Morgunblaðið - 23.06.1988, Page 31

Morgunblaðið - 23.06.1988, Page 31
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. JÚNÍ 1988 31 Þróunaraðstoð: Framlög austantjalds- ríkjanna tíu sinnum minni en Vesturlanda Brussel, frá Kristófer Má Kristinssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. SAMKVÆMT skýrslu Efnahagsmálanefndar Atlantshafsbandalags- ins voru framlög ríkja Varsjárbandalagsins til rikja þriðja heimsins árið 1986 tíu sinnum lægri en framlög ríkja á Vesturlöndum. Var- sjárbandalagsríkin veittu það ár rúmlega 206 milljörðum islenskra króna í þróunaraðstoð fyrst og fremst til kommúnistaríkja en fram- lag Vesturlanda það ár voru tæplega 1.900 milljarðar íslenskra króna. Þróunaraðstoð Varsjárbanda- lagsríkjanna er að mestu greidd samkvæmt tvíhliðasamningum við einstök lönd en ekki í gegnum stofnanir sem sinna fjölda ríkja líkt og tíðkast á Vesturlöndum. Um 80% þróunaraðstoðar aðildarríkja Varsjárbandalagsins fóru til ríkja sem stjómað er af kommúnistum. Efnahagsaðstoð við þau ríki var yfirleitt hærri en hemaðaraðstoðin gagnstætt því sem gilti um framlög til ríkja sem ekki er stjómað af kommúnistum. Þetta ár fóru 0,3% af þróunaraðstoð Austantjaldsríkj- anna í gegnum stofnanir Samein- uðu þjóðanna. Niðurgreidd lán frá ríkjum Varsjárbandalagsins vom tæpur fjórðungur þeirrar upphæðar sem vestræn ríki iánuðu á þeim kjörum. Ljóst þykir að í Sovétríkjunum verði aðaláherslan áfram á vopna- sölu en ýmislegt bendir til að hún verði erfiðleikum bundin m.a. vegna greiðsluerfíðleika OPEC- landanna. Eins og annað er stefna Sovétríkjanna í þessum efnum í endurskoðun en niðurstöður hennar eru engan veginn ljósar. Færeyjar: Islendingaf élagið ræðst í húsbyggingn ÞórshSfn. Frá Snorra Halldórssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. íslendingafélagið í Færeyjum viðtali við færeyska dagblaðið Dim- hyggst hefjast handa um bygg- ingu félagsheimilis á vori kom- anda. Bæjarstjóm Þórshafnar hefur lofað félaginu ókeypis lóð í Hoyvikshaganum í útjaðri bæjar- ins, og er stefnt að því, að húsið verði fullbúið á árinu 1990. „Við erum mjög ánægð og þökkum þann velvilja, sem bæjarstjómin hef- ur sýnt okkur," sagði Bjami Péturs- son, formaður íslendingafélagsins, í malætting. Félagið hefur unnið að undirbún- ingi húsbyggingarinnar síðastliðin þijú ár. Húsið verður rúmgott og er m.a. ætlunin að halda þar þorrablót og aðrar samkomur á vegum félags- ins. í kaffistofu hússjns, sem opin verður daglega, geta íslendingar og Færeyingar komið saman, rabbað saman, lesið íslensk blöð og haft það notalegt. Pólland: Vagnsljórar endur- ráðnir eftir verkfall Varsjá. Reuter. VAGNSTJÓRAR í baltnesku hafn- arborginni Stéttin lögðu niður vinnu í gær tíl þess að mótmæla brottrekstri tveggja starfsbræðra sinna, að sögn heimUda úr röðum stjórnarandstæðinga. Vagnstjóramir kröfðust þess að starfsbræður þeirra fengju fyrra starf aftur og var gengið að kröfum þeirra eftir þriggja klukkustunda verkfall. Mönnunum tveimur, Romuald Zi- olkowski og Jozef Ignor, höfðu verið reknir fyrir meint agabrot. Var þeim gefið að sök að hafa staðið á bak við og skipulagt vagnstjóraverkfall í borginni 5. maí sl. Það stóð yfir dag- langt og lágu allar almenningssam- göngur niðri. Efnt var til verkfallsins til að sýna samstöðu með verkfalls- mönnum í Lenín-skipasmíðastöðinni í Gdansk, sem lögðu niður vinnu í níu daga til þess að krefjast þess að Samstaða, óháðu verkalýðssamtökin, fengi viðurkenningu hins opinbera. VINNINGSNÚMER í Happdrætti Krabbameinsfélagsins —————————- Dregið 17. júní 1988 — SAAB 9000 TURBO: 74301 HONDA CIVIC GL: 24708 179849 BIFREIÐ AÐ EIGIN VALI FYRIR 500.000 KR. 5948 120483 135049 VÖRUR AÐ EIGIN VALI FYRIR 50.000 KR. 378 18765 41533 68829 87881 109310 121342 144215 159404 3121 20115 44803 70262 90749 109621 122330 147043 163011 3557 20733 50919 70449 91293 110205 122486 147277 163898 5406 22453 55131 70570 95588 112056 123742 148673 164682 8489 23954 60258 71777 96686 114898 124844 151601 165927 8708 26915 60322 78806 97127 114901 125431 152185 166275 11289 27001 60864 80696 98971 116402 128380 152266 168742 12058 31096 63995 80947 99249 116588 130683 .153428 175137 15755 36358 65148 82415 106023 119735 135934 153826 178168 16570 39643 66505 86167 106134 120173 142397 154252 181254 16914 39853 67057 87269 108218 121208 142892 158426 182675 183107 Handhafar vinningsmiða framvísi þeim 1 á skrifstofu Krabbameinsfélagsins að Skógarhlíö 8, sími 621414. | J g Krabbameinsfélagið Krabbameinsfélagið þakkar landsmönnum veittan stuðning. Það ^dptir ddd máli hvortþig vantar stól eða ekki, þvíAPPOLLO leðurstóllinn er svo þægilegurogá svogóðu verði, að maður hreinlega verður aðkaupahann. húsgagnfrhöilin REYKJAVÍK M0BLER

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.