Morgunblaðið - 23.06.1988, Side 65
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FIMMTUDAGUR 23. JÚNÍ 1988
65
EVRÓPUKEPPN
Reuter
Oleg Protaesow sést hér fagna marki sínu, 1:0, gegn ítölum. Paulo Maldini
(8) kom engum vömum við.
Öllum
brögðum
beitt!
Áhorfendur á leilq'um í
Evrópukeppni landsliða
hafa ýmis ráð til að
hvetja sína menn. Sové-
skir áhorfendur hengdu
m.a. upp myndir Karl
Marx og Friedrich Eng-
els, en ítalskur knatt-
spymuáhugamaður
steytir hnefann. Sovét-
mönn höfðu betur í
leiknum og mæta Hol-
lendingum í úrslitaleik
keppninnar á sunnu-
dag.
Reuter
Sigur Hollendinga á V-Þjóðverjum:
22. júní verður ritað-
ur með gylltu letri
HOLLENDINGAR voru að
vonum ánægðir með sigur
sinn á knattspyrnuvellinum á
þriðjudaginn er þelr sigruðu
V-Þjóðverja 2-1 í undanúrslit-
um Evrópukeppninnar. Hol-
lenskir íþróttafréttamenn
létu i það skína að loksins
hefði tekist að hefna fyrir
ósigurinn í úrslitaleik heims-
meistarakeppninnar 1974,
þegar Þjóðverjar báru sigur
úr býtum.
riðjudagurinn 22. júní 1988
verður ritaður með gylltu
letri í dagbækur allra hollenskra
knattspymuáhugamanna, sagði í
hollenska dagblaðinu De Telegraf,
og í Algemeen Dagblad sagði að
leikurinn hefði verið „þýsk mar-
tröð“. Önnur dgblöð slógu upp
fyrirsögnum eins og „Hefnd að
lokum" og „Loksins náðum við
þeim“.
I miðbæ Amsterdam var krökkt
af fólki, sem í gleði sinni yfir sigr-
inum, söng og þeytti bflflautur
langt fram eftir morgni. Einn
aðdáandi liðsins sagðist hafa beð-
ið eftir þessum sigri í 14 ár, og
annar, 40 ára gamall, sagði að
það það hefði hríslast um sig vell-
íðunartilfmning þegar leiknum
lauk. Þrátt fyrir mikinn fögnuð
manna á götum úti fór allt vel
fram.
19 8 8
I LANDSLIÐA
" Miklir
yfirburðir
Sovétmanna
Mæta Hollendingum í úrslitum á
Ólympíuleikvanginum í Munchen
SOVÉTMENN tryggðu sér sæti
í úrslitaleiknum í Evrópukeppni
landsliða gegn Hollendingum.
Sovétmenn unnu öruggan sig-
ur á ítölum, léku af krafti og
hið fríska lið Ítalíu, átti aldrei
möguleika. Mörkin tvö sem
réðu úrslitum komu þó bæði í
síðari hálfleik — með þriggja
mínútna millibili.
Sovétmenn mættu til leiks fullir
af sjálfstrausti og léku af
krafti og öryggi. ítalir, sem hafa
verið með eitt frískasta lið keppn-
innar, voru hinsvegar ragir og sókn-
armenn liðsins náðu sér ekki á strik
gegn sterkri vöm Sovétmanna.
Mörkin tvö komu þó ekki fyrr en
fimmtán mínútur voru liðnar af
síðari hálfleik. Gennady Litov-
chenko skoraði -fyrra markið eftir
að hafa komist einn í gegn. Skot
hans fór í vamarmann, en Litov-
chenko náði boltanum aftur og
skoraði af öryggi.
Þetta mark jók enn sjálfstraust
Sovétmanna og þremur mínútum
síðar mátti Walter Zenga hirða
boltann aftur úr netinu. Þá skoraði
Oleg Protasov annað markið, eftir
sendingu frá Alexander Zavarov.
