Morgunblaðið - 23.06.1988, Qupperneq 62

Morgunblaðið - 23.06.1988, Qupperneq 62
62 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. JÚNÍ 1988 Davíð og Eiríkur birkibein Kæri Velvakandi. ' Af gefnu tilefni sendi ég kveðju- ósk til Davíðs Oddssonar borgar- stjóra. Konunglegur sigur hefur unnist, enda erum við komin af Eiríki birkibeini (sjá Sturlungu). Ættingi Otæk afnotagjöld Ágæti Velvakandi! „Ertu kannski uggandi yfir öllum gulu miðunum" er sungið í dægur- laginu Gleðibankanum og vissulega er maður uggandi á stundum þegar rukkanir fyrir opinberum gjöldum hrynja inn um lúguna á útidyra- hurðinni - en einhvem veginn hefst þetta og „reddast" með tilheyrandi dráttarvöxtum. Ég er hins vegar ósáttur við að borga fyrir það sem ég nota ekki og á ég þá við svon- efnt afnotagjald Ríkisútvarpsins. Ég er fyrir löngu steinhættur að nota Ríkisútvarpið og sjónvarpið, aðrir fjölmiðlar eins og Stöð 2 og Stjaman nægja mér og vel það, en samt verð ég að greiða Ríkinu, þ.e. fjölmiðlum þess síhækkandi afnota- Góð þjónusta Kæri velvakandi. Mig langar til að koma fram þakk- læti til starfsfólks nýlenduvöruversl- unarinnar KRON á Tunguvegi 19, en þar er þjónustan alveg sérstaklega góð. Stúlkumar við kjötborðið eru mjög almennilegar en ég vil þó sérs- taklega þakka stúlkunni á kassanum, henni Erlu. Hún er ætíð mjög kurt- eis og alltaf í góðu skapi. Svo hjálp- ar hún fólki út í bflana með vörumar ef það verslar mikið. Það má þakka fyrir svona þjónustu og meta góðan starfskraft. Góður viðskiptavinur gjöld sem eru innheimt reglulega og það af festu. Til hvers er verið að halda úti tveimur rásum og sjón- varpi í nafni Ríkisins og með gjöld- um á skattborgarana þegar sams konar hlutir em unnir annars stað- ar og það án gjaldtöku? Stöð 2 þigg- ur að vísu gjald fyrir afnot en skyld- ar mann ekki til þess að borga eins og Ríkið og þannig á það að vera. Það er sjálfsagt að greiða fyrir af- not ef maður er notandi en annars ekki. Það hefur þegar sýnt sig að án skattheimtu geta fjölmiðlar, þ.e. útvarp og sjónvarp þrifist án þess að það sé í nafni Ríkisins og marg- ir af okkar bestu fagmönnum hafa leitað í átt frá ríkisstöðvunum á undanfömum ámm. Nægir að nefna Pál Magnússon á Stöð 2, Einar Sigurðsson á Bylgjunni og Þorgeir Astvaldsson á Stjömunni. Þeir og fleiri sem vinna hjá áður- nefndum stöðvum hafa ekki versn- að við að fara frá Ríkisútvarpi/Sjón- varpi - þvert á móti hafa þeir blómstrað og þeim vegnað vel. Sennilega væri meira horft og hlustað á Ríkisútvarpið/Sjónvarp ef þessir menn og aðrir sem gengið hafa til starfa hjá Stöð 2, Stjöm- unni og víðar hefðu haldið sig inn- anstokks hjá Ríkinu. Þá væri líka réttlætanlegt að innheimta afnota- gjöld en á meðan notendum fækkar eiga þessi gjöid að lækka, ekki hækka. Notendur einir eiga að greiða, aðrir ekki. Með vinsemd og virðingu, Valgarður. Stafavíxl Til Velvakanda. Hr. borgarstjóri. Eins og öllum er kunnugt þá hefur orðið mikið fjaðrafok út af fyrirhugaðri ráðhúsbyggingu hér við Reykjavíkurtjöm. Blaðadeilur, fundarhöld og allskonar uppákomur hafa sett leiðindasvip á bæjarlífið að undanfömu, öllum til leiðinda en engum til sóma. En nú vildi ég mega tilkynna yður herra borgarstjóri, að ég hef fundið farsæla lausn á þessu máli. Sem sé, að í staðinn fyrir RÁÐHÚS komi NÁÐHÚS. Þetta yrði mjög auðvelt í framkvæmd, því ekki þarf annað en að breyta einum staf í byggingarsamþykktinni til að málið leysist. Eins og gefur að skilja yrðu allir glaðir og hamingjusamir með þessa breytingu, því að það er miklu meiri þörf fyrir NÁÐHÚS þama en RÁÐHÚS. Einnig myndi þetta auka ferða- mannastrauminn til landsins, því að það spyrðist fljótt til útlandanna hvflík undur og náttúmauðæfi ís- land hefði upp á að bjóða. Jafnvel sjálfur páfinn kæmi kannski hingað og tefldi þama. Ég tala nú ekki um þá Reagan og Gorbatsjoff. Þetta gæti líka orðið stórkostleg tekjulind fyrir bæjarfélagið samfara því að vinsældir borgarstjórans myndu stóraukast, utanlands sem innanlands. Með bestu kveðju, andavinur. Skrif ið eða hringið til Velvakanda Velvakandi hvetur lesendur til að skrifa þættinum um hvaðeina, sem hugur þeirra stendur til — eða hringja milji kl. 10 og 12, mánu- daga til fostudaga, ef þeir koma því ekki við að skrifa. Meðal efnis, sem vel er þegið, eru ábendingar og orðaskiptingar, fyrirspumir og frásagnir, auk pistla og stuttra greina. Bréf þurfa ekki að vera vélrituð, en nöfn, nafnnúmer og heimilisfong verða að fylgja öllu efni til þáttarins, þó að höfundur óski naftileyndar. Sérstaklega þykir ástæða til að beina því til lesenda blaðsins utan höfuðborgarsvæðisins, að þeir láti sinn hlut ekki eftir liggja hér í dálkunum. Víkveiji skrifar að fer mjög í taugarnar á Víkveija dagsins þegar blaða- menn og aðrir sem skrifa í blöð og tala í útvarp og sjónvarp gera ekki greinarmun á forsetningunum í og á fyrir framan nöfn bæja, kauptúna og kaupstaða. Nú er það dálítið mismunandi eftir landshlutum hvaða forsetningar em notaðar. Til dæmis er talað um Guðmund Árna bæjarstjóra / Hafnarfirði en Harald bæjarstjóra á ísafirði. Þá á að segja Guðmundur Runólfsson / Gmndar- firði, en ekki „á Gmndarfirði" eins og klifað er á í útvarpinu, m.a. í heilum útvarpsþætti um staðinn á rás 1 eða 2 á dögunum. Þá er oft sagt „á Borgarnesi" í staðinn fyrir / Borgamesi eins og rétt er. „Á Borgamesi" fer eins mikið í taug- arnar á Víkveija eins og þegar ein- hver segist hafa hitt Jón á Lauga- veginum „á Reykjavík" í staðinn fyrir / Reykjavík. að er kannski ekki nema von að menn ruglist í þessu, venj- urnar em svo mismunandi og skýr- ingar stundum ekki augljósar. Til dæmis: Af hveiju er sagt í Borgar- nesi en á Akranesi, I Sandgerði en á Bakkagerði, í Kópavogi en á Djúpavogi, í Þorlákshöfn en á Bakkagerði og í Súðavík en á Hólmavík, svo dæmi séu tekin? Þetta em ef til vill skýringamar á því að margir reyna að sleppa með því að nota alltaf „að“, til dæmis „að Reykholti", og „að Borg á Mýrum". Víkveiji dagsins getur þó ekki undir neinum kringumstæðum sætt sig við slíkt og segir að sjálf- sögðu / Reykholti og á Borg á Mýmm. XXX Ekki auðveldar það heldur rétta notkun forsetninga þegar ágreiningur er um hvað sé hið „rétta" og þegar tvö heiti em notuð um sama stað. Dæmi um þetta er Siglufjörður og Neskaupstaður. Al- mennt mun vera talað um Matthías á Siglufirði (kaupstaðnum) en í Siglufirði þegar átt er við gamla býlið eða sveitina. Gamlir Siglfirð- ingar sem Víkvetji vinnur með halda reyndar „í Siglufirði“ statt og stöðugt fram. Þá er oft sagt „á Neskaupstað" í staðinn fyrir / Nes- kaupstað og stafar það sjálfsagt í sumum tilvikum af því að sami kaupstaður er oft nefndur Norð- fjörður og þá réttilega sagt á Norð- firði. XXX Það er fleira sem fer í taugarn- ar á Víkveija þessa dagana. Hann er til dæmis að velta því fyr- ir sér hvort vinnupallarnir verða á Hallgrímskirkjuturni í allt sumar. Vinnupallarnir em ekki nein bæjar- prýði á þessu mest áberandi húsi borgarinnar. Menn geta velt því fyrir sér hvað pallarnir „eyðileggja" mörg þúsund ljósmyndir erlendra ferðamanna því auðvitað er varla hægt að taka myndir í borginni án þess að turninn sjáist. 4
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.