Morgunblaðið - 23.06.1988, Page 16
BARSETUSTOFA
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. JÚNÍ 1988
í terroristahópum í Berlín, Madrid
eða Los Angeles.
Skáldsaga Lessing er mjög vel
skrifuð og mögnuð lýsing á heimi,
sem þjáist af því sem Milan Kund-
era nefnir þann óbærilega léttleika
tilverunnar, hið algjöra tóm, þar
sem sjálfsununin ríkir. Þeir sem
leitast við að forða sér geta ekki
flúið þennan heim, hann kemur upp
meðal þeirra sjálfra í sinni af-
skræmilegustu mynd. Hvort sem
hér er um að ræða dæmisögu um
vamarleysi manna fyrir illum öfl-
um, nakinni íllskunni eða blindgötu
narsissismans, sjálfsununarinnar,
þá virðist höfundur boða það, að
enginn sé óhultur.
Atlavík:
UÍ A gengst
fyrir Jóns-
messuhátíð
Egilsstöðum.
JÓN SMESSUHÁTÍÐ verður
haldin í Atlavík dagana 25.-26.
júní. Hér er um fjölskyldu- og
bindindishátíð að ræða sem Ung-
menna- og íþróttasamband Aust-
urlands gengst fyrir og verður
boðið upp á fjölbreytta skemmti-
dagskrá fyrir alla aldurshópa á
laugardag og sunnudag.
Dagskráin hefst kl. 18 á laugar-
dag með sameiginlegri grillveislu
en síðan verður dansleikur og varð-
eldur á eftir með tilheyrandi söng
og glens.
A sunnudag hefst dagskráin með
leik lúðrasveitar kl. 10. Einniggefst
bömum kostur á að nýta sér ýmis-
konar leiktæki og farið verður í
leiki með þátttöku gesta. Kl. 14
hefst svo hátíðardagskrá með fjöl-
breyttum skemmtiatriðum. Hátíð-
inni lýkur kl. 17 á sunnudag.
- Björn
Kaupfélag
Króksfjarðar;
Rekstrar-
hagnaður að
upphæð 1,6
milljónir
króna
Miðhúsum AÐALFUNDUR Kaup-
félags Króksfjarðar var haldinn
laugardaginn 18. júní að JHótel
Bjarkarlundi.
Þar sem í lögum kaupfélagsins
stendur að enginn megi sitja lengur
en 3 kjörtímabil í einu, vék Þórður
Jónsson, Arbæ, sæti og Reynir R.
Reynisson sveitarstjóri í Reykhóla-
hreppi var kosinn í hans stað. Ingi-
björg Kristjánsdóttir, hjúkrfræðing-
ur í Garfsdal var endurkjörin. Form-
aður félagsins er Grímur Amórsson,
Tindum, og kaupfélagsstjóri Sigurð-
ur R. Bjamason.
Rekstrartekjur kaupfélagsins
námu um 136 milljónum króna og
ágóði af rekstri var 1,6 milljónir.
Meðal tillagna sem samþykktar vom
á aðalfundinum var áskorun til þing-
manna Vestfjarða og Vesturlands
kjördæma um að beita sér fyrir því
að vegagerð og brúarsmíð yfir Gils-
fjörð, frá Kaldrana í Dalasýslu til
Króksijarðarness, verði hmndið í
framkvæmd og stefnt að því að verk-
efninu verði lokið fyrir árið 1990.
Kaupfélagið rekur nú þrjár versl-
anir, í Króksfjarðarnesi, Reykhólum
og Skálanesi í Gufudalssveit. Einnig
á það stóran hlut í Hótel Bjarkar-
lundi og í þörungaverksmiðjunni.
Sveinn
í skip og báta.
SENDUM UM ALLT LAND
iujíhiii
Grandagarði 2. slml 28855. 101 Rvlk.
í danssal er leikin ljúf, lifandi tónlist og í
veitingasal er boðið upp á vandaðan smá-
réttamatseðil til kl. 02.30.
OPIÐ: Föstudaga og laugardaga kl. 18.00 - 03.00.
Pantið borð tímanlega hjá veitingastjóra í síma 29098.
Þægindin eru í fyrirrúmi í setustofu
klúbbsins. Hér er hrein unun að setjast nið-
ur og ræða málin í góðra vina hópi.
Björgunar-
búnaður
Björgunarvesti
Siglingagallar
Árar
Áragafflar
Penna-neyðarbyssur
Markúsarnet
Flotgallar
Línubyssur
Handblys
Svifblys
og allar aðrar
skoðunarvörur
Fimmta barnið
Erlendar bækur
Siglaugur Brynleifsson
Doris Lessing: The Fifth Child.
Jonathan Cape 1988.
Harriet og David Lovatt vom ekki
samstiga ríkjandi smekk og kunnu
ekki við andrúmsloft sjöunda ára-
tugarins í London. Samstarfsfólk
þeirra taldi þau skera sig úr varð-
andi ríkjandi tísku í samskiptum
kynjanna, þau væm gamaldags og
kröfuhörð og fylgdust ekki með.
Eitthvað í þessa átt hefst nýjasta
skáldsaga Doris Lessing. Fyrirtæk-
ið, sem þau vinna við, heldur veislu,
fólk dansar og Harriet og David
horfa á, og þeim fínnst eins og
bros samkomugesta gæti eins verið
kvalafullar grettur, og blaðrið neyð-
aróp.
