Morgunblaðið - 23.06.1988, Side 66

Morgunblaðið - 23.06.1988, Side 66
66 MORGUNBLAÐŒ) IÞROTTIR FTMMTUDAGUR 23. JÚNÍ 1988 KÖRFUKNATTLEIKUR / NBA-DEILDIN Kópavogsvöllur í kvöld23. júní kl. 20.00 BREIÐABLIK ÍBV Zenith tölvur BYKO SAMEÍND^s umbro Worthy í stuði þegar Lakers tryggði meistaratitilinn Liðin Kareem Abdul-Jabbar sagði eftir leikinn að hann myndi spila næsta keppnistímabil, en það verður þó hans síðasta. Bæði lið léku fyrri hálfleik vel og leikurinn hélst jafn. Detroit hafði 23:21 forystu eftir fyrsta leikhluta og í hálfleik hafði liðið náð fimm stiga forystu 52:47. James Worthy hélt Lakers á floti í þessum hálfleik með frábærum leik og skoraði 20 stig fyrir hlé. Lakers á skrið í upphafi þriðja leiknluta tók Los Angeles mikla rispu og tíu fyrstu skot liðsins rötuðu í körfuna. Detro- it-liðið átti ekkert svar við hraða- upphlaupum Lakers og eftir þrjá leikhluta hafði Los Angeles náð tú stiga forystu 83:73. Liðið byijaði síðasta leikhlutann vel og náði mest 15 stiga forystu. Detroit tekur við sér Um miðjan fjórða leikhlutann tóku leikmenn Detroit loksins við sér svo um munaði og með frábærri vöm tókst þeim að minnka forystu La- kers í 98:96 þegar nær þrjár mínút- ur voru eftir. Það sem eftir lifði leiksins reyndu þeir allt hvað þeir gátu til að jafna, en gerðu nokkrar slæmar skyssur í sókninni þegar mest lá við. Á þessum leikkafla kom vel í ljós hin mikla reynsla leik- manna Lakers og liðið hékk á for- ystunni það sem eftir var leiksins. Lokatölumar urðu 108:105 fyrir Los Angeles. Hjá Los Angeles var James Worthy atkvæðamestur með 36 stig, 16 fráköst og 10 stoðsendingar. Átti Detroit ekkert svar við stórleik hans að þessu sinni og Worthy var kos- inn leikmaður úrslitakeppninnar af blaðamönnum eftir leikinn. „Magic" Johnson var traustur að venju með 19 stig og Scott skoraði 21 stig. Annars var lykillinn að sigri Lakers í tveimur síðustu leikjunum sá að varamenn liðsins stóðu sig mun betur en í fimm fyrstu leikjunum milli liðanna, einkum nafnarnir Mic- hael Cooper og Michael Thompson. Detroit spilaði þennan leik vel þrátt fyrir tapið. Reynsluleysi yngri þeik- Pat Rlley hafði lofað því eftir sigur liðsins í fyrra að liðinu myndi takast að endurheimta titilinn nú í ár og stóð við bað. Jabbar með næsta tímabil Kareem Abdul-Jabbar sagði eftir leikinn að hann myndi spila næsta keppnistímabil, en það verður þó hans síðasta. Hvort liðinu tekst að vinna titilinn aftur næsta ár er er- fitt að spá um. NBA-deildin er ávallt að verða jafnari og þrisvar sinnum þurfti Lakers-liðið sjö leiki til að slá út andstæðinga sína í þessari úrslitakeppni. Leikmenn Detroit geta verið hreyknir af frammistöðu sinni. í síðustu tveimur leikjunum vantaði aðeins herslumuninn að liðinu tæ- kist að vinna titilinn. Búast má við liðinu enn sterkara næsta vetur, enda leikmenn reynslunni ríkari eftir baráttuna við Boston og Los Angeles. James Worthy var atkvæða- mestur hjá Lakers með 36 stig, 16 fráköst og 10 stoðsendingar og hefur sjaldan leikið betur. Lakers tókst það sem engu öðru liði hafði tekist í 19 ár, að vinna NBA-titilinn tvö ár í röð manna liðsins kom því í koll á lok- amínútunum í tveimur síðustu leikj- unum. Thomas sýndi mikla forystu- hæfileika með því að leika meiddur og skoraði 10 stig, öll í fyrri hálf- leik. Joe Dumars var þó besti leik- maður liðsins í þessum leik með 25 stig, Dantley var með 16 (þar af 11 í fyrri hálfleik) og ungu leikmennir- inir, þeir Dennis Rodman (15 stig) og John Salley (17 stig), stóðu sig einnig vel. Langt tímabil Þetta var langt og erfitt keppn- istímabil fyrir Los Angeles. Leikur- inn á þriðjudag var 115. leikur liðs- ins á tímabilinu sem staðið hefur síðan í byrjun nóvember. Að auki setti Riley mikla pressu á leikmenn með því að lofa því að liðinu myndi takast að vinna titilinn tvö ár í röð. Leikmönnum liðsins tóks þó að standa við loforðin og fímmti meist- aratitillinn á þessum áratug er í höfn. LEIKMENN Los Angeles Lakers lyftu þungu fargi af þjálfara sínum, Pat Riley, þegarliðið sigraði Detroit Pistons 108:105 í úrslitaleiknum um meistaratitilinn á þriðjudagskvöld í Los Ange- les. Riley hafði lofað því eftir sigur liðsins í fyrra að liðinu myndi takast að endurheimta titilinn nú í ár og eftir hvern tapleik í úrslitakeppninni varð hann að mæta efasemdum um að þetta myndi takast. En Lakers tókst það sem engu öðru liði hafði tekist í 19 ár, að vinna NBA-titilinn tvö ár í röð. Bæði lið höfðu unnið þijá leiki í þessum lokaúrslitum og leik- ur liðanna var því hreinn úrslitaleik- ur um titilinn. Ifyrir leikinn var alls óvíst að Isiah Thom- as myndi leika með Detroit, þar sem hann hafði verið á hækjum í tvo daga eftir meiðsl á ökkla í leik liðanna á sunnudag. Þrátt fyrir að hann hefði ekki stigið í fótinn frá síðasta leik liðanna lék hann mikið með, en sýnilegt var að meiðslin háðu hon- um nokkuð í leiknum. Gunnar Valgeirsson skrifar Worthy óstöðvandi

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.