Morgunblaðið - 23.06.1988, Síða 45

Morgunblaðið - 23.06.1988, Síða 45
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. JÚNÍ 1988 45 Forg'öngnmaður um minnismerki hrapaðra o g drukknaðra í minningu Páls Oddgeirssonar eftir Einar J. Gíslason Minningarorð, flutt á sjó- mannadag, 5. júní 1988, við minn- isvarða drukknaðra og hrapaðra og þeirra er farist hafa í flugslys- um við Eyjar. Frumkvöðull minnisvarðans, Páll Oddgeirsson, á 100 ára fræð- ingardag 5. júní 1988. Hann fæddist í Kálfholti í Rangárvalla- sýslu, en þar bjuggu foreldrar hans þá, hjónin Oddgeir Guð- mundsson sóknarprestur og kona hans, Anna Guðmundsdóttir. 29 ágúst, á höfuðdag 1889, var séra Oddgeiri veitt Ofanleitispre- stakall, sem hann þjónaði við mik- inn orðstír í 35 ár. Páll flutti því með foreldrum sínum til Eyja lið- lega ársgamall og lifði hér öll sín bemsku- og manndómsár. Hér kvæntist hann Matthildi ísleifs- dóttur frá Kirkjubæ, mikilhæfri og fallegri konu. Heimiii þeirra stóð lengst af í Miðgarði við Vest- mannabraut. Þeim var fímm bama auðið, er öll lifa foreldra sína. Þau eru Richard, ísleifur og Oddgeir og systumar Anna Regína og Bergljót. Em þeim systkinum öllum sendar kveðjur héðan á 100 ára fæðingarhátíð föður þeirra á sjómannadeginum í Vestmannaeyjum. Páll var með glæsilegri mönn- um að vallarsýn, hár, grannur og sterkur. Góður ræðumaður, sem Oddgeir faðir hans. Kristján í Klöpp Ingimundarson var hringj- ari við Landakirkju í 40 ár, í tíð Páll Oddgeirsson fjögurra presta. Taldi hann séra Oddgeir þeirra fremstan sem ræðumaður. Páll var mikill hug- sjónamaður og í mörgu langt á undan sinni samtíð. Hann byrjaði ræktun á Heimaey, með túni, fyr- ir ofan kirkjugarðinn, síðar Odd- geirshóla, þar á eftir Breiða- bakka, suður í Klauf. Hann byggði verslunarstórhýsi við Bámgötu. Þar rak hann verslun um árabil. Svo mætti lengi telja. Ekkert mannlegt var Páli óviðkomandi. Hann rak útgerð um árabil og hafði dugnaðar formenn, sem öfluðu mikið, Kristin Magnússon Ljósmyndir Sigurgeir í Eyjum Minnismerki Guðmundar frá Miðdal um hrapaða og drukknaða I Vestmannaeyj um. frá Sólvangi er stýrði Herjólfí, og Guðna Jóhannsson er stýrði Heimakletti. Eg var 12 ára gamall drengur á þjóðhátíð í Heijólfsdal 11. ágúst 1935, sá dagur bar upp á afmæli séra Oddgeirs, en hann var fædd- ur 11. ágúst 1849. Ég hafði þá næmi fyrir flutningi hins talaða orðs. Hlustaði alltaf með athygli á séra Jes Gíslason og Pál Odd- geirsson. Þennan dag stofnaði Páll sjóð, sem átti að kosta og reisa minnismerki um dmkknaða sjómenn og hrapaða í björgum. Páll var að tala fyrir minni um þá er gista hina vatu gröf. Síðar var þeim bætt við er farist hafa í flugslysum. í mikilli kreppu og fátækt al- mennings lifði hugsjón Páls. Hann stóð í fylkingarbijósti og bar mikl- ar byrðar einn, en studdur af Þorsteini í Laufási, Runólfí Jó- hannssyni, Kristjáni Linnet, Gísla Wíum og Kristofer Guðjónssyni, ásamt flölda