Höfundurinn mótar sviðið með'
þessari lýsingu. Blautleg sjálfsunun
er einkenni tímanna og þegar kem-
ur fram á áttunda áratuginn hefst
vandalisminn, jafnvel í friðsælli
smáborginni, þar sem Harriet og
David hafa búið um sig á sinn hátt.
David er arkitekt og Harriet er
heimavinnandi húsmóðir, því að þau
taka þegar að eignast böm og
stefna að því að eignast sem flest.
Fjárhag þeirra er borgið, vegna
þess að faðir Davids er vel auðugur
og aðstoðar þau, þegar með þarf.
Húsið er eftir þeirra smekk, stórt
hús með garði. Og nú hefjast heim-
boðin, atburðarásin er; heimboð,
bamsfæðingar og sældarlíf í skauti
hamingjusamrar fjölskyldu. Bama-
lánið leikur við þau, þar til fimmta
bamið fæðist. Meðgöngutíminn
hafði verið Harriet mjög erfiður,
hún var stöðugt kvalin og lifði í
stöðugri skelfíngu. Bamið sem loks-
ins fæddist, Ben, var eins og af
annarri stjömu. Skyldmennin fjöl-
menna ennþá í hin vinsælu jóla- og
páskaboð, en þau em ekki slík unun
og þau vom áður en Ben fæddist.
Eftir því sem hann eldist fækkar
heimsóknum og loks tekur fyrir
þær.
Systkini Bens óttast hann og
þegar hann sýnir sig í því að drepa
gæludýr heimilisins fara foreldrar
hans að óttast um næst yngsta
bamið, Pál, sem fer mjög varhluta
af umönnun móður sinnar. Ben tek-
ur allan tíma hennar. Ben mælir
ekki orð frá vömm lengi vel, urrar
og öskrar, er mjög sterkur og langt
á undan sínum aldri um krafta og
matarlyst. Hann hámar í sig allt
sem að kjafti kemur, rífur m.a. í
sig hráan kjúkling, beint úr frystin-
um. Heimilislífíð er að leysast upp
og til að bjarga því sem eftir er,
er ákveðið að koma Ben fyrir á
stofnun, sem tekur við afbrigðileg-
um börnum, fábjánum og aumingj-
um. Það verður hlé í nokkurn tíma,
allir verða glaðir, en móður Bens
er ekki rótt. Hún heimsækir hælið
og þar bendir allt til þess að Ben
hefði ekki lifað þar í margar vikur.
Hann er lokaður inni í herbergi þar
sem hann liggur á útataðri dýnu á
gólfinu, matnum virðist hafa verið
hent í hann. Harriet tekur hann
með sér heim og upplausn fjölskyld-
unnar blasir við. Ben er sendur í
skóla, kennaramir segja að hann
sé „á eftir“ en að öðru leyti „eðlileg-
ur“. Hann getur ekkert lært og
félagsfræðingar og sálfræðinga-
BRAUTARHOLTI 20 - SÍMI 29098.
mjMKnmMéM
Nú er tækifærið fyrir alla þá sem lengi hafa ætlað sér að kynnast starf-
semi Mánaklúbbsins, en hafa ekki enn látið verða af því. Allan júní-mán-
uð er boðið upp á ókeypis aðgang að klúbbnum í kynningarskyni. Notið
þetta einstaka tækifæri til að kynnast þessum umtalaða nýja valkosti í
skemmtanalífínu. Innritun nýrra félaga á staðnum og í síma 29098.
‘\aar\
^ RESTAURANT A LA CARTE ^
Hér er hægt að kynnast því besta í mat og drykk. Glæsilegur sérréttamat-
seðill klúbbsins er mjög rómaður af þeim fjölmörgu sem reynt hafa. Góð
þjónusta í þægilegu umhverfi. Metnaðarfullt starfsfólk klúbbsins leggur
mikið á sig til að gera gestum kvöldið sem ánægjulegast.
g
skarinn gefur tilskildar skýrslur.
Systkinin haldast ekki við heima
og fara í heimavistarskóla, sem
ekki var ætlunin.
I skólanum kynnist Ben nokkrum
einstaklingum álíka afbrigðilegum
og hann er sjálfur og klíka mynd-
ast. Sundum kemur hópur Bens
heim og lýsingar Lessings á sálleys-
ingjunum eru eftirminniiegar. Það
tekur að bera á ránum, meiðingum,
nauðgunum og þjófnaði í borginni
og næsta nágrenni. Stundum kemur
hópurinn með birgðir allskonar
ómetis, pakkamat, vel kryddaðar
pylsur, sætt gos og kókópuffs, sem
liðið rífur í sig smjattandi og slafr-
andi. Loks er tekið fyrir þessar
heimsóknir og þá líða oft sólar-
hringar án þess að Ben láti sjá sig.
Hann er hættur í skólanum fyrir
löngu.
Tengslaleysi Bens við aðra er
algjört, hann er í eigin heimi, nema
hvað hann nær sambandi við at-
vinnuleysingja nokkurn, sem dútlar
um tíma í garði Lovatts-hjónanna.
Þetta samband þeirra er líkast sam-
bandi húsbónda og hunds. Eins og
áður segir hefur Ben samskipti við
sálleysingjana, en þar getur ekki
verið um nein eiginleg tengsl að
ræða nema sem tekur til aðgerða
hópsins, vandalisma, rána og áts.
I lokin gerir móðir Bens ráð fyr-
ir að hann hverfi algjörlega, e.t.v.
fréttir hún einhvem tíma af honum