Morgunblaðið - 23.06.1988, Qupperneq 38

Morgunblaðið - 23.06.1988, Qupperneq 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. JÚNÍ 1988 Framkvæmdir við f lug- völlinn spilla fyrir varpi Flóðin í vor eyðilögðu hreiður fugla í hólmunum nema æðar VARP allra fugla í hólmunum sunnan Akureyrarflugvallar að æðarkoll- unni undanskilinni hefur að likindum spillst í flóðunum í Eyjafjarðará fyrr í þessum mánuði. Að óbreyttu munu framkvæmdir við breikkun öryggissvæða í kringum flugbrautina þó valda enn meiri usla. Við þær gætu 60% allra hreiðurstæða á svæðinu eyðilagst. Nauðsynlegt er að bregðast við þessu með því að friða hólmana, að sögn Sverris Thor- steinssonar sem hefur stundað rannsóknir á fuglalifinu af hálfu Nátt- úrufræðistofnunar. Sverrir hefur undanfarin sjö ár fylgst með æðarvarpi á flugvallar- svæðinu og hefur hann merkt 400 kollur á þessum tíma. Undanfarin tvö ár hefur hann ásamt Ævari Petersen fuglafræðingi kortlagt hreiðurstæði á svæðinu. I fyrra voru gerð kort af svæðinu vestan Eyjaflarðarár, inn- an girðingar, en í vor var hólmunum austan og norðan gömlu brúnna bætt við. „Æðarvarp á svæðinu er í mikilli aukningu. Okkur telst til að það séu um 500 hreiður innan girð- ingarinnar og í hólmunum,“ sagði Sverrir. í flugvallargirðingunni er jafnframt stærsta varp stormmávs á íslandi, um 70 hreiður. Þessi tegund hefur aðeins verpt hér á landi síðan á sjötta áratugnum og er alfriðuð. „Áhrif flóðanna þurfa ekki að vera svo alvarleg fyrir fuglalífíð ef þau endurtaka sig ekki mörg ár í röð. Sovéska sendinefndin ásamt fulltrúum Álafoss og bæjarstjórnar. Taldir frá vinstri Þorleifur Jónsson, starfsmaður atvinnumálanefnd- ar, Valgarður Baldvinsson, bæjarritari, Sigfús Jónsson, bæjarstjóri, Alexander S. Kolesov, Jón Sigurðsson, forstjóri Álafoss, Yuri A. Kudinov, verslunarfulltrúi Sovétríkjanna á íslandi og Kolbeinn Sigur- björnsson, markaðsfulltrúi Álafoss. Sovéskur viðskiptafulltrúi í bæjarheimsókn: Fjórðungnr útflutnings til Sovétríkjanna frá Akureyri AKUREYRINGAR flytja á þessu ári út vörur að verðmæti 700 milljón- ir króna til Sovétríkjanna, en það er um fjórðungur heildarútflutnings landsmanna til þeirra. Umbótastefna stjórnvalda eystra hefur valdið miklnm breytingum á utanríkisviðskiptum Sovétmanna og í framti- ðinni verður horfið frá miðstýringu. Þá gera Sovétmenn auknar kröf- ur um vörugæði og áreiðanleika viðskiptamanna sinna, en íslendingar hafa stöku sinnum ekki staðið við gerða samninga. Þetta kom fram í máli verslunarfulltrúa Sovétríkjanna á íslandi á fundi með fréttamönn- um, fulltrúum Alafoss og bæjaryfirvalda í Laxdalshúsi í gær. Viðskiptafulltrúinn, Júrí A. Kudinov kom ásamt aðstoðarmanni sínum Alexander S. Kolesov til Akureyrar sem margar mikilvægar ákvarðanir í gær og dvelst í bænum fram á föstu- dag. Hann óskaði eftir því að hitta sem flesta forráðamenn fyrirtækja í bænum en einnig væntanlega neyt- endur sovéskra vara. Kudinov lagði ríka áherslu á þær breytingar sem væru að verða í Sov- étrflq'unum fyrir tilstilli „perestijoku" eða umbótastefnu