Morgunblaðið - 23.06.1988, Side 27
tóku á móti Gvendi góða með
söngnum „Vir iste in populo
suo“. Þetta þýðir á íslensku „Mað-
ur sá (var hógvær) meðal lýðsins".
Með þessum orðum sömu merking-
ar, sem öll merkja herradæmi,
húsbóndavald og karlmennsku,
held ég að hægt sé að komast
nokkuð áleiðis í því að skilja þróun-
arferil þessa hugtaks.
Andrés postuli, en nafn hans
merkir karlmannlegur, þ.e. fs, er
vemdardýrlingur nokkurra þjóða,
einkum Skýta (þ.e. Rússa), Skota
og Búrgunda. Hann er líka vernd-
ardýrlingur nokkurra kirkna á ís-
landi. í mínum augum er það at-
hyglisvert, að kirkjan í Bræðra-
tungu skuli vera Andrésar-kirkja,
því að hún er í nágrenni Skálholts.
Skýtar, sem bjuggu í Svíþjóð hinni
köldu, köliuðu sjálfa sig Skoloti,
að því sem sagnaritarinn Heródót-
os hermir (um 500 f. Kr.). Bæði
þessi heiti merkja í germönskum
málum skjól, hlíf og vernd. Af
þessum orðum höfum við það sem
heitir skáli, skúli (konungur),
skjóta skjólhúsi yfir, schútzen (þ.e.
vernda), beskytte.
Helgisagan segir að Andrés
postuli hafi boðað trú meðal Skýta,
sjálfur fiskimaðurinn ís frá Galíle-
u-vatni. Og það eru þessir Skýtar,
sem ég held að hafi verið milliliður
Is-dýrkunar frá Indlandi og vestur
Plöntuskeiðar
Grasklippur
Garðhanskar
Kantskerar
Plöntugafflar
Garðkönnur
Garðslöngur
Slönguvagnar
Slöngutengi
Vatnsúðarar
Ruslagrindur
Undirristuspaðar
Hjólbörur.
SENDUM UM ALLT LAND
Grandagarðl 2. siml 28855, 101 Rvik.
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. JÚNÍ 1988
27
Marseille. — Þarna var ísarnus ábóti.
á bóginn. Þeirra ís er þekktari es, en bjúgsverðið var táknmynd
undir mjög affluttri mynd sinni hans. Sverðið hét á germönsku
meðal Grikkja sem herguðinn Ar- skáldmáli kalda-ísarn eða kalda -
jám. Plógjárnið (pluoc-isern) var
líka mikilvægt til átrúnaðar.
Þegar talað er um Andrés sem
vemdardýrling Búrgunda, beinist
hugur íslendinga að Gundohar,
frægasta.konungi þeirra, er leiddi
lið þeirra frá Eystarsalti til Worms,
þar sem ættmenni hans urðu að
hetjum í frægasta sagnabálki
germanskra þjóða. Það vom Gjúk-
ungar. Gundohar eða Gunnar
Gjúkason játaði Aríusar-kristni
eins og aðrir Germanir og Gotar á
þeim ámm. Síðar hélt þessi ætt-
bálkur áfram og settist að þar sem
nú heitir Búrgundía í Frakklandi.
Hin fræga stafkirkja í Borgund í
Noregi er Andrésar-kirkja.
Eins og áður er sagt, er Bræðra-
tungukirkja í Biskupstungum
Andrésarkirkja. Þar í grenndinni
var Skálholt reist og biskupsstóll
stofnaður af ísleifi biskupi. Það
var einnig Andrésar-kirkja á Hofí
á Kjalarnesi. Þar í grenndinni nam
hin írska kona, Esja, land. Esjunaf-
nið er í ný-norskri orðabók frá
síðustu öld talið vera nafn á bláum
leir eða það sem við nefnum nú
líparít. En Esja gæti líka verið
afbrigði af orðinu Isja, sem notað
er í sköpunasögu biblíunnar:
Því skal hún karlynja (ísja)
kallast, að hún er af karl-
manni (ís) komin.
I. Mós. 2,23.
í þessari grein hefur verið reynt
að gera grein fyrir merkingu orðs-
ins Is sem karlmaður. Nú mun um
sinn lokið greinargerð minni um
merkinjgu nafnsins ís í orðinu ís-
land. Eg vænti þess, að lesendur
gfreina minna hafí uppgötvað, hve
ríkulegur hugmyndaheimurinn er
bak við þetta hugtak.
Hvað þá með söguna af
Hrafna-Flóka? Auðvitað hafna ég
henni, en það þýðir ekki það sama
og að ég hafni því að ís sé klaki.
Heldur er það miklu fremur mein-
ingin, að orðið ís hefur fengið nafn
sitt af krafti og birtu. í Rig-vedu
er á einum stað talað um hinn
ókunna Guð. Þar er sagt, að hann
eigi jöklana og úthafið. Einn fræg-
asti tindur hinna indversku Himna-
flalla — Himalayja er tindurinn
Kailasa ísi lagður pílagrímastaður
Sjíva-tilbiðjenda. En Sjíva er ein-
mitt sá sem oftast er nefndur ís
af Indverjum.
Væri óhugsandi, að þessar hug-
myndir hafí borist vestur á bóginn
með þjóðflutninga-hópnum,
kannski lærisveinum Skanda, sem
fóru að leita landsins sem guðdóm-
ur þeirra átti umfram allt, Islands?
Höfundur er prestur og kirkju-
sagnafræðingur.
MAZDA 323 hefur jafnan verið ímynd hins fullkomna
fjölskyldubíls því hann býður upp á fullkomnun þeirra
þátta, sem skipta mestu máli í slíkum bíl. Hann er
fallegur, lipur í akstri, aflmikill, sparneytinn og óvenju
rúmgóður. 1988 árgerðin af þessum geysivinsæla bíl er
með ýmsum útlitsbreytingum, fjölmörgum tæknileg-
um nýjungum og nýrri luxusinnréttingu. MAZDA 323
fæst í yfir 20 gerðum: 3, 4, 5 dyra eða Station. Einn
þeirra hentar þér örugglega!
ÞUSUNDIR ÍSLENDINGA
SEM VALIÐ HAFA MAZDA 323 HLJOTA AÐ HAFA RETT FYRIR SER!!
)