Eyjabúa. Heil 16 ár tók að koma þessari hugsjón Páls í framkvæmd, með þrotlausri bar- áttu og streði. Páll stóð alltaf í fylkingarbijósti. Hann efndi til hlutaveltu og fékk til liðs við sig Jóhannes Kjarval, sem gaf vandað málverk til happdrættis. Vinning- inn fékk kona búsett í Eyjum. Páll leitaði til Guðmundar Einars- sonar frá Miðdal og fékk hann til að teikna minnismerkið. Guð- mundur er eins og kunnugt er faðir Errós, hins heimsfræga listamanns. Páll var höfðingi og sókndjarfur og gerði það, sem enginn annar gat gert. Mikið var rætt um staðarval minnismerkisins. Páll hafði ávallt augastað á þessum stað, studdur af Ólafí Kristjánssyni þáverandi bæjarstjóra og sóknamefnd Landakirkju. Sunnudagurinn 21. október 1951 rann upp bjartur og fagur. Halldór Kolbeins, sóknarprestur- inn í Landakirkju, prédikaði og minntist sjómanna. Kikjukórinn söng. Kirkjan var setin til þrengsla. Eftir lok guðsþjón- ustunnar safnaðist fólk saman við minnisvarðann. Þórdís Guðjóns- dóttir frá Svanhól er misst hafði 4 bræður sína í sjóinn, sjálf gift sjómanni, valmenninu Sigurði Bjamasyni formanni frá Svanhóli, afhjúpaði minnismerkið, sem blas- ir við öllum Eyjabúum. Páll Odd- geirsson hélt vígsluræðuna. Hélt hann sér við efnið og kom víða við. Var ræða hans flutt af inni- leik og skörungsskap. Ræðan og það, sem snertir vígsluna, er prentað í minningarritinu, sem Páll gaf út. Það var prentað í Prentsmiðjunni Eyrún í Vest- mannaeyjum árið 1952. Þetta stórmerka rit er nú í fárra eigu og ófáanlegt með öliu. Sjómanna- samtök Eyja ættu að endurprenta ritið og gefa það út, til heiðurs við_ höfundinn Pál Oddgeirsson. í upphafí ræðu sinnar fór Páll með versið: ,Þú Guð míns lífs, ég loka augum mínum. I líknarmildum föðurörmum þínum. Og hvíli sætt, þótt hverfi sólin bjarta, ég halla mér að þínu fóður hjarta." Eftir að Páll hafði vígt minnis- merkið talaði Ólafur Kristjánsson þáverandi bæjarstjóri, þar á eftir talaði Steingrímur Benediktsson skólakennari og sóknarnefndar- maður Landakirkju. Eftir afhjúp- un, söng og ræðuhöld voru lagðir blómsveigar að fótstalli minnis- merkisins og hefir svo verið gert í 37 ár. Hér í dag blessum við þetta framtak Páls Oddgeirssonar og heiðrum minningu hans og send- um kveðjur héðan á sjómannadeg- inum til barna hans og eftirlifandi ástvina. J, t\ 1 i ^2 5 i\r \A & F y \á cte ■jz V3 rr &± oa L5' i£x EJ 57 nV | o r*® ijjf I ,\a » » Y~ j* e Bjj r—i pí ba; K \s a? r* ■ _ \ jts Fí kcv sr r □ Lgjg n yC rz |vS ðs ■r.r.rc [n rz JÖ t ; Uj 5] pn j I II ■ B fl ■ ■ ■ ■ ■ ■ ■ m ■ ■ ■ m ■ ■ Ifll mTwmyTmwywrwwrwwmnmi i t i i l n l «1 t VIII N óa íí irji % . Í3b<! ) □r [©JPerstorpForm JES) V£3 J~* ^jVJ Staður fyrir hvern hlut og hver hlutur á sínum stað HANDHÆGAR OG MEÐFÆRILEGAR PLASTSKÚFFUR FYRIR LAGER/NN, BÍLSKÚRINN, GEYMSLUNA, SKRIFSTOFUNA OGALLA HINA STAÐINA. MASMIUJUI HÁTEIGSVEGI 7,105 R. S. 21220

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.