Gorbatsjovs Sov- étleiðtoga. Hann sagði að verið væri að afnema miðstýringu í utanríki- sviðskiptum og endurskipuleggja þau frá grunni. „Aður sá eitt ráðuneyti um alla samninga við erlend ríki en í dag eru það minnst 75 aðilar og nýir spretta upp eins og gorkúlur," sagði Kudunov. „Hver mikilvægur atburðurinn rekur annan í landi okk- ar á stjórmálasviðinu og í efna- hagslífínu. Eftir tæpa viku hefst flokksráðstefna okkar í Moskvu þar fyrir framtíð umbótastefnunnar verða teknar." Kudunov sagði að viðskipti íslands og Sovétríkjanna næmu um flórum milljörðum króna á þessu ári. Miðað við höfðatölu ættu íslendingar þrisv- ar eða flórum sinnum meiri viðskipti við Sovétríkin en önnur Evrópulönd. Þó gerði hann sig ekki ánægðan með hlutfall Sovétmanna í innflutning hérlendis. „íslenskar vörur eru ekki meðal þeirra ódýrustu og við þurfum eins og aðrir að taka tillit til þess að aðrir geta boðið lægra. Það hafa komið upp vandamál varðandi út- flutning íslenskra fyrirtækja til Sov- étríkjanna. Ég vil ekki tala um neinn harmleik í þessu sambandi en þeir sem hér eru inni vita hvað ég á við,“ sagði Kudunov. „í næsta mánuði verður minnst 35 ára afmælis við- skiptasamnings íslands og Sovétríkj- anna. Núverandi samningur gildir til ársins 1990, þannig að það gefst nægur jtími til þess að endurskoða hann. Ég hef þó þá trú að slíkur samningur auki stöðugleika og verði nauðsynlegur um mörg ókomin ár.“ Kudunov benti á að nú væri verið að kaupa ull frá Akureyri til full- vinnslu I sovéskum verksmiðjum. Hráefniskaup gætu hæglega aukist og einnig hefðu Sovétmenn mikinn áhuga á að kaupa hugvit af íslend- ingum, til dæmis varðandi sútun og skinnaframleiðslu. Nýlega hefðu ver- ið keyptar hausskurðarvélar af fyrir- tækinu Kvikk og samvinna væri haf- in við fyrirtæki vegna hörpudisk- framleiðslu. Sovétmenn hefðu mikinn hug á að nýta sér tækniþekkingu íslendinga sem væri á háu stigi. „Það á allt eftir að breytast, hvað varðar eðli viðskiptanna og þær kröf- ur sem gerðar eru,“ sagði hann. Jón _ Sigurðarson framkvæmda- stjóri Álafoss sagði að það blandað- ist engum hugur um mikilvægi við- skipta Akureyringa við Sovétmenn. Það hlytu allir að fylgjast af athygli með þeim breytingum sem væru að verða í Sovétríkjunum. Eitt af því sem ætti eftir að setja mikinn svip á efnahagslíf heimsins væri aukinn útflutningur Sovétmanna á neyslu- vörum, samkeppnisfærum við það sem best gerðist. „Fjölmiðlar hafa tilhneigingu til þess að gera mikið úr árstíðabundnum vandamálum sem upp koma í samningum við Sovét- menn. Staðreyndin er sú að á þeim 30 árum sem viðskiptasamningur okkar við Sovétmenn um ullarvið- skipti hefur verið í gildi hefur í 28 skipti verið staðið við samkomulag- ið.