Leikurinn var nokkuð harður og
blautur völlurinn varð ekki til að
draga úr Ijótum brotum. Sex leik-
menn fengu gul spjöld, þrír í hvoru
liði. Oleg Kuznetsov fékk gult spjald
fyrir brot á Gianluca Vialli. Þar
með er hann úr leik fyrir úrslitaleik-
inn gegn Hollendingum því þetta
var annað gula spjald hans í keppn-
inni.
„Besti leikur okkarí*
„Þetta var besti leikur okkar í
keppninni og við komum til að
sigra. Við vorum mun betri en ítal-
I TONI Schumacher, fyrrum
landsliðsmarkvörður V-Þjóðverja,
fór í mikla fýluferð þegar hann
ætlaði að heilsa upp á vin sinn,
sovézka markvörðinn Rinat
Dassajev, í herbúðum Sovét-
manna. Verðir stöðvuðu hann og
sögðu honum, að Lobanovsky
þjálfari sovézka iiðsins hefði lagt
blátt bann við því að hleypa ein-
hveijum óviðkomandi inn. Schum-
acher brást reiður við og ias yfir
þeim nokkur grundvallaratriði í
umbótastefnu Gorbatsjovs en
hvarf síðan á brott í fússi. Lobanov-
sky er þekktur fyrir jámaga og það
að segja sem minnst við blaða-
menn.
I MICEHL Vautrot frá
Frakklandi mun dæma úrslitaleik-
inn í EM. Línuverðir verða landar
hans, Gerard Biguet og Rem
Harrel.
■ STARFSMENN í verslunum
í Hollandi hafa óskað eftir því að
verslunum verði lokað á laugardag-
inn, til að þeir geti farið heim til
að sjá beina útsendingu frá úrslita-
leiknum - leik Hollands og Sov-
étríkjanna.
ir í þessum leik,“ sagði Valery Lo-
banovsky, þjálfari sovéska lands-
liðsins, eftir leikmn. „Fram að þess-
um leik höfðu ítalir pressað and-
stæðinga sína og við ákváðum að
beita þá sömu tækni.“
Igor Belanov lék ekki með sovéska
liðinu: „Hann var tilbúinn fyrir leik-
inn, en við höfum það fyrir reglu
að nota aðeins fullfríska leikmenn,"
sagði Lobanovsky.
Þjálfari ítalska liðsins, Azeglio Vic-
ini, játaði sig sigraðan eftir leikinn:
„Við vorum hræddir um að þetta
yrði erfiður leikur. Sovétmenn leika
sem ein sterk heild og eru mjög
sterkir líkamlega. Þetta voru sann-
gjöm úrslit, en ef við hefðum nýtt
þessi þijú færi sem við fengum þá
hefði leikurinn getað endað á annan
veg.“
Urslitaleikurinn, milli Sovétríkj-
anna og Hollands, fer fram á laug-
ardaginn á Ólympíuleikvanginum í
Miinchen.
Sovétríkin-
Ítalía
2 : 0
Evrópukeppni landsliða í knattspymu,
Neckar leikvangurinn í Stuttgart, mið-
vikudaginn 22. júní 1988.
Mörk Sovétríkjanna: Gennady Litov-
chenko (60.), Oleg Protasov (63.)
Dómarí: Alexis Ponnet frá Belgíu.
Gul spjöld: Oleg Kuznetsov, Vladimar
Bessonov, Sergei Gotsmanov, Sov-
étrílgunum. Franco Baresi, Femando
de Napoli, Riccardo Ferri, frá Ítalíu.
Áhorfendur: 70.000.
Lið Sovétríkjanna: Rinat Dassajev,
Vagiz Khidiatullin, Vladimir Bessonov
(Anatoly Demjanenko 36. mín.), Oleg
Kuznetsov, Gennady Litovchenko, Ser-
gei Gotsmanov, Alexei Mikhailioc-
henko, Sergei Aleininkov, Alexander
Zavarov, Vasily Rats, Oleg Protasov.
