Morgunblaðið - 23.06.1988, Qupperneq 47
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. JÚNÍ 1988
Egilsstaðir:
19 ára piltur úr skurð-
aður í gæslu varð-
hald vegna innbrota
Stolin mokstursvél veldur miklu tjóni
Egilsstöðum.
LÖGREGLAN á Egilsstöðum
hefur handtekið 19 ára pilt sem
grunaður er um að hafa brotist
inn í kaupfélag Héraðsbúa að-
fararnótt sunnudagsins og einn-
ig að vera viðriðinn tvö önnur
innbrot sem framin voru í bæn-
um þá um nóttina. Pilturinn
hefur verið úrskurðaður í viku
gæsluvarðhald. Hann hefur áð-
ur komið við sögu svipaðra
mála eystra. Þá rannsakar lög-
reglan á Egilsstöðum einnig
hvort pilturinn eigi þátt f því
að stórri mokstursvél var stolið
á Egilsstöðum aðfaranótt
sunnudags og olli stjórnandi
hennar verulegum skemmdum
með þessu stórvirka tæki á leið
sinni um bæinn.
Mokstursvélin er í eigu Malar-
vinnslunnar hf. og stóð á athafna-
svæði fyrirtækisins í iðnaðarhverf-
inu efst í bænum þegar hún var
brotin upp og henni stolið. Eitt-
hvað virðist stjórn tækisins hafa
vafist fyrir ökumanninum því þeg-
Morgunblaðið/Ágúst Blöndal
Kristinn V. Jóhannsson stjórnarformaður SUdarvinnslunnar af-
hendir Ágústi Ármanni Þorlákssyni skólastjóra Tónskólans gjafa-
bréfið.
Neskaupstaður:
Síldarvinnslan gefur
Tónskólanum hús
Neskaupstað.
í TILEFNI af 30 ára afmæli þess, Kristinn V. Jóhannsson,
Síldarvinnslunnar hf. á sfðasta Ágústi Ármann Þorlákssyni skóla-
ári ákvað stjórn fyrirtækisins að stjóra Tónskólans húsið formlega
gefa Tónskóla Neskaupstaðar en talsvert er sfðan skólinn flutti
húseign sfna í Neskaupstað 14. starfsemi sfna þangað.
Á aðalfundi félagsins nú fyrir
skömmu afhenti stjórnarformaður - Ágúst
ar hann kom akandi eftir Miðás
varð fyrir honum biðskyldumerki
þar sem hann ók inná Fagradals-
braut, en það er þjóðvegurinn í
gegn um bæinn. Biðskyldunni
sinnti ökumaðurinn ekki og ók
merkið niður. Við hinn kant
Fagradalsbrautar var ljósastaur
steyptur niður ásamt tengiskápum
fyrir síma og rafmagn. Varð þetta
allt undan mokstursvélinni að láta
og er ónýtt á eftir. Af þessum
sökum varð rafmagns- og síma-
sambandslaust í nærliggjandi hús-
um. Starfsmenn pósts og síma og
starfsmenn Rarik unnu við það á
sunnudag að gera við skemmdim-
ar og er ljóst að tjónið sem öku-
maðurinn olli með þessari ökuferð
sinni er verulegt.
Ferðinni lauk síðan eftir að vél-
inni hafði verið ekið, að því er virð-
ist, óhappalaust niður Fagradals-
braut uns komið var að örlítilli
beygju á veginum sem eitthvað
virðist hafa vafíst fyrir ökumann-
inum því þar fór hann fram af
4 r
Morgunblaðið/Bjöm Sveinsson
Mokstursvélin stöðvuð inni f garði eftir einstæða ökuferð um Egilsstaðabæ.
allháum kanti og inn í garð þar
sem vélin stöðvaðist eftir að hafa
valdið nokkru jarðraski og
skemmdum á gróðri.
Aðfaranótt sunnudagsins vom
einnig framin þijú innbrot í bæn-
um og töluverðu stolið. Brotist var
inn í verslun Kaupfélags Héraðs-
búa þar sem myndavélum og fleiri
verðmætum var stolið. Einnig var
brotist inn í fóðurstöðina Loðmund
og ávísanahefti ásamt farsíma sto-
lið og skemmdir unnar. Þess má
geta að Loðmundur er til húsa
skammt frá þar sem mokstursvél-
inni var stolið, en Kaupfélagið er
nálægt þeim stað, þar sem ökuferð
vélarinnar endaði. Hvort tengsl
em þama á milli vita menn ekki
ennþá, en lögreglan á Egilsstöðum
vinnur að rannsókn þessara mála
ásamt rannsókn á innbroti í bíl
þar sem stangaveiðibúnaði var sto-
lið. Að sögn Ulfars Jónssonar lög-
regluvarðstjóra á Egilsstöðum var
pilturinn handtekinn á mánudag
vegna gmns um að hann eigi að-
ild að þessum afbrotum. Sýslu-
maður úrskurðaði í framhaldi af
handtökunni að hann skyldi sæta
gæsluvarðhaldi í eina viku meðan
á rannsókn málsins stendur.
- Björn
SéCfl
TOPP ▼ GÆÐI
SLÁTTUORF - HEKKKLIPPUR
Garðsnyrtitæki frá Skil eru byggð samkvæmt
ströngustu öryggis- og neytendakröfum,
viðurkennd af Rafmagnseftirliti ríkisins.
SPÁÐU í VERÐIÐ!
FÁLKINN
SUÐURLANDSBRAUT 8, SlMI 84670 Jj
PARABAKKI 3, SÍMI670100
BÆNDUR - HELGARÞJÓNUSTA
Varahlutaverslun okkar f Ármúla 3 verður opin á laugardögum
í sumar frá kl. 10.00 f.h. til kl. 14.00 e.h.
Komið eða hringið
Beinn sími við verslun 91-39811
Greiðslukortaþjónusta
BÚNADARDEILD
SAMBANDSINS
ÁRMÚLA3 REYKJAVÍK SÍMI 38900