, en Sigrún var undanþegin því, vegna þess að hún hefur þegar tekið þátt í fiðlu- keppni, Leopold Mozart-keppninni í Þýskalandi, lenti þar í öðru sæti. Bæði Nielsen- og Mozart-keppnin tilheyra sömu keppnissamtökunum, og þeir sem komast í úrslit í keppni innan þeirra, fá sjálfkrafa rétt til að taka þátt í öðrum keppnum inn- an samtakanna. Sigrún mætti til leiks á þriðju- degi, á miðvikudegi var dregið um spilaröð og píanóleikara. Var hún mjög heppin með píanóleikara að eigin sögn. Það kom ekki röðin að Sigrúnu fyrr en á föstudeginum, svo hún gat hlustað á aðra þátttak- endur á fimmtudeginum. „Ég hef aldrei heyrt jafn marga spila jafn vel. Það var ótrúlegt að heyra hvern fiðluleikarann eftir annan spila Paganini caprítsur í löngum bunum eins og ekkert væri. Ef Hitler hefði nú unnið stríðið ... Erlendar bækur Jóhanna Kristjónsdóttir Hitler Victorious Ritstjórn Gregory Benford og Martin H. Greenberg Útg. Grafton Books 1988 Það getur verið í senn lær- dómsríkt og fróðlegt að íhuga hvemig heimi við byggjum í nú um stundir ef Þjóðveijar en ekki Bandamenn hefðu unnið heims- styrjöldina síðari. Margir hafa ígrundað þetta efni og út frá að- skiljanlegum sjónarhomum komizt að mismunandi niðurstöðu. Fyrstu hugleiðingamar í þessa átt munu vera skrifaðar fyrir heims- styijöldina er Katherine Burdekin skrifaði skáldsöguna Swastika Night, þar sem hún lýsti sigruðu Bretlandi. Meðan stríðið stóð yfír komu nokkrar bækur, þar sem vöngum var velt á ýmsa vegu og titlamir gefa hugmynd um það, eins og When Adolf Came og Loss of Eden. Eftir að styijöldinni lauk hófst síðan hetjusagnaútgáfurunan, lífsreynslusögumar, neðanjarðar- hreyfingasögumar og ég veit ekki hvað. Efni úr heimsstyijöldinni er enn nýtt sem söguefni, þótt æði langt sé um liðið. Og virðist jafnan eiga sinn dygga hóp lesenda. Það er dálítið athyglisvert að all- margir brezkir höfundar héldu áfram að fást við viðfangsefnið um heim á valdi Hitlers, einnig eftir að stríðinu lauk og sumar þessara bóka hafa þótt hafa ívið meira bók- menntalegt gildi en lífsreynslu- og hetjulýsingamar. Það er einnig merkilegt rann- sóknarefni af hveiju Adolf Hitler heldur áfram að vera uppspretta bóka. Það hafa verið fleiri harð- stjórar en hann í sögunnar rás, en Hitler, þessi kynduga óskiljanlega klofna persóna, virðist einatt verða mönnum umhugsunarefni oggáta. í þessari bók em ellefu smásög- ur, þar sem gengið er út frá að Hitler hafi staðið uppi sigurvegari og dregnar upp myndir af því lífi sem alþýða manni lifir undir naz- isma í ýmsum löndum. í mjög upp- lýsandi og læsilegum formála Nor- mans Spinrads er fjallað um hug- myndafræði nasismans og bollalagt um hvað hafi valdið nazismanum, hvað hafi leitt til þeirrar víðtæku Kápumynd skírskotunar sem hann hafði í Þýzkalandi og langtum víðar. Og niðurlagsorðin eru: „Hann var ná- lægt því að vinna. Það hefði getað gerzt. Og í vissum skilningi að minnsta kosti gæti það átt eftir að gerast. Fjörutíu árum eftir að Hitl- er er allur hefur skugga hans ekki verið útrýmt úr manneskjunni. ..“ Sögumar eru margar býsna flóknar aflestrar, og sýnin er ekki öldungis jákvæð. Svartnætti naz- ismans ríkir í þeim, grimmd og hatur speglast í orðum og gjörðum. Nokkuð erfíður lestur en að bókinni ótvíræður ávinningur. Sumardvöl aldraðraá Vestfjörðum Rauða kross-deildirnar á Vest- fjörðum munu í sumar standa fyrir sumardvöl aldraða á Bif- röst. Dvalið verður á Bifröst dagana 15.—22. ágúst og verður öll til- högun ferðarinnar með svipuðum hætti og verið hefur undanfarin ár. Sigrún Gerða Gísladóttir og Áslaug Ármannsdóttir á Flateyri gefa nán- ari upplýsingar og taka við pöntun- um alla virka daga kl. 17—19. (Fréttatilkynning)
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.