Lið Ítalíu: Walter Zenga, Franco Bar-
esi, Giuseppe Bergomi, Riccardo Ferri,
Paolo Maldini (Luigi De Agostini 65.
mín.), Roberto Donadoni, Femando de
Napoli, Carlo Ancelotti, Giuseppe
Giannini, Roberto Mancini (Alessandro
Altobelli 46. mín.), Gianluca Vialli.
H ÞÝZKU blöðin viðurkenna að
Hollendingar hefðu einfaldlega
verið betri í leiknum við V-Þjóð-
verja og að Þjóðveijamir hefðu
dregið sig of mikið aftur eftir að
hafa skorað. „Hollendingarnir
voru skemmtilegri, tæknilega betri
og leiknari", sagði þjálfarinn heims-
kunni, Udo Lattek og margir aðrir
knattspymusérfræðingar tóku í
sama streng. Þó eru flestir á þeirri
skoðun, að Þjóðveijarnir hefðu
unnið, ef þeir hefðu ekki fengið á
sig vítaspymuna umdeildu.
■ FRANZ Beckenbauer þjálf-
ari v-þýzka landsliðsins var sveittur
og taugaóstyrkur á blaðamanna-
fundi eftir leik liðsins við Hollend-
■IHBI inga. „Við vorum
FráJóni betri aðilinn en dóm-
Halidóri arinn eyðilagði allt“,
Garðarsynii sagði Beckenbauer
V-Þýskalandi & ...
en fair vom sam-
mála honum.
■ MATTHIAS Herget sleit
vöðvaþráð í nára í leiknum og verð-
ur sex vikur frá keppni.
■ PIERRE Littbarski var í
byijunarliði því, sem Beckenbauer
hafði gefið upp fyrir leikinn gegn
Hollendingum, en var síðan
uppálagt að segjast hafa maga-
kveisu til þess að Frank Mill gæti
leikið í hans stað. Með þessu vildi
Beckenbauer koma Hollending-
unum í opna skjöldu og hefur mörg-
um , meðal annars Rinus Michels
þjálfara þeirra, þótt þetta óþverra-
bragð af hans hálfu. Frank MUl
hefur viðurkennt, að þegar á mánu-
dag hafi verið ákveðið, að hann
ætti að leika en Littbarski varð
ákaflega óhress með að fá ekki að
vera í byijunarliðinu.
■ VICINI, þjálfari ítalska liðs-
ins, segir að ef hann talaði jafnlítið
við blaðamenn og Lobanovsky
þjálfari Sovétmanna, yrði ekki tek-
ið neitt mark á honum og álitið að
hann hefði ekkert vit á knatt-
spymu. Þess vegna kysi hann að
hafa sem mesta samvinnu við blaða-
menn.
■ TACCONI, varamarkvörður
ítalska landsliðsins, flaug í skyndi
til Ítalíu í kjölfar þess að brotist
var inn á heimili hans og stolið fyr-
ir um eina og hálfa milljón ísl. kr.
Tacconi mætti síðan aftur til V-
Þýskalands, fyrir leikinn gegn
Sovétmönnum.
Námskeið
í ræðumennsku,
fundarsköpum
og hópstarfi
íþróttabandalag Reykjavíkur heldur
námskeið um ræðumennsku, fundar-
sköp og hópstarf fyrir leiðtoga og leið-
beinendur íþróttafélaganna í Reykjavík.
Námskeiðið verður haldið í húsakynn-
um Í.B.R., íþróttamiðstöðinni í Laugar-
dal, dagana 27. og 30. júní frá kl. 18.00
til 22.00.
Þátttökugjald er ekkert.
Tilkynna ber þátttöku
til skrifstofu Í.B.R. í síma
35850.