Morgunblaðið - 23.06.1988, Page 56

Morgunblaðið - 23.06.1988, Page 56
56 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. JÚNÍ 1988 Sveinn Stefáns- son — Minning Kjúklinga- Ævintýri! * 439.0 ( Heitur matur í hádeginu. Hamborgarar með brauði 40 °°Pr stk- Fjölskyldupakkning Kjúklingar í gríllpakka tilbúnir á grillið! Gríllaðir kjúklingar alla eítirmiðdaga! GRILLKOL SANITAS KYNNING: Pepsi • Appelsín • 7up 2 lítrar á AÐEINS 119»3^129 00 Fæddur 20. júlí 1986 Dáinn 13. júní 1988 Fimmtudaginn 23. júní er lagður til hinstu hvílu eftir mikil veikindi elsku litla ömmubamið okkar, Sveinn Stefánsson, sonur bama okkar ' Stefáns Sveinssonar og Díönu Sigurðardóttur. Þó Sveinn ætti ekki langa ævi skilur hann eftir stórt skarð í hjörtum okkar. Svo fátækur er nú hann faðir þinn, hann finnur ei nokkurt blóm að kveðja með einkasoninn sinn, er senn á að ieggjast í moldu. Svo hrollir við hörðum dóm. Hún móðir þín gengur með grátna kinn og getur ei yndi fest. Svo döpur kyssir hún drenginn sinn, sem dó burt með vonir svo margar, og ætíð unni hún mest Nú fagni þér guð og geymi þig vel pg gefi sér blómin sín. I Drottins hendur minn dýrgrip ég fel. Hann deyfi eggjamar sára. Svo lif þú þars lífið ei dvín. (Hannes Hafstein) Alla amma og Rúna arnma. Hví fóinar jurtin fríða og feliir bióm svo skjótt? Hví sveipar bamið blíða svo brátt hin dimma nótt? Hví verður von og yndi svo varpað niður í gröf? Hví berst svo burt í skyndi hin lífsins besta gjöf? Svo spyijum vér en vonum þó vísdóms Drottins á og hugsum sæl hjá honum vor hjartkær bömin smá. EINSTAKT EFNl TIL RAKAVARNAR polp last Byggingaplastið með rauðu röndinni • Þolir raka, loft og hita margfalt á við önnur sam- bærileg efni. • Þróað í samvinnu við Rannóknastofnun byggingariðnaðarins. • Tíföld ending. Þolplast frá Plastprenti - þar sem rakavarnar er þörf. | S ■S £ ! £ (A iS 3. £ %• £ ! £ I £ f £ V) I £ t Plastprent hf. ^ Fosshálsi T7-25,sími 685600 Þótt hrelling herði að brjósti . vér huggumst við þá trú í bestu fóðurfóstri þau falin séu nú. Það friði og firri harmi þá foreldra sem hér sér barma á grafar barmi er bamið dáið er, og fyrirheit vors Herra þeim hjartans græði sár, það heit að hann mun þerra á himnum öll vor tár. Já, sefist sorg og tregi þér saknendur við gröf, því týnd er yður eigi hin yndislega gjöf. Hún hvarf frá synd og heimi til himins - fagnið því svo hana Guð þar geymi og gefi fegri á ný. (Bjöm Halldórsson frá Laufási) Sendum ykkur okkar dýpstu samúðarkveðjur, elsku Díana, Stef- án, Aðalbjörg og Sandra. Föðursystkini og fjölskyldur. í dag verður elsku litli Svenni okkar borinn til hinstu hvíldar. Sveinn var sonur hjónanna Díönu Sigurðardóttur og Stefáns Sveins- sonar. Hann var yngstur þriggja bama og eini sonurinn. Þegar Sveinn var á áttunda mán- uði fór að bera á veikindum sem fóru vaxandi eftir því sem hann eltist. Þurfti hann eftir það að verja tímanum mikið á sjúkrahúsi. Þessi bjarteygði snáði varð því að reyna mikið á sinni stuttu ævi. Nú hefur Svenni litli fengið sína hvíld en hann skilur eftir bjarta minningu sem mun lifa í hjörtum okkar. Blundar þú vinur, í síðasta sinn sat ég við hvíluna þína. Strauk ég um höfuð þitt, kvöld var þín kinn kringum þig elskaði drengurinn minn breiddi ég_ bænina mína. (Guðrún Ámadóttir frá Oddsstöðum) Elsku Díana, Stefán, Aðalbjörg og Sandra Dögg, megi góður guð geyma litla drenginn ykkar og styrkja ykkur og styðja í sorg ykk- ar. Soffía og Jón Hví var þessi beður búinn, bamið kæra þér svo skjótt? Svar af himni heyrir trúin hljóma gegnum dauðans nótt. Það er kveðjan: Kom til mín!