“ Getum hefur verið leitt að því að nýja brúin hleypi ekki nægu vatni í gegn og ég hef trú á því að það þurfí að gera ræsi undir veginn við bensínstöðina," sagði Sverrir. „Þegar framkvæmdir við flugbrautina hefj- ast er brýnt að skapa fuglinum skil- yrði til að verpa í hólmunum. Miðað við áætlanir eyðileggjast um 60% hreiðurstæða á svæðinu við breikkun brautarinnar. Besta ráðið er að friða hólmana algjörlega og bægja þaðan mannaferðum á varptímanum." Sá fugl sem býr í næsta nágrenni flugvallarins veldur ekki miklum usla í flugumferð að mati Sverris. „Fugl- inn sem sest á flugbrautimar er aðal- lega stór mávur sem lifir ekki á svæð- inu. Þetta eru ungir fuglar á þvæl- ingi að æfa sig að fljúga. Æðurin og vaðfuglamir óttast ekki flugvél- amar og fljúga ekki í veg fyrir þær,“ sagði hann. Elstu æðarkollumar hafa búið um sig í hólmunum og krikanum við flugstöðina, en þær yngri þurfa að búa sér hreiður á vorin austan og norðan við flugbrautina. Þær byrja því seinna að verpa, eiga færri egg og eru áberandi styggari en þær eldri. Innan girðingar flugvallarins verpa 400 kollur, þar eru einnig um 60 andarhreiður, 70 hreiður stormmáva og flöldi vaðfugla. Aust- an flugvallarins og í hólmunum verpa hundrað æðarkollur, um 400 hett- umávar, 36 grágæsir, annað eins af öndum og vaðfuglar. Leiðréttingar VILLA slæddist inn í frétt á Akureyrarsíðu í gær. Þar sagði að heiðargæsin í andapollinum við sundlaugina hefði tekið sam- an við aliönd, en að sjálfsögðu er um gæs að ræða eins og sjá mátti á meðfylgjandi mynd. Blaðið einnig velvirðingar á villu í myndatexta á síðunni síðastliðinn mánudag þar sem sýndir voru sig- urvegarar í unglingaflokki-B á móti hestamanna á Melgerðismel- um. Hesturinn Geisli er ekki lengst til vinstri á myndinni heldur Hrímnir frá Gilsá. Ferðafólk á Akureyri Verzlun okkar er við göngugötuna * í þessu fallega húsi (gömlu París). Við seljum fatnað á unga sem aidna og margt fleira áhugavert. Ferðafólk hefur stundum ekki ratað til okkar.þvíbendum viðágömlu París, þar erumviðtil húsa. Verið öll velkomin. HAFNARSTRÆTI 96 SIMI 96*24423 AKUREYRI Þorsteinn Davíðsson. Sólstöðuganga: Frá sólstöðugöngunni. Morgunblaðið/Rúnar Þðr Elsti göngumaðurinn 89 ára UM áttatiu manns tóku þátt i Sólstöðugöngu á Akureyri á þriðjudagskvöld. Helmingur þeirra gekk alla leið og i þeim hópi var Þorsteinn Davíðsson sem er 89 ára að aldri og átta ára gamall snáði, Stefán Hr. Guðmundsson. Göngugarpar nutu og leiðsagnar fjölfróðra manna sem kunnu margt að segja um sögu bæjarins og ná- grenni hans. Leiðin sem gengin var er um 12 km löng. Lagt var upp frá Ráðhústorgi á sjötta tímanum í gærdag. Gangan hélt sem leið lá eftir fjörunni þar sem Finnur Birgisson rakti sögu húsa og byggingarstíl og Haraldur Sigurðsson fy'allaði um Kfíð á Akur- eyri forðum daga. Áð var í Kjama en þar tók Hall- grímur Indriðason framkvæmda- stjóri Skógræktarfélags Eyfirðinga á móti göngumönnum og kynnti þeim útivistarsvæðið. Einnig fengu þeir í nesti fróðleiksmoia Halldórs Péturssonar og Elínar Péturssonar um gróður á svæðinu. Næst var gengið norður að Miðhúsaklöppum þar sem bíll beið með svaladrykki. Gangan endaði við Glerá og á Krossanesklöppum nutu göngu- menn miðnætursólarinnar. Stræt- isvagnar komu til móts við þátttak- endur með svaladrykki meðferðis og fluttu þá í bæinn aftur.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.