Morgunblaðið - 23.06.1988, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 23.06.1988, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. JÚNÍ 1988 19 FERÐIST ÓDÝRT GISTIÐ A FARFUGLAHEIMILUM HOSTELLING IN ICELAND Ferðabækling- ur Farfugla er kominn út Meira tíl söngs Falleg og tímabær bók eftirÁsgeir Gunnarsson Islendingar eru ljóðelskir og eigi síður söngelskir. Sameiginlega hafa ljóð og lag varðveitt hvort annað meðal þjóðarinnar. Við eigum mikla dýrgripi í skáldskap okkar og ljóðagerð, sem gjaman mættu heyrast oftar, þó ekki sé nema innihaldsins vegna; Sonatorrek, Hávamál, Passíusálm- ana og svo mætti lengi telja. Við státum okkur einnig af fjölbreytt- um bragarháttum. — Þulan, stakan, hringhendan og jafnvel limran (þó írsk sé) svo eitthvað sé nefnt, eru meðal þeirra. Lag við ijóð hefur hinsvegar ekki ávallt verið til staðar, og þar með heyrist ljóðið sjaldnar og gleymist jafnvel. En, „tímarnir breytast og menningin með“, er gjaman sagt í uppgjafartón, og þá gefið í skyn að allt breytist í átt til hins neikvæða. Máltæki Sá ánægjulegi atburður átti sér stað þann 11. júní síðastliðinn að gefín var út bókin „Meira til söngs" eftir Jónas Ámason. Bókin „Til söngs", eftir sama höfund, kom út árið 1986, falleg bók það. Þar saknaði undirritaður þó þeirra laga og ljóða er nú prýða „Meira til söngs“. Þeir sem þekkja lög og texta þessara ágætu bræðra verða svo sannarlega ekki fyrir von- brigðum með nýju bókina. Bókin er í fáum orðum sagt unnin af mikilli natni og vandvirkni. í hana hefur greinilega verið lögð ómæld vinna. Nánast öll lögin, sem lands- menn þekkja svo vel og hafa sakn- að að ekki væri til á prenti, eru í nýju bókinni. Hún er prýdd mynd- um, gerðum af listakonunum Ragnheiði Jónsdóttir, Katrínu Briem, Guðrúnu Svövu Svavars- dóttur, Svölu Sigurleifsdóttir, Ragnheiði Gestsdóttur og Sigrúnu Eldjám. Lögin em öll útsett af Karli Sighvatssyni. Jón Múli Araason, Jónas Árnason og Karl Sighvatsson, sem útsetti lögin. BANDALAG íslenskra farfugla hefur gefið út ferðabækling fyr- ir árið 1988. I bæklingnum eru leiðarvísar til Farfugla um gististaði, ferðir og þjónustu. Þá er í bæklingnum vega- kort, þar sem gististaðir eru merkt- ir inn á. Einnig er greint frá þeim ferðum, sem Ferðaskrifstofa Far- fugla býður upp á. Heiti bæklings- ins er „Ferðist ódýrt, gistið á Far- fuglaheimilum." þetta geymir í sér mikinn sannleik en þarf hreint ekki að vera tilvís- un til hins verra. Meðal þeirra, sem ort hafa ljóð og samið lög síðustu áratugi, em bræðumir Jónas og Jón Múii Ámasynir. Ljóð þeirra og lög hafa að jafnaði orðið vinsæl og skipa ákveðinn sess í hugum og hjörtum landsmanna — sum þeirra berast jafnvel daglega á öldum ljósvak- ans. Usti yfir launatekjur NBA-ieikmanna birtur í fyrsta skipti: Pétur Guðmundsson með 7/4 milljónir á ári Veiði, bílar, hreysti og þáttur um hesta. Auglýsingar í íþróttablaðið þurfa að hafa borist auglýsingadeild fyrir kl. 16.00. á föstudögum. "q, bWð allra landsmanna Hér er á ferðinni falleg bók með textum um lífíð og tilvemna, „kryddað“ með léttu ívafí rammís- lenskrar fýndni, eins og þeim bræðmm einum er lagið. Fullyrða má, að hér er á ferð- inni kærkomið framlag þeirra bræðra til þjóðararfsins, sem gerir fallegu ljóðin og lögin þeirra sígild og ódauðleg, og er það vel. Vonandi fáum við meira að heyra og sjá. Til hamingju bræður! Höfundur er forstjóri Veltishf. VIÐGERÐAR- OG VATNSÞÉTTINGA- EFNIN VINSÆLU Það er staðreynd, að þeim mann- virkjum sem legið hafa undir skemmdum vegna raka í steypunni hefur tekist að bjarga og ná raka- stiginu niður fyrir hættumörk með notkun Thoroseal. Thoro efnin hafa um árabil verið notuð hér á íslandi með góðum árangri. Þau hafa staðist hina erfiðu þolraun sem íslensk veðrátta er og dugað vel, þar sem annað hefur brugðist. THOROSEAL Thoroseal er sements- málning sem fyllir og lokar steypunni og andar eins og steinninn sem hún er sett á. Thoroseal má bera á rakan flöt. Thoroseal er vatnsþétt, flagnar ekki og er til í mörgum litum. THOROSEAL F.C. Þetta er grunn og sökkla- efni í sérflokki. Fyllir og lokar steypunni og gerir hana vatnsþétta. Flagnar ekki og má bera á raka fleti. Thoroseal F.C. veröur harðara en steypa og andar til jafns viö steypuna Boriö á meö kusti. THORITE Framúrskarandi viðgerðar- efni fyrir steypugalla. Þannig sparar það bæði tíma og fyrirhöfn við móta- uppslátt ofl. Thorite er tilvalið til viðgerða á rennum ofI. Það þornar á 20 mínútum. WATERPLUG Sementsefm sem stöövar rennandi vatn. Þenst út við hörðnun og rýrnar ekki. Þetta efni er talin alger bylting THOROSEEN OG THOROLASTIC 100% acryl úti málning í öllum litum. Stenst fyllilega allan samanburðviðaðra úti málningu. ACRYL60 Steypublöndunarefni í sérflokki. Eftir blöndun hefur efnið: Tvöfaldan þenslueiginleika, tvöfaldan þrýstistyrkleika, þrefaldan sveigjanleika og áttfalda viðloöun miöaö við venjulega steypu. IS steinprýöi W Stangarhyl 7, síml 672777
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.