Morgunblaðið - 23.06.1988, Qupperneq 54

Morgunblaðið - 23.06.1988, Qupperneq 54
54 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. JÚNÍ 1988 Audi 801,8 E,árg. ’87 Til söluer þessi glæsilega bifreið, ekin 23.000 km. Verð kr. 1.050.000. Upplýsingar í síma 40540 eftir kl. 19.00. AATARI hfb /btagna eigum hugbúrwiinn sem þig oantuz fazii fltazi £t tblouznaz. —* 'filtoinnslu —* Limbzotsfazzit —* <T* knitelkna —* <J-ozzitunnazmhl —* Tb^luzeikna —* tfagnagzunnsfazzit —► fiac samktefangazhugb&nað —* Dbm sam/uefrngazhugbúnað —* Teiknifazzit o.s.^to. —* /illut jAtazi oeLbinnabuz ~Oeitum alhliða hug og oélbúnaðat þfönustu. ilttih oið eia hzitujdu - Við senóum Lista Tlbluofoitö flíaqtm CaugiotQl 15 91-23011 PVC skolprör Eigum fyrirliggjandi PVC skolprör í stærð- um 110 mm, 160 mm og 200 mm. Hagstætt verð. LEITIÐ UPPLYSINGA. HEILDSALA — SMÁSALA S/ VATNSVIRKINN HF. ~ ÁRMÚLA 21 SÍMAR 686455 — 685966 LYNGHÁLSI 3 SÍMAR 673415 — 673416 Minning: Friðrik Sigurbjöms- son stórkaupmaður Friðrik Baldur Sigurbjömsson stórkaupmaður varð bráðkvaddur 15. júní á skrifstofu sinni í íslenzk- erlenda verzlunarfélaginu, önnum kafinn eins og vant var, þótt kom- inn væri hátt á 77. aldursár. Hann var ung sál í hraustum líkama, lítt breyttur f áratugi, líkur föður sínum, séra Sigurbirai Á. Gísla- syni, teinréttur og höfðinglegur í fasi. Iþróttamaður í gamla daga og íslandsmeistari í tennis í 10 ár. Hann hlaut þann dauðdaga, sem hann hefði helzt sjálfur kosið, að falla í erli dagsins. Engin sjúk- dómslega eða hrumleiki ellinnar. Friðrik frændi minn var Vest- urbæingur alla ævi, fæddur í Ási og ólst þar upp með foreldrum sínum, séra Sigurbirai og frú Guð- rúnu Lárusdóttur, alþingismanni og rithöfundi, í stórum og glöðum systkinahópi. Síðar stóð heimili hans og glæsilegrar eiginkonu hans, Onnu Stefánsdóttur úr Njarðvíkum, á Bárugötu 32 og svo á Reynimel 27. Eru böm þeirra Hanna, Friðrik Gústaf, Sigurbjöm Ástvaldur og Anna Lára. Friðrik stofnaði íslenzk-erlenda 1942 og var forstjóri þess æ síðan. Var fyrir- tækið einnig í Vesturbænum, fyrst á Garðastræti og mörg síðari ár að Tjaraargötu 18. Frændrækinn var Friðrik svo af bar, alltaf fyrstur til að votta öðrum samhug og sýna heiður á merkis- dögum í „afmæli afa“ í bytjun hvers árs vantaði hann aldrei, er afkom- endur og vinir hjónanna í Ási komu saman til að auka kynni og ri§a upp góðar minningar, en þau voru bæði fædd í janúarbyijun. Nokkrir þeirra, sem fyrst efndu til hinnar árlegu minningarhátíðar, eru horfn- ir á braut, og við fráfall Friðriks er skarð fyrir skildi hinnar sam- heldnu fjölskyldu. Böra Áshjónanna voru 10, en nú eru aðeins 2 eftir, Gísli forstjóri og Lára. Þeim auðn- aðist ekki öllum að vaxa úr grasi á grundunum kringum Ás og Hof, fallegu samstæðu húsin vestur á Sólvöllum, þar sem þau bjuggu afi og amma í Ási, en í Hofi bróðir ömmu, Pétur Lárusson, fulltrúi á Alþingi, og Ólafía Einarsdóttir, kona hans. Þijú systkinanna í Ási dóu í bemsku, en fjórir bræður náðu fullorðinsaldri og var Friðrik þeirra yngstur. Lárus skjalavörður og Halldór verzlunarmaður eru látnir. Eina systirin, sem varð auðið langra lífdaga, er Lára, móðir mín. Er hún næst Friðriki í aldursröð og voru þau ákaflega samrýmd alla tíð. Systur þeirra, Guðrún Valgerð- ur og Sigrún Kristín, drukknuðu í blóma lífsins með móður sinni í hinu voðalega slysi við Tungufljót 20. ágúst 1938, en þá varð þjóðarsorg eins og eldri menn muna. Friðrik frændi var bezti vinur minn af sinni kynslóð. Þessi orð eiga því að vera örlítil þökk til hans fyrir samfylgdina. Barnið hlakkaði til að hitta uppáhaldsfrænda sinn, sem ávallt kunni að gleðja; ungling- urinn fékk góð ráð í veganesti; unga stúlkan átti t.d. peningagjöf frá honum í íslenzku sendiráði í Qar- lægri borg, þegar auraráðin voru komin í lágmark á langri ferð og gjaldeyrir torfenginn; og prestskon- an í sveitinni fékk senda góða muni á hiutaveltu, þegar á þurfti að halda. Aldrei var um afskiptasemi að ræða, en næmleiki á aðstæður og hjartahlýja réðu gerðum hans. Þau anna kunnu ráð við mörgum vanda og voru höfðingjar heim að sækja. Indælt var í Reykjavíkur- ferðum að hitta hann á skrifstof- unni glettinn og gamansaman. Afa í Ási var Friðrik óvenju rækt- arsamur og hlýr sonur. Varla leið sá dagur, að hann vitjaði ekki öld- ungsins ema, sem var ekkjumaður í rúm 30 ár, eða hefði samband við hann. Friðrik missti mest allra, er afi lézt 2. ágúst 1969. Þá skal að sjálfsögðu ekki gleymt að nefna þá tryggð og það æðruleysi, sem gerði hlut hans stærstan í þessu lífi, er hann sýndi Önnu konu sinni í erfið- um veikindum hennar síðustu árin, sem hún lifði, en hún lézt 10. nóv- ember 1985. Sama þolgæði og fóm- arlund kom fram, er synir þeirra báðir fárveiktust ungir. Hann kunni að gleðja, án þess að láta á því bera. Hann var drengur góður. Friðrik Sigurbjömsson átti góða heimvon eftir jarðneska lífíð. Bjart er yfír för hans á æðra tilverustig, í himininn á vit horfínna ástvina, þar sem honum er tekið fagnandi í dýrð vorbirtunnar. Útför hans er gerð í dag, einn bjartasta dag árs- ins, 23. júní, frá Neskirkju. — Inni- legar samúðarkveðjur til fjölskyldu hans frá okkur systkinunum. Minn- ingamar ylja okkur öllum. Guðrún L. Ásgeirsdóttir Það var um nónbilið fyrra mið- vikudag að ég frétti það til berasku- vinar míns og frænda, að hann hefð. orðið bráðkvaddur í skrifstofu sinni þá um hádegið og skorti þá mánuð í 77. aldursárið. Víst brá mér við það högg — svo hrósaði ég happi fyrir hans hönd. Það er ekki að öllum sem hann dauði fer jafn snyrtilega og þeir eiga skilið. Friðrik Baldur hét hann fullu nafni, sonur hjónanna séra Sigur- bjamar_ Ástvalds Gíslasonar frá Neðra-Ási í Skagafírði og Guðrúnar Lárusdóttur alþingismanns. Af tíu systkinum komust sjö til fullorðinsára og héldu hópinn til ársins 1938, að tvær systra hans drukknuðu í Tungufljóti ásamt Guð- rúnu móður þeirra. Nú eru aðeins tvö þeirra ofar moldu, Gísli, for- stjóri Elli- og hjúkrunarheimilisins Grundar og Kristín Lára, húsmóðir og handavinnukennari. Nú veit ég ekki gjörla, hvort það var vegna ellefu ára aldursmunar okkar Friðriks eða þrátt fyrir hann, að við urðum svo snemma sam- rýmd. Þegar ég var enn krakka- ómynd en hann orðinn gjörfulegur ungur maður, þá hafði hann mig í ýmiss konar snatti fyrir sig og laun- aði ríkulega með sælgæti og bíómið- um, sem hvort tveggja taldist til munaðar. Á þeim árum tók hann virkan þátt í íþróttum og var tennismeist- ari árum saman. Hann æfði fót- bolta með Víkingum og fyrir kom að hann tók þátt í keppni með þeim. Ég sé hann enn fyrir mér á vellin- um, íturvaxinn, ljóshærðan og leggjalangan, allra mann fótfráast- an. Eg heyrði líka áhorfendur hrósa honum fyrir frábæra yfírferð, sem mér þótti gaman, en leiddist hvað boltinn var laginn við að forðast hann. Ég var um fermingu þegar hann gerði mig að trúnaðarvini sínum og því fylgdist ég með í því sem hann tók sér fyrir hendur og hafði upp á henni fyrir hann, fallegu stúlk- unni sem hann sá í bláu leðurkáp- unni og var ekki Reykvíkingur held- ur úr Innri-Njarðvík og giftist hon- um samtímis því sem hún gerðist vinkona mín. Anna hét hún og var Stefánsdóttir. Óvenju fríð, glaðlynd og mannblendin, en Friðrik var aft- ur á móti seintekinn og blandaði lítt geði við fólk, en andstæðurnar laðast oft saman. Anna hafði hana með sér í búið til hans hana Hönnu litlu — skínandi fallega telpu, sem Friðrik gerði að kjördóttur. Síðar eignuðust þau þrjú börn, Friðrik Gústaf, Sigurbjöm Ástvald og Önnu Láru. Við kynni þeirra Önnu vann hann hjá nafna sínum Berthelsen stórkaupmanni, en stofnaði skömmu síðar eigið fyrirtæki, ís- lensk-erlenda, og stýrði því farsæl- lega til dauðadags. Önnu konu sína missti Friðrik haustið 1985, eftir langa og erfíða sjúkdómslegu. Umhyggja og ástúð Friðriks í veik- indum hennar voru honum til sæmdar. Víst var hann mér kær hann Friðrik Sigurbjömsson, og liggur nú fyrir að skýra hvers vegna: Ymsum mönnum hef ég kynnst, settum saman ur mörgum brotum og misjöfnum. í þeirra hópi skaraði Friðrik framúr í því, hve brotin voru ólík og féllu sum hver skringi- lega illa hvert að öðru og mynduðu einstakling sem var miklu fremur sérstæður en heilsteyptur. Öllum þessum brotum kynntist ég vel, en átti misjafnlega gott með að skil- greina þau þá, sum skildi ég strax, önnur síðar og sum kannski aldrei, en snemma varð mér ljóst að engu þeirra var reyndar ofaukið í sköpun þessa furðulega margbrotna per- sónuleika, sem var oftast dálítið torskilinn, stundum skrýtinn en ævinlega gæddur óútskýranlegum eiginleika, sem ég mat mikils og olli því að aldrei hvarflaði að mér að óska þess að Friðrik væri öðru vísi. Dæmin um kennileiti á æviferli Friðriks gætu orðið býsna mörg, allt frá því að þetta afsprengi ein- hvers íhaldssamasta heimilis á ís- landi sagði sig úr Menntaskólanum til þess að setjast í Samvinnuskól- ann og dýrka Jónas Jónsson, sem hann hætti nú tiltölulega fljótt, og til þess að lýsa vandræðaskap hans við að víkja góðu að bágstöddum, sem hann var aldrei viss um að hæfði sjálfsmynd sinni en gat alls ekki stillt sig um, allt frá því að lauma seðlum undir kodda hjá sjúkl- ingi upp í það að fá eiðsvarinn ungl- ing til að koma til skila nafnlausu peningabréfi. Hann rækti við mig frændskap allar götur frá berasku og þrátt fyrir áratuga fjarveru mína í öðru landi hélst þetta samband, því oft sló hann á þráðinn og stundum skrifaði hann bréf, sem helst minntu á skeyti, svo fáorð voru þau. En vináttu okkar frá því fyrsta skynja ég nú eins og sólmánuð með léttu skýjafari. Ég er ekki gædd trú á eilíft líf, en í vitund minni er dauði Friðriks Sigurbjömssonar loka- punkturinn aftan við þann langa kafla ævi minnar, sem vinátta hans átti ríkan þátt í að gera bærilegan. Og hvað svo sem elfunni miklu líður og sálnatransporti Karons feiju- manns, þá er Friðriki búið notalegt framhaldslíf í minni mér. Börnum Friðriks sendum við hjónin samúðarkveðjur og Guðrún Olafía dóttir mín sendir kærar kveðjur yfír hafíð með þakklæti til Friðriks fyrir margt, sem hún mun aldrei gleyma. Kristjana Sigurðardóttir
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.