“ Kristur tók þig heim til sín. Þú ert blessuð hans í höndum, hólpin sál með ljóssins öndum. (Bjöm Halldórsson Elsku Díana, Stefán, Aðalbjörg og Sandra Dögg, megi Guð styrkja ykkur gegnum sorgina. Blessuð sé minning Sveins litla. Guð geymi hann. Starfsfólkið Álfalandi 6. Minning: Sigurður Gísla- son hótelstfóri Vinur minn, Sigurður Svavar Gíslason, fyrrverandi hótelstjóri á Hótel Borg, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni í dag. Kynni okkar Sigurðar hófust þegar ég byijaði sem vikadrengur á Hótel Borg, 12 ára gamall. Hann var þá yfírþjónn á hótelinu og þegar ég þremur árum síðar fór að læra til þjóns á Hótel Borg varð hann yfirmaður minn og lærifaðir. Það var hjá Sigurði sem ég fékk mína eldskírn sem fram- reiðslumaður og hef ég búið að því alla tíð síðan. A þessum árum var Hótel Borg glæsilegasti og virðu- legasti veitingastaður borgarinnar. Þar voru allar opinberar veislur haldnar svo og veislur fyrir erlenda þjóðhöfðingja. Sigurður hafði veg og vanda af þessum veislum og var mjög lærdómsríkt að starfa undir hans stjóm við þessi tækifæri. Mörgum árum síðar, þegar ég tók við rekstri Hótel Borgar, var Sigurður þar enn við störf, og hafði þá verið hótelstjóri þar um margra ára skeið. Samstarf okkar hófst þá aftur og á síðustu árum hafði Sig- urður yfírumsjón með ráðherrabú- staðnum við Tjamargötu, sem um áratuga skeið hefur verið hluti af rekstri Hótel Borgar. Með þessum fátæklegu orðum langar mig til að kveðja þennan ágæta samstarfs- mann hinstu kveðju og þakka hon- um samfylgdina á meðan hann lifði. Um leið og ég votta minningu Sig- urðar virðingu mína votta ég hans nánustu samúð mina við fráfall ^anS' Ólafur Laufdal Okkur setti hljóð sunnudaginn 12. júní síðastliðinn er við fréttum að vinur okkar og samstarfsmaður Sig- urður Gislason hefði látist kvöldinu áður. Sigurður, eða Siggi Gísla eins og við kölluðum hann alltaf, var í okkar huga einn virtasti starfsmaður Hót- els Borgar og gátum við alltaf leitað til hans með öil okkar vandamál sem upp komu, enda hafði hann áratuga reynslu í veitinga- og hótelrekstri. Sagt er að maður komi í manns stað en við sem vorum þeirrar ánægju aðnjótandi að starfa með honum eig- um erfítt með að trúa því. Hann átti engan sinn líka. Sigurður starfaði á Hótel Borg allt til dauðadags og stundaði hann sína vinnu ávallt með sóma. Það er svo margs að minnast en orðin megna svo lítils á slíkum sorgar- stundum. Nú er Sigurður horfínn handan við móðuna miklu og viljum við trúa því að honum líði vel þar. Við viljum biðja góðan guð að styrkja sambýliskonu Sigurðar, Ól- öfu Runólfsdóttur, og fjölskyldu í þessari miklu sorg. Guð blessi ykkur. Starfsfólk Hótels Borgar

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.