Morgunblaðið - 23.06.1988, Qupperneq 64

Morgunblaðið - 23.06.1988, Qupperneq 64
64 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FTMMTUDAGUR 23. JÚNÍ 1988 FOLX ■ CLAUDIA Kohde-Kilsch frá Vestur-Þýzkalandi, sem er ein af beztu tenniskonum heims, hefur orðið hætta keppni á Wimbledon- mótinu sökum meiðsla á hné. ■ WIMBLEDON leikarnir í tennis hófust fyrir skömmu. Mótið er án efa hápunktur tennisvertíðar- innar og gríðarlega mikil vinna sem fer í skipulagningu og framkvæmd, en motíð stendur yfir í tvær vikur. Heildar verðlaunafé mótsins er 2.612.126 pund, rúmar 200 milljón- ir fsl. kr. Sigurvegari í einliðaleik karla fær 165.000 (13,2 millj. ísl kr.jog sigurvegari í einliðaleik kvenna fær 148.500 pund (11,8 millj. ísl. kr.). ■ MIÐAVERÐ hefur tekið ótrúlegum breytingum síðustu daga og svarta markarðsbraskarar græða á tá og fingri. Nú kosta miðar á miðvöllinn um 200 pund, en kostuðu áður 15 pund og í næstu viku er gert fyrir að slíkir miðar fari upp í 300 pund. Miði fyrir loka- dag Wimbledon, sem kostaði áður 25 pund, hefur nú hækkað upp í 900 pund, eða um 73.000 ísl. kr. ■ Á WIMBLEDON leikunum verða notaðir 2.300 tennisboltar og 120 boltastrákar munu sjá um að koma boltunum til tennisleikar- anna. 330 dómarar munu sjá um að dæma leikina sem eru alls 650. ■ ÞAÐ er búist við um 400.000 áhorfendum á Wimbledoh leikana. Starfsmenn eru rúmlega 1.000 og gerð hefur verið áætlun fyrir neyslu gestanna. Reiknað er með að áhorf- endur borði 18 tonn af jarðabetjum, 9 tonn af laxi, 190.000 samlokur, 300.000 te- og kaffibolla, 75.000 bjórkollur og 12.000 flöskur af kampavíni. Þessar tölur eru byggð- ar á neyslu gesta undanfarin ár. ■ AÐ sjálfsögðu verður meiri- hluta leikanna sjónvarpað beint og það er breska sjónvarpsstöðin BBC sem sér um það. Starfsmenn BBC hafa nú þegar lagt um 170 kíló- metra af snúrum, en nota auk þess 250 sjónvarpsskjái og 50 hljóð- nema. Þessar útendingar munu ná til rúmlega 50 milljón Breta, en auk þess er sýnt bdint frá leikunum til flestra annarra landa Evrópu. Pat Cash sigraði á Wimbldon-mótinu í fyrra. FRJALSAR IÞROTTiR DÓMARAMÁL / GUÐMUNDUR HARALDSSON Einar keppir viðnýja methafann EINAR Vilhjálmsson, spjót- kastari, mætir nýja Norður- landamethafanum í spjótkásti á Heimsleikunum í Helsinki eft- irviku. Ísíðustu viku kastaði Finninn Tapio Koijus spjótinu 85,18 metra í landskeppni Finna og Norð- manna og bætti Norðurlandamet landa síns Seppo Raty um 1,64 metra. Ráty varð heimsmeistari í Róm í fyrra, kastaði 83,54 metra, og sló þá Norðurlandamet Einars (82,96). Koijus átti 79,22 metra og hefur árangur hans vakið athygli heima- fyrir. Í finnska blaðinu Huvudstads- bladet er greint frá mótinu í næstu viku þar sem allir fremstu spjót- kastarar heims verða samankomnir. Þar eru þrír kastarar nafngreindir sérstaklega, heimsmethafinn Jan Zelesny frá Tékkóslóvakíu, Banda- ríkjamaðurinn Tom Petranoff og Einar Vilhjálmsson, og segir að með þá sem mótheija verði Koijus í verð- ugum félagsskap. Eftir mótið í Helsinki keppir Einar á stórmóti í Stokkhólmi 5. júlí. Innáskiptingar Eg ætia að taka hér nokkur atriði í sambandi við leik- mannaskipti. Hvaða leikmaður sem er má skipta um stöðu við eigin markvörð, að því tilskyldu, að dómara séu tilkynnt skiptin áður en þau fara fram og að skipt- in eigi sé stað þegar leikur er stöðvaður. Þegar skipt er um markvörð eða annan leikmann, skal eftirtöldum skilyrðum full- nægt: 1. Fyrirhuguð leikmannaskipti skulu gefín dómara til kynna áður en þau fara fram. 2. Varamaður skal ekki koma inn á leikvöllinn fyrr en leikmaðurinn, sem hann skiptir við, er kominn út af og þá fyrst, eftir að hafa fengið merki frá dómaranum. 3. Hann skal koma inn á leikvöll- inn við miðlínu, þegar leikur hefur verið stöðvaður. 4. Leikmaður, sem farið hefur af leikvelli, má ekki taka frekari þátt í leiknum, hafí varamaður hafið leik í hans stað. 5. Varamaður skal lúta aga leiks- ins og refsivaldi dómarans hvort heldur hann kemur inn á til að leika eða ekki. Refsiákvæði: Ef varamaður kem- ur inn á völlinn án leyfis dómara skal leikur stöðvaður og varamað- urinn áminntur og látinn yfirgefa völlinn eða vísa skal honum af leikvelli eftir atvikum. Leikur skal hafínn að nýju með því að dómari lætur knöttinn falla á þeim stað, þar sem knötturinn var, þegar leikur var stöðvaður. Sé leikur stöðvaður til að veita áminningu, skal hann hafínn að nýju með óbeinni aukaspyrnu, sem tekin skal af leikmanni mótheijanna frá þeim stað, þar sem knötturinn var, þegar leikur var stöðvaður. Ef aukaspyma er dæmd liði á eigin markteig, má framkvæma hana frá hvaða stað sem er á þeim helmingi markteigsins, þar sem knötturinn var, þegar leikur var stöðvaður. Við leikmenn vil ég segja þetta. Kynnið ykkur sérstaklega hvemig leikmannaskipti eiga að fara fram. Þau verður að tilkynna dómaranum og bíða leyfís hans og þess að leikur sé stöðvaður. Það sama gildir um markvarða- skipti. Og oft vill gleymast að til- kynna leikmannaskipti, sem eiga sér stað í leikhléi. UR Bannað að reykja Mig langar að segja frá einu at- viki, sem kom fyrir í leik er ég dæmdi á írlandi milli Hibs. Cork og Lamaca frá Kýpur. Það var um miðjan fyrri hálfleik að tveir leikmenn lentu í smá samstuði og féll Kýpurmaðurinn niður og lá þar, en ég stöðvaði ekki leikinn fyrr en boltinn fór af leikvelli. Þegar ég kom að leikmanninum engdist hann sundur og saman svo að ég kallaði á lækni liðsins. Læknirinn spurði leikmanninn hvar hann finndi til, en hann svar- aði aðeins: „Mér líður svo iila.“ Þá segir fyrirliðinn við lækninn. Gefðu honum smók. Læknirinn fór þá að leita í töskunni, og dreg- ur svo upp sígarettu. Þá datt af mér andlitið við þessa sjón. En ég gat svo stunið upp. „Herrar mínir, hér er stranglega bannað að reykja." Já, það er ekki öll vitleysan eins. Af leikmanninum er það að segja, að honum var skipt út af. Með dómarakveðju Guðmundur Haraldason Einar Vilhjálmsson keppir á sterku móti í Finnlandi í næstu viku. Skoraðu «/ öryggi Takt'upp MYNDBOND & KASETTUR ^Wópu keppnij??' Merki Evrópukeppnmnar er á öllum JVC spólum. 5 lengdir: E-120, 180. 195, 210, v 240 JVC spólur fást í Hagkaups- verslunum í Reykjavík og úti á landi. Dreifingar\ ' aðili fyrir JVC spólur og snældur: Faco, Laugavegi 89, sími 91-27840. Vandaðu valið og notaðu spólur sem hafa gæði, úthald og öryggi. SUND / LANDSLIÐ Sundlandsliðið keppir í Noregi um næstu helgi Islenska sundlandsliðið keppir á alþjóðlegu móti í Hamar í Noregi um næstu helgi. íslendingar senda 21 keppanda á mótið. Sex A-lands- liðsmenn, sem eru: Eðvarð Þór Eðvarðsson UMFN, Ragnheiður Runólfsdóttir UMFN, Magnús Már Ólafsson HSK, Bryndís Olafsdóttir HSK, Arnþór Ragnarsson SH og Ragnar Guðmundsson sem æfir í Svíþjóð. Auk þess munu 15 unglingar taka þátt í mótinu og mun hluti af þeim reyna við lágmörk fyrir Evrópu- meistaramót unglinga. Þau eru: Arnar Freyr Ólafsson HSK, Ársæll Bjamason IA, Birna Björnsdóttir SH, Björghildur Daðadóttir UMFB, Björg Jónsdóttir UMFN, Díana Hlöðversdóttir UMFN, Elín Sigurð- ardóttir SH, Grétar Árnason KR, Gunnar Ársælsson ÍA, Halldóra Sveinbjörnsdóttir UMFB, Ingi Þór Ágústsson Vestra, Logi Kristjáns- son ÍBV, Óskar Guðbrandsson ÍA, Radinka Hadzik ÍBV og Ævar Örn Jónsson UMFN. Eðvarð Þór Eðvarðsson og Ragn- heiður Runólfsdóttir eru þau einu sem náð hafa ólympíulágmörkun- um. Þau Magnús Már, Bryndís, Amþór og Ragnar eru ekki langt frá þeim og freista þess að ná lág- mörkunum á þessu móti. Liðið fór utan í gær, en keppni hefst á morgun, föstudag. EðvarA Þór EAvarAsson keppir í Noregi